Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 156. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS „Göngntíð“ Óraníumanna á N-Irlandi náði hámarki í gær Skrúðgöngur í skugga harmleiks Belfast. Reuters. Kexkakan rannsökuð London. The Daily Telegraph. BRESKIR vísindamenn hafa tekið sér fyrir hendur að af- hjúpa leyndardóma kexkökunn- ar, eða hvað það er eiginlega sem fólki fínnst best þegar kex- ið er annars vegar. Utvaldir námsmenn við há- skólann í Birmingham verða látnir innbyrða einhver reiðinn- ar býsn af alls konar kexi en David Booth prófessor, sem stjórnar rannsókninni, vonast til að finna kex eða uppskrift að hitaeiningasnauðu kexi, sem brotnar þegar bitið er í það og mylst síðan þegar það er tuggið. „Við vitum svo lítið um áhrif snertingarinnar í munninum en við ætlum að fylgjast með hvernig það brotnar upp og hefur áhrif á þúsundir tauga- frumna, sem aftur senda ánægjuleg boð til heilans," sagði Booth. „Ef okkur tækist að fjarlægja fitu án þess gera kexið að einhverju hundakexi, þá væri það gleðitíðindi fyrir kexiðnaðinn um allan heim.“ ANDRUMSLOFT var þrungið spennu í jgær á N-írlandi þegar göngutíð Oraníureglunnar náði há- marki enda fóru hátíðahöld Oraníu- manna fram í skugga óhugnanlegra morða á þremur ungum drengjum aðfaranótt sunnudags í bænum Ballymoney, norðaustur af Belfast. Þurfti lögreglan í gærdag að gera sprengju skaðlausa í bænum Newry, nærri landamærunum við Irland, og íyrr um morguninn hafði umdeOd ganga Óraníumanna niður Lower Ormeau-götuna í Belfast tafist nokk- uð vegna sprengjuhótunar sem INLA, klofningssamtök úr Irska lýðveldishernum (IRA), stóð fyrir. Göngur Óraníumanna fóru ann- ars friðsamlega fram og gengu þeir fylktu liði í bæjum og borgum án lítilla vandkvæða. Helst beindust sjónir manna að göngunni í Belfast en kaþólskir íbúar létu sér nægja að koma mótmælum sínum á fram- færi á prúðmannlegan hátt, héldu á lofti spjöldum þar sem Óraníumenn voru fordæmdir, „skammist ykkar“ stóð á mörgum þeirra. Tveir menn í haldi Lögreglan hafði í gær tvo menn í haldi grunaða um aðild að morðun- um aðfaranótt sunnudags. Þau vöktu mikinn óhug á N-írlandi og kepptust stjórnmálaleiðtogar við að fordæma þau í gær. Bað David Trimble, forsætisráðherra N- Irlands, Óraníumenn í gær að hætta mótmælum sínum. Forysta Óraníureglunnar fordæmdi einnig morðin og fór fram á það við liðs- menn sína að þeir drægju úr mót- mælum sínum annars staðar en í Portadown þar sem Óraníumenn hyggjast halda áfram „umsátri" sínu við Drumcree-kirkju þar sem kom til átaka milli þeirra og lög- reglu í síðustu viku. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í fyrradag að morðin á drengjunum þremur væru „afar sorgleg tíðindi" en hann kvaðst staðráðinn í að íbúar N-ír- lands fengju í framtíðinni að njóta þess friðar sem þeir ættu skilinn. ■ Áfall fyrir alla/31 Þjóðhátíð í Frakklandi FRANSKA knattspyrnulandslið- inu var í gær fagnað sem þjóð- hetjum með stærsta íjöldafagn- aði sem sézt hefur á götum Parísar frá því bundinn var endi á hernám Þjóðverja árið 1944. Búizt er við því að hátíðahöldun- um linni ekki fyrr en aðfaranótt morgundagsins, þar sem í dag er þjóðhátíðardagur Frakka, Bast- illudagurinn. Sagt var frá því um helgina að mjög hefði dregið úr fylgi við þjóðernishreyfingu Jeans Marie Le Pen í kjölfar góðs árangurs franska landsliðs- ins enda margir leikmanna svart- ir að hörund. Allt að tvær milljónir manna söfnuðust saman á og í kringum breiðgötuna Champs Elysées og tveggja hæða rúta ók löturhægt í gegnum mannþröngina með landsliðið innanborðs, enn í sig- urvímu eftir 3-0 sigurinn á Bras- ilíu í úrslitaleik heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu á sunnudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Frakkar hljóta titilinn. Rússar semja um aðstoð við IMF Moskva, Washington. Reuters. RUSSAR náðu í gær samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um lán upp á alls 22,6 milljarða Bandaríkjadala og koma 14,8 millj- arðar til greiðslu strax á þessu ári en afgangurinn á því næsta. Rúss- land á í höggi við mikinn efnahags- vanda en vonast er til að með þessu megi styrkja stoðir efnahagsúrbóta stjómvalda. Mike McCurry, talsmaður Banda- ríkjastjómar, fagnaði í gær fregn- unum og sagði efnahagsaðstoðina „stórt skref fram á við.