Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
YFIR 200 manns sóttu stjórnmálafundinn á Ísafírði í gærkvöldi.
Sverrir Hermannsson á stjórnmálafundi á fsafirði
Kvóti verði færður á upp-
boðsleigumarkað á 5 árum
YFIR 200 manns komu til stjórn-
málafundar Sverris Hermannsson-
ar, fyrrverandi bankastjóra, í
Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði í gær-
kvöldi þar sem hann kynnti stefnu
nýs stjórnmálaafls. Hann sagði frá
hugmyndum sínum um nýtt fisk-
veiðistjórnunarkerfi og lagði m.a.
til að á næstu fimm árum eða svo
yrði kvóti færður frá núverandi eig-
endum og settur á uppboðsleigu-
markað. Með því fé sem ríkinu
áskotnaðist með þessum hætti
sagði hann að t.d. mætti leggja af
innheimtu tekjuskatts.
Sverrir lagði einnig til að til
reynslu í tvö ár yrði leyfð óheft
veiði bátaflotans innan 30 mflna
markanna en togurum yrði haldið
þar fyrir utan. Hann lagði mikla
áherslu á að nýtt fiskveiðistjómun-
arkerfi myndi þjóna og viðhalda
hinum dreifðu byggðum.
Heljartök „hólmsteinskunnar“
gagnrýnd
Sverrir gagnrýndi núverandi for-
ystu Sjálfstæðisflokksins harðlega
og tók Matthías Bjarnason, íyrr-
verandi alþingingmaður, sem var
fundarstjóri, undir þá gagnrýni.
Sverrir sagði að áhrif Hannes
SVERRIR Hermannsson og
Matthías Bjarnason fundarsljóri.
Hólmsteins Gissurarsonar, „hólm-
steinskan", eins og hann nefndi
hana hefðu náð heljartökum á
stefnumiðum flokksins. Hann sagði
að nú væri blygðunarlaust skarað
eldi að köku auðmanna og að LÍÚ
og VSÍ réðu lögum og lofum í
flokknum.
Sverrir vitnaði óspart til fortíðar
Sjálfstæðisflokksins, til fyrri for-
manna, t.d. Ólafs Thors og Bjarna
Benediktssonar, sem hefðu rekið
mannúðlega stefnu en nú væri auð-
gildið komið ofar manngildinu í
stefnu flokksins. Hann sagði að
þessi breyting hefði orðið árið 1986
þegar nýir menn komu til valda í
Sj álfstæ ðisflokknum.
Sverrir gagnrýndi einnig fjár-
magnstekjuskattinn sem hann
sagði hafa bitnað harðast á þeim
sem eru 60 ára og eldri enda ættu
þeir yfir 60% af sparifé lands-
manna. Á sama tíma hefði skatt-
heimta af arði hlutabréfa verið
lækkuð sem kæmi öðrum hópi til
góða.
Nokkrir fundarmanna tóku til
máls og lýstu stuðningi við Sverri
en ýmsir gagnrýndu hann þó,
vildu róttækari breytingar á nú-
verandi stefnu stjórnvalda og upp-
stokkun á fleiri sviðum. Fram kom
í máli Matthíasar Bjarnasonar að
hin nýju stjórnmálasamtök ættu
að höfða til ungs fólks, gamlir
karlar ættu ekki að stjórna sam-
tökunum.
Nýr Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ
Verri jarðvegnr en búist var við
NÚ er unnið að breytingum á Vest-
urlandsvegi, sem framvegis mun
liggja fyrir ofan Mosfellsbæ í stað
þess að liggja í gegnum bæinn. Að
sögn Jóns Rögnvaldssonar aðstoð-
arvegamálastjóra hefur jarðvegur-
inn þar reynst óhagstæðari til vega-
gerðar en gert var ráð fyrir.
„Við gerðum ráð fyrir að þurfa að
grafa lífrænan jarðveg í burtu og
mýrina, sem var gert. Svo er þarna
jarðvegslag ofan á klöpp sem stund-
um er hægt að nota og stundum
ekki og það var verra en var talið,
þannig að við höfum þurft að flytja
meira af jarðvegi í burtu en gert var
ráð fyrir og fylla með möl í staðinn."
Jón segist ekki búast við að þetta
auki kostnað verulega, en áætlaður
kostnaður við verkið var yfir 200
milljónir króna. „Það þarf ekki að
sprengja meira en áætlað var og
ekki lítur út fyrir annað en staðið
verði við verklok 1. september.“
Stöðug aukning
í GSM-kerfí
Landssímans
NOTENDUM GSM-síma fjölgar
enn jafnt og þétt og aðspurð segir
Guðbjörg Gunnarsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Landssímans, að þegar
áglag er mest sé eitthvað um frá-
vísanir á afmörkuðum svæðum.
Mest sé álagið fyrir helgar,
seinnipart fóstudags, og vitað sé að
fólk nái ekki alltaf línu. Sérstak-
lega hafi borið á þessu nú fyrir
mestu ferðahelgarnar.
