Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 19 NÝ stjórn ÍMARKS. F.v. Margrét, Leó, Auður, Helga Þóra og Ingólfur. Á myndina vantar Iljalta Jónsson. Nýr formaður ÍMARKS INGÓLFUR Guðmundsson, markaðsstjóri hjá Landsbanka Islands, hefur tekið við for- mennsku í stjórn Imarks og ieys- ir þar af hólmi Boga Þór Sig- uroddsson, sem sinnt hefur starf- inu síðastliðin ár. Frá þessu var gengið á aðalfundi félagsins ný- lega. Aðrir nýir stjórnarmenn eru Auður Björk Guðmundsdóttir og Hjalti Jónsson, sem koma inn fyr- ir Boga og Sigríði Sigurðardótt- ur, en auk þeirra sitja þau Helga Þóra Eiðsdóttir og Leópold Sveinsson í stjórn félagsins. Nýráðinn framkvæmdastjóri er Margrét Guðmundsdóttir. GEC og Alenia til sam- starfs í raftækniiðnaði Róm. Reuters. GENERAL Eleetric Co. í Bret- landi og Finmeccanica á Ítalíu hafa gengið frá samningum um sameignarfélag á sviði hergagna- framleiðslu og rafeindatækni, sem vonað er að verði áfangi í átt að samþjöppun í hergagnaiðnaði Evr- ópu. Fyrirtækin undirrituðu endan- legan samning deildanna GEC- Marconi og Alenia Difesa um að samræma starfsemi á borð við rat- sjárkerfi á landi og sjó, eldflaugar og eftirlits- og stýrikerfi. Þar með verður komið á fót fyrirtæki með sölu upp á um einn milljarð punda. Hið nýja íyrirtæki, Alenia Marconi Systems NV, verður opið fyrir íyrirtækjakaupum í Evrópu og Bandaríkjunum að því er Peter Brown, forstjóri sameignarfyrir- tækisins, skýrði frá á blaðamanna- fundi. Bandalagið var stofnað sama dag og sex Evrópuríki hvöttu til þess að komið yrði á fót einu evr- ópsku loftiðnaðar- og hergagnafyr- irtæki í einkageiranum. Búizt er við að bandalagið leggi fast að frönsku stjórninni að leyfa fyrir- tækjum í franska hergagnageiran- um að sameinast algerlega erlend- um fyrirtækjum. Hagkvæmnis- bandalag Sérfræðingar segja að samning- ar, sem tókust með GEC-Alenia um samvinnu fyrr á þessu ári, hafi verið gerðir af hagkvæmnisástæð- um. GEC hefði heldur kosið að hergagna- og raftækniarmur fyrir- tækisins hefði sameinast sams konar deild Thomson-CSF í Frakklandi. Tilraunir til að koma því til leið- ar hafa runnið út í sandinn vegna þess að franska stjórnin hefur staðið fast á því að hergagnaiðnað- urinn í Frakklandi verði að vera franskur. Sérfræðingar telja að GEC hafi nánast gefizt upp á því að biðla til Thomsons. í þess stað hyggst GEC nota 5 milljarða punda sjóði sína til að komast að samkomulagi við hugs- anlega samstarfsaðila í Evrópu og Bandaríkjunum. Tilgangurinn er að gera GEC-Marconi að heims- veldi í rafeindatækni við her- gagnasmíði, sem geti tekizt á við bandarísku risana Lockhead Martin og Raytheon. H Á G Æ Ð A Steiningarlím • Til filtunar, kústunar og sem þéttimúr. • Gufuopið, vatnsþétt og frostþolið. • Tryggir góða áferð. • 15, ára reynsla á íslandi. opTinoc Gólflagnir IÐNAÐARQÓLF mJF ISNADARQÓll Smiðjuvegur 72,200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 Microsoft Explorer kominn á hæla Netscape Navigator Palo Alto, Kaliforníu. Reuters. NETSCAPE Communications hefur enn forystu á sviði skoðunarbúnaðar á alnetinu, en Microsoft, sem er í 2. sæti, er komið fast á hæla Netscape að því er fram kemur í nýjum skýrslum. Samkvæmt könnun netauglýs- ingaskrifstofunnar AdKnowledge hefur markaðshlutdeild Navigator netskoðunarbúnaðar Netscapes minnkað um 8,9% í 52,2% á síðustu sex mánuðum. A sama tíma hefur markaðshlutdeild Internet Explorer ráfara Microsofts aukizt um 9,6% í 45,6% að sögn AdKnowledge í Palo Alto, Kaliforníu. AdKnowledge fylgist með ráfara- markaðnum til að hjálpa íyrirtækj- um að ákveða hvernig þeir eigi að skipuleggja auglýsingar á Netinu. Fleiri fýiTrtæki og rannsóknarhópar veita slíka þjónustu og niðurstöður AdKnowledge virðast staðfesta það sem komið hefur fram 1 öðrum ný- legum rannsóknum. ustu og kynna hugbunaðarvörur fyr- irtækisins. Ráfarabúnaðurinn er sagður mik- ilvægur liður í þessari stefnu, þar sem notendur sem nota Netscape ráfarann muni ósjálfrátt snúa sér til NetCenter þegar þeir nettengjast. Tæknileg eftirlitsnefnd, NetAct- ion, sagði í skýrslu í síðustu viku að vaxandi ítök Microsofts á ráfara- markaði stafaði að minnsta kosti sumpart af því að stærsti dreifand- inn, Internet Service Providers (ISP), dreifði Explorer en ekki Na- vigator. Microsoft segir að hafi ráfarasala fyrirtækisins aukizt stafi það af því að það bjóði beztu vöruna. Langdrægni - öryggi Hrapaði úr 80% í 60% Netscape hafði um tíma rúmlega 80% hlutdeild á umræddum mark- aði, en hlutur fyrirtækisins minnk- aði í um 60% fyrir árslok 1997 þegar Microsoft Intemet Explorer fór að ryðja sér til rúms. Til að snúa þróuninni við greip Netscape til þess ráðs fyrr á þessu ári að gefa ráfara sína og að einbeita sér að öðrum deildum til að afla tekna. Aðrar deildir og fyrirtæki Netscapes eru hugbúnaðardeildin og NetCenter vefsíðan. Fyrirtækið vinnur að því að gera NetCenter að vinsælu hliði að alnetinu, þar sem hægt verfði að veita neytendum og íyrirtækjum víðtæka beinlínuþjón- PLUS10 4 Ltr. Verð firákr. 2.540.- ÚtímábxLng: STEINTEX 4 Ltr. Verð frá kr. 1 2.807.- 10 Ltr. Verð frákr. 6.595.- Viðarvöm: KJÖRVARI 4 Ltr. Verð frá kr. 2.717,- Við reiknum eínisþörfina Öll málningaráhöld á hagstæmi verði. Grensásvegi 18 s: 581 2444 1" allt sumar MÁLNINGARDAGAR Viðurkennd vörumerki Itmímálriing: SKIN10 4 Ltr. Verð frá kr. 2.842,- Maxon MX 2450 341 grömm með rafhlöðunni Rafhlaða endist í allt að 83 klst. í bið Skammvalsminni fyrir 99 númer og nöfn Einfalt valmyndakerfí Ýmiss aukabúnaður fáanlegur SÍMINN Ármúla 27, sími 550 7800 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 Afgreiðslustaðir íslandspósts um land allt www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.