Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AWES0ME,I5NT IT?THAT'5WHERE r n ; i nrvi ^ ÚO. 2AMB0NI5 60 DURIN5 THE SUMMER.. Smáfólk Er þetta ekki hræðilegt? Þarna eru svellslíparamir geymdir á sumrin ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Árnaðaróskir til lögreglustjóra Frá Erlendi Magnússyni: ÞAÐ VAR ánægjulegt að lesa viðtal við nýja lögreglustjórann í Reykjavík í Morgunblaðinu 20. júní, þar sem hann segir að lögreglan astli sér að vinna að því að farið verði að lögum varðandi umferðarhraða, ekki aðeins með einhverju átaki í skamman tíma, heldur ávallt. Það væri vissulega til bóta fyrir umferðina ef allir færu að settum reglum, einnig fyrir þau okk- ar sem teljum hámarkshraða víða óeðlilega lágan og í engu samræmi við aðstæður. En það er ekki viðun- andi að lögreglan fylgi eftir lögum og reglum um hámarkshraða, en láti það viðgangast að aðrar umferðarreglm- séu vanvirtar. Lögreglustjóri er án efa því sammála að það er ekki hlut- verk lögreglunnar að ákveða hvaða lögum og reglum beri að framfylgja og hvaða lögum og reglum skuli ekki framfylgt. Ég hef búið erlendis, í Bandaríkj- unum, Bretlandi og Hollandi, sam- tals í tæp 16 ár, þar til ég fluttist til íslands snemma á þessu ári. Ég hef því nokkra reynslu af akstri í borg- um og á þjóðvegum í öðrum löndum. Umferðarhraðinn í Reykjavík og á þjóðvegum á íslandi er ekki of mik- ill. Þvert á móti, umferðarhraðinn er tiltölulega hægur á íslandi í saman- burði við önnur lönd. íslenskir öku- menn eru hins vegar hinir mestu stirðbusar og ökulagið er spastískt. Það virðist aðeins þurfa einn íslensk- an ökumann til þess að mynda um- ferðaröngþveiti. Ég hef hvergi annars staðar kynnst því að jafnmargir samferða- menn mínir í umferðinni séu sér jafn- ómeðvitandi um umhverfi sitt og aðra ökumenn og hérlendis. Þannig hef ég mátt þola það á leið minni heim til mín út á Seltjamames, að einhverjir drjólar eða dömur væru á 30-40 km hraða að virða fyrir sér útsýnið með sjónum og héldu þannig langri röð bifreiða fyrir aftan sig. Eða að fara yfir Hellisheiði á sólbjörtum sumar- degi í langri röð á 60-70 km hraða. Vandinn í umferðinni á íslandi er nefnilega að öllu jöfnu ekki of mikill hraði, heldur ójafn hraði: • Stór hluti ökumanna virðist þurfa ótrúlega mikinn tíma til þess að ná upp eðlilegum hraða þegar lagt er af stað frá gatnamótum (það hljóta að vera fleiri götuljós á hvem bíl á ís- landi en í nokkru öðm landi). • Allt of margir ökumenn aka vem- lega undir hámarkshraða og hvetja þvi aðra til framúraksturs. • Reglur um notkun akreina og framúrakstur á götum þar sem fleiri en ein akrein era í hverja átt virðast virtar að vettugi (þar á meðal af lög- reglunni). Varðandi síðasta þáttinn, tU þess að umferðarhraðinn í Reykjavík geti orðið jafnari þá þarf að taka hart á því. • Haldi ökumaður sig á vinstri akrein þegar pláss er á hægri ak- grein; • að ekið sé fram úr bifreið hægra megin (nema þegar ökumaður bif- reiðar á vinstri akrein hefur gefið til kynna að hann hyggist beygja tíl vinstri) • ef ökumaður á vinstri akrein ekur undir hámarkshraða (nema þegar umferðarþungi er slíkur að öll um- ferð verður að halda sig undir há- markshraða). Væri ofangreindum reglum fram- fylgt (t.d. með því að sekta menn sem brjóta þær) yrði auðveldara fyrir öku- menn að halda jöfnum hraða, þar sem þeir gætu nýtt vinstri akreinar tU þess að fara fram úr ökumönnum sem aka of hægt. Reyndar em hægfara ökumenn hættulegri en flesta gmnar. Lögregl- an í Bretlandi telur að aki maður hægar en rétt undir hámarkshraða við eðlUegar aðstæður, séu allai- líkur á því að viðkomandi ökumaður sé drakkinn, undir áhrifum lyfja (lög- legra eða ólöglegra) eða þjáist af heilabilun. Ástæða þess að þessir ökumenn aka jafnhægt og raun ber vitni er að þeir eiga ekld gott með að hafa stjóm á ökutækinu á meiri hraða. I raun ættu þeir alls ekki að vera í umferðinni. Það er því vinnu- regla lögreglunnar í Bretlandi að stöðva slíka ökumenn, því þar er á ferð sá hópur sem flestum slysum veldur - beint eða óbeint. Ég óska lögreglustjóra og mönnum hans alls velfarnaðar í því að fram- fylgja umferðarlögum og reglum - ekki aðeins sumum, heldur öllum. ERLENDUR MAGNÚSSON, Bollagörðum 6, Seltjarnarnesi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VÉLORKAHF Grandagarði 3, Reykjavík, sími 562 1222 mmmUmm utanborðsmótorar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.