Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Björn Gíslason
MIKLAR framkvæmdir hafa staðið yfir við Sundlaug Akureyrar síðustu misseri og verður þeim framhaldið, en nú hefur ný sundlaug á
svæðinu verið tekin í notkun sem og heitur pottur.
Ný laug og pottur í
Sundlaug Akureyrar
NÝ 25 metra löng og rúmlega
16 metra breið sundlaug hef-
ur verið tekin í notkun við
Sundlaug Akureyrar. Þá hef-
ur nýr nuddpottur einnig
bæst við á sundlaugarsvæð-
inu.
Gísli Kristinn Lórenzson,
forstöðumaður Sundlaugar
Akureyrar, sagði fram-
kvæmdir við nýja sundlaug og
nuddpott væru á Iokastigi, en
í gær var verið að setja upp
tæki og stilla þau svo hitastig-
ið yrði rétt. „Við leyfðum
gestum okkar að prófa bæði
laugina og pottinn um helg-
ina, en við erum að ljúka við
þetta verkefni,“ sagði Gísli
Kristinn.
Góð aðsókn í sumar
AIls er, að sögn forstöðu-
manns, verið að taka í notkun
þessa dagana um 500 fer-
metra svæði að flatarmáli og
er það góð viðbót við það sem
fyrir er. „Við erum afar
ángæð með þessa viðbót, þess-
ar framkvæmdir munu skila
sér til frambúðar. Það sem af
er sumri hefur aðsókn verið
mjög góð, mér sýnist hún vera
ívið betri en í fyrrasumar,"
sagði Gísli Kristinn.
Framkvæmdum er þó langt
í frá lokið, haldið verður
áfram að innrétta nýtt hús við
sundlaugina, en þar verður af-
greiðsla, veitingasalur og bún-
ingsklefi kvenna og þá verða
gerð ný bflastæði og aðkoma
að lauginni sem færast mun
úr Þingvallastrætinu. Sá
áfangi verksins verður tilbú-
inn 20. maí á næsta ári. Þá
liggur fyrir að breyta eldra
húsinu, innrétta búningsklefa
karla að nýju og lagfæra hús-
ið.
„Það er nóg að gera hér, þó
einum áfanga ljúki taka ný
verkefni við,“ sagði Gísli
Kristinn.
Utgerðarfélag Akureyringa selur hlutabréf sín í Tanga
Losað um eignir sem ekki
nýtast í daglegum rekstri
ÚTGERÐARFÉLAG AJkureyr-
inga hf. hefur selt öll hlutabréf sín í
Tanga hf. á Vopnafirði. Fjárvangur
hf. er kaupandi bréfanna. Um er að
ræða hlutabréf að nafnverði 125
milljónir króna sem seld eru á
genginu 2,20 eða 275 milljónir
króna að söluverði. Bréfin eru bók-
færð á 182,5 milljónir króna og
nemur söluhagnaður þeirra því um
90 milljónum króna.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyringa, sagði að sala bréf-
anna væri í samræmi við þá stefnu
félagsins að losa um þær eignir
sem ekki nýtast í daglegum rekstri
þess. Áður hefur ÚA selt hlut sinn
í Skagstrendingi og þýska dóttur-
félagi sínu, Mecklenburger Hoch-
seefiseherei.
Guðbrandur sagði að ÚA hefði
keypt hlutinn í Tanga fyrir tæpum
tveimur árum. „Við höfiim átt sér-
lega gott samstarf við þá Tanga-
menn, en stefnumótun sem unnið
hefur verið að innan fyrirtækis
okkar síðustu mánuði hefur leitt
okkur inn á þær brautir að við ætl-
um að leggja mesta áherslu á meg-
instarfið í fyrirtækinu, sem er bol-
fiskvinnsla og úrvinnsla. Við höfum
því verið að losa um þær eignir
sem ekki skila tekjum í rekstur fé-
lagsins,“ sagði Guðbrandur og
sagði söluna á hlutabréfum í Tanga
koma í framhaldi af sölu á hluta-
bréfum ÚA í Skagstrendingi.
„Okkur hefur fundist sem mark-
aðurinn hafi ekki viðurkennt þær
miklu eiginir sem við höfum átt,
eignir sem hafa verið að hækka í
verði, en það hefur ekki skilað sér í
verðmætari hlutabréfum okkar
hluthafa,“ sagði Guðbrandur. „Það
að losa um eignir og nýta pening-
ana í reksturinn er ágæt leið til að
lækka t.d. fjármagnskostnað. Við
munum í framtíðinni leggja meiri
áherslu á að auka veltuna hjá ÚA.“
Fjárfest í aflaheimildum
Á síðasta ári fjárfesti Útgerðarfé-
lag Akureyringa mikið í aílaheimild-
ir en félagið keypti um 1.500 tonn
íyrii- um allt að 1.200 milljónir króna.
Guðbrandur sagði nokkuð rólegt
yfir rekstrinum nú um mitt sumar,
en kvótastaða skipa félagins væri þó
góð og þau yrðu öll að veiðum út
kvótaárið. Frystihúsi félagins á
Grenivík verður lokað í tvær vikur í
ágúst, en ekki verður lokað á Akur-
eyri.
