Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 39
[ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 39 MINNINGAR HULDA SIG URÐARDÓTTIR + Hulda Sigurðar- dóttir fæddist á Akureyri 14. febrúar 1905. Hún lést á heimili sínu, Löngu- hlíð 3, hinn 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karólína Bene- dikts, kaupkona í Reykjavík, og Sig- urður Bjarnason, út- gerðarmaður á Akureyri. Hulda ólst upp hjá fósturmóð- ur, Ingibjörgu Jó- hannesdóttur, og Qölskyldu hennar að Útibleiksstöðum í Mið- firði. Eiginmaður Huldu var Guð- mundur Ágúst Jóhannsson, prentsmiðjusljóri, f. 30. nóvem- ber 1899 á Seyðisfirði, látinn 2. febrúar 1981 í Reykjavík. Einka- sonur þeirra er Garðar Jóhann, f. 29. aprfl 1944, markaðssljóri í Reykjavík, kvæntur Þórunni Kristinsdótt- ur, grunnskólakenn- ara. Sonur þeirra er Gunnar, fæddur 30. júlí 1980. Eftir barnaskóla fór Hulda í Húsmæðraskóla á Blönduósi, og var sfð- an vinnukona um nokkur ár í Edinborg og Kaupmannahöfn, en heimkomin vann hún m.a. við hár- greiðslu og í verslun móður sinnar, þar til hún giftist árið 1935. Eftir 1950 hóf hún aftur störf í Verslun Kar- ólínu Benedikts, hjá móður sinni, og rak Hulda verslunina sjálf í allmörg ár eftir andlát hennar. Aðalstarfsvettvangur hennar var þó alltaf heimilið. Útför Huldu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, og hefst athöfn- in klukkan 15. Nú þegar móðir mín hefur kvatt þennan heim, hrannast minningar og tilfinningar upp í huganum, og þar ber hæst þakklæti, en það er svo margt sem þyrfti að þakka, að heilar bækur þyrfti til, ef vel ætti að vera. Ég veit ekki hvernig á að þakka lífshlaup móður minnar, og þátt hennar í lífi mínu, ekki treysti ég mér til þess með orðum. Líklega er eina leiðin að reyna að koma til skila til næstu kynslóðar þeim gildum sem hún innrætti mér. Góðleiki, hrein- skilni, réttsyni, glaðværð, að h'ta á björtu hhðar hlutanna, svona upp- talning þyrfti að vera löng, mjög löng. Eg er þakklátur íyrir að hafa átt slíka móður. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst vinum hennar og fjöl- skyldu. Ég er þakklátur fyrir síðasta heimih hennar hér á jörð, og hversu vel var annast um hana þar. Ég er þakklátur henni og fóður mínum fyr- ir að gera mig að manni, en fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að deila lífi mínu með lífi þeirra. Tíminn vinnur aldrei á elztu kynningunni. Ellinfinnurylinnfrá æskuminningunni. Þessi ferskeytla eftir eitt uppá- haldsskáld móður minnar, Jón S. Bergmann, kom oft upp í hugann síð- asta árið, þegar hugur hennar hrærðist meir og meir í fortíðinni. Mínar minningar frá æskuárunum eru hlýjar, og ég hlakka til að njóta þeirra eins og móðir mín naut sinna minninga. Ég er þakklátur fyrir að foreldrar mínir hafa hist aftur, ég er þakklátur fyrir að móðir mín hefur hitt horfna ástvini sína. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt slíka móður. Garðar. Elsku tengdamamma. Það er svo margs að minnast um góða konu, myndirnar eru svo marg- ar sem koma upp í huga mér. Hvem- ig þú tókst mér opnum örmum þegar ég kynntist syni þínum. Brosið þitt fallega. Glæsileiki þinn á velh. Fallegt og notalegt heimili þitt og elsku tengdapabba, sem við söknuðum báð- ar, og þú hefur nú hitt aftur. Vísumar þínar, sem þú vildir ekki að allir heyrðu. Vísur sem sóma sér hvar og hvenær sem er. Glaðværð þín og létt lund og tilhneigingin