Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Forsætisráðherra Japans segir af sér vegna kosningaósigurs Ovissan í Japan gæti kynt undir kreppunni í Asíu Tdkýó. Reuters. STJÓRNARFLOKKURINN í Japan, Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn, leggur nú mikið kapp á að velja nýjan leiðtoga sem fyrst eftir að Ryutaro Hashimoto tilkynnti að hann hygðist segja af sér sem for- sætisráðherra vegna ósigurs flokks- ins í kosningum til efri deildar þingsins á sunnudag. Óttast er að afsögnin og óvissan um eftirmann Hashimotos valdi frekara umróti á fjármálamörkuðum í Asíu og tefji fyrir efnahagsbata í álfunni. Hashimoto verður forsætisráð- herra og leiðtogi Frjálslynda lýð- ræðisflokksins þar til nýr forsætis- ráðherra verður skipaður í lok mánaðarins. Margir hagfræðingar óttast að þessi bið geti haft alvar- legar afleiðingar þar sem hún kunni að tefja fyrir því að japönsk stjórn- völd móti nýja stefnu til að blása lífí í efnahaginn. Keizo Obuchi utanríkisráðherra, sem er sextugur, og Seroku Kaji- yama, 72 ára fyrrverandi ráðherra, eru taldir líklegastir til að verða fyrir valinu sem næsti forsætisráð- herra Japans. Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn á að velja nýjan flokks- leiðtoga 21. júlí og talsmaður stjórnarinnar sagði í gær að þingið myndi líklega skipa nýjan forsætis- ráðherra 30. júlí. Óánægja með efnahagsstefnuna Margir Japanir fögnuðu þeirri ákvörðun Hashimotos að segja af sér en voru þó efins um að eftir- maður hans yrði betri. Kosið var til helmings þingsætanna 252 í efri deild þingsins á sunnu- dag og litið var á kosn- ingarnar sem atkvæða- greiðslu um efnahags- stefnu stjórnarinnar. Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn fékk aðeins 44 þingmenn kjörna, 17 færri en í síðustu kosn- ingum. Flokkurinn er nú með alls 101 þing- mann í deildinni og skortir 25 þingmenn til að hafa meirihluta. Tveir óháðir þingmenn hafa ákveðið að ganga til liðs við flokkinn en hann er samt með færri þingmenn í deildinni en nokkru sinni íyrr, en hann var stofnaður árið 1955. Ef marka má skoðanakönnun, sem gerð var eftir kosningarnar, var mikill meirihluti japanskra kjósenda hlynntur því að Has- himoto segði af sér. Margir kjós- endur sögðu að Hashimoto og aðrir forystumenn stjómarflokksins hefðu skellt skollaeyrum við kröf- um um tafarlausar aðgerðir til að blása lífí í efnahaginn. „Ósigur okkar í kosningunum er mér að kenna og ábyrgðin er mín,“ sagði Hashimoto þegar hann til- kynnti afsögn sína. Hann aflýsti einnig fyrirhugaðri ferð sinni til Frakklands og Bandaríkjanna sem átti að hefjast á sunnudag. Hashimoto komst til valda árið 1996 og verður fyrsti forsætis- ráðherrann sem segir af sér vegna kosninga- ósigurs frá árinu 1989 þegar Sosuke Uno lét af embættinu eftir að flokkurinn tapaði þing- sætum í efri deildinni. Samsteypustjórn talin líkleg Nokkur japönsk dagblöð töldu líklegt að afsögn Hashimotos myndi leiða til valda- baráttu milli nokkurra fylkinga í stjórnar- flokknum. Ennfremur eru taldar líkur á því að flokkurinn reyni að mynda samsteypustjórn þótt hann þurfí þess ekki þar sem hann er enn með meirihluta í neðri deild þingsins, sem er valdameiri en efri deildin. Stjórnmálaskýrend- ur telja líklegt að Fijálslyndi lýð- ræðisflokkurinn reyni að mynda stjóm með einhverjum stjórnar- andstöðuflokkanna til að styrkja stöðu sína í efri deildinni þar sem mikilvægt sé að tryggja að hún samþykki efnahagsaðgerðir stjóm- arinnar sem fyrst. Spá umróti á fjármálamörkuðum Akvörðun Hashimotos olli mikl- um titringi á fjármálamörkuðunum í Japan í gær. Gengi jensins og jap- anskra hlutabréfa snarlækkaði í fyrstu en hækkaði aftur síðar um daginn vegna vangaveltna um að af- sögn Hashimotos gæti orðið til þess að stjómin gripi strax til aðgerða í því skyni að rétta efnahaginn við. Margir fjárfestar vonuðust til þess að stjómin myndi ákveða djarfari aðgerðir, m.a. varanlegar skattalækkanir, til að blása lífi í efnahaginn. Aðrir óttuðust að óviss- an um eftirmann Hashimotos yrði til þess að stjórnin gæti ekki mótað nýja stefnu í efnahagsmálum fyrr en í næsta mánuði. Nokkrir hagfræðingar sögðu að stjórnmálaóvissan í Japan myndi valda frekara umróti á fjármála- mörkuðunum í Asíu og drætti á því að endi yrði bundinn á kreppuna í álfunni. „Við sjáum fram á meiri óvissu, frekari gengislækkun jensins, hærri vexti og þar af leiðandi frek- ari þrengingar fyrir hin ríkin í þessum heimshluta," sagði Mark Mcfarland, aðalhagfræðingur Sant- ander Investment. Gengi hlutabréfa lækkaði veru- lega í Hong Kong, Astralíu, Kóreu, Malasíu, Tælandi og Singapore eft- ir að Hashimoto tilkynnti afsögn sína. Áhrifin á gengi gjaldmiðla ríkjanna voru þó minni. Gengi hlutabréfa hækkaði hins vegar í helstu kauphöllum Evrópu og fjárfestar þar töldu líklegra að afsögn Hashimotos myndi greiða fyrir aðgerðum til að blása lífi í jap- anska efnahaginn frekar en að hindra þær. Ryutaro Hashimoto Forseti kjörinn í Ekvador Aukin framlög til félagsmála Quito. Reuters. JAMIL Mahuad, borgarstjóri í Quito, höfuðborg Ekvadors, bar sig- ur úr býtum í síðari umferð forseta- kosninga í landinu á sunnudag en keppinautur hans var auðjöfurinn og bananaekrueigand- inn Alvaro Noboa. Samkvæmt út- gönguspám fékk Mahuad 53,6% at- kvæða en Noboa 46,4% en talningu mun ekki ljúka fyrr en á miðviku- dag í fyrsta lagi. Útgönguspár útvarps- og sjón- varpsstöðva sýndu yfirleitt, að Ma- huad hefði sigrað með um sjö pró- sentustiga mun en í kosningabarátt- unni hét hann að auka framlög til félagsmála og breyta í engu niður- greiðslum á gasi og rafmagni til fá- tæklinga. Vonast hann til að koma á stöðugleika og auka þannig líkur á erlendum fjárfestingum í landinu. Um 87% landsmanna búa við fá- tækt. Jamil Mahuad Hefur staðið sig vel sem borgarstjóri Mahuad fékk heilablóðfall á síð- asta ári og var lamaður um hríð en virðist nú vera búinn að ná sér. Hef- ur hann getið sér gott orð sem borgarstjóri í Quito en andstæðing- ur hans, auðkýfingurinn Noboa, reyndi aðallega að kasta rýrð á hann með því að benda á, að hann hefði átt bam utan hjónabands. Það hafði þó ekki tilætluð áhrif. Reuters HERMENN leita að hugsanlegum útsendurum frá N-Kóreu í skolpræsi við strönd borgarinnar Donghae. N-kóreskra njósnara leitað í Suður-Kóreu Seoul. Reuters. SUÐUR-kóreskir hermenn leituðu að hugsanlegum njósnurum frá Norður-Kóreu við norðausturströnd Suður-Kóreu í gær og þarlend stjórnvöld náðu samkomulagi við Bandaríkjamenn um sameiginlegar aðgerðir gegn njósnum Norður- Kóreumanna í landinu. Lík meints njósnara frá Norður- Kóreu fannst á sunnudag á strönd borgarinnar Donghae, um 90 km sunnan við landamæri Kóreuríkj- anna, og talið var að fleiri njósnarar hefðu verið með honum. Hermenn sigldu litlum bátum um ströndina og lýstu upp skolpræsi til að ganga úr skugga um hvort útsendarar komm- únistastjórnarinnar í Norður-Kóreu fælu sig þar. Föt Norður-Kóreumannsins voru blaut og hann var með súrefnistank fyrir þrjá kafara sem benti til þess að hann hefði verið með tveimur mönnum. Skammt frá líkinu var lítið farartæki fyrir þrjá til fimm kafara. Varnarmálaráðuneytið sagði að einnig hefðu fundist handsprengjur, vélbyssa, hnífur, fjarskiptatæki og neðansjávarmyndavél. Yfirmenn hersveita S-Kóreu og Bandaríkjanna mótmæltu njósnunum á fundi með hershöfðingjum frá Norðui'-Kóreu í gær og sögðust hafa náð samkomulagi um náið samráð og samstarf til að hindra njósnir Norð- ur-Kóreumanna. Bandaríski undir- hershöfðinginn Raymond Ayrer sagði þó ólíklegt að bandarískir hermenn myndu taka þátt í aðgerðunum. Jeltsín ræðir við forseta Kýpur Umdeild vopna- sala staðfest Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Glafcos Clerides, forseti Kýpur, staðfestu á fundi í Moskvu í gær að ekki yrði hætt við umdeildan samn- ing um sölu rússneskra S-300 loft- vamaflugskeyta til Kýpur. Tyrkir hafa varað við því að þeir kunni að beita hervaldi til að hindra að flugskeytunum verði komið fyrir á Kýpur og segja að þau ógni öryggi Tyrklands og Kýp- ur-Tyrkja. Hemaðarsérfræðingar segja að tyrkneska stjórnin óttist að flugskeytin verði til þess að hún geti ekki sent hermenn með flug- vélum til Kýpur og gert loftárásir ef til átaka kæmi á eyjunni, sem hefur verið skipt frá árinu 1974 þegar tyrkneski herinn réðst inn í norðurhluta hennar. Clerides sagði að fundurinn með Jeltsín hefði verið mjög árangurs- ríkur. Hann hefur sagt að til greina komi að fresta afhendingu flug- skeytanna ef viðræður um samein- ingu eyjunnar hefjast að nýju og bera árangur. Viðræðurnar hafa þó legið niðri í tæpt ár og fátt bendir til þess að þær hefjist aftur á næst- unni. Samkeppni í vopnasölu Talsmaður Jeltsíns sagði að hemaðar- og tæknisamstarf Rúss- lands og Kýpur væri þáttur í utan- ríkisstefnu rússnesku stjórnarinn- ar. Rússar em meðal helstu vopna- útflytjenda heims og hver samn- ingur sem þeir ná í Evrópu skiptir miklu máli fyrir þá vegna harðrar samkeppni við evrópska og banda- ríska vopnaframleiðendur. Illvíg baktería á norsku sjúkrahúsi EINNI deild á Haukeland- sjúkrahúsinu í Björgvin hefur verið lokað vegna þess, að þar hefur búið um sig baktería, sem engin lyf hrína á. Sagði dagblað- ið Bergens Tidende frá því í gær. A deildinni er meðhöndlað fólk, sem hefur brennst illa, en nú hafa sjúklingamir verið fluttir á önnur sjúkrahús í Noregi eða til Svíþjóðar og Danmerkur. Hef- ur umrædd baktería ekki fundist í Noregi áður en talið er hugsan- legt, að hún hafi valdið dauða eins manns í maí í vor. Talið er víst, að bakterían hafí borist í sjúkrahúsið með manni, sem kom frá Spáni. Nú stendur til að sótt- hreinsa deildina tryggilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.