Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 27 Norbu- sang 9 í Stavanger ARLEGT barna- og unglingakóramót, Norbusang, fór fram í Stavanger fyrir skömmu. Þetta er í níunda sinn sem söng- mótið er haldið og í þriðja skipti sem ...................... .... Island er meðal þátttökuþjóða, sem eru frá öllum Norðurlöndunum. Meðal efnis sem mótshaldarar buðu upp á að þessu sinni voru tvö kórlög eftir íslenskt tónskáld, —7^ — ....................; Olaf B. Olafsson. Umrædd sönglög eru úr tónverkinu Töfratónar sem er um árstíð- irnar og voru þau flutt á íslensku af sam- norrænum barna- og unglingakór með um hundrað þátttakendum. Höfundurinn, Olafur B. Olafsson, átti þess kost að fara á umrætt kóramót og fylgjast með æfíng- um og flutningi verka sinna. Fer frásögn hans hér á eftir. AÐ var sólríkur dagur í Stavanger á fyrsta degi barna- og unglingakórahá- tíðarinnar Norbusang 9. Borgin skartaði sínu fegursta því tré og garðar höfðu klætt sig í „spariföt- in“. Yfír borginni gnæfði hin forna dómkirkja sem Reinald biskup lét reisa um 1125 eftir að Sigurður Jór- salafari gerði Stavanger að biskups- dæmi. Dómkirkjan og aðrir fagrir staðir miðborgarinna,r heilsuðu þannig þátttakendum Norbusang 9 í sumarskrúða, er tónlistarhátíðin hófst hinn 20. maí sl. Þegar leið á daginn söfnuðust þátttakendur sam- an í Bjergsted, sem er tónlistar- menningarsetur Stavanger og stendur í hinum fagra Bjergsted- park ekki langt frá miðborginni. Þar er m.a. að finna tónlistarskóla, konserthús og Tónlistarháskóla borgarinnar. í þessu menningarum- hverfí var tekið á móti hinum um 500 þátttakendum, sem komu frá Danmörku, Finnlandi, Islandi, Nor- egi og Svíþjóð. Frá íslandi kom 30 barna kór frá Snælandsskóla ásamt söngstjóra sínum, Heiðrúnu Hákon- ardóttur, þremur fararstjórum úr hópi foreldra og undirleikara, Lóu Björk Jóelsdóttur. Við komuna til Bjergsted, sem átti eftir að vera miðpunktur tónlist- arlífsins næstu daga, gáfu starfs- menn hátíðarinnar upplýsingar um gististaði. Gist var í skólum og var liðið langt á kvöld þegar allir höfðu komið sér fyrir. Ekki var þó gengið til náða fyrr en menn höfðu snætt kvöldverð. Kórstjórarnir og nokkrir aðrir þágu kvöldverð hjá aðalskipu- leggjenda hátíðarinnar, Kari Olenu Omu Ronnes, en hún er einnig for- maður Norbusam, sem stendur fyrir Norbusang-söngmótunum árlega. Að máltíð lokinni kom ung norsk söngkona og söng fjögur norsk þjóð- lög á einfaldan og undurfallegan hátt með sérstaklega skýrum texta- framburði. Var söngur hennar sem fagurt niðurlag á velheppnuðum 1. degi Norbusang-hátíðarinnar. Annar dagur hófst með sameigin- legum morgunmat en eftir það var haldið niður að Tónlistarháskólan- um í Bjergsted. Þátttakendum hafði verið raðað niður í fjóra h'ópa og voru rúmlega 100 kónneðlimir í hverjum þeirra. Að lokinni um klukkustundar „raddupphitun" var söngmótið formlega sett í konsertsal skólans og var það Kari Olena sem það gerði. Eftir að hún hafði lokið máli sínu komu fram kórar frá öllum þátttökulöndunum og þar á meðal var kór_ Snælandsskóla frá gamla Fróni. Óhætt er að segja að það vom stoltir Islendingar, er hlýddu á söng kórsins og tóku undir dynjandi lófatak áheyrenda að söng loknum. Heiðrún Hákonardóttir má vel við una hvað flutning kórsins varðar og má segja að árangur hans undir- striki þá markvissu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í tónlistarlífi Kópavogs á undanförnum árum. Slíkt uppbyggjandi starf hlýtur að vekja athygli þeirra sem láta sig uppeldi barna og unglinga varða. Eftir hina formlegu mótssetningu var tekið til óspilltra málanna við æfingarnar. Stjórnandi hóps ís- lensku þátttakendanna, Ragnhild Haldland, er m.a. kórstjóri tveggja barnakóra við dómkirkjuna í Sta- vanger. Gekk henni ágætlega að ná til kórsöngvaranna, sem æfðu eftir- farandi kórsöngslög: Cantante Domino eftir D. Buxtehude, Sound the trumpet eftir H. Purcell, Se, jeg skaper en ny himmel eftir Johann Varen Ugland og sönglögin Haustkoma og Sumar- ið okkar eftir Ólaf B. Ólafsson. Æfingar með svo fjölbreytilegt efni eru ekki átakalausar og t.d. ekki létt fyrir hinar Norðurlandaþjóðirn- ar að syngja á íslensku. Það auð- veldaði þó málið þegar kom að ís- lensku lögunum að barnakór Snælandsskóla, sem leiddi sönginn, var vel undirbúinn og