Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sæbjörg verður fljótandi hótel á Húsavík STJÓRN Slysavamafélags ís- lands hefur tekið tilboði Arnars Sigurðssonar á Húsavík í skóla- skipið Sæbjörgu sem Akraborgin mun leysa af hólmi sem slysa- varnaskóli sjómanna. Kaupverðið hefur ekki verið gef- ið upp, en samningaviðræðum lauk nú nýlega. Aðeins er eftir að ganga frá tveimur atriðum af hálfu kaup- anda, en skipið mun verða afhent í lok september. Að sögn Amars Sigurðssonar hefúr hann lengi haft augastað á skipinu og mun hann breyta því þannig að það henti fyrir gisti- og veitingaaðstöðu. „Þetta skip hefur alltaf heillað mig og nú í vor þegar spurðist út að það væri hugsanlega falt þá gerði ég tilboð sem var tek- ið. Eg mun breyta því fyrir gisti- og veitingarekstur og þá mun ég einnig verða þar með skrifstofuað- stöðu mína. Ég ætla að reyna halda því sögulega gOdi sem þetta gamla varðskip býr yfir og er ætl- un okkar sú að vera með muni tengda Gæslunni og Slysavarnafé- laginu um borð.“ Gistiaðstaða fyrir 50 Að sögn Arnars verður gisti- pláss Sæbjargar tvöfaldað þannig að það taki 50 manns en litlar breytingar verða gerðar á skipinu að utan. Fyrir á Arnar og fýrir- tæki hans skipin Moby Dick og Keiko en þau stunda hvalaskoðun- arferðir. Gunnar Tómasson, forseti Slysavamafélagins, segir að til- boðið hafi verið hagstætt en þó séu tveir fyrirvarar á kaupunum af hálfu Arnars. „Stjórn félagsins ákvað að taka tilboðinu sem var mjög hagstætt að okkar mati. Það er þó ekki að fullu frágengið þar sem tveir fyrirvarar vora af hálfu kaupanda en þeir snúa að haffæri- skírteini og bryggjuplássi." Gunnar telur að þó skipið fari í einkaeign þá muni saga þess ekki tapast. „Kaupandinn hefur tjáð okkur að hann muni halda sögu skipsins á lofti. Þó svo að þarna verði veitingaaðstaða þá þarf það ekki að rýra gildi þess. Við getum tekið sem dæmi Lækjarbrekku í 'Reykjavík sem haldið hefur sinni sögu þrátt fyrir breytta notkun." Aðspurður segir Gunnar að ekki hafi komið til tals að auglýsa skip- ið. „Fljótlega eftir að spurðist út að endumýja ætti Sæbjörgu sýndu strax nokkrir aðilar áhuga á því. Við fengum síðan þetta hagstæða tilboð og það hefði hugsanlega traflað þær samningaviðræður að fara auglýsa skipið til sölu.“ Óttast að sagan glatist Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, telur hættu á að menningarverðmæti muni tapast með sölu Sæbjargar. „Mér finnst furðulegt ef að skipið á að enda sem matsölu- og gisti- staður og einkennilegt að enginn vilji halda því til haga. Helst vildi ég að það væri sem minjasafn um þau þorskastríð sem við höfum gengið í gegnum en það tók þátt í þeim öllum, eitt íslenskra varð- skipa. Ef þetta væri hús þá væri löngu búið að friðlýsa það en þar sem þetta er skip þá virðist mega gera hvað sem er við það.“ Sæbjörgin hét áður Þór og var smíðað sem varðskip í Danmörku árið 1951 fyrir Landhelgisgæsl- una. Það var selt til Slysavarnafé- lags íslands í júní 1986 fyrir 1000 krónur og hefur verið notað sem skólaskip fram til dagsins í dag. SKÓLASKIPIÐ Sæbjörgin mun væntanlega fá nýtt hlutverk á Húsavík. Morgunblaðið/Kristínn \ 1 * \ Sophia komin til Istanbul eftir erfítt ferðalag SOPHIA Hansen er komin til Ist- anbul og hvflist nú eftir erfitt ferða- lag frá fjallaþorpinu Divrigi í Tyrk- landi, en um 1000 kílómetrar skilja Istanbul og Divrigi að. Sophia dvaldi í alls fjóra daga í síðustu viku með dætram sínum Dagbjörtu og Rúnu í Divrigi, frá miðvikudegi til laugardags, en þær mæðgur hafa ekki verið samvistum svo lengi í áraraðir. A morgun verður fimmta saka- málið, sem Sophia hefur höfðað á hendur barnsföður sínum Halim A1 vegna umgengnisbrota hans, tekið fyrir í undirrétti í Istanbul og átti Sophia fund með lögfræðingi sínum í gær vegna þess. Að sögn Sigurðar Péturs Harð- arsonar stuðningsmanns Sophiu var hún mjög eftir sig eftir ferðlag- ið enda um mikið „spennufall" að ræða hjá henni, að hans sögn. Sigurður sagði að nú væri óvíst um framhaldið en Sophia á sam- kvæmt úrskurði Hæstaréttar í Tyrklandi, rétt á að vera með dætr- um sínum í júlí og ágúst ár hvert. Málið sem tekið verður fyrir á morgun er hið síðasta af fimm sem höfðað hefur verið á hendur Halim AI vegna umgengnisbrota hans en þegar hefur fjórum samskonar mál- um verið áfrýjað til Hæstaréttar þar sem þau bíða afgreiðslu. Þeir sem vilja leggja baráttu Sophiu lið