Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 23
MORGUNB LAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 2S BREKKAN var þéttskipuð, líklega einir 7.000 brekkudómarar þegar flest var sem tóku virkan þátt í keppninni. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HÁPUNKTUR í ræktunarstarfi er að fá Sleipnisbikarinn, æðstu verð- laun sem veitt eru í íslenskri hrossarækt. Það var „prímus mótor“ ís- lenskrar hrossaræktar, Sveinn Guðmundsson, sem veitti bikarnum viðtöku fyrir Stíganda frá Sauðárkróki, sem að sjálfsögðu er úr rækt- un Sveins þótt aldrei hafi hann átt hestinn. fjöldi gesta hafi farið upp í 7.500. Vel gekk að halda tímaáætlun og var það ekki síst að þakka röggsemi stjómenda í gæðingakeppni og keppni í yngri flokkum. Við þetta sköpuðust hæfilega löng hlé á milli atriða flesta dagana. Hafði það ef- laust sitt að segja fyrir verslun á staðnum, en mörg fyrirtæki og verslanir höfðu komi upp sölubás- um við nokkurs konar göngugötu ofan við áhorfendabrekkuna. Þar var líka hægt að tylla sér niður og fá sér kaffibolla í veitingatjaldi. Ef- laust hafa þá einhverjir líka gefið sér tíma til að fara í hestakaup. A sunnudeginum var dagsla-áin reyndar það viðamikil og fjölbreytt að erfítt var fyrir þá sem vildu fylgjast vel með úrslitum dagsins og verðlaunaafhendingu að hreyfa sig úr brekkunni. Veitingasala á svæðinu var til mikillar fyrirmyndar og maturinn sem boðið var upp á góður og fjöl- breyttur. Sama var að segja um hreinlætisaðstöðu. Babb kom í bát- inn á sunnudeginum þegar flestir voru á svæðinu, en þá mynduðust biðraðir alls staðar og spurning hvort svæðið hefði þolað meiri mannfjölda en þarna var saman kominn. En þegar veðrið var sem best sat fólk fyrir utan veitinga- tjaldið við áhorfendabrekkuna og myndaðist ágætis kaffi- húsastemmning. Keppnisgreinar og sýningar voru margar á landsmótinu og var þeim skipt niður á þrjá velli, aðalvöll, kynbótavöll og Melavöll, þar sem keppni í yngri flokkunum fór fram. Margir fundu að því að langt væri á milli vallanna og tæki langan tíma að skreppa á milli. Einnig að beina brautin á aðalvellinum skyldi ekki vera höfð nær áhorfendum svo hest- arnir væru í meira návígi þegar sýnd var yfírferð, bæði í gæðinga- keppninni og kynbótasýningunum. Kærkomin nýjung var tekin upp á þessu ágæta móti, en það var að bjóða upp á barnagæslu inni á af- mörkuðu leiksvæði. Þar voru öll al- gengustu leiktæki og komið var upp stóru tjaldi þar sem börnin gátu verið inni að lita og teikna. Yngstu landsmótsgestirnir gátu því dundað sér í góðu tómi, enda hafa þeir kannski ekki allir ótakmarkaða þol- inmæði til að horfa á hesta frá morgni til kvölds fimm daga í röð. HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SPENNUFALL að loknum úrslitum. Verðlaunin komin í réttar hendur og eins og margir spáðu tók Baldvin Ari við gullinu fyrir Galsa, næstir eru Ragnar og Sjóli, Atli og Ormur, Sigurður og Geysir, Bergur og Hjörv- ar, Sigurður og Prins, Stefán og Baldur, Sveinn og Reykur, Vignir og Gammur og Elías og Váli. Galsi var fremstur gæðinga í A-flokki GALSI frá Sauðárkróki sem Baldvin Ai-i Guðlaugsson sat sigldi af öryggi í gegnum úrslitakeppni A-flokksgæð- inga eftir að hafa haft forystu í gegn- um alla keppnina. En þrátt fyrir gott gengi gegnum öll stig keppninnar var sigurinn ekki eins öruggur og ætla mætti því hart var sótt að sigursæt- inu. Það var fyrst og fremst rúmt og yfirferðarmikið brokk, prýðilegt skeið ásamt góðum vilja og fagun-i fram- göngu sem færði þeim sigurinn. Þar með er hann fremsti alhliða gæðingur landsins og vel að þeim titli kominn. Sjóli frá Þverá sem Ragnar Hin- riksson sat var í raun sá eini af keppinautunum sem átti raunhæfan möguleika á sigri þegar á hólminn var komið, með besta skeiðið í úrslit- um. Orm frá Dallandi sem Atli Guð- mundsson sat vantaði örlítið meiri hraða á gangtegundunum til að kom- ast á toppinn þótt ekki skorti á hreyfíngafegurðina. Geysir frá Dals- mynni og Sigurður V. Matthíasson fóru af miklu öryggi í gegnum úrslit- in og vart hægt að segja að klárinn hafi slegið feilpúst á nokkrum gangi, jafnbesti hesturinn á gangtegundun- um. Hjörvar frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson höfnuðu i fimmta sæti sem var lakari árangur en margfr aðdáenda hans höfðu reiknað með. An efa er Hjörvar viljugastur þeirra tíu stórgæðinga sem þarna öttu kappi en