Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 45
i
<
i
;
<
i
í
i
<
]
i
í
i
i
<
i
i
í
i
:
:
i
'3
;
i
:
i
FRETTIR
Úr dagbók lögreglunnar
*
Ovæntur gestur
í hjónarúminu
Allmikið brunatjón
við Bergstaðastræti
10. til 13. júlí
HELGIN var nokkuð annasöm
hjá lögreglu í Reykjavík. Fjöl-
mennt var í miðbænum bæði
kvöldin og voru 64 ungmenni flutt
í unglingaathvai-fíð og þangað
sóttu forráðamenn þeirra þau. Þá
voru til viðbótar höfð afskipti af
mörgum ungmennum vegna ölv-
unar.
Hjón sem búa í vesturborginni
urðu fyrir þeirri óskemmtilegu
lífsreynslu er þau hugðust ganga
til náða að morgni sunnudags að
karlmaður hafði hreiðrað um sig í
rúmi þeirra. Hinn óvænti nætur-
gestur var mikið ölvaður og fékk
að ljúka svefni sínum í óuppbúnu
rúmi í fangageymslu lögreglu við
Hverfisgötuna.
Umferðin
Mikil umferð var í borginni um
helgina og lögðu margir leið sína
um Hvalfjarðargöngin eftir opnun
þeirra. Sú umferð gekk vel að
mestu leyti þótt eflaust hafí mörg-
um þótt umferðin nokkuð hæg. Þó
varð það óhapp um miðjan sunnu-
dag að ökutæki bilaði í botni
ganganna og varð nokkur töf af
fyrir aðra umferð meðan gerðar
voru ráðstafanir.
A fjórða tug ökumanna var
stöðvaður vegna hraðaksturs og
sex vegna ölvunar við akstur.
Ökumaður var stöðvaður á
Reykjanesbraut við Miklubraut
að morgni föstudags eftir að hafa
verið mældur aka á 113 km hraða.
Hann var sviptur ökuréttindum.
Ekið var á gangandi vegfaranda á
Ki-inglumýi-arbraut við Miklu-
braut að kvöldi föstudags. Hinn
slasaði var fluttur á slysadeild
með sjúkrabifreið. Bifreið var ek-
ið á umferðarvita á Breiðholts-
braut við Stöng aðfaranótt laugar-
dags. Ökumaður er grunaður um
ölvun við akstur.
Rán
Lögreglu barst tiikynning að
kvöldi sunnudags að þrír ungir
piltar hefðu rænt kvöldverslun í
Austurborginni. Starfsmönnum
tókst að gera lögreglu aðvart en
ALLMIKIÐ tjón varð í bruna í
íbúðarhúsi við Bergstaða-
stræti í Reykjavík á sunnu-
dagskvöld. Slökkviliðið var
kallað út laust fyrir klukkan
tíu og hafði íbúi í næstu íbúð
orðið eldsins var.
Eldurinn kom upp í mann-
lausri íbúð á efri hæð og varð
piltarnir sem taldir eru ungir að
árum náðu að hlaupa á brott. Þrír
ungir piltar voru handteknir
skömmu síðar vegna málsins en
rannsókn þess stendur ennþá yfir.
Innbrot - skemmdarverk -
veggjakrot
Brotist var inn í ökutæki í
Hlíðahverfi aðfaranótt föstudags
allmikið tjón á íbúðinni. Ná-
grannar aðstoðuðu slökkviliðs-
menn við að bera húsmuni úr
íbúðinni. Að sögn slökkviliðs-
ins tók nokkurn tíma að ráða
við eldinn og tryggja að hann
væri fullkomlega slökktur
milli þilja. Vakt var síðan höfð
við húsið fram eftir nóttu.
og þaðan stolið nokkrum verð-
mætum. Bifreiðin hafði verið
skilin eftir ólæst. Tveir menn
voru handteknir á föstudaginn
eftir að hafa unnið talsverðar
skemmdir á mannvirkum við
Hvalfjarðargöngin.
Piltur á sautjánda ári var
handtekinn þar sem hann var að
skemma með því að krota á vegg
á skólahúsnæði í austurborginni.
Hann var fluttur á lögreglustöð
og hald lagt á 14 málningarbrúsa
sem hann hafði í fórum sínum.
Þá voru tveir sextán ára ung-
lingar handteknir eftir að hafa
unnið skemmdir á fótstalli styttu
Ingólfs Arnarsonar. Við leit á
þeim fundust meðal annars ætluð
fíkniefni. Karlmaður var hand-
tekinn eftir að hann hafði brotist
inn í íbúð í kjallara í vesturborg-
inni aðfaranótt laugardags. Mað-
urinn hafði unnið nokkrar
skemmdir á staðnum. Lögreglu
barst tilkynning um innbrot í
veitingastað í austurborginni á
laugardag. Engar sjáanlegar
skemmdir voru á staðnum en
fjármunum var stolið.
Líkamsmeiðingar
Karlmaður tilkynnti að ráðist
hefði verið á sig á Laugavegi að
morgni laugardags. Maðurinn var
fluttur á slysadeild með sjúkra-
bifreið. Arásarmenn eru óþekktir.
