Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 36

Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRSLUR RÍKISENDURSKOÐANDA Greinargerð um kostnað Búnaðarbanka Islands vegna veiðiferða, risnu o.fl. Tafla 1. Kostnaður Búnaðarbanka íslands vegna veiðiferða 1993 — 1997 Kr. Veiðileyfi Antiar kostn. Samtals Árið 1993 2.222.000 1.103.975 3.325.975 Árið 1994 1.760.400 945.721 2.706.121 Árið 1995 1.036.000 965.135 2.001.135 Árið 1996 1.071.000 780.525 1.851.525 Árið 1997 1.179.000 Samtals 7.268.400 4.733.256 12.001.656 Tafla 2. Kostnaður Búnaðarbanka Islands vegna veiðiferða skv. svari bankans til viðskiptaráðherra kr. 1993 1994 1995 1996 1997 Veiðileyfi 2.177.000 1.730.400 924.000 966.000 987.000 Önnur útgjöld 1.058.985 920.121 809.003 599.355 610.680 Samtals 3.235.985 2.650.521 1.733.003 1.565.355 1.597.680 Tafla 3. Risnukostnaður Búnaðarbanka íslands 1994- - 1997 (í Þús. kr.) Ar Vegna Önnur Risna Skýringa laxveiði risna samt. óskað 1994 2.706 3.957 6.663 175 1995 2.001 5.081 7.082 327 1996 1.852 5.620 7.472 959 1997 2.143 7.164 9.307 696 8.702 21.822 30.524 2.157 I. Inngangur I apríl sl. fór bankastjórn Búnað- arbanka íslands hf. þess á leit við Ríkisendurskoðun, að stofnunin annaðist athugun á kostnaði bank- ans vegna veiðiferða. Ennfremur ^ að sannrejmd yrðu svör bankans til viðskiptaráðuneytis um veiði-, risnu-, ferða- og bifreiðakostnað. Ríkisendurskoðun hefur nú lok- ið athugun á kaupum bankans á veiðileyfum og öðrum kostnaði, sem tengist veiðiferðum á árunum 1993 - 1997. Stofnunin hefur einnig lokið athugun á risnukostnaði bankans vegna annarra tilefna fyr- ir árin 1994 - 1997. Þá er lokið at- hugun á bifreiðakostnaði og á kostnaði bankans vegna utan- landsferða bankastjórnarinnar á árinu 1997. Bankastjórn Búnaðarbankans var gefinn kostur á að tjá sig um gögn þau sem greinargerðin er * byggð á og jafnframt um drög að henni. II. Kaup Búnaðarbanka Islands á veiðileyfum og tengdur kostnaður II. 1 Kostnaður bankans vegna veiðiferða 1993 -1997 Ríkisendurskoðun kannaði bók- hald Búnaðarbanka Islands með það fyrir augum að draga fram kostnað bankans vegna veiðiferða fimm undanfarin ár, þ.e. 1993 til 1997. Hér er einkum um að ræða kaup á veiðileyfum og kostnað við gistingu og uppihald á veiðistað. Einnig er tekinn með annar kostn- aður sem beint tengdist þessum ferðum. Neðangreint yfirlit sýnir kostnað bankans vegna veiðiferða á árunum 1993 til 1997, en hann nam samtals 12 m. kr. á umræddu ára- bili. Tekið skal fram að enginn kostnaður vegna veiðiferða hefur verið færður hjá dótturfélögum bankans. Sjá töflu 1 Á því tímabili sem hér er til skoð- unar var á vegum Búnaðarbankans farið til veiða í þrjár ár: Laxá í Döl- um, Ytri-Rangá og Þverá í Borgar- ■firði. Tekið skal fram að bankinn greiddi einungis kostnað við gist- ingu og uppihald í veiðihúsi við Laxá í Dölum árin 1995 - 1997, en ekki fyrir veiðileyfi. í svari bankans til viðskiptaráð- herra þann 19. janúar sl. í tilefni af fyrirspum Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns til ráðherrans um laxveiðiferðir stjómenda ríkisvið- skiptabankanna og Seðlabanka voru birtar upplýsingar um kostnað bankans vegna slíkra ferða (sbr. töflu 2). Sjátöflu 2 I svari bankans til viðskiptaráð- herra láðist að geta kostnaðar sam- tals að fjárhæð 1.219 þús. kr. Mun- -'-ár þar mestu um að ekki var getið um veiðarnar í Ytri-Rangá, en kostnaður við þær hafði verið bók- færður hjá útibúi bankans á Hellu. Einnig hafði láðst að geta ýmissa smærri útgjalda sem tengdust veiðiferðum. II.2 Tilefni veiðiferða Kostnaður vegna veiðiferða á vegum Búnaðarbankans verður að uppfylla sömu skilyrði og annar kostnaður vegna gestamóttöku og risnu, þ.e. til hans má einkum stofna til að sýna mikilvægum við- •skiptaaðilum bankans gestrisni eða þakklæti í því skyni að afla, treysta eða viðhalda viðskipta- sambönd- um. Því má slá fóstu að óheimilt sé að stofna til annars kostnaðar vegna gestamóttöku og risnu, en sem beint þjónar hagsmunum bankans. Oskað var eftir að bankastjóm .YUúnaðarbankans léti Ríkisendur- skoðun í té upplýsingar um nöfn þátttakenda í veiðiferðum á vegum bankans árin 1993 - 1997. Af þeim upplýsingum má ráða að allar veiði- ferðir í Þverá á þessum árum vom í viðskiptalegum tilgangi, enda allir boðsgestir í þeim ferðum stórir við- skiptamenn bankans. Boðsgestir í veiðiferðum í Ytri-Rangá árin 1993, 1994 og 1997, og í Laxá 1995 - 1997, voru ennfremur viðskiptaaðilar bankans. Hins vegar voru þátttakendur í veiðiferðum í Laxá í Dölum 1993 - 1994 og í