Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Schengen til umræðu í ráðherraráði ESB
Frakkar standa
enn í vegi fyrir
samningsumboði
Morgunblaðið/Kristinn
SAMFELLD bílaröð var á tímabili á sunnudagseftirmiðdag
frá Hvalfjarðargöngum og til Reykjavíkur.
Slysalaus umferð var um Hvalfjarðargöngin um helgina
Nærri 12.000 bilar í gegn
fyrsta sólarhringinn
FRAKKAR hindra enn að ráð-
herraráð Evrópusambandsins
samþykki umboð til samninga við
ísland og Noreg um aðild ríkjanna
að breyttu Schengen-vegabréfa-
samstarfi. Málið var tekið upp á
fundi utanríkisráðherra aðildar-
ríkja ESB í Brussel í gær en fékk
ekki afgreiðslu. Fulltrúar norrænu
aðildarríkjanna hvöttu til þess að
málinu yrði hraðað, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins.
Eftir að málið var síðast til um-
ræðu í ráðherraráðinu var því vís-
að til nefndar fastafulltrúa aðildar-
ríkja ESB í Brussel (COREPER)
og er það enn til umfjöllunar þar.
Ekki hefur tekizt að ná samkomu-
lagi milli Austurríkis, sem fer nú
með forsæti í ráðherraráðinu, og
Frakklands um tvö atriði í drögum
að samningsumboði, sem fara fyrir
brjóstið á Frökkum. Þar er annars
vegar um að ræða skilgreiningu á
því hvað falli undir Schengen-sam-
starfið og hins vegar hver skuli
vera áhrif Islands og Noregs á
ákvarðanatöku á þeim fundum,
sem ríkin fá aðgang að. Næsti
fundur um málið í COREPER
verður haldinn á morgun.
Húnaþing
100 teknir
fyrir hrað-
akstur
KRINGUM 100 ökumenn
voru stöðvaðir í Húnaþingi
fyrir of hraðan akstur um
helgina. Voru 50 teknir við
hefðbundnar radarmælingar
og aðrir 50 myndaðir með
hinum nýju tækjum sem lög-
reglan um land allt hefur ver-
ið að nota að undanfömu.
Lögreglan á Blönduósi
sagði umferð hafa verið mikla
um helgina en að hún hefði
gengið vel. Áhersla hefur ver-
ið lögð á að fylgjast með öku-
hraða, bæði innan bæjar og
utan. Þá var lögreglan á
Sauðárkróki við hraðamæl-
ingar um helgina og voru
teknir 10 fyrir of hraðan akst-
ur laugardag og sunnudag.
Engar viðræður
fyrr en í haust
Síðasti ráðherraráðsfundur
ESB fyrir sumarfrí stofnana sam-
bandsins verður haldinn 20. júlí.
Verði málið ekki afgreitt á þeim
fundi er talinn möguleiki á að af-
greiða það skriflega og halda ís-
land og Noregur enn í þá von að
málið verði afgreitt fyrir mánaða-
mót. Sumarfrí stofnana ESB
standa hins vegar fram í byrjun
september og er því ljóst að við-
ræður við Island og Noreg hefjast
í fyrsta lagi þá í mánuðinum.
Undirbúningur í
fullum gangi
Undirbúningur að þátttöku ís-
lands í Schengen-samstarfinu er í
fullum gangi á íslandi og í Noregi.
Þannig var í Morgunblaðinu á
sunnudag auglýst eftir tilboðum í
hluta upplýsingakerfisins, sem sett
verður upp vegna Schengen. Öll
norrænu ríkin fimm eiga aðild að
útboðinu og er um að ræða hug-
búnaðargerð, kaup á vélbúnaði,
uppsetningu og prófanir í löndun-
um fimm.
NÆRRI 12 þúsund bílar fóru um
Hvalfjarðargöng á sunnudag eða
nánar tiltekið 11.800 bílar frá mið-
nætti aðfaranótt sunnudags til
miðnættis í fyrrakvöld. Meðalum-
ferð á sunnudegi í júlí hefur verið
um 5.200 bílar við Fossá í Hval-
firði og þessi fjöldi er um 55%
meiri en álag um verslunarmanna-
helgi.
Hámarksumferð
milli kl. 18 og 19
Almennri umferð var hleypt á
göngin klukkan 19 á laugardags-
kvöld og var hún strax mikil. Hún
jókst verulega á sunnudag og var í
hámarki milli klukkan 18 og 19.
