Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. júlí 1998. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.894.302 kr. 189.430 kr. 18.943 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.685.563 kr. 842.782 kr. 168.556 kr. 16.856 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 8.300.739 kr. 1.660.148 kr. 166.015 kr. 16.601 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 8.170.471 kr. 1.634.094 kr. 163.409 kr. 16.341 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.524.580 kr. 1.504.916 kr. 150.492 kr. 15.049 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.859.116 kr. 1.371.823 kr. 137.182 kr. 13.718 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.695.641 kr. 1.339.128 kr. 133.913 kr. 13.391 kr. 1. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.312.710 kr. 1.262.542 kr. 126.254 kr. 12.625 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.186.191 kr. 118.619 kr. 11.862 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka Islands Suðurlandsbraut 24. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉfADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 c ct&c^ Opið kl. 8.00-20.00 MYNDBÖND FÓLK ( FRÉTTUM Astamál konu Kvenlegir afbrigðileikar (Female Perversions) (I r a in a ★★★ Framleiðendur: Mindy Affrime. Leikstjóri: .Susan Streitfeld. Hand- ritshöfundar: Julie Herbert, Susan Streitfield. Kvikmyndataka: Teresa Medina. Tónlist: Debbie Wiseman. Aðalhlutverk: Tilda Swinton, Amy Madigan, Karen Sillas, Clancy Brown, France Fisher, John Diehl, Paulina Porizkowa. 119 mín. Banda- ríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. WILL Smith og Jada Pinkett eignuðust son í síðustu viku. Will og Jada eignast son LEIKARAPARIÐ Will Smith og Jada Pinkett eignuðust son í síðustu viku en þau giftu sig um síðustu áramót. Þetta er fyrsta barn Jada en Will á fyrir soninn Willard Smith III, öðru nafni Trey, sem er fimm ára gamail og leikur hann í myndbandi með föður sínum í laginu „Just the Two of Us“ en þar syngur Will til frumburðarins. Nýjasta við- bdtin í fjölskylduna hefur hins vegar hlotið nafnið Jaden Christopher Syre Smith. Leiðir Will og Jada lágu fyrst saman árið 1990 þegar Jada sótti um hlutverk í sjónvarpsþætti Wills „The Fresh Prince of Bel- Air“. Hún þótti hins vegar of lág- vaxin, Jada er 152 sentímetrar á hæð, til að leika á móti Will, sem er 188 sentimetrar á hæð, og því varð ekkert úr samleik þeirra. Jada var heldur ekkert alltof hrifin af Will við fyrstu sýn og sagði síðar frá því að henni hefði fundist hann fullmikill gosi. Það voru svo sameiginlegir vinir sem sáu til þess að vinátta þróaðist með þeim næstu árin og þegar Will skildi við Sherrie Zampino, mdður Treys, árið 1995 sá Jada um að hugga hann. Vináttan varð að ástarsambandi og í viðtali við People árið 1996 sagði Will að Jada væri eina manneskjan í heiminum, utan móður hans, sem hann gæti tjáð sig fullkomlega við og verið opinn gagnvart. Will Smith hefur aldrei verið feiminn við að tjá Jada ást sína eða lýsa henni yfír í fjölmiðlum. Á 25 ára afmæli Jada í fyrra sendi hann bíl fullan af blómuin á tökustað myndarinnar „Woo“ sem Jada leikur í. Hann þykir sérstaklega rómantískur og í þætti Opruh Winfrey heyrðust aðdáunarstunur meðal áhorf- enda þegar Jada sagði frá nestisferð sem Will útbjó á hótelherbergisgólfinu auk ann- arra „smáatriða“ sem hann