Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 17

Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 17 VIÐSKIPTI Lífeyrissjóðir arki- tekta og tæknifræð- inga sameinast Heildareign- ir hins nýja sjóðs 3,6 milljarðar LÍFEYRISSJÓÐUR arkitekta og tæknifræðinga hefur hafið starf- semi, en sjóðurinn varð til við sam- einingu Lífeyrissjóðs arkitekta og Lífeyrissjóðs tæknifræðingafélags íslands. Sameiningin var sam- þykkt á aðalfundum sjóðanna í vor og fjármálaráðuneytið hefur stað- fest reglugerð hins nýja sjóðs, en hún er samin með hliðsjón af nýj- um lögum um starfsemi lífeyris- sjóða. Þetta kemur fram í frétt frá hinum nýja lífeyrissjóði. „Tilgangurinn með sameiningu sjóðanna er að stofna hagkvæman lífeyrissjóð sem sameinar kosti séreignar- og samtryggingarsjóða. Markmiðið er að tryggja betur fjárhagslegt öryggi sjóðfélaga með því að bjóða þeim að leggja fyrir tQ eftirlaunaáranna í séreignardeild og tryggingadeild og verja sig og sína nánustu fyrir tekjumissi vegna örorku eða fráfalls með því að greiða í tryggingadeild," segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Heildareignir Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga 1. júlí voru 3,6 miljjarðar króna og eru sjóðfélagar rúmlega 1.400. Upp- fyllir sjóðurinn ákvæði nýrra laga um lágmarksfjölda virkra sjóðfé- laga. FBA semur um 120 milljóna dollara langtímalán við erlenda banka Morgunblaðið/Jim Smart SAMNINGUR um 8,5 milljarða króna lántöku var undirritaður af fulltrúum Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins og níu erlendra banka í dæluhúsi Vatnsveitu Reykjavíkur við Gvendarbrunna í gær. Frá hægri: Bjarni Ár- mannsson, framkvæmdastjóri FBA, Erlendur Magnússon framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu FBA, Clare Dawson fulltrúi Sumitomo Bank og fulltrúi Deutsche Bank. átján bankar skráð sig fyrir tölu- vert hærri upphæð eða 120 milljón- um dollara. „Við ákváðum því að hækka samningsfjárhæðina sem þessu nam. Lánskjörin eru afar hagstæð og það, ásamt góðum við- tökum á erlendum fjármagnsmörk- uðum, sýnir styrkleika bankans og staðfestir sterka samkeppnisstöðu hans gagnvart öðrum innlendum fjármálastofnunum. Láninu verður einkum varið til nýrra útlána á ár- inu en hluta þess verður varið til uppgreiðslu eldri lána,“ segir Bjami. Góðar viðtökur á erlendum fjármagnsmörkuðum FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. (FBA) hefur gengið frá samningum við erlendar banka- stofnanir um fjölþjóðlegt bankalán til fimm ára að fjárhæð 120 milljón- ir dollara eða 8,5 milljarðar ís- lenskra króna. Er þetta fyrsta er- lenda langtímalántaka FBA frá því hann tók til starfa um síðustu ára- mót. Átján erlendir bankar frá níu löndum taka þátt í lántökunni en Deutsche Bank, Den Danske Bank og Sumitomo Bank í Japan hafa umsjón með henni. Um er að ræða svokallað veltilán og er FBA því heimilt að greiða það niður að vild eftir þörfum á lánstímanum. Láns- kjör á ádregna fjárhæð nema 16,75 punkta álagi á LIBOR-vexti (milli- bankavexti) fyrstu þrjú árin og 17,5 punkta álagi síðustu tvö árin en þóknun á óádregna fjárhæð er 8,25 punktar yfir allan lánstímann. Hagstæð lánskjör Bjarni Armannsson, fram- kvæmdastjóri FBA, segir að hinir erlendu bankar hafi engin skilyrði sett um ríkisábyrgð fyrir láninu eða að íslenska ríkið ætti meirihluta í FBA, enda væri það yfiriýst mark- mið stjómvalda að selja hlut sinn í bankanum. Lánið var boðið út um miðjan júní og var upphaflega stefnt að því að það næmi 100 milljónum dollara. Er útboðinu lauk, 26. júní, höfðu _____ I Eftirtaldir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla og kvenna B I K ARIN N inrr ^■ÉÍíáíilUP '.jK* Mánudagur 13. júlí Kl. 20:00 Haukar - Breiðablik -wP Ásvelllr jtC*' x*: Þriðjudagur 14. júlí Kl. 20:00 Grlndavfk - Þróttur R. f_mm Grindavfkurvöllur IBV - KR Vestmannaeyjavöllur Leiftur - Víkingur R. Olafsfjaröarvöllur ÍBA - ÍA Akureyrarvöllur ’.A1 •v* * v V* Miðvikudagur 15. júlí Kl. 20:00 Fylkir - Breiðabllk Fylkisvöllur Hl ÍBV - Stjarnan Vestmannaeyjavöllur KR - Valur KR-völlur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.