til að hta alltaf á björtu hliðamar í lífinu. Umhyggja þín fyrir fjölskyldunni, fyrir Garðari syni þínum, fyrir Gunnari bamabam- inu, og fyrir mér. Trú þín, þessi bjargfasta bamstrú sem þú drakkst í þig á Útibleiksstöðum, og htaði allt þitt líf. Hreinskilni þín, og hversu gott var að tala við þig um hvað sem var undir sóhnni. AUtaf kenndir þú mér eitthvað. Stundimar sem við átt- um einar saman em mér hjartfólgn- ar. Þessar myndir em mér dýrmætar. Það er gott að eiga minningar um tengdamömmu og tengdapabba, minningar sem ylja mér um hjarta- rætumar. Ég er ríkari fyrir að hafa kynnst þér og ég þakka það. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíú í þinni hlíf. Hvíl þú i friði. Þín tengdadóttir, Þórunn. Það vom skemmtilegar stundir þegar Hulda amma passaði mig lít- inn. Hún hafði sérstakt lag á að skilja barnshugann, og við skemmtum okk- ur alltaf konunglega þegar ég var einn hjá henni. Yfirleitt fannst mér tíminn h'ða alltof fljótt, og var ekkert of hrifinn þegar mamma og pabbi komu að sækja mig. Við amma eltumst bæði, en aldrei fannst mér amma vera „gömul“, góða skapið hennar og glaðværðin gerðu hana unga í mínum augum. Síðasta ár var ömmu þó erfítt, hjartaáfall og sjúkrahúsvist. En góða skapið var alltaf til staðar, hún hló að sjálfri sér, og var hissa á því að ég vildi heim- sækja „svona ræfil“. Mér leið alltaf vel eftir að hafa heimsótt ömmu, það var gaman að hitta hana, og gaman að sjá hve vel var hugsað um hana í Lönguhlíð 3. Minningamar um ömmu eru mér kærar, og ég veit að hún lifir í hjarta þeirra sem þekktu hana. Ég sé á bak góðri vinkonu og ömmu, en ég veit að henni líður vel núna, amma mín er orðin ung og frísk aftur. Guð geymi Huldu ömmu mína. Gunnar Garðarsson. Við tvær sem nú kveðjum Huldu Sigurðardóttur höfum verið tengdar henni traustum tilfinningaböndum allt frá bernskudögum, en aðeins yngri að árum. Jónína er afabam fósturfóður hennar. Ingibjörg, dóttir hans, gekk Huldu í móðurstað. Hulda átti tvo uppeldisbræður auk systkina Ingibjargar er fyrir vom aðeins eldri. Aðeins bæjarleið skildi að heimili okkar Huldu og ætíð mikill samgangur milli bæjanna. Þótt Hulda væri alin upp á fósturheimili hafði móðir hennar alltaf samband við hana og sendi henni góðar gjafir. Hún lauk námi frá Kvennaskólan- um á Blönduósi og dvaldi um tíma í Danmörku og Englandi og var talin vel að sér í tungumálum. Minntist hún þess tíma með gleði. Þegar Hulda fluttist alfarin til Reykjavíkur myndaðist gott samband milli móður og dóttur sem entist æ síðan. Hulda vann hjá móður sinni í verslun Kar- ólínu Benediktsdóttur við Laugaveg og tók við rekstrinum að henni lát- inni. Svanborg minnist þess með miklu þakklæti að þegar leið hennar lá til Reykjavíkur hófust fljótt náin kynni með henni og Huldu. Kynni sem leiddu til vináttu sem entist til hinstu stundar. Það var á heimili Helgu Jónsdóttur, vinkonu okkar frá Búr- felli, sem kynnin hófust. Við vinkon- urnar stofnuðum allar heimili í Reykjavik á fjórða áratugnum en Helga nokkru fyrr. Eiginmenn okkar báru allh- Guðmundar-nafnið og var vel til vina. Gerðum við okkur sitt- hvað til gleði saman og fjölskylduboð voru tíð. Á níræðisafmæli Huldu sendum við undirritaðar henni kveðju og er þetta hluti hennar. Sveitin þín bjó þér sjarma er þú sóttir í vorsins þey. Brosin breiddust um hvarma þeim brosum við gleymum ei. Hulda okkar haltu til haga hlátrinum