Þá var ráðist á karlmann í Aust-
urstræti að morgni sunnudags og
honum veittir áverkar á andliti.
Árásarmaður sem er 17 ára var
handtekinn og fluttur á lögreglu-
stöð. Til átaka kom í húsnæði í
Breiðholti rétt fyrir hádegi á
sunnudag. Þar hafði fólk setið við
drykkju í langan tíma og komið
upp ósætti milli aðila. Meðal ann-
ars hafði einn gestanna, sem bjó í
næstu íbúð, fallið niður nokkrar
hæðir. Hann hlaut áverka á baki
við fallið. Flestir þeirra einstak-
linga sem þarna voru við drykkju
hafa oft áður komið við sögu hjá
lögreglu.
Athugasemd frá Seðlabanka Islands
SEÐLABANKI íslands sendi í gær
frá sér eftirfarandi athugasemdir
vegna greinargerðar Ríkisendur-
skoðunar um kostnað Seðlabanka
Islands v/veiðiferða, risnu o.fl.:
í greinargerð Ríkisendurskoðun-
ar í kafla II. 1 um kostnað bankans
vegna veiðiferða 1993 til 1997 eru
tvö atriði sem Seðlabankinn vill
skýra nánar.
I fyrsta lagi var í svari Seðla-
bankans til viðskiptaráðherra á sín-
um tíma ekki getið um kaup bank-
ans á veiðileyfum við Svarthöfða og
í Flókadalsá samtals að fjárhæð 670
þús. kr. Eins og fram kemur í
skýrslu Ríkisendurskoðunar skýrist
það af því að sá skilningur ríkti inn-
an Seðlabankans að með orðalaginu
„laxveiðiferðir stjómenda" í fyrir-
spum Jóhönnu Sigurðardóttur
hefði aðeins verið átt við laxveiði-
ferðir á vegum bankastjórnar. Því
hafi ekki í svömm bankans verið til-
greind þau tilvik þegar starfsmenn
bankans, sem sinna erlendum við-
skiptum fyrir hans hönd, fengu
heimild til að bjóða mikilvægum er-
lendum viðskiptavinum í ódýrar
veiðiferðir.
Rétt er að rökstyðja nánar á
hverju þessi skilningur byggðist.
Seðlabankinn svaraði á sl. vetri
ýmsum fyrirspurnum frá Jóhönnu
Sigurðardóttur, sem beindust að
ýmsum þáttum í starfsemi bankans.
Sumar fyrirspurnir beindust að
„stjórnendum" bankans en aðrar
fjölluðu um rekstrarþætti á breiðari
gi’undvelli. Sem dæmi má nefna að
3. mars 1997 svaraði Seðlabankinn
fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðar-
dóttur um „starfskjör stjórnenda"
Seðlabankans. I því svari voru ítar-
lega tilgreind starfskjör banka-
stjóra. Engin athugasemd var gerð
við þann skilning á fyrirspurninni
og engar óskir komu fram um að til-
greina starfskjör annarra starfs-
manna. Þann 21. október 1997 var
svarað fyrirspurn frá Jóhönnu Sig-
urðardóttur um risnu-, bifreiða- og
ferðakostnað Seðlabanka íslands.
Sú fyrirspum var skiiin þannig að
átt væri við allan kostnað bankans á
þessum sviðum og svarað í sam-
ræmi við það. Þann 16. desember
var svo svarað fyrirspurn J.S. um
„laxveiðiferðir stjórnenda" bankans
og sem fyrr var sú fyrirspurn talin
eiga við bankastjóra. Seðlabankinn
telur að á engan hátt sé hægt að vé-
fengja þennan skilning á umræddri
fyrirspum, enda enginn vafi á því
hverjir teljast til stjómenda bank-
ans og gæta þurfti samræmis við
svör við öðmm fyrirspurnum.
I öðru lagi kemur fram í greinar-
gerð Ríkisendurskoðunar að í svari
Seðlabankans vom ekki tilgreind
ýmis útgjöld sem tengjast veiðun-
um svo sem vegna kaupa á veiði-
búnaði o.fl., enda hafði heildar-
kostnaði vegna veiðiferða ekki verið
haldið sérstaklega aðgreindum frá
öðrum risnukostnaði í bókhaldi
bankans. Siíkur kostnaður nam
samtals 737 þús. kr. á árabilinu
1993-1997. Seðlabankanum þykir
mjög leitt að þessi mismunur skuli
koma fram á svari bankans til ráð-
herra og niðurstöðum Ríkisendur-
skoðunar. Munur þessi er um 7% af
heildarkostnaði við veiðiferðir
bankastjórnar. Vakin er athygli á
því að Ríkisendurskoðun gerði mjög
nákvæma rannsókn á bókhaldi
Seðlabankans við undirbúning þess-
arar greinargerðar, sem tók um
átta vikur. Seðlabankinn fékk hins
vegar eina viku til þess að undirbúa
sitt svar. Bréfið með beiðni um svör
við fyrirspurninni barst frá Iðnað-
ar- og viðskiptaráðuneytinu 5. des-
ember sl. og óskað var svars fyrir
12. desember, en það vom fimm
vinnudagar. Seðlabankinn svaraði
16. desember. Gefur auga leið að á
þessum fáu dögum var útilokað að
jafnítarleg rannsókn færi fram á
bókhaldi bankans og Ríkisendur-
skoðun framkvæmdi og því urðu út-
undan reikningar frá þessu árabili,
sem Ríkisendurskoðun taldi rétt að
telja með veiðikostnaði. Bent skal á
að það er oft álitamál á hvaða liði
færa eigi einstaka reikninga í bók-
haldi og svo er í þessu tilviki. Það
var á engan hátt ætlun Seðlabank-
ans að skjóta undan kostnaði við
veiðiferðir bankastjórnar enda
kemur það fram í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar að aliur veiðikostnaður
bankans var innifalinn í svari hans
til viðskiptaráðherra um risnu-
kostnað bankans, sem birtist í þing-
skjali 340-32. máli og bankinn hafði
svarað nokkrum vikum áður.
