Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Fj ölskyldugarðurinn
Sælureitnum
lokað klukkan sex
Langi fólk að bregða
sér í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn eftir
vinnu kemur það að
lokuðum dyrum. Inger
Anna Aikman kannaði
hvað býr að baki þeirri
ákvörðun að loka
klukkan sex.
FYRIR örfáum árum var það helsta
og oft eina tilbreytingin í lífí reyk-
vískra fjölskyldna að gefa „bra-bra“
brauð, skoða bátana í höfninni,
sleikja ís með dýfu og rúnta hring
eftir hring í kringum Kvosina. Þeir
allra frumlegustu fóru kannski í
Hveragerði og kíktu á apa sem
bjuggu þar í búrum eða heimsóttu
fjarskylda ættingja. Þegar borgar-
búar þreyttust loks á þessari til-
breytingarlausu „tilbreytingu" var
ráðist í að útbúa sérstakan fjöl-
skyldugarð í Laugardalnum - sann-
kallaðan sælureit. Reynt var að
hugsa fyrir þörfum ailra. Og víst er
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
sannkallaður unaðsreitur. Leiktæk-
in, dýrin og litadýrð blómanna gera
það að verkum að fólk getur gleymt
sér þar heilu dagana; notið náttúr-
unnar og návistar við börnin sín.
Menn þurfa ekki einu sinni að fara
heim í mat. í garðinum er nefnilega
glóðheitt grill þar sem fólk getur
grillað pylsur eða hamborgara ofan
í mannskapinn þegar garnirnar fara
að gaula.
Fólk getur sjálfu
sér um kennt
Nú hugsa sér eflaust margir gott
til glóðarinnar og ákveða að næst
þegar sólin brýst fram muni þeir
næla sér í nokkrar pylsui' áður en
þeir ná í krakkana á leikskólann og
bruna síðan beint í fjölskyldugarð-
inn.
En svona einfalt er þetta ekki -
því Fjölskyldu- og húsdýragarðin-
um er lokað klukkan 6 á kvöldin og
gildir þá einu hvemig viðrar. En af
hverju í ósköpunum er honum lokað
svona snemma? Einhvem veginn
hefði manni fundist það skynsam-
legra að nýta þennan bjarta tíma til
fulls; gera fólki kleift að fara í garð-
inn eftir vinnu; grilla og leika við
bömin eitthvað fram eftir kvöldi.
„Alveg er ég hjartanlega sam-
mála ykkur,“ sagði Tómas Guðjóns-
son, forstöðumaður Fjölskyldu- og
húsdýragarðsins í Laugardal, þegar
við bárum þetta undir hann. „Og
einmitt þess vegna reyndum við
þetta; höfðum opið til klukkan 21
heilt sumar, en undirtektirnar vora
vægast sagt dræmar," bætti hann
við.
„Þá reyndum við að hafa opið til
klukkan 19, en það var sama sagan,
það kom varla nokkur maður eftir
klukkan sex. Svo fólk getur bara
sjálfu sér um kennt,“ sagði Tómas.
Við reyndum að malda í móinn og
spurðum hvort þetta hefði verið
nógu vel kynnt; hvort fólk hafi
nokkuð vitað af þessu? „Jú, jú, við
auglýstum þetta í öllum fjölmiðl-
um,“ fullyrti hann.
Hopp og skopp á nætumar
„Þetta er samt synd,“ hélt Tómas
áfram, „því stemmningin í garðin-
um er allt öðravísi á kvöldin en á
daginn. Sum dýrin era virkari og
skemmtilegri þegar degi tekur að
halla. Til dæmis eru minkarnir og
refírnir næturdýr og það er fyrst á
kvöldin sem þeir fara að synda og
leika sér; hoppa og skoppa. En
þetta sér fólk bara á kvöldin. Þess
vegna höfum við gripið til þess ráðs
að bjóða upp á kvöldopnun af og til.
Nú síðast var opið til klukkan eitt
að nóttu á Jónsmessunni. Reyndar
vorum við óheppin með veðrið í ár
og því komu aðeins 530 manns en í
fyrra komu á þriðja þúsund manns
á Jónsmessunótt," upplýsti hann.
„Það þarf að vera eitthvað sér-
stakt á boðstólum til að fólk leggi
leið sína í fjölskyldugarðinn að
kvöldi til,“ hélt hann áfram. „Ef við
auglýsum fyrirlestur um einhver
dýr eða einhver skemmtiatriði þá
flykkist fólk til okkar - en ekki ann-
ars. Eg held að flestum þætti voða
huggulegt að hafa opið á kvöldin en
færri myndu hinsvegar nýta sér
það. En svo geta stærri hópar vitan-
lega leigt garðinn að kvöldi til og
notið kvöldsólarinnar hér, en það
kostar náttúrulega sitt,“ sagði hann.
Raunvísindi í leikjaformi
Þannig að það stendur ekki til að
hafa opið fram eftir kvöldi í Laugar-
dalnum? „Nei,“ svaraði Tómas
ákveðinn, „og ef ég á að vera alveg
hreinskilinn þá vil ég frekar nýta
peningana í annað. Fjölskyldu- og
húsdýragarðurinn er stórglæsilegur
nú þegar, en hann á eftir að vera
enn tilkomumeiri," bætti hann við.
„Garðurinn var hannaður með það í
huga að hingað kæmu 70.000 manns
á ári, en í fyrra komu hingað
206.000 gestir. Það er því tímabært
að bæta aðstöðuna."
Vísindasafn
„Svo er stefnt að því að opna hér
svokallaðan Sagnabrunn, þar sem
við ætlum að uppfæra alls konar
ævintýri og sögur. Kvikmynda- og
fyrirlestrasalir era einnig á dag-
skrá, fræðsluhús sem hægt er að
nota á veturna og rúsínan í pylsu-
endanum verður trúlega Vísinda-
safnið,“ upplýsti hann og tilhlökk-
unin leyndi sér ekki. „Þar verður
gengið út frá þeirri hugmynd að það
sé leikur að læra,“ útskýrði hann.
„Boðið verður upp á raunvísindi. í
leikjaformi. Þetta mun höfða til
allra aldurshópa og auka skilning og
áhuga þeirra t.d. á náttúru- og
læknavísindum. Eg er sannfærður
um að þetta verður geysivinsælt
bæði meðal almennings og hjá
skólastjórnendum," sagði Tómas að
lokum.
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 21
SANYL ÞAKRENNUR
Fást í flestum byggingavöruverslunum landslns.
m&LFABORGÍ?
KNARFIARVOGI 4 > « 568 6755
Handlclæði
Z-brautir &
gluggatjöld hf
Faxafon 14
S:533 5333
Við erum í hátíðarskapi á þjóð-
hátíðardegi Frakka og óskum þeim
til hamingju með HM-Gullið.
Af því tilefni bjóðast viðskiptavinum
LANCÖME, sem kaupa vörur fyrir
5.000 kr.( glæsilegar hliðartöskur.
ÚtsölustaðirLANCÖME um land allt.
LANCÖME
sumarkokkteill
PARiS S
Leitar
þú ad góku Ver&i a vöru og þjánustu?
»
'TJ
o
Sþarabu tíma og þeninga
me& einu símtalil