þínum um stund. Þín bíða betri dagar blíðraviðvinafimd. Mesti sólargeisli i lífi Huldu og Guðmundar var sonurinn Garðar. Hann sýndi móður sinni einstaka umhyggju allt til hinstu stundar ásamt tengdadótturinni, Þórunni, og syni þeirra, Gunnari. Garðari og fjöl- skyldu vottum við innilega samúð. Huldu okkar biðjum við allrar guðs blessunar. Við geymum minningarn- ar. Svanborg Sigvaldadóttir, Jóm'na Steinunn Jónsdóttir. t Við kveðjum elskulegan son og bróður, GUNNAR FREYSTEINSSON, sem lést 5. júlí sl., ( Kópavogskirkju miðviku- daginn 15. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð um Gunnar en frekari upp- lýsingar veita Skógrækt ríkisins og Suður- landskógar á Selfossi. Freysteinn Sigurðsson, Ingibjörg S. Sveinsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi, ÖRN INGÓLFSSON, Grundarlandi 15, Reykjavfk, lést á Landspítalanum 11. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. María Thoroddsen, Björg Rúnarsdóttir, Sigurður Örn Hektorsson, Þórður Örn Arnarson, Ingunn Björg Arnardóttir, Goði Gunnarsson, Vilhelm Ingólfsson, Tómas Ingólfsson, Björg Thoroddsen og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, INGÓLFUR MARINÓ PÁLSSON, Straumfjarðartungu, Snæfellsnesi, lést föstudaginn 10. júlí. Jarðsett verður frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardaginn 18. júlí kl. 15.00. Hólmfríður Finnsdóttir, Valgeir Ingólfsson, Guðbjörg Ingólfsdóttir, Finnur Ingólfsson, Páll Ingólfsson, Þórður Ingólfsson, Haraldur Ingólfsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Baldur Ingólfsson, Jóhanna Þ. Björnsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Guðríður Ebba Pálsdóttir, Guðmunda Oliversdóttir, Helgi Valur Friðriksson, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur og hjartahlýr eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SIGURBJÖRNSSON hafnarstjóri, Borgarhlfð 6d, Akureyri, sem lést á heimili sínu, í faðmi eiginkonu og barna þriðjudaginn 7. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 13.30, Bjarney Sigvaldadóttir, Einar Már Guðmundsson, Katrfn Melstað, Bjarni Freyr Guðmundsson, Klara Guðmundsdóttir, Sigurbjörn Árnason, Kristjana Kristjánsdóttir, Klara Guðmundsdóttir, systkini, tengdaforeldrar og afabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES ÞÓRÐUR HAFSTEIN fyrrv. forstjóri Slysavarnafélags fslands, er látinn. Sigrún S. Hafstein, Stefán Jón Hafstein, Guðrún K. Sigurðardóttir, Þórunn Júnfana Hafstein, Sigrún Sofffa Hafstein, Hildur Björg Hafstein, Hannes Júlíus Hafstein, Snæbjörn Jónsson, Stefán B. Mikaelsson, Hrafnhildur Björg Haraldsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR, Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum, andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 9. júlí. Jarðsett verður frá Landakirkju laugardaginn 18. júll kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Slysavarnafélagið Eykyndil. Fyrir hönd aðstandenda, Petra Magnúsdóttir, Þorkell Þorkelsson, Helgi Magnússon, Unnur Tómasdóttir, Guðmundur Loftsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARSJÓNSSONAR forstjóra, Blikanesi 14, Garðabæ. Sigrfður Regfna Waage, Helen Gunnarsdóttir, Valdimar Bergsson, Nancy Gunnarsdóttir, Gunnar Arnþórsson, Anna Lfsa Arnþórsdóttir, Hlfn Arnþórsdóttir, Sigrfður Regfna Valdimarsdóttir, Haraldur Valdimarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.