Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 15
HVALFJARÐARGÖNGIN
GÍSLI GÍSLASON, stjórnarformaður Spalar ehf. var glaður í bragði enda miklum áfanga MYNDAST hafði löng röð við opnun ganganna og til að tryggja að mengun færi ekki upp
lokið. Með Gísla á myndinni er Hallbera Jóhannesdóttir eiginkona hans, Ólafur Þór fyrir leyfileg mörk var bifreiðum hleypt niður með vissu millibili.
Hauksson sýslumaður á Akranesi og Guðný Ólafsdóttir eiginkona hans og Haraldur Jo-
hannessen, ríkislögreglustjóri.
INGÓLFUR Gissurarson kom fyrstur hlaupara í mark á tfmanum 22.40 í þessu eina Hval-
fjarðargangahlaupi sem haldið verður.
í LOK hátfðar var gestum boðið í hóf í Akraborginni og sigldi hún með gesti yfír göngin í
Hvalfirði og þaðan til Reykjavíkur.
KARLAKÓR Reykjavíkur söng fyrir gesti norðanmegin ganganna. Þótti hljómburður munnans mjög góður og var kórnum ákaft fagnað í lok hátfðar.
notið góðs af göngunum ef þein’a
hefði notið við. „Ekki er ótrúlegt
að þessi leið hefði verið farin þegar
farið var með Jón Hreggviðsson í
varðhald á Bessastaði en Jón bjó
við rætur Akraíjalls. Þá segir sag-
an að hinn frækni útileguþjófur
Hannes Pálsson hafi haldið til í
hellisskúta í Akrafjalli og er trú-
legt að hann hefði brugðið sér í
göngin af og til enda var hann af
Kjalarnesinu. Þá hefði líklega
einnig farið um hann ef hann hefði
frétt að gera ætti Akrafjall að um-
ferðareyju."
Þá tóku einnig til máls Ingibjörg
Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra
og fyrsti þingmaður Vesturlands,
og Halldór Blöndal, samgönguráð-
heira, sem sagði m.a. daginn vera
sigur fyrir íslendinga.
„í dag er sigurdagur og mér
finnst ég vera að horfa til framtíð-
ar þegar að ég horfi á þann mikla
mannfjölda sem er hér samankom-
inn og ég held að þeir möguleikar
sem göngin bjóða upp á séu jafn
margir og fjöldinn sem hér er
staddur."
Þá sagði hann göngin opna nýja
möguleika í atvinnumálum og
ferðaþjónustu, sem og skapa aukið
öryggi og spara tíma. Þá tók hann
undir orð Páls Sigurjónssonar
stjórnarformanns Fossvirkis, um
að notkun mannvirkisins yrði slík
að þörfin fyrir önnur göng við hlið-
ina á hinum nýju væru raunhæfur
kostur.
Formlegri opnunardagskrá lauk
með söng Karlakórs Reykjavíkur
og þótti hljómburður munnans
skila söng kórsins prýðisvel og var
honum ákaft fagnað í lok dag-
skrárinnar.
Eftir sönginn héldu boðsgestir
til Akraness og fóru þar um borð í
Akraborgina. Þar var haldið hóf og
var gestum boðið upp í siglingu til
Reykjavíkur. í stað þess að fara
hina hefðbundnu leið var siglt inn
Hvalfjörð og yfir göngin þar sem
þau lágu 165 metrum neðar. Þótti
ferðin góður endii’ og um leið tákn-
rænt lokaverkefni skipsins fyrir
samgöngukerfi landsins.
Fjölmargir tóku þátt í hlaupinu
Síðar um daginn tóku hátt í 2000
manns þátt í Hvalfjarðarganga-
hlaupinu sem Reykjavíkurmara-
þon stóð fyrir. Þátttakendur voru
á öllum aldri bæði hjólandi, hlaup-
andi, gangandi og á línuskautum.
Fyrstur í mark kom Einar Jó-
hannsson, hjólreiðakappi, en það
tók hann rúmar 12 mínútur að
hjóla göngin. Fyrsti hlauparinn í
mark var Ingólfur Gissurarson en
hann hljóp á tímanum 22.40. Sagði
hann hlaupið hafa verið erfitt og
að nokkur mótvindur hefði verið á
leiðinni upp brekkuna. Margir
þeirra sem hlupu fóru síðan í sund
á Akranesi en aðrir héldu strax
sömu leið til baka.
Umferð var síðan hleypt á göng-
in klukkan 18:56 en þá hafði mynd-
ast rúmlega 100 bíla röð. Að sögn
lögreglu var sá fjöldi minni en bú-
ist hafði verið við og þakkaði hún
réttri kynningu forsvarsmanna
ganganna en þeir höfðu varað við
umferðaröngþveiti. Þóttu göngin
standast vel þá umferð sem hleypt
var á fyrsta daginn og engin stór
vandamál komu upp.