Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 56
T|N|T| Express
Worldwide
580 1010
fslandspóstur hf
Hraðflutningar
S3.Lausnir
Nýherja fyrir
Lotus Notes
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 RBYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Búnaðarbankinn semur
við erlenda banka
16 millj-
- arða lán til
endurfjár-
mögnunar
BÚNAÐARBANKINN hefur lokið
útboði vegna tæplega 16 milljarða
lántöku hjá 23 erlendum bönkum.
Lánið sem er án ríkisábyrgðar mun
vera stærsta erlenda lán sem ís-
lenskur aðili hefur tekið að frátöld-
um ríkissjóði.
Lánið verður notað til að greiða
upp 11,6 milljarða erlend lán bank-
ans sem eru með ríkisábyrgð og er
ii*áætlaður sparnaður bankans vegna
endurgreiðslu 103 milljónir á láns-
tímanum. 4,3 milljarðar af láninu
verða nýttir til útlána.
Fjölmyntalán veitt
til fímm ára
Lánið er fjölmyntalán og er til
fimm ára. Það er veltilán og er
bankanum heimilt að greiða það
niður eftir þörfum á lánstímanum.
Sólon R. Sigurðsson bankastjóri og
Guðmundur Gíslason, fram-
tCJk kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs,
sömdu um lánið fyrir hönd bankans
og segja þeir að mikill áhugi hafí
verið fyrir lántökunni á erlendum
lánsfjármörkuðum.
Sumitomo Bank hafði umsjón
með lánveitingunni og er þetta í
fimmta sinn á ellefu árum sem hann
hefur milligöngu um útvegun á er-
lendu láni fyrir bankann.
■ Sparar/4
KiS|§tÍlSSÍ
Morgunblaðið/Golli
UMFERÐ var hleypt í Hval-
fjarðargöngin í gær en þau
voru opnuð formlega við hátíð-
Iega athöfn klukkan 14. Þar
var viðstaddur fjöldi boðsgesta
en athöfnin fór fram bæði við
syðri og nyrðri gangamunna.
Sunnanmegin lék Lúðrasveit
Akraness og ávörp fluttu Páll
Fjölmenni við opnun
Hvalfj arðarganga
Sigurjónsson, stjórnarformað- Davíð Oddsson forsætisráð-
ur Fossvirkis, og Gísli Gísla- herra opnaði síðan göngin.
son, stjórnarformaður Spalar. Gestir héldu síðan norður um
göngin og þeim megin tók
Karlakór Reykjavíkur á móti
gestum með söng. Anton
Ottesen, oddviti Innri-Akra-
neshrepps, bauð gesti vel-
komna norður fyrir. Þar fluttu
einnig ávörp ráðherrarnir
Ingibjörg Pálmadóttir og Hall-
dór Blöndal.
Hjónum og tveimur börn-
um bjargað úr eldsvoða
Morgunblaðið/Kristinn
HELGA Guðrún Eiríksdóttir bjargaði tíu mánaða stúlkubarni úr þessu
herbergi í fyrrinótt. Nágranni hennar, sem vakti foreldrana og
kom þeim út úr íbúðinni, lá enn á spitala með reykeitrun í gærdag.
FRÆKILEGT björgunarafrek var
unnið í fyrrinótt þegar karlmaður og
kona björguðu hjónum og tveimur
börnum, 10 mánaða og tveggja ára,
úr eldsvoða í þriggja hæða fjölbýlis-
húsi við Reyrengi í Grafarvogi.
Eldur kom upp í sófa í íbúð á
annarri hæð hússins og lagði af hon-
um mikinn reyk. Karlmaður sem býr
fyrir ofan fólkið vaknaði rétt fyrir
klukkan fjögur um nóttina og varð
var við brunalykt. Hann fór þá niður
-~^pg vakti Helgu Guðrúnu Eiríksdótt-
ur og Ólaf ísleifsson sem búa beint á
móti íbúðinni þar sem eldurinn kom
upp. Helga, sem kom til dyranna, og
nágranninn fóru fram á gang og
heyrðu þá í reykskynjara frá íbúð-
inni. „Við fundum líka brunalykt,
þannig að það fór ekki á milli mála
að það var logandi eldur inni,“ segir
Helga. „Nágranni okkar hljóp strax
niður stigann, út í garð og klifraði
upp á svalirnar. A meðan lá ég á
bjöllunni og reyndi að vekja fólkið.
Eftir augnablik var hann kominn að
dyrunum innanfrá og opnaði."