Var þá nánast samfelld röð bíla frá
55% meira álag
en um verslunar-
mannahelgi
göngunum og í átt til Reykjavíkur
og gekk umferð mjög hægt.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi gekk allt vel fyrir sig, enda
minnst um slys og óhöpp þegar
umferð er þétt og hæg. Hins vegar
voru þrír ökumenn teknir fyrir of
hraðan akstur aðfaramótt sunnu-
dags. Lögreglan beindi bílaumferð
um Hvalfjörðinn að norðan um
skamman tíma síðdegis á sunnu-
dag þegar sýnt varð að umferð
gekk orðið mjög hægt.
Gjaldtaka hefst
á mánudag
Hún sagði umferð líka mikla
strax í gærmorgun og má sem
dæmi nefna að 39 bílar fóru um
göngin á 10 mínútum og á sama
tíma fóru 37 bílar um Reykjanes-
braut þar sem yfirleitt er tvöfalt
meiri umferð en um Vesturlands-
veg.
Gjaldtaka hefst við göngin í být-
ið næsta mánudag. Göngin verða
lokuð yfir blánóttina nokkra
næstu daga vegna endanlegs frá-
gangs og verður það auglýst sér-
staklega.
■ Vígsla HvalQarðarganga/14/15
V estmannaeyjar
Tveir prest-
ar kjörnir
KJÖRNIR voru sóknarprestur og
prestur í Landakirkju í Vest-
mannaeyjum á sunnudaginn. Einn
umsækjandi var um hvort starf.
A kjörfund voru mættir 12 af 14
sóknamefndarfulltrúum og fengu
umsækjendurnir báðir öll greidd
atkvæði. Kristján Björnsson nú-
verandi sóknarprestur á Hvamms-
tanga var kjörinn í embætti sókn-
arprests en Bára Friðriksdóttir
guðfræðingur í embætti prests.
Þau verða sett inn í embætti í
Landakirkju 6. september en séra
Þórey Guðmundsdóttir er settur
sóknarprestur í Vestmannaeyjum
til 1. september.
Kjörin prestur
á Sauðárkróki
GUÐBJÖRG Jóhannesdóttir var
kjörinn sóknarprestur í Sauðár-
króksprestakalli síðastliðinn laug-
ardag. Umsækjendur um starfið
voru þrír en einn dró umsókn sína l
til baka. j
Umsækjendumir tveir sem kos-
ið var um vom Guðbjörg Jóhannes-
dóttir guðfræðingur og séra Þor-
grímur Daníelsson sóknarprestur í
Neskaupstað. Guðbjörg hlaut 13
atkvæði en séra Þorgrímur 11 og
einn seðill var auður.
Guðbjörg tekur við embætti
sóknarprests í Sauðárkrókspresta-
kalli þann 1. september en í presta-
kallinu em þijár sóknir, Sauðár-
krókssókn, Hvammssókn og Ketu- I
sókn.
------»♦♦-----
Úrsagnir
úr Alþýðu-
bandalaginu
á Dalvík
FJÓRTÁN af 21 skráðum í Al-
þýðubandalagsfélaginu á Dalvík
hafa sagt sig úr flokknum. Þeirra
á meðal er formaður félagsins og
tveir aðrir stjórnarmenn. Þá hafa
14 af 26 skráðum félögum í Al-
þýðubandalagsfélaginu á Héraði
sagt sig úr flokknum.
Heimir Már Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðubandalags-
ins, sagði að ekki hefðu verið j
teknar saman tölur um úrsagnir
úr flokknum, en það yrði gert síð-
ar í vikunni. Allmargir hefðu
einnig gengið í flokkinn á síðustu
dögum.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar ökumann af ákæru fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi
Framvísaði bensínkvittun
sem fj arvistarsönnun
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær Ásgeir Öm Rúnars-
son, núverandi Islandsmeistara í
rallíkrossi, af ákæm um hraðakst-
ur, enda hafði hann í höndum kvitt-
un sem sýndi að hann var að kaupa
bensín á Sheh-bensínstöðinni við
Vesturlandsveg þegar lögreglu-
mennimir töldu sig hafa mælt
hann á of miklum hraða keyrandi
framhjá sömu bensínstöð. Ásgeir
heldur því fram að lögreglumenn-
imir hafi tekið rangan bíl.