Ytri-Rangá árin 1995 - 1996 eingöngu aðilar innan bank- ans. I þessu sambandi skal þó tekið fram að á árinu 1996 mun erlendum bankamanni hafa verið boðið til veiða í Ytri-Rangá, en hann forfall- aðist á síðustu stundu. Var þá fyrr- verandi starfsmanni bankans boðið í hans stað. III. Risnukostnaður, bifreiða- kostnaður og ferðakostnaður Búnaðarbankans 111.1 Athugun á risnukostnaði Bún- aðarbankans 1994-1997 Ríldsendurskoðun kannaði kostnað Búnaðarbankans vegna risnu og gestamóttöku á áranum 1994 - 1997 með það fyrir augum að meta hvort kostnaður þessi tengist starfsemi bankans á eðlilegan hátt og til að ganga úr skugga um að skráning og frágangur bókhalds- gagna væri fullnægjandi. Einnig var sannreynt hvort fullnægjandi grein hafi verið gerð fyrir þessum kostnaði í svari bankans til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins á árinu 1997. Hreyfingarlistar bókhalds vegna reikningslykla sem tengjast risnu- kostnaði voru yfirfarnir og tekin út öll fylgiskjöl vegna gestamóttöku þar sem bókunarfjárhæðir voru 10.000 kr. eða hærri. Athugað var hvort um væri að ræða lögformleg greiðsluskjöl, hvort þau hefðu verið árituð (samþykkt) til greiðslu af til þess bæram aðila innan bankans, og hvort fram kæmi með hvaða hætti útgjöldin tengdust rekstri bankans. Bankastjórninni var gefinn kost- ur á að koma á framfæri athuga- semdum og frekari skýringum vegna þeirra bókhaldsgagna, sem að mati Ríkisendurskoðunar voru talin ófullnægjandi. Það var gert með þeim hætti að útbúnir voru listar yfir öll bókhaldsgögn, sem kölluðu á frekari skýringar, og þeir sendir bankastjórninni ásamt ljós- ritum af viðkomandi skjölum. List- unum var raðað upp eftir þeim starfsmönnum, sem árituðu skjöl- in. 111.2 Athugasemdir vegna risnu- kostnaðar Heildarkostnaður Búnaðarbank- ans, sem færður var sem gestamót- taka eða risna nam alls 30,5 m. kr. á árunum 1994 - 1997. Þar af era 8,7 m. kr. kostnaður bankans vegna veiðiferða en fjallað er sérstaklega um þann kostnað hér að framan. Sjá töflu 3 Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að vekja athygli á að bankinn hefur á undanförnum áram keypt áfengi beint af áfengisheildsölu í Reykjavík án milligöngu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Á ár- inu 1994 var þannig keypt áfengi í eitt skipti fyrir kr. 106.800. Á árinu 1995 var áfengi keypt þrisvar sinn- um með þessum hætti, samtals fyr- ir kr. 304.102. Árið 1996 var áfengi keypt tvívegis með þessum hætti, samtals fyrir kr. 190.600. Að sögn bankans bauð viðkomandi fyrirtæki bankanum þessa þjónustu og þáði hann hana. Samkvæmt reglugerð nr. 585/1995 um framleiðslu, heildsölu og innflutning áfengis í atvinnu- skyni er vínheildsölu óheimilt að selja eða afhenda öðram áfengi en þeim, sem taldir era upp i a-lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar. Bank- ar og fjármálastofnanir er ekki taldar upp í tilvitnuðu ákvæði reglugerðarinnar. Rétt er að taka það fram að bankastjóm Búnaðarbankans hefur tjáð Ríkisendurskoðun að henni hafi ekki verið ljóst að þessi við- skipti væra ólögleg eða óheimil. 111.3 Bifreiðakostnaður Ríkisendurskoðun bar saman meðalrekstrarkostnað bifreiða í eigu Landsbankans, Búnaðarbank- ans og Seðlabankans, eins og hann birtist í svari til Alþingis, í þing- skjali 340 - 32. mál, á yfirstandandi þingi. Sú athugun leiddi í ljós að ekki er marktækur munur á bif- reiðakostnaði bankanna að þessu leyti. 111.4 Ferðakostnaðar A) Ferðakostnaður, sem tengist ekki erindisrekstri á vegum bank- ans Við athugun á ferðakostnaði Bún- aðarbankans fyrir árið 1997 kom fram að bankinn hefur greitt kostnað vegna utanlandsferða bankastjóra sem ekki tengjast er- indisrekstri þeirra á vegum bank- ans. Á árinu 1997 var slíkur kostn- aður gi-eiddur fyrir tvo af banka- stjórum Búnaðarbankans, þ.e. Jón Adolf Guðjónsson og Sólon R. Sig- urðsson. Af hálfu bankastjórnar- innar hefur komið fram að ferðir sem þessar hafi átt að skoðast sem hluti af starfskjörum bankastjór- anna. I því sambandi hefur banka- stjórnin lagt fram bókun sem bankaráðið gerði á árinu 1984 varðandi launakjör eins aðstoðar- bankastjóra. I henni kemur m.a. fram að á meðal launakjara að- stoðarbankastjórans teljist ein ut- anlandsferð á ári fyrir hann og eig- inkonu hans. Enda þótt þessi bók- un fjalli ekki um kjör bankastjóra telur bankastjórnin hana engu að síður til marks um starfskjör stjórnenda, sem gilt hafi innan bankans á þessum tíma. Tekið skal fram að ekki var getið um fríðindi af þessu tagi í svari bankans til Al- þingis um