hjálplegur þegar að hinum íslenska textafram- hurði kom. Fannst mörgum það vel til fundið af foiTáðamönnum Nor- busang 9 að láta flytja lögin á því tungumáli sem líkist mest þeirri tungu sem töluð var um öll Norður- lönd fyi-r á öldum. Eftir æfinguna upplýsti stjórnandinn, Ragnhild Haldland, að tveir góðir norskir fiðl- arar myndu mæta daginn eftir og kiydda íslensku tónlistina. Verkið LISTIR KÓR Snælandsskóla. Ljósmyndír/Ólafur B. Ólafsson HEIÐRÚN Hákonardóttir, stjórnandi Kórs Snælandsskóla, og Kari Olena Oma Ronnes, formaður stjórnar Norbusam. Ragnhild Haldland, stjórnandi Stavangerdómkirkjukórsins. Töfratónar sem lögin eru úr býður upp á þennan möguleika, þar sem það hefur allt verið útsett fyrir hljómsveit af Eyþóri Þorlákssyni á smekklegan hátt. Þótt þessi dagur væri nokkuð átakamikill hvað æfingarnar varðaði einkenndist hann af einhvers konar samnorrænum hvetjandi tónlistar- anda svo það voru ánægðir þátttak- endur sem héldu til kvöldverðar eft- ir nokkuð strembnar kórsöngsæf- ingar daglangt. En kóramót fyrir börn og unglinga eiga ekki að vera eintóm vinna að dómi þess, sem þetta skrifar. Gott get- ur verið að slá á létta strengi eftir átakadag. Það kom á daginn, að Norðmennirnir gerðu ráð fyrir slíkri upplifun í dagskrá sinni. Að loknum kvöldmat mættu allir á kvöld- skemmtun sem fór fram í konsertsal Tónlistarháskólans. Var þetta eink- ar vel heppnuð dagskrá er lauk með góðum veitingum þar sem börn og fullorðnir frá þátttökulöndunum blönduðu geði saman. Það var því með gleði og tilhlökkun sem gengið var til náða seint um kvöldið. Þriðji mótsdagur Norbusang 9 heilsaði með glampandi Stavanger- sól er gaf fyrirheit um góðan dag. Þegar við hittumst í hádeginu var ekki annað að heyra en söngæfíng- arnar um morguninn hefðu gengið vel hjá öllum hópunum. Undirritað- ur fylgdist með æfíngu hjá svoköll- uðum „Guttakór", sem var stofnaður með þátttöku allra drengjanna er tóku þátt í söngmótinu. Hugmyndin þar á bak við var sú að mynda virk- an drengjakór til mótvægis við stúlkurnar, sem oft eru í áberandi miklum meirihluta í barnakórum al- mennt. Einnig lágu ýmsar aðrar uppeldislegar hugmyndir að baki Guttakórnum en of langt mál er að rekja þær hér. Stjórnandi kórsins, Arne Haldland, var mjög virkur og hvetjandi í öllum aðgerðum og virt- ist það virka vel á drengina. Vöktu þeir verulega athygli þegar rennsli tónleikanna fór fram síðdegis. Þar voru líka mættir fiðlararnir tveir sem léku undir í íslensku sönglögun- um. Ragnhild Haldland vissi greini- lega hvað við átti og öll hennar stjórn bar vott um reynslu og um- hyggju fyrir því sem henni var trúað fyrir. Sjálfir tónleikamir fóru svo fram um kvöldið í hinu glæsilega konsert- húsi Stavangerborgar. Gat þar að líta þriggja daga þrotlausa vinnu hinna fjögurra kórsöngshópa er myndaðir voru í upphafi. Sennilega gerir maður sér best grein fyrir því hvað tónlist og ekki síst kórsöngur hefur mikið og sterkt uppeldisgildi, þegar menningarvið- burðh’ á borð við Norbusangkóra- mótið fara fram. Að hlýða á söng barna- og unglingakóranna þessa kvöldstund er ógleymanlegt. Er vonandi að augu sem flestra opnist fyrir því, hversu tónlistin er mikið alþjóðamál og stuðlar að góðum samskiptum og skilningi milli þjóða. Já tónleikarnir tókust vel að mati þess sem þetta skrifar, og þeir sönn- uðu vel hversu þátttaka Islands í norrænu menningarsamstarfi er mikils virði. Verður vonandi góð þátttaka af íslands hálfu í Nor- busang 10 sem verður haldið í Grandkulla í Finnlandi að ári liðnu. Fyrir djrum stendur einnig, að Nor- busang 11 árið 2000 verði haldið á Islandi. Það er verkefni sem vert er að fara að vinna að og verður von- andi til þess að kórastarf og tónlist í skólum landsins fái byr í seglin. Island gerðist þátttökuþjóð_ í Norbusam árið 1996 og eiga ís- lendingar fulltrúa í stjórn sam- takanna. Norbusam vinnur einkum að samstarfi barna- og ung- lingakóra á Norðurlöndunum og lætur sig einnig útgáfu tónlistarefn- is, einkum fyrir kóra, varða. Með þátttöku íslands í samtökunum opn- uðust nýir möguleikar á kórasam- vinnu fyrir barna- og unglingakóra sem eru í mótun og einnig þá sem lengra eru á veg komnh’. Nor- busang-söngmótin eru einn liður í því að efla þessa starfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.