Guðbjörg segir seint hægt að
byggja upp þannig kerfi að það
verði aldrei nein frávísun. Það
verði alltaf álagstoppar en fylgst sé
vel með hvort þeir verði ítrekað á
sama svæði og þá sé kerfið stækk-
að. Sveiflur séu alltaf í notkun
GSM-kerfisins, bæði árstíðabundn-
ar og eftir tíma dags. Guðbjörg
segir sérstaklega fylgst með
mannamótum og um síðustu helgi
hafi afkastageta á Sámsstöðum í
Eyjafirði, sem m.a. sinnir Melgerð-
ismelum, verið tvöfölduð vegna
álagsins í kringum landsmót hesta-
manna.
„Við höfum undanfarin ár fylgst
vel með álaginu á kerfið fyrir versl-
unarmannahelgina og munum gera
það í ár og reyna að tryggja að sem
minnst verði um frávísanir," segir
Guðbjörg. Hún segir að stöðugt sé
verið að fjölga rásum eða bæta við
stöðvum, enda fjölgi notendum enn
ört. Þeir náðu 50.000 markinu um
miðjan júní, en tæplega 2.500 nýir
notendur bættust í kerfið í júní.
Andlát
HANNES Þ.
HAFSTEIN
HANNES Þ. Hafstein,
fyrrverandi forstjóri
Slysavarnafélags ís-
lands, lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur að-
faranótt sunnudagsins
12. júlí sl., 72 ára að
aldri. Hannes var þjóð-
þekktur fyrir störf sín
að slysavarnamálum til
lands og sjávar.
Hannes fæddist 29.
nóvember árið 1925 á
Húsavík. Foreldrar
hans voru Þórunn
Havsteen húsmóðir og
Jóhannes Júlíus Havsteen, sýslu-
maður og bæjarfógeti. Hannes
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Akureyri árið 1947. Hann
var við nám og starfsþjálfun á öll-
um sviðum leitar- og björgunar-
starfa hjá U.S. Coast Guard á ár-
unum 1947-1951 og sótti einnig
ýmis námskeið og starfsþjálfún í
leitar- og björgunarstörfum hjá er-
lendum félagasamtökum og stofn-
unum auk námskeiða er vörðuðu
slysavarnir almennt.
Hannes var við sfldveiðar og á
farskipum á sumrin frá 1943-47 og
viðvaningur og háseti hjá Eim-
skipafélagi íslands 1950-1953 en
síðar annar og þriðji stýrimaður
hjá félaginu á árunum 1953-1963.
Arið 1963-1964 var hann fyrsti
stýrimaður og afleysingaskipstjóri
hjá Eimskipafélagi íslands en árið
1964 gerðist hann erindreki hjá
Slysavarnafélagi íslands og varð
síðan framkvæmdastjóri félagsins
árið 1978 og forstjóri frá
1986-1992.
Hannes gegndi ýmsum nefndar-,
félags- og stjómunarstörfum á
vegum SVFÍ. Sá um
skipulagningu og fram-
kvæmdir á starfi um-
ferðaröryggisnefnda
vegna breytinga yfir í
hægri umferð árið
1968. Hann var upp-
hafsmaður að alþjóða-
samþykkt um starfs-
þjálfim sjómanna og
benti fyrstur manna á
nauðsyn varðskipsins
Þórs til slíkrar fræðslu.
Hann var fulltrúi SVFI
í fjölmörgum nefndum
um slysavamamál inn-
anlands sem utan og var í forsvari
á námsstefnum og þingum er-
lendra fulltrúa hérlendis.
Hannes hafði umsjón með Ár-
bók Slysavarnafélags íslands og
öðrum ritum SVFI. Hann hlaut
margvíslegar viðurkenningar fyrir
störf sín bæði hér heima og er-
lendis. Hann var sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu
árið 1984.
Eftirlifandi kona Hannesar er
Sigrún S. Hafstein. Hann lætur
eftir sig fimm uppkomin böm.
Morgunblaðið og Hannes Þ.
Hafstein áttu farsælt samstarf um
áratugaskeið og var það ekki síst
fólgið í fréttum og upplýsingamiðl-
un í tengslum við slysfarir og
mannbjörg. Hann var vakinn og
sofinn í starfi sínu og átti ómetan-
legan þátt í slysavömum. Með að-
stoð hans hafði Morgunblaðið
einatt tök á að leyfa lesendum sín-
um að fylgjast með björgunarstarfi
á sjó og landi. Við leiðarlok þakkar
blaðið samstarf og vináttu og send-
ir ekkju hans og öðmm ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
(
i
i
i
i
I
\
31Staft
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Knattspyrna á íslandi er kom-
in á endapunkt / B3, B4, B5
íslandsmet slegin í öllum
boðsundsgreinum / B8
Fylgstu
ni eð
nýjustu
fréttum
i
www.mbl.is