Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samþykkt bæjarráðs Hafnarfjarðar Laun bæjar- stjórnar BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt samhljóða og án bókunar hækkun á launum til bæjarstjóra, bæjarráðsmanna og bæjarfulltrúa. í stað þess að miða laun bæjarráðs- manna og bæjarfulltrúa við þingfar- arkaup var samþykkt að miða við grunnlaun bæjarstjóra, sem voru 208 þús. en eru nú 325 þús., en það er 56% hækkun. Að sögn Guðbjörns Ólafssonar, framkvæmdastjóra stjómsýslusviðs hjá Hafnarfjarðarbæ, hefur verið gerður nýr ráðningarsamningur við bæjarstjórann í Hafnarfirði eins og venjan er við upphaf kjörtímabils og var tekið mið af ráðningarsamn- hækkuð ingi bæjarstjórans á Akureyri við gerði samningsins. Sagði Guðbjöm að laun bæjar- fulltrúa og bæjarráðsmanna hafi til þessa miðast við þingfararkaup en því hafi nú verið breytt og er miðað við grunnlaun bæjarstjóra. „Þetta þýðir nokkra hækkun eða ríflega 40% til bæjarfulltrúa og bæjarráðs- manna,“ sagði hann. Laun bæjarfulltrúa vora áður 21% af þingfararkaupi eða 46.235 þús. en eru nú 68.250 þús. Laun bæjarráðsmanna voru 28% af þing- fararkaupi eða 61.647 þús. en eru nú 91 þús. Samningarnir tóku gildi 9. júní við upphaf kjörtímabilsins. Formaður bankaráðs Búnaðarbankans um skýrslu Ríkisendurskoðunar Felur ekki í sér áfellis- dóm yfír bankanum PÁLMI Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans, segir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um veiðiferðir, risnu o.fl. feli ekki í sér áfellisdóm yfir bankanum. Breyt- ingar hefðu þegar verið gerðar á starfskjöram bankastjóra og sömu- leiðis hefðu verið settar reglur um veiðiferðir og því ættu þau gagn- rýnisatriði sem sett væra fram í skýrslunni ekki lengur við. I skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um ferðir bankastjóra, en samkvæmt starfskjöram þeirra höfðu þeir rétt á að fara tvær ferðir á ári til útlanda í einkaerindum. Ríkisendurskoðun segir að það sé ótvírætt að þessi fríðindi séu skatt- skyld að fullu, en Búnaðarbankinn hefur einungis staðið skil á stað- greiðsluskatti af dagpeningum. Pálmi sagðist ekki telja að þessi at- hugasemd yrði til þess að Búnaðar- bankinn myndi draga skatt af bankastjórunum með öðrum hætti en gert hefði verið. Hingað til hefði ekki verið litið svo á að greiða þyrfti skatt af farmiðum. Ef þessi skiln- ingur reyndist rangur yrði ábend- ing um það að koma frá skattyfir- völdum. Pálmi sagði að um áramót hefði verið samið við bankastjórana um starfskjör um leið og Búnaðarbank- inn var gerður að hlutafélagi. Rofin hefðu verið tengsl sem hefðu verið milli einkaneyslu bankastjóra og launa. Engin tengsl væru þama á milli í dag. íbúð í London áfram leigð Varðandi íbúð sem bankinn leigir í London sagði Pálmi að tvívegis hefði verið rætt innan bankans hvort það þjónaði hagsmunum bankans að leigja hana og í bæði skiptin hefði niðurstaðan orðið sú að leigja hana áfram. Þeir sem hefðu gist í íbúðinni væra annars vegar starfsmenn hans sem sinntu erind- um á vegum bankans í London og hins vegar starfsmenn sem hefðu sótt námskeið á vegum hans í London. Þegar íbúðin hefði ekki verið í notkun hefði hún verið lánuð endurgjaldslaust til einkanota. Pálmi sagði að á þessari stundu væri ekki áformað að segja leigunni upp, en útilokaði ekki að það yrði gert síðar. Búnaðarbankinn hefur ekki þurft að gi'eiða hótelkostnað fyrir þá starfsmenn sem hafa gist í íbúðinni, en hann hefur hins vegar greitt starfsmönnunum 80% af fullum dagpeningum. Pálmi sagðist ekki þekkja ástæð- ur þeirra áfengiskaupa af áfengis- heildsölu sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við. Hann sagði að bankann hafa talið að þessi við- skipti væru lögmæt, en þeim yrði að sjálfsögðu hætt eftir þessa athuga- semd Ríkisendurskoðunar. Pálmi sagði að 1994 hefði banka- ráðið tekið ákvörðun um að fella niður laxveiðiferðir í Laxá í Dölum, en í þær fóra starfsmenn Búnaðar- bankans og vörðuðu ferðirnar því ekki beinlínis viðskiptahagsmuni hans. Pálmi sagði að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta slíkum ferðum. Fyrirmæli þessa efnis hefðu verið munnleg og ekki hefðu allir skilið þau með sama hætti. Þetta væri skýringin á því að tví- vegis hefði verið efnt til veiðiferða í Rangá 1995-1996, en eingöngu starfsmenn bankans voru í þessum ferðum. Pálmi sagði að búið væri að setja skriflegar reglur um veiðiferðir þar sem m.a. kæmi fram hvaða skilyrði yrðu að vera uppfyllt til að bankinn kostaði slíkar ferðir. Þetta tryggði að ekki yrði stofnað til laxveiðiferða nema að þær þjónuðu viðskipta- hagsmunum bankans. Þröstur Ólafsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, sagði að bankaráði Seðlabankans hefði ekki verið kunnugt um að bankinn hefði árið 1993 tvívegis keypt veiðileyfi af þremur fyrrverandi starfsmönnum bankans. Hann sagði augljóst að ekkert framhald yrði á þessum við- skiptum. Morgunblaðið/Kristinn Fjölmenni á Fjörfíski MIKIÐ íjölmenni sótti Fjörfísk ‘98, fjölskylduhátið sem haldin var á Miðbakka Reykjavíkur- hafnar á laugardaginn, enda einstök veðurblíða. Boðið var upp á ýmislegt góðgæti af gnægtarborði sjávarins, í tilefni af Ári hafsins. ----------- Eldur í bflskúr á Alftanesi ELDUR kom upp í bílskúr við ein- býlishús í Skógahverfi á Álftanesi um hádegisbilið í gær. Slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað á staðinn og réð fljótlega niðurlögum elds- ins. Skemmdir urðu á bílskúrnum en eldur komst ekki inn í íbúðarhúsið. Þar urðu þó einhverjar skemmdir vegna reyks. Bruninn var tilkynnt- ur klukkan 13.01 en nágranni hafði samband við Neyðarlínuna. Verið er að rannsaka eldsupptök. Nefnd fari yfír skýrslur Ríkisendurskoðunar ÚTSALA UTSALA 5SPRIT M6XX SVAVAR Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, segir að Alþýðubandalagið muni flytja tillögu á næsta þingi um að sett verði á stofn nefnd sem fari yf- ir skýrslur Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis. Þetta seg- ir hann í tilefni af útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um laxveiði- og risnukostnað í Búnaðarbanka og Seðlabanka. Svavar sagði að þingflokkarnir hefðu í tengslum við breytingar á þingsköpum rætt um að setja á stofn þingkjörna nefnd sem færi yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar. Enn hefði ekki fengist niðurstaða um málið. Hann sagði að ef ekki kæmist niðurstaða í þessar umræð- ur þingflokkanna fljótlega myndi Alþýðubandalagið leggja fram til- lögu á Alþingi um stofnun slíkrar nefndar. Hann sagði að í sumum nágrannalöndum okkar væru starf- andi svona þingnefndir, sem hefðu það hlutverk að fara yfír skýrsl- urnar og setja ft-am tillögur úm úr- bætur á þeim atriðum sem gagn- rýnd væru í skýrslunum. Hann sagðist vilja að nefndin yrði undir forystu stjórnarandstöðunnar eins og fordæmi væri fyrir erlendis. Óviðunandi að fá rangar upplýsingar Svavar sagði að það væri alger- lega óviðunandi fyrir Alþingi að það fengi rangar upplýsingar í hendur. Nú væri komið í ljós að all- ir ríkisbankarnir, Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Seðlabankinn, hefðu ekki greint rétt frá tölum um laxveiði- og risnukostnað á tímabil- inu 1993-1997. Þó frávikið varðandi Búnaðarbanka og Seðlabanka væri ekki mikið sýndi þetta slök vinnu- brögð af hálfu bankanna. Viðskiptaráðherra hefur nefnt að það kynni að vera rétt að Ríkis- endurskoðun færi yfír svör við fyr- irspurnum þingmanna áður en þau væru send Alþingi. Svavar sagðist ekki telja þessa leið viðunandi því að Ríkisendurskoðun heyrði undir Alþingi og ætti að starfa við hliðina á því. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson SAMNINGURINN var undirritaður um borð í Akraborg á sunnudag. nýju hlutverki Akraborgin í Akranesi. Morgunblaðið. SLYSAVARNASKÓLI sjómanna tók formlega við Akraborg við hátíðlega athöfn á Akranesi á sunnudaginn og heitir skipið nú Sæbjörg. Því mun ætlað að taka við hlutverki eldri Sæbjargar og með tilkomu þess skapast enn betri kennsluaðstaða við skól- ann. Tveir ráðherrar, Geir Haarde fjármálaráðherra og Halldór Blöndal samgönguráðherra, undirrituðu afsal fyrir skipinu fyrir liönd ríkissjóðs svo og þeir Gunnar Tómasson, forseti Slysa- varnafélags Islandsm, fyrir liönd félagsins og Guðjón Guð- mundsson alþingismaður, sljórn- arformaður Skallagríms hf. rekstraraðila Akraborgar. Við þetta tilefni fluttu þeir Halldór Blöndal, Guðjón Guð- mundsson og Gunnar Tómasson ávörp og fögnuðu því sérstak- lega að skipið fengið þetta nýja hlutverk. Fjöldi fólks var við- statt þessa athöfn, bæði skips- höfn, slysavarnafólk og aðrir gestir og að henni lokinni buðu slysavarnakonur á Akranesi til kaffisamsætis. Skipið hélt síðan til Reykjavíkur fánum prýtt og Iauk þar með sinni síðustu lor til Iteykjavíkur frá Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.