hugsi alltaf fyrir og geri hana svo hamingjusama. Það var svo í nóvember 1997 að WiII bað Jada og tveimur dögum síðar komust þau að því að hún væri þunguð. Á Golden Globe verðlaunahátíðinni í janúar kom Jada öllum á óvart með því að kynna sig sem Jada Smith enda nýgift, hamingjusöm og stolt af eiginmanninum. Hún hyggst hins vegar kalla sig Jada Pinkett Smith í kvikmynda- heiminum. MYND þessi fjallar um leit konu nokkurrar til að finna sitt sanna sjálf. Eve (Tilda Swinton) er gífur- lega metnaðarfull- ur lögfræðingur sem hefur mögu- leika á því að verða skipaður dómari. Hún er meðvituð um hvernig karlmenn líta á hana og not- færir sér hug- myndir þeirra um konur og líkama þeirra til þess að fá sínum óskum framfylgt. En samkeppnin við aðr- ar konur og samstarfsfélaga dregur Eve nær barmi geðveikinnar. Einnig þarf Eve að fást við systur sína (Amy Madigan), sem er upp á kant við lögin, vegna stelsýki og er Eve hrædd um að það muni sverta mannorð sitt. Saga systranna hefur marga aðra fleti en þá sem taldir voru hér upp en ekki er pláss til þess. Þetta er gífurlega ögrandi kvik- mynd sem þarfnast allrar athygli áhorfandans meðan á henni stend- ur og vekur hún margar spurning- ar. Leikstjóri myndarinnar er Sus- an Strefield en hún var áður um- boðsmaður fyrir margar Hollywood-stjörnur, t.d. Jennifer Jason Leigh og Joanne Whalley Kilmer, og þekkir hún alla króka og kima í hinum harðsvíraða heimi við- skiptanna. Handrit Streitfeld og Julie Herbert er byggt á bókinni „Female Perversions: The Tempations of Emma Bovary", sem ekki er skáldsaga heldur fræðilegs eðlis og skrifuð af Louise J. Kaplan sem er þekktur sálgreinandi. Tilda Swinton, sem sló í gegn í myndinni „Orlando", er frábær sem Eva og Madigan gefur henni ekkert eftir í hlutverki systurinnar, Madelyn. Aðrir leikarar standa sig allir prýðilega. Það eru margar glæsi- legar senur í myndinni og þótt mörgum gæti fundist myndin vera ofhlaðin merkingu verður því ekki neitað að hún er mjög athyglisverð. Ottó Geir Borg Allt nema íslenskar konur HANN er danskur og er kallaður Ibiza-Kim og það ekki að ástæðu- lausu. Hann er 42ja ára bréfberi í úthverfi Kaupmannahafnar og hef- ur farið 25 sinnum til Ibiza, bæði í frí og til að búa þar í lengri tíma. / Hverfisgötu 78, sími 552 8980. Og þegar hann er á þessari spænsku ferðamannaeyju breytist hinn hversdagslegi bréfberi í vinsælan og virtan mann, sem situr í dómnefnd í fegurðarsamkeppni, fer í partý til Bruce Willis og Söruh Young og er þekktur á öllum diskótekum og börum. A Ibiza lifir Kim öðru lífi þar sem draumar hans ræt- ast og stór hluti þeirra drauma eru fallegar stelpur. Af þeim er víst nóg á þessum slóð- um og margar þehTa heillast af Kim, eða eins og hann segir þá hef- ur hann sofið hjá 250 stelpum á Ibiza! Sumar vikurnar sofi hann hjá fimm stelpum, þá næstu hjá tveim- ur, ekkert sé auðveldara en að verða ástfanginn á Ibiza og ekkert sé erfiðara en að standast brosandi, fallega stúlku. KIM hjólar marga kíló- metra á dag til að halda sér í formi fyrir döm- urnar. Islenskar mæður þurfa samt ekki að óttast að litlu stelpurnar þemra sem fá að fara til Ibiza komi heim með danskan bréfbera/glaum- gosa, því hann segir að allra þjóða konur hafi skriðið upp í rúm til sín nema íslenskar og ítalskar, það þýði ekkert að reyna að nálgast þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.