Ríkisendurskoðun gerir í kafla II.
3 athugasemd við kaup á tveimur
veiðileyfum að fjárhæð 132 þús. kr.
og 88 þús. kr. sem Jóhannes Nordal
og Tómas Arnason heimiluðu að
keypt væru á árinu 1993 af óform-
legum félagsskap tíu manna sem
tekið hafa Hvítá við Svarthöfða á
leigu á hverju sumri af veiðiréttar-
eigendum. Þeir Jóhannes og Tómas
hafa átt aðild að þessum félagsskap
og því er það mat Ríkisendurskoð-
unar að þessi viðskipti hafi verið
óæskileg í ljósi hagsmunatengsla. I
þessu sambandi vill Seðlabankinn
benda á að hér er um mjög óveruleg
viðskipti að ræða, veiðileyfin voru
keypt á kostnaðarverði og hags-
munatengslin mjög fjarlæg þar sem
umræddir bankastjórar voru hluti
af stórum hópi sem var alls óskyld-
ur innbyrðis.
Sú spurning hlýtur að vakna
hvort ekki sé nauðsynlegt að Al-
þingi og viðkomandi ráðuneyti
breyti vinnubrögðum að því er
snertir slíkar fyrirspurnir. Nauð-
synlegt virðist að veittur sé lengri
frestur en gert hefur verið til að
svara fyrirspurnum sem krefjast ít-
arlegrar og umfangsmikillar rann-
sóknar á bókhaldi stofnana eins og
nauðsynlegt reyndist í þessu tilviki.
Einnig kemur til greina að Ríkis-
endurskoðun sé með í undirbúningi
slíkra svara frá upphafi til að koma í
veg fyrir að mismunandi mat verði
lagt á færslur einstaki'a liða eins og
bryddað hefur á í undirbúningi
þessa máls.
Vakin er athygli á því að Ríkis-
endurskoðun gerir engar athuga-
semdir við tilefni þeirra veiðiferða
sem efnt hefur verið til á vegum
Seðlabankans.
Að lokum skal á það bent að Rík-
isendurskoðun gerir engar athuga-
semdir við risnukostnað, bifreiða-
kostnað, eða ferðakostnað bankans,
á því tímabili sem athugað var og
gildir það hvort sem um er að ræða
einstaka bankastjóra eða bankann í
heiid. A því er þó ein undantekning
varðandi ferðakostnað fyrrverandi
bankastjóra, en um það mál hefur
verið fjallað opinberlega. Ríkisend-
urskoðun tekur sérstaklega fram að
hún telji að innra eftirlitskerfi
bankans hafi virkað vel og gegni
þýðingarmiklu hlutverki í að
ti-yggja aðhald og festu með rekstr-
arútgjöidum bankans.
Arþúsunda-
mótin - ísland
og Kanada
FUNDUR á vegum Vináttufélags
Islands og Kanada verður haldinn
annaðkvöld, miðvikudagskvöld, kl.
20.30 í Lögbergi, Háskóla Islands,
stofu 102.
Einar Benediktsson, sendiherra,
stjórnandi Landafundanefndar, mun
ræða um framkvæmdirnar í tilefni
þúsund ára afmælis landafunda ís-
lendinga í Vesturheimi. Þá mun Jó-
hann Axelsson, lífeðlifræðiprófessor,
segja frá samanburðarrannsóknum
sínum meðal Vestur-íslendinga og
annarra á skammdegisþunglyndi.
LEIÐRÉTT
Bjarni Haukur Þórsson
í TVEIMUR greinum blaðsins um
einleikinn Hellisbúann sem sýndur
er í íslensku óperunni vai' farið
rangt með nafn leikai-ans. Hið rétta
nafn hans er Bjarni Haukur Þórs-
son. Beðist er velvirðingar á þessum
leiðu mistökum.
• Dömuskór
• Herraskór
• Barnaskór
• Auk þess
miklð úrval
af Iþróttaskóm ^0,
aíslátt«v
Laaersala á fatnaði
Bolir, skyrtur, peysur og vinnufatnaður
á heildsöluverði.
RR SKÓR d II
Skemmuvegi 32L, sími 557 5777