Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Morgunblaðið/Páll Pálsson
SÉÐ yfir mótssvæðið. Melgerðismelar stóðust landsmótsprófið og eru nú komnir á kortið eins og einn viðmælenda blaðamanns orðaði það.
Melgerðis-
melamenn
stóðust lands-
mótsprófið
Allt er gott sem endar vel. Þau orð eiga vel
við um afstaðið landsmót hestamannafé-
laga á Melgerðismelum í Eyjafírði. Eftir
langa og stranga göngu, sem aldrei virtist
ætla að ljúka, urðu lyktir þær að glæsilegt
landsmót var haldið á Melgerðismelum.
Hestamannafélögin á Norðausturlandi
stóðust allar raunir og buðu Valdimar
-------------*--—--------------
Kristinssyni, Asdfsi Haraldsdóttur,
Asdísi Asgeirsdóttur og öðrum áhuga-
mönnum um hestamennsku sem fylgdust
með upp á eitt glæsilegasta mót sem haldið
hefur verið hér á landi.
Mótið hafði vissulega alþjóðlegt yf-
irbragð og var það jafnvel enn
meira áberandi fyrstu daga móts-
ins, en þá var fjöldi erlendra aðdá-
enda íslenska hestsins mættur á
mótsstað. Var haft á orði að varla
heyrðist íslenska tóluð og er talið að
aldrei hafi jafnmikill fjöldi útlend-
inga komið á landsmót. Fyrr á árinu
óttuðust margir að hitasóttin og
fylgifiskar hennar hefðu þær afleið-
ingar að útlendingar hættu við að
koma á landsmót, en þær spár rætt-
ust svo sannarlega ekki. Þetta leiðir
hugann að því hvort ekki mætti
gera betur við erlenda gesti á stór-
mótum. Til dæmis að þýða helstu
fyrirsagnir í annars ágætri móts-
skrá á ensku og þýsku. Þess ber þó
að geta að útvarpað var á þýsku og
ensku á mótinu og hefur það án efa
hjálpað mikið.
Eftir því sem nær dró helginni
fjölgaði gestum jafnt og þétt og á
laugardag og sunnudag var þéttset-
ið í áhorfendabrekkunni. Talið er að
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
HÓPREIÐ landsmótsins var haldin að þessu sinni á laugardagskvöldi sem mæltist vel fyrir þegar áhorfenda-
brekkan var þéttskipuð í stað þess að örfáir morgunhanar hafa fylgst með hópreiðinni á sunnudagsmorgni.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdðttir
Frá keppni í skeiði.