Niðamyrkur í íbúðinni
vegna reyks
Svo vildi til að Helga hafði verið að
gæta bama hjá nágrönnum sínum
fyrr um kvöldið, og var það í fyrsta
sinn frá því að þau Ólafur fluttu inn í
íbúðina fyrir um einum og hálfum
mánuði. „Það var algert myrkur inni
íbúðinni vegna reyksins, nema hvað
logar sáust til vinstri í stofunni. Ég
þurfti sem betur fer engan leiðarvísi
að vöggu litlu stelpunnar sem var við
hliðina á hjónarúminu innst í íbúð-
inni. Um leið og ég kom inn öskraði
ég á hjónin til að reyna að vekja þau.
Reykurinn hefur verið farinn að
segja til sín þannig að þau rumskuðu
ekki. Ég greip stúlkuna og hljóp með
hana yfir í okkar íbúð og lét hana á
sófa þar. Svo tók ég símtólið og
hringdi á neyðarlínuna, henti tólinu
síðan frá mér, hljóp aftur inn í hina
íbúðina og sótti hitt barnið, sem var í
öðru herbergi í íbúðinni.“
A meðan á þessu stóð tókst ná-
grannanum að vekja hjónin sem
lágu í reykjarkófinu, og koma þeim
fram.
Helga segir að ef hún hefði ekki
verið að passa bömin fyrr um kvöld-
ið hefði hún varla fundið þau, því
ekki hefði sést handa skil. „Ég var
eins og kolakarl í framan eftir þetta.
Hárið á mér, sem venjulega er ljóst,
er ennþá dökkt af ösku þó að ég sé
búin að þvo það,“ sagði Helga í sam-
tali við Morgunblaðið í gærmorgun.
Mátti ekki muna hálfri minútu
Helga segir að atburðarásin hafi
verið mjög hröð. „Ég hugsa að það
hafi ekki mátt muna hálfri mínútu.
Ég held að þeir sem að málinu komu
hafi brugðist hámétt við, en það er
kraftaverk að allir skuli vera lifandi
og heilir."
Mikinn reyk lagði um stigagang-
inn og sérstaklega inn í íbúð Helgu
og Ólafs meðan verið var að bjarga
fólkinu út. Allir íbúar fjölbýlishúss-
ins sem vora heima við vora sendir á
sjúkrahús eftir atburðinn til að
kanna hvort þeim hefði orðið meint
af. Hjónin sem bjuggu í íbúðinni þar
sem eldurinn kom upp og nágrann-
inn, sem vakti þau, höfðu orðið fyrir
reykeitrun en aðrir gátu farið heim
til sín i gærmorgun. Konan fékk svo
að fara heim skömmu fyrir hádegi í
gær, en samkvæmt upplýsingum frá
vakthafandi lækni á Sjúkrahúsi
Reykjavikur átti að halda þeim
tveimur sem eftir voru á sjúkrahús-
inu að minnsta kosti fram eftir degi.
í íbúðinni þar sem eldurinn kom
upp býr átta manna fjölskylda, hjón
með sex dætur, sú elsta tólf ára. Svo
vildi til að fjögur eldri börnin vora
stödd í sumarbúðum en komu heim í
gærdag.
Aukið aðhald í
Eyjafirði
Um 200
ökumenn
teknir síð-
ustu daga
ANNRÍKI hefur verið hjá lög-
reglunni á Akureyri, meðal
annars vegna aukinnar um-
ferðar kringum landsmót
hestamanna. Um tvö hundruð
ökumenn hafa verið teknir fyr-
ir hraðakstur í Eyjafírði, Öxna-
dal og í bænum síðustu daga,
en lögreglan hefur haft uppi
hert eftirlit.
Vegna landsmóts hesta-
manna var hámarkshraðinn
lækkaður tímabundið á kaflan-
um milli Hrafnagils og Mel-
gerðismela úr 90 í 70 km. Segir
lögreglan það bæði vegna stór-
aukinnar umferðar og hins að
vegurinn á þessum kafla er
ekki í fullri breidd. Lögreglan
hefur lagt áherslu á að veita
aðhald í umferðinni og stöðvað
um 200 ökumenn sem ekki
hafa virt mörk um hámarks-
hraða. Hafa margir verið tekn-
ir á fyrrgreindum kafla þar
sem hámarkshraðinn vai- lækk-
aður en einnig í Öxnadalnum
svo og í bænum. Hefur umferð-
in gengið slysalaust fyrir sig og
þakkar lögreglan það meðal
annars auknu eftirliti.