Atburðurinn átti sér stað í byrj-
un febrúar síðastliðnum. Sam-
kvæmt því sem fram kemur á
kvittuninni keypti Ásgeir bensín á
Shell-bensínstöðinni við Vestur-
landsveg klukkan 21.41, mínútu áð-
ur en lögreglumennimir töldu sig
hafa mælt hraða hans, og sam-
kvæmt frásögn hans sjálfs keyrði
hann síðan af stað í austurátt.
Hann beygði síðan til vinstri inn á
Víkurveg í áttina að Grafarvogi, en
var þá stöðvaður af lögreglu.
„Þeir sögðu að ég hefði verið að
aka á 100 kílómetra hraða á Vest-
urlandsvegi. Ég var ekki tilbúin til
að una því. Þeir sögðust hafa verið
að mæla mig á móts við Shell-bens-
ínstöðina. Ég tjáði þeim að ég hefði
verið á bensínstöðinni á þessum
tima og því hefði ekki verið hægt
að mæla mig á móts við hana. Eg
bauðst til að sýna þeim kvittun því
til staðfestingar, en þeir höfðu eng-
an áhuga á að ræða við mig um
það,“ segir Ásgeir Öm.
í skýrslu lögreglu sem skrifuð
var á staðnum kemur fram að Ás-
geir hafi verið mældur á 100
km/klst hraða klukkan 21.42 á móts
við bensínstöðina við Vesturlands-
veg. Þessu atriði hefúr síðar verið
breytt í í skýrslunni, strikað yfír „á
móts við“ og í staðinn skrifað „aust-
an við“. í skýrslu sem lögreglu-
mennimir vélrituðu á lögreglustöð
koma fram skýringar Asgeirs, en
einnig að hann hafi talið sig vera á
70-80 km hraða þegar hann mætti
lögreglubifreiðinni sem var að aka í
gagnstæða átt. Ásgeir Öm segist
sjálfur ekld hafa tekið eftir lög-
reglubifreið fyrr en á Víkurvegi og
því ekki haft um það nein orð, enda
hafi hann verið á hægri akrein,
eyja sé milli, myrkur hafi verið
þegar atburðurinn átti sér stað.
Ásgeir segir að í fyrstu skýrsl-
unni sem lögreglumennirnir gerðu
sé það einnig rangt að bíllinn, sem
er Íjósbrúnn, er sagður grár. í bréfi
til lögreglustjóraembættisins benti
hann einnig á að erfitt hafi verið
fyrir lögreglumennina að sjá númer
bílsins sem þeir hraðamældu í
myrkrinu og að missa ekki sjónar á
honum, ekki síst ef hann hefur ver-
ið á 100 km hraða, því þeir hafi
þurft að keyra upp á Höfðabakka-
brú til að snúa við. í skýrslu lög-
reglumannan kemur fram að þeir
hafi aldrei misst sjónar á bflnum.
Lögreglan lætur ekki af hendi
afrit af skýrslum
„Ég skrifaði lögreglunni bréf og
útskýrði málið og átti von á því að
það yrði látið niður falla. Það næsta
sem ég heyrði frá þeim var að þeir
ætluðu með þetta fyrir dóm. Ég varði
mig sjálfur þar, sýndi kvittunina, og
var sýknaður," segir Ásgeir Örn.
„Mér finnst einum tvennt áhugavert ;
varðandi þátt lögreglunnar í þessu
máli. í fyrsta lagi það að þeir sem
teknir eru í málum sem þessum fá
ekki afrit af skýrslunni sem þeir eru
látnir skrifa undir. í öllum viðskipt-
um, alveg sama hversu lítil þau eru,
eru látnar af hendi kvittanir. í svona
málum eru oft um miklar ásakanir að
ræða og mér finnst að það sé van-
kantur á framkvæmd málsins að ekki
séu gefin afrit.“
,Annað atriði er að saksóknarinn
nolaði þau rök að klukka lögreglu-
mannanna hefði getað verið vitlaus.
Lögreglumennimir nota eingöngu
sín eigin úr, en maður hefði haldið
að á vettvangi afbrots skiptu tíma-
setningar svo miklu máli að lög-
reglumenn ættu að vera með ein-
hvers konar löggiltar klukkur. Mið-
að við hvað búnaðurinn í bílum
þeirra kostar ætti það ekki mödð
mál,“ segir Ásgeii’ Öm.
Dómari í málinu var Steingrímur
Gautur Kristjánsson.