Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 17 VIÐSKIPTI Lífeyrissjóðir arki- tekta og tæknifræð- inga sameinast Heildareign- ir hins nýja sjóðs 3,6 milljarðar LÍFEYRISSJÓÐUR arkitekta og tæknifræðinga hefur hafið starf- semi, en sjóðurinn varð til við sam- einingu Lífeyrissjóðs arkitekta og Lífeyrissjóðs tæknifræðingafélags íslands. Sameiningin var sam- þykkt á aðalfundum sjóðanna í vor og fjármálaráðuneytið hefur stað- fest reglugerð hins nýja sjóðs, en hún er samin með hliðsjón af nýj- um lögum um starfsemi lífeyris- sjóða. Þetta kemur fram í frétt frá hinum nýja lífeyrissjóði. „Tilgangurinn með sameiningu sjóðanna er að stofna hagkvæman lífeyrissjóð sem sameinar kosti séreignar- og samtryggingarsjóða. Markmiðið er að tryggja betur fjárhagslegt öryggi sjóðfélaga með því að bjóða þeim að leggja fyrir tQ eftirlaunaáranna í séreignardeild og tryggingadeild og verja sig og sína nánustu fyrir tekjumissi vegna örorku eða fráfalls með því að greiða í tryggingadeild," segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Heildareignir Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga 1. júlí voru 3,6 miljjarðar króna og eru sjóðfélagar rúmlega 1.400. Upp- fyllir sjóðurinn ákvæði nýrra laga um lágmarksfjölda virkra sjóðfé- laga. FBA semur um 120 milljóna dollara langtímalán við erlenda banka Morgunblaðið/Jim Smart SAMNINGUR um 8,5 milljarða króna lántöku var undirritaður af fulltrúum Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins og níu erlendra banka í dæluhúsi Vatnsveitu Reykjavíkur við Gvendarbrunna í gær. Frá hægri: Bjarni Ár- mannsson, framkvæmdastjóri FBA, Erlendur Magnússon framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu FBA, Clare Dawson fulltrúi Sumitomo Bank og fulltrúi Deutsche Bank. átján bankar skráð sig fyrir tölu- vert hærri upphæð eða 120 milljón- um dollara. „Við ákváðum því að hækka samningsfjárhæðina sem þessu nam. Lánskjörin eru afar hagstæð og það, ásamt góðum við- tökum á erlendum fjármagnsmörk- uðum, sýnir styrkleika bankans og staðfestir sterka samkeppnisstöðu hans gagnvart öðrum innlendum fjármálastofnunum. Láninu verður einkum varið til nýrra útlána á ár- inu en hluta þess verður varið til uppgreiðslu eldri lána,“ segir Bjami. Góðar viðtökur á erlendum fjármagnsmörkuðum FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. (FBA) hefur gengið frá samningum við erlendar banka- stofnanir um fjölþjóðlegt bankalán til fimm ára að fjárhæð 120 milljón- ir dollara eða 8,5 milljarðar ís- lenskra króna. Er þetta fyrsta er- lenda langtímalántaka FBA frá því hann tók til starfa um síðustu ára- mót. Átján erlendir bankar frá níu löndum taka þátt í lántökunni en Deutsche Bank, Den Danske Bank og Sumitomo Bank í Japan hafa umsjón með henni. Um er að ræða svokallað veltilán og er FBA því heimilt að greiða það niður að vild eftir þörfum á lánstímanum. Láns- kjör á ádregna fjárhæð nema 16,75 punkta álagi á LIBOR-vexti (milli- bankavexti) fyrstu þrjú árin og 17,5 punkta álagi síðustu tvö árin en þóknun á óádregna fjárhæð er 8,25 punktar yfir allan lánstímann. Hagstæð lánskjör Bjarni Armannsson, fram- kvæmdastjóri FBA, segir að hinir erlendu bankar hafi engin skilyrði sett um ríkisábyrgð fyrir láninu eða að íslenska ríkið ætti meirihluta í FBA, enda væri það yfiriýst mark- mið stjómvalda að selja hlut sinn í bankanum. Lánið var boðið út um miðjan júní og var upphaflega stefnt að því að það næmi 100 milljónum dollara. Er útboðinu lauk, 26. júní, höfðu _____ I Eftirtaldir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla og kvenna B I K ARIN N inrr ^■ÉÍíáíilUP '.jK* Mánudagur 13. júlí Kl. 20:00 Haukar - Breiðablik -wP Ásvelllr jtC*' x*: Þriðjudagur 14. júlí Kl. 20:00 Grlndavfk - Þróttur R. f_mm Grindavfkurvöllur IBV - KR Vestmannaeyjavöllur Leiftur - Víkingur R. Olafsfjaröarvöllur ÍBA - ÍA Akureyrarvöllur ’.A1 •v* * v V* Miðvikudagur 15. júlí Kl. 20:00 Fylkir - Breiðabllk Fylkisvöllur Hl ÍBV - Stjarnan Vestmannaeyjavöllur KR - Valur KR-völlur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.