“ Sagði hann umfang aðstoðarinnar sýna þá trú sem menn hefðu á umbótahugmynd- um rússneskra stjómvalda. Hafði hann einnig eftir Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, að aðstoðin myndi auka á stöðugleika og trú manna á rússneskt efnahagslíf. Anatoly Tjsjúbajs, aðalsamninga- maður rússneskra stjómvalda við IMF, sagði á blaðamannafundi í gær að samningaviðræðurnar við sjóðinn hefðu verið þær erfiðustu í samskiptasögu Rússa og IMF. Fram kom að rússnesk stjómvöld hefðu skuldbundið sig til að lækka fjárlagahalla í 5,6% á þessu ári og niður í 2,8% á því næsta. Sagði John Odling-Smee, full- trúi IMF í samningaviðræðunum, að sjóðurinn væri afar ánægður með þessi loforð Rússa því að að- gerðir Rússa myndu með fjárhags- aðstoð IMF koma í veg fyrir að fella þyrfti gengi rúblunnar, en það hefði verið „áfall fyrir fjár- magnsmarkaði og bankakerfið í Rússlandi, sem og íbúa Rúss- lands,“ að sögn Tjsúbajs. ^31 Reuters Ovissa í stjórnmálum Japans eftir afsögn Hashimotos Talin geta magnað kreppuna í Asíu Washington. Reuters. LEIÐTOGAR Asíuríkja sögðust í gær vonast til þess að sú ákvörðun Ryutaros Hashimotos að segja af sér embætti forsætisráðherra Japans myndi ekki valda óstöðugleika og langvarandi óvissu í stjórnmálum landsins. Margir hagfræðingar óttast að óvissan um eftirmann Hashimotos geti tafið fyrir umbótum á fjármála- kerfi Japans og kynt undir frekara umróti á fjármálamörkuðum Asíu. Margir hagfræðinganna óttast að nú þegar athyglin beinist að því hver eigi að taka við af Hashimoto verði stjórnin ekki fær um að taka ákvarð- anir um aðgerðir til að rétta efna- haginn við fyrr en í fyrsta lagi í sept- ember. „Við sjáum fram á meiri óvissu, frekari lækkun á gengi jensins, hærri vexti og þar af leiðandi frekari þrengingai' fyrir öll hin ríkin í þess- um heimshluta," sagði Mai'k Mefar- land, aðalhagfræðingur Santander Investment. Stefna Bandaríkjastjórnar óbreytt Bandarískir embættismenn sögðu þó að afsögn Hashimotos yrði ekki til þess að Bandaríkjastjórn breytti stefnu sinni, hún myndi sem fyrr ganga út frá því að Japönum tækist að blása lífi í efnahag sinn og stuðla að efnahagsbata í Asíu. „Bandaríkja- stjórn mun ganga út frá því að nýja stjórnin í Japan sjái að það er henni sjálfri fyrir bestu að koma á efna- hagsumbótum sem fyrst,“ sagði Mike McCurry, talsmaður Banda- ríkjaforseta. Hashimoto tilkynnti afsögn sína eftir að flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, beið ósigur í kosningum til efri deildar þingsins á sunnudag. ■ Óvissan í Japan/26 Bandaríkjamenn segja boltann hjá Israelsmönnum Jerúsalem. Reuters. JAMES Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að samningamenn Israels og Palestínumanna myndu ræðast beint við er Yasser Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínu, sneri heim úr ferðalagi til Kína. Sagði hann jafn- framt að boltinn væri nú hjá ísraels- stjórn að reyna að koma til móts við Palestínumenn. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær, að lítið vantaði á, að stjórn sín féllist á til- lögu Bandaríkjastjórnar um aukið land til Palestínumanna á Vestur- bakkanum. Væri það helst í vegin- um, að Palestínumenn neituðu að ábyrgjast öryggi Israela. „Þessu máli er næstum lokið af okkar hálfu og það eina, sem er í veginum, er að Palestínumenn standi við þær yfirlýsingar, sem þeh' hafa margoft gefið sl. fimm ár varðandi öryggismálin," sagði Netanyahu en bent er á, að hann hafi áður gefið út svipaðar yfirlýsingar. Palestínumenn hafa þegar fallist á tillögu Banda- ríkjastjórnai' um að þeim verði af- hent 13% Vestm-bakkans. Yasser Arafat kom við í Islama- band, höfuðborg Pakistans, á leið sinni til Kína og fagnaði því að Pakistanar hefðu komið sér upp kjarnorkusprengju. Sagði hann að þar sem Israel hefði yfir kjarnorku- vopnum að ráða væri ekki nema eðli- legt að þjóðir eins og Pakistanar stæðu í sömu sporum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.