og láta fé af hendi rakna til samtakanna Börnin heim geta snúið sér til Búnaðarbanka íslands í Kringlunni og lagt fé inn á ávís- anareikning samtakanna númer 9000. Lögreglustjórinn í Reykjavík um ógildingu ökuleyfíssviptingar Meta þarf hvert og eitt mál sérstaklega Atta konur í áhöfn VARÐSKIPIÐ Týr lagði úr höfn í gær með átta konur í áhöfn og mun það vera eins- dæmi í sögu Landhelgisgæsl- unnar, að sögn Helga Hall- varðssonar, yfirmanns gæslu- framkvæmda. Sex kvennanna fara eina ferð með Tý sem nem- ar en tvær eru í fastri áhöfn. Sigurður Steinar Ketilsson skipherra sagði þetta til marks um breytta tíma og að öllu jöfnu gæfu stúlkumar strákun- um ekkert eftir. F.v.: Linda Ólafsdóttir viðvaningur, nem- amir Kristbjörg S. Birgisdóttir, Edda María Salmarsdóttir, Svanhvít Pétursdóttir, skip- herrann Sigurður Steinar Ket- ilsson, nemamir Kristín Þóra Henrýsdóttir, Edda Björnsdótt- ir, Ásdis Ámadóttir og Stein- unn Einarsdóttir viðvaningur á dekki. GEORG Kr. Lárusson, lögreglu- stjóri í Reykjavík, segir að lögreglan muni nú meta hvert mál þar sem ökumaður ekur á minna en 50 km hraða yfir hámarkshraða vegna ný- legs úrskurðar Héraðsdóms Reyka- víkur. Féll hann sl. fóstudag, en þar er bráðabirgðasvipting lögreglunnar á ökuleyfi ökumanns, sem tekinn var fyrir meintan hraðakstur, ógilt þar sem ágreiningur sé um gildi um- ræddrar reglugerðar nr. 280/1998 frá í maí sl. Segir jafnframt i niður- stöðu dómsins um úrskurðinn að reglugerðin breyti lagavenju sem myndast hafi um sviptingu ökurétt- ar. Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmað- ur dómsmálaráðherra, segir reglu- gerðina tilkomna vegna þess að lög- reglan hafi óskað eftir skýrari línum vegna þessara mála. „Við ákváðum að setja skýrar reglur um sektir og sviptingu og fleira því lögreglan vildi vita hvar hún stæði en úrskurð- urinn nú segir að ekki sé dómshefð fyrir sviptingu á þennan hátt og að ágreiningur sé um lagastoð reglu- gerðarinnar,“ sagði Þórhallur í við- tali við Morgunblaðið í gær. Þórhallur segir að ríkissaksókn- ari hafi áður gefið út leiðbeiningar og á grandvelli þeirra hafi skapast ákveðin hefð hjá dómurum við öku- leyfissviptingar. Hann segir ekki ljóst í framhaldi af úrskurðinum sl. föstudag og áþekkum úrskurði í Héraðsdómi Vestfjarða í síðasta mánuði hvort hugað verður að laga- breytingu eða látið reyna frekar á málið fyrir dómstólum. Ekki þurfi þó annað en bæta við einni setningu í lögin þess efnis að ráðherra setji nánari reglur um sviptingu. Kveðst hann þó sannfærður um að reglu- gerðin muni standast fyrir dómi. Þórhallur segir fjölmargar breyt- ingar hafa orðið á umferðarlögum á þremur árum og þurfi að endur- skoða ýmislegt í þeim nú þegar reynsla sé komin á þau. Georg Kr. Lárusson, lögreglu- stjóri í Reykjavík, segir að reglu- gerðin frá í maí sé mikil breyting á réttarframkvæmdinni og sú spum- ing hafi nú komið upp hvort reglu- gerðin stangist á við lög. Lögreglan hefur ákveðið í ljósi þessa úrskurðar að taka framvegis til skoðunar hvert það mál þar sem ökumaður er tek- inn á innan við 50 km meiri hraða en hámarkshraðinn er á viðkomandi stað. Segir lögreglustjóri hvert mál verða metið sjálfstætt meðan ekki sé genginn efnisdómur um þessi at- riði. Aðeins hafi verið úrskurðað í málunum tveimur en ekki tekið á lögfræðilegri hlið málsins. „Við stöndum því frammi fyrir bráðabirgðatíma meðan ekki liggur fyrir efnislega hvemig dómarar ætla að taka á þessum málum,“ seg- ir Georg. Segir hann að hafni menn bráðabirgðasviptingu verði aðstæð- ur metnar, því ljóst sé af umferðar- lögunum að svipta megi menn öku- réttindum til bráðabirgða ef þeir hafi sýnt af sér vítaverðan akstur. Verði málin því metin út frá því. Sé niðurstaðan sú að ekki verði svipt til bráðabirgða segir hann viðkomandi ökumenn verða ákærða samdægurs og málin geti því gengið til efnis- dóms. Málið fer áfram Varðandi mál ökumannsins, sem sviptur var til bráðabirgða á föstu- daginn var en sviptingin síðan ógilt með úrskurðinum, sagði lögreglu- stjóri að gefin yrði út ákæra í dag og málið færi venjulega dómstólaleið. Kvaðst hann vona að niðurstaða fengist eftir stuttan tíma. Þeir sem hafa verið sviptir öku- leyfi að undanförnu vegna hlið- stæðra mála verða hver og einn að fara dómstólaleiðina til að fá úr- skurð um hvort sviptingin verður felld úr gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.