Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Slökkviliðsmenn að störfum. Rangárvallasýsla Eldsvoðiá Lyngási Hella - Á sunnudagskvöld voru slökkviliðin á Hellu og Hvolsvelli kölluð út að Lyngási 1 í Holta- og Landsveit, en kviknað hafði í elsta húsinu á staðnum. Lyngás er skammt vestan Helluþorps og búa þar nokkrar fjölskyldur báðum megin þjóðvegarins. Það var um kl. 19 á sunnudags- kvöld að íbúar hússins urðu varir við reyk í húsinu og er að var gáð blossaði eldur upp að því er virtist úr kjallara. Ibúamir áttu fótum fjör að launa og gátu ekkert ann- að en flúið út úr húsinu. Að sögn Péturs Karlssonar sem átt hefur húsið sl. tvö ár, er það frá því um 1940, forskalað timburhús og að hluta til hlaðið. Langan tíma tók að ráða niðurlögum eldsins milli veggja þar sem einangrað var með hálmi og sagi, en segja má að húsið sé ónýtt af völdum sót- og vatnsskemmda. Pétur og sambýl- iskona hans, Fríður Norðkvist, notuðu húsið að mestu leyti sem sumarhús og höfðu unnið að end- urbótum á því að undanförnum. íbúðarhúsnæði óskast í Orlando Florida í skiptum fyrir íbúð í Hafnarfirði. Leiguskipti eða kaup. Simi 557 9110, 898 3960 08 565 3860 Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar og afmælisnefnd sáu um grillveislu fyrir afmælisgesti. FJÖLSÓTT AFMÆLIS- HÁTÍÐ í FÖGRU VEÐRI Siglufirði - Haldin var vegleg af- mælishátið á Siglufirði um helgina í tilcfni 80 ára kaupstaðarafmælis bæjarins og þess að 180 ár eru lið- in siðan staðurinn fékk löggilt verslunarleyfi. Hinn eiginlegi af- mælisdagur var 20. maí og var hans sérstaklega minnst þá, en ákveðið var að halda upp á afmæl- ið 9.-12. júlí. Veðurguðirnir voru svo sannar- lega rausnarlegir við afmælisbarn- ið, því bærinn skartaði sínu feg- ursta í 20 stiga hita og blankalogni þessa hátíðahelgi. Bæjarbúar sem og fjölmargir brottfluttir Siglfirð- ingar og aðrir gestir tóku virkan þátt í skemmtanahaldinu og má segja að allir hafi fengið eitthvað við sitt hæfi. Guðmundur Guðlaugsson, bæj- arsljóri á Siglufirði, segist afar ánægður með hversu vel tókst til, „bæjarbúar sem og aðrir tóku virkan þátt í hátíðahöldunum og ekki var betur séð en að allir skemmtu sér vel“. Hátíðin hófst á fimmtudags- kvöldið með fjölskylduskemmtun Stuðmanna og síðan rak hver viðu- burðurinn annan og má þar nefna viðamiklar uppákomur á torignu þar sem m.a. tróð upp kvennakór Siglufjarðar, Vorboðar - kór eldri borgara, harmoníkusveitin og hin- ir óviðjafnanlegu Fílapenslar. Enda mikið og gott tónlistarlíf á Siglufirði. Theodór Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði að dagskráin yrði byggð eins upp og 1918 þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi, þ.e. með ræð- um og söng. Auk Theódórs fluttu ræðu þeir Skarphéðinn Guð- mundsson, forseti bæjarstjómar, Guðmundur Guðlaugsson bæjar- stjóri og Jón Sæmundur Sigurjóns- son, formaður Siglfirðingafélags í Reykjavík. Fyrir yngri kynslóðina var tívolí og brúðuleikhús. Hagyrðingakvöld var á Hótel Læk á laugardagskvöldið, sem tókst alveg einstaklega vel enda hagyrðingarnir ekki af verri end- anum: Páll Pétursson ráðherra og alþingismennirnir Jón Kritjánsson, sr. Hjálmar Jónsson, Sighvatur Björgvinsson og Steingrímur J. Sigfússon undir röggsamri stjórn Siglfirðingsins Ólafs G. Einarsson- ar, forseta Alþingis. Hagyrðingarnir Iétu gamminn ■■■ C 1 i ; > r Hp : iia i > • iílsl 11 * , - j ® ® ® .lii mm i... (W, Á j. GESTIR fylgjast með dagskránni á torgi miðbæjarins í sól og 20 stiga hita. ALLIR fengu eitthvað við sitt hæfi, Systurnar Marta Björg og Halldóra í Tívolí. geisa á þriðja tíma og fóru hrein- lega á kostum er þeir Qölluðu um hin ýmsu málefni, eisn og sundr- ung og sameiningu á vinstri vængnum og sendu sneiðar hver til annars í bundnu máli. Og þetta kunnu áheyrendur, sem troðfylltu húsið vel að meta. Dansað var fram á rauða nótt á Hótel Læk og í Bíósalnum og einnig var dansað á sfldarplaninu við Róaldsbrakka við harmoníkumúsík. Hátíðarmessa var í Siglufjarðarkirkju og annað- ist sr. Bragi J. Sigurbergsson, sóknarprestur á Siglufirði guðs- þjónustuua. Á sunnudaginn keppti Knatt- spyrnufélag Siglufjarðar við úr- valsdeildarlið IA og var þessi leik- ur í boði Siglfirðingafélgsins í Reykjavík. Að leik loknum var öll- um afmælisgestum boðið í grill- veislu sem bæjarsfjórn og afmælis- nefnd bæjaríns sáu unx og eins og um aðra atburði afmælisins mælt- ist veislan vel fyrir er veislugestir höfðu skolað niður veigunuin Iauk formlegri dagskrá afmælisbarns- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.