Fjárvangur hf. er kaupandi
hlutabréfanna í Tanga, en Álbert
Jónsson hjá Fjárvangi sagði að þau
vrðu síðar seld 10 til 12 fjársterk-
um stofnanafjárfestum, en hann
íslandsmót
í siglingum
ÍSLANDSMÓT í siglingum á
Optimist og Europe kænum fór
fram á Akureyri um helgina.
Veður til skútusiglinga var
ágætt á föstudag, en vindur
hefði mátt vera meiri seinni
keppnisdaginn, á laugardag, en
þá var nánast logn. Fjórir
keppendur komu frá Ými í
Kópavogi, sjö keppendur frá
Brokey, Reykjavík, og tíu
keppendur voru frá Nökkva á
Akureyri. Keppnisstjóri var
Guðmundur Páll Guðmundsson
úr Nökkva.
tírslit urðu þau að Snorri
Valdimarsson, Ými, varð í
fyrsta sæti í Europe flokki, en
hann fékk ekkert refsistig,
sagðist ekki geta gefið upp hverjir
það væru. Hann sagði að hlutur
þessara 10 til 12 fjárfesta myndi
dreifast nokkuð, þeir keyptu ekki
allir jafnan hlut.
Laufey Kristjánsdóttir, Nökkva,
varð í öðru sæti með 16,7 refsi-
stig og bróðir hennar Ágúst
Krisljánsson, einnig í Nökkva,
varð þriðji, með 17,4 refsistig.
Skúli Þórarinsson, Brokey,
varð í fyrsta sæti í Optimist
flokki, fékk 11 refsistig, Val-
Akureyrarmara-
þon um helgina
Bíll í verð-
laun fyrir
Islandsmet
AKUREYRARMARAÞON verður
haldið næstkomandi laugardag, 18.
júlí. Þrjár vegalengdir eru í boði,
1/2 maraþon, 10 kílómetrar og 3
kílómetra skemmtiskokk. Útlit er
fyrir að hlaupið verði mjög sterkt,
en margir af bestu hlaupurum
landsins hafa þegar ski-áð þátttöku.
Akureyrarmaraþon hefst á Akur-
eyrarvelli kl. 12 á hádegi, en byrjað
verður að afhenda keppnisgögn kl.
9.30. Upphitun hefst kl. 11.30. Verð-
launaveisla hefst með útdrætti í
skemmtiskokki og dregið verður úr
getraun hlaupsins. KEA býður
þátttakendum veitingar og Efling
og Sjúki’anuddstofa Akureyrar
bjóða hlaupurum íþróttanudd og
teygur. Frítt verður í Sundlaug
Akureyrar eftir hlaupið.
Allir þátttakendur fá bol, viðu-
kenningarpening, mat og drykk að
hlaupi loknu auk annarrar þjónustu.
Veitt verða vegleg verðlaun, en íyr-
ir íslandsmet í karla- eða kvenna-
flokki er í boði nýr Toyota Corolla-
bíll. Fyrstu þrír í mark í öllum
flokkum, karla og kvenna, fá verð-
Iaun. Þá má geta þess að sérverð-
laun verða veitt fyrir frumlegasta
hlaupabúninginn.
Dagskrá vegna Akureyrarmara-
þons hefst í raun á fóstudag, 17. júlí
en frá kl. 7 til 10 verður fjör við
Sundlaug Akureyrar á vegum
íþrótta fyrir alla. Heilsuhátð verður
svo í miðbæ Akureyrar frá kl. 16 til
18, en þá bjóða íþróttir fyrir alla
kólesteról- og blóðþrýstingamæl-
ingar auk fræðsluefnis um heilsuefl-
ingu. Vörur sem tengjast heilsu
verða kynntar. Pastaveisla Greifans
verður í íþróttahöllinni kl. 19 á
föstudagskvöld og þar verða keppn-
isgögn afhent.
------------
Skógarganga
EFNT verður til fræðslu- og ævin-
týraferðar á vegum Sumarháskól-
ans á Akureyri næstkomandi
fimmtudagskvöld, 16. júlí. Farið
verður í skógargöngu í Kjarna-
skóg undir leiðsögn Hallgríms
Indriðasonar, framkvæmdastjóra
Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Þátttakendur mæti á bílastæði í
Kjarnaskógi kl. 20, en aðgangur er
ókeypis.
Aksjón
Þriðjudagur 14. júlí
21.00 ►Sumarlandið Þáttur
fyrir ferðafólk á Akureyri og
Akureyringa í ferðahug.
geir Torfason, Nökkva, varð í
öðru sæti, en hann fékk 13
refsistig og í þriðja sæti varð
Pálmi Hrafn Tryggvason,
Nökkva, með 22,4 refsistig.
Ekki var að þessu sinni keppt á
Topper þar sem þátttaka í þeim
flokki var ekki næg.
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
LOGNIÐ sett svip sinn á íslandsmótið í siglingum sem fram fór á
Pollinum við Akureyri um helgina.
I
I
I
i
1
\