vantaði meiri glæsi- leika til að ná hærra. Prins frá Hörgshóli sem Sigurður Sigurðarson sat var nokkuð brokk- gengur í keppninni, annar eftir for- keppni, í níunda sæti eftir milliriðil og síðan í sjötta sæti í úrslitum. Kannski dæmigert fyrir þennan ágæta hest sem er í fremstu röð á góðum degi en getur fallið niður á milli sem er fátíðara eftir því sem hann hefur styrkst og þroskast. Reykur frá Hoftúni og Sveinn Ragn- arsson urðu í áttunda sæti, héldu sínu sæti í úrslitum. Reykur hefur kraftmikið brokk og skeið en töltið er tæpt og heggur oft nærri skeið- takti svipað og bróðir hans, sigur- vegarinn Galsi, á til að gera. Enn og aftur vii-ðist tímabært fyrir dómara að fara í örlitla naflaskoðun og kanna hvort ekki eigi að taka á skeiðtölti eins og reglur gera ráð fyrir eða hitt hvort þeir séu yfir höfuð færir um að greina breytilegan takt á tölti. Úrslitakeppnin í A-flokki var í raun eitt ævintýri að fylgjast með. Menn virðast almennt sammála um að þarna hafi farið saman jafnbestu gæðingar sem komið hafa saman í keppni og dómarar ekki öfundsverð- ir að skera úr um röð tíu mjög góðra hesta og sú spurning hlýtur að vakna hvort sá fjöldi sé ekki ærinn fyrir dómara þegar svo litlu munar á styrkleika eða gæðum. Loftið var lævi blandað þegar keppnin hófst og magnaðist stöðugt er á leið. Þáttur áhorfenda, sem voru mjög líflegir, vegur þungt í þessum efnum og skajja þeir skemmtilegt andrúmsloft. A fjölmennum mótum sem þessu tjáir brekkan sig með mjög afgerandi hætti og magna með því knapana upp og frá þeim leiðir stemmningin i hestana. Þannig næst upp hið magnaða landsmótsalgleymi og það var svo sannarlega til staðar á Melgerðismelum. Kringla og Sigurður endur- heimtu efsta sætið í B-flokki KRINGLA frá Kringlumýri og Sig- urður Sigurðarson voru ekki af baki dottin er þau mættu í úrslit í B- flokki og endurheimtu fyrsta sætið af Þokka frá Bjamanesi og Guð- mundi Björgvinssyni. Þrír dómarar röðuðu Kringlu í fyi-sta sætið en að- eins einn dómari setti Þokka efstan. Ljóst var að sigurinn gæti lent á hvorn veginn sem var og voru lík- urnar líklega heldur Þokka í vil því Kringla og Sigurður stóðu í ströngu í töltkeppni kvöldið fyrir úrslitadag- inn. En þau flutu vel í gegnum erfið úrslitin og Kringla því komin á topp- inn eftir stuttan en glæsilegan feril. Þokki var öraggur í öðru sætinu en þarna voru á ferðinni mjög ólíkar hestgerðir, Kringla þessi fíngerða hryssa með botnlausa yfirferð og gott brokk og ekki spillir bláhvíti liturinn sem á sinn þátt í velgengni hennar. Þokki aftur fulltrúi horn- ffrskrar hrossaræktar, að vísu tals- vert útþynntur sem slíkm', krafta- hestur með allar gangtegundir frek- ar jafnar. Laufi frá Kolluleiru og eigandinn Hans F. Kjerúlf höfnuðu í þriðja sæti, voru þrátt fyrir góða frammi- stöðu heldur lakari en væntingar stóðu til. Hægatöltið er frábært þegar best tekst til og allt hans fas mjög tilkomumikið. Næstur honum var ungur hestur, Ofsi frá Viðborðs- seli, sem sjálfur heimsmeistarinn í tölti, Vignir Siggeirsson, stjórnaði af skynsemi og öryggi sem gaf þeim fjórða sætið. Farsæll frá Ar-narhóli var rétt sem skugginn af sjálfum sér og hafnaði fimmta sæti. Greinilegt að hann hefur ekki náð sér á strik eftir erfið veikindi í vetur. Hefði Ásgeir Svan getað mætt með hestinn í full- um styi'kleika hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Glampi frá Vatnsleysu naut ekki sömu vinsælda meðal dómara og þeirra er í brekkunni sátu. Fótaburður hans og framtak færði honum gott klapp og var hann greinilega einn vinsælasti hestur mótsins. En dómararnir voru sér vel meðvitandi um veikleikana og létu flottheitin ekki glepja sér sýn og sjötta sætið vel við hæfi. As frá Syðri-Brekkum og Sigrún Erlingsdóttir fengu líka sinn skerf af klappinu fyi'ir frábæra yfirferð- arspretti en knapinn ungi Ragnar E. Ágústsson og hestur hans Hrólf- ur frá Hrólfsstöðum teljast vera há- stökkvarar B-flokksins, unnu sig upp úr nítjánda sæti í áttunda og þar fyrir neðan voru tveir gammar, þeir Kjarkur frá Horni og Spuni frá Torfunesi, sem þær stöllur Olil Amble og Sigrún Bi-ynjarsdóttir sátu. Athygli vekur að þrjár konur vora með hesta í úrslitum og er það líklega met á landsmóti. Eins og í A-flokknum var keppn- in ekki síður spennandi í B-flokki og stórkostleg upplifun að fylgjast með þessum viðburði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.