Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ UR VERINU i í I Rækjunes hefur ákveðið að vélvæða skelfiskvinnslu sína á Hofsósi „Fékk trú á mönnum þarna“ Rækjunes hefur ákveðið að fjárfesta í vél- væðingu skelfískvinnslu sinnar á Hofsósi. Framkvæmdastjórinn segist hafa trú á framtíð fyrirtækisins. Helgi Bjarnason kom við í skelfískvinnslunni. RÆKJUNES ehf. í Stykkishólmi hóf skelfískvinnslu á Hofsósi í byrj- un desember síðastliðins. „Þetta æxlaðist svona. Við höfðum grun um að það væru vannýtt skelmið fyrir norðan og svo kynntist ég mönnum á Hofsósi sem ég fékk gíf- urlega trú á,“ segir Sigurjón Jóns- son, framkvæmdastjóri Rækjuness ehf., spurður um aðdraganda þess að hafín var starfsemi á Hofsósi. Rækjunes stofnaði útgerð og keypti skelbát með einum þessara manna, Viggó Einarssyni skip- stjóra. Báturinn, sem heitir Ingi- leif, hefur verið útbúinn til skel- veiða og telur Sigurjón að hann sé einn af best útbúnu skelbátum á landinu. Skelfiskvinnsla var hafin í bak- húsi bílaverkstæðis á Hofsósi með lágmarkstilkostnaði. Þannig er skelin algerlega unnin í höndunum. Við vinnsluna eru um 40 manns, flestir í hálfsdagsstarfí. Er fyrir- komulagið gjarnan þannig að starfsfólkið er fastráðið i tvö hálfs- dagsstörf, við saltfiskverkun hjá Höfða og skelfiskvinnslu hjá Rækjunesi. Gunnar Björnsson verkstjóri telur að afurðin sé góð og líki vel á mörkuðunum. Bendir í því sambandi á að við handvinnsl- una komi heitt vatn hvergi að fisk- inum, hann komi lifandi úr skelinni og sé því eins ferskur og hugsast getur. 400 tonn við Horn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason GUNNAR Björnsson verksljóri (til hægri) fylgist með því að Þröstur Valgeirsson þrífi skelfiskinn alniennilega. Hráefni til vinnslunnar kemur af Ingileif auk þess sem tveir heima- bátar lönduðu þar í vetur. Ingileif hefur verið á tilraunaveiðum við Norður-Strandir, alveg frá Norð- urfirði og norður undir Hom. Hef- ur skipið fer.gið 400 tonn af hörpu- diski þar á tæpum tveimur mánuð- um. Er þetta góð búbót hjá útgerð- inni og Rækjunesi, því skelin af þessum miðum er utan kvóta. Skel- inni hefur verið landað á Norður- firði og hún flutt í Stykkishólm og á Hofsós. Á móti skelinni sem farið hefur til Stykkishólms hefur vinnslan á Hofsósi fengið skel frá bátum sem Rækjunes gerir út á Húnaflóa. Ákveðið að vélvæða Skelfiskurinn frá vinnslunni á Hofsósi var’ framan af fluttur ferskur með flugi til Bandarílq- anna. Því var hætt í mars og síðan hefur afurðin verið flutt í Stykkis- hólm og fryst þar. Sigurjón segir að verð á ferskum skelfiski hafi lækkað í Bandaríkjunum og svo hafi verið miklir erfiðleikar á að fá fragtpláss í flugvélum svo ekki hafi verið hægt að standa lengur í þess- um útflutningi. Stjórnendur Rækjuness ætluðu að hafa vinnsluna á Hofsósi sem tilraunaverkefni með lágmarkstil- kostnaði í tvö til þrjú ár og ákveða þá um framhaldið. Sigurjón segir að vinnslan hafi ekki skilað hagn- aði á því hálfa ári sem hún hefur verið rekin en hann segist hafa fengið þá trú á fyrirtækinu að núna sé kominn tími til að standa almennilega að vinnslunni og vél- væða hana. Gunnari Björnssyni verkstjóra líst vel á að fá vélar í vinnsluna. Með því móti verði unnt að keyra meira magn í gegn, svo fremi sem nægilegt hráefni fáist. * Agæt loðnu- veiði um helgina GÓÐ veiði var hjá loðnuskipunum um helgina og frá föstudegi fram til sunnudagskvölds var landað samtals um 21.800 tonnum af loðnu hér á landi, þar af um 7 þús- und tonnum af erlendum skipum. Skipin voru að veiðum um 140 míl- ur norður af Horni, aðeins um 85 mílur austur af Grænlandsströnd- um. Utlit fyrir góða veiði VöggusflBfigur, vöggusett. Póstsendum riiði* SfajbyOrðMHga StodSSI 4050 ReykfrOL Að sögn Viðars Karlssonar, skipstjóra á Víkingi AK, var stöðug og góð veiði alla helgina og útlit fyrir áframhaldandi veiði, því skipin höfðu einnig verið að fá ágætis afla í fyrrinótt. „Það var ágæt veiði þrátt fyrir að við vær- um ekki að sjá mikið af loðnu. Loðnan er að þokast norðar, enda hlýnar sjórinn mjög hratt því hér eru miklir straumar. Hér rétt sunnan við okkur er sjórinn rúm- lega fjögurra gráðu heitur en þar sem skipin eru að veiðum núna er sjórinn um tvær gráður og þannig viljum við helst hafa það. Hlýi sjórinn hefur hins vegar færst um 30 mflur norðureftir á aðeins 2 dögum þannig að líklega færum við okkur enn norðar. Vonandi heldur loðnan áfram að þokast norðar. Þá getum við jafnvel verið við veiðarnar í ágúst og fram í september. Við höfum séð þetta göngumynstur áður og vonandi er sumarveiðin að hefjast fyrir alvöru núna,“ segir Viðar. Aflinn komin yfir 100 þúsund tonn á sumarvertíð Það sem af er sumarvertíð hafa íslensku loðnuskipin landað um 108 þúsund tonnum en um 22 þús- und tonnum hefur verið landað hér úr erlendum fiskiskipum, sam- kvæmt tölum frá Samtökum fisk- vinnslustöðva. Mest hefur borist til SR Mjöls á Siglufirði eða um 18.500 tonn, rúm 17.000 tonn til Hraðfrystihúss Eskifjarðar, um 15.000 tonn til Síldarvinnslunnar á Neskaupstað og um 14.000 tonn til SR Mjöls á Raufarhöfn. Þá hefur verið landað ríflega 10.000 tonnum af loðnu hjá SR Mjöli á Seyðisfirði og Hraðfrystistöð Þórshafnar en þar hefur meira en helmingi afl- ans verið landað úr erlendum skipum. • Veri frá 14.900 kr. Afl 0,8 til 2,5 hestöfl Eigum hörkutæki fyrir erfiöustu aðstæðurnar VETRARSOL Hamraborg 1-3 (norðanmegin) Kópavogur • Sími 564 1864 QHBDll í í i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.