Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 13
Skothylki
afhjúpað
SAMVINNA hefur tekist milli
hreppsnefndar Glæsibæjarhrepps
og Sögufélags Eyfirðinga um að
setja upp kúlu, eða skothylki, sem
lengi stóð á stöpli á Moldhaugna-
hálsi. Lengi hefur það verið trú
fólks í Eyjafirði að kúlan eða skot-
hylkið hafi verið sett upp til minn-
ingar um breska hermenn sem létu
lífið í bílslysi þar árið 1942. Á dag-
inn hefur komið að svo er ekki.
Bresku hermennirnir sem eiga
nöfn sín á skothylkinu, lifðu allir af
vist sína hér á landi, en kúlan var
sett upp til að minnast veru þeirra
í firðinum.
í tilefni þessa býður sögufélagið
og hreppsnefnd öllum áhugamönn-
um að vera við athöfn sem fram fer
á Moldhaugnahálsi kl. 15 á fimmtu-
dag, 16. júlí. Þar mun Bjarni Guð-
leifsson bjóða menn velkomna, Jón
Hjaltason fjallar um tilefni sam-
komunnar, A.D. Andrew og L.
Shannon afhjúpa minnisvarðann og
Halldór Jónsson, konsúll Breta,
flytur stutt ávarp. Boðið verður til
kaffisamsætis að athöfn lokinni í
Þelamerkurskóla.
-------------
Meðferð ungs
fólks í vanda
DR. SCOTT Perry Sells heldur
opinn fyrirlestur við Háskólann á
Ákureyri á morgun, miðvikudag-
inn 15. júlí, kl. 14 í stofu 15 í hús-
næði háskólans við Þingvalla-
stræti.
I fyrirlestrinum mun dr. Sells
kynna kenningar sínar um meðferð
ungs fólks í vanda. Hann mun
einnig kynna 15 þrepa líkan þar
sem unnið er samkvæmt þessum
kenningum.
Dr. Scott Perry Sells er prófess-
or við Savannah State University í
Georgíufylki í Bandaríkjunum.
Hann hefur margháttaða reynslu í
fjölskylduráðgjöf og meðferð ung-
linga í vanda. Þá hefur hann ritað
bækur og greinar um málefnið og
kemur ný bók eftir hann út síðar á
árinu. Á fyrirlesturinn sem fer
fram á ensku eru allir velkomnir.
------♦-♦-♦----
Kútter Jóhanna
Færeyskt
kvöld
FÆREYSKT kvöld verður haldið
um borð í kútter Jóhönnu annað-
kvöld, miðvikudagskvöldið 15. júlí.
Samskonar skemmtun var haldin
fyrir tveimur vikum og komust þá
færri með en vildu og því hefur ver-
ið ákveðið að endurtaka leikinn.
Boðið verður upp á færeyskan
mat, sungnir færeyskir söngvar og
hinn alkunni færeyski dans verður
stiginn á þilfarinu. Haldið verður
frá Torfunefsbryggju á Akureyri
kl. 19, en ferðin tekur um þrjár
klukkustundir og kostar 2.000
krónur.
til brúðargjafa
30% afsl.^É^
Uppsetningabúðin
Hverfisgötu 74, sími 552 5270.
Þú munt ekki trúa þínum eigin augum!
Frá ESTEE LAUDER
Pure Velvet
Dramatic Volume Mascara
Augnhárin virðast lengri og þéttari en samt eðlileg, ekki eins
og þú hafir notað stífan maskara.
Virknin er tvöföld, því með einni góðri stroku verða augnhárin
36% þéttari, en samt aðskilin og mjúklega sveigð upp á við á
augabragði. Flauelsmjúkur liturinn dofnar ekki eða klessist,
heldur helst jafn og eðlilegur frá morgni til kvölds meðan
innbyggð rakagjöf nærir og verndar augnhárin.
Kannaðu einnig „Regnkápuna" sem gerir alla maskara
vatnshelda þegar þér hentar. Verð kr. 1.630
Estée Lauder verslanir: Hygea Kringlunni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Sara Bankastræti,
Hygea Laugavegi, Hygea Austurstræti, Lyfja Lágmúla, Lyfja Setbergi, Snyrtistofan Maja Laugavegi,
Gullbrá Nóatúni, Snyrtistofan Hrund Grænatúni, Apótek Keflavíkur, Amaró Akureyri.
A EINST0KU TILB0ÐII N0KKRA DAGA
Hyundai Sonata er flaggskip Hyundai flotans;
svipsterkur og gLæsilegur bill á góðu verði.
Hyundai er breiður og rúmgóður eðalvagn
með 139 hestafla 2000 vél og er einstaklega
lipur og mjúkur í akstri. Tveir líknarbelgir,
ABS bremsukerfi, styrktarbitar í hurðum o.fl.
tryggir öryggi farþeganna.
N Ú E R LAG - S0NATA
m'MiWÆ
- til framtiðar
Ármúla 13 • Sfmi 575-1220 - 575 1200 Fax 568 3818 • bl@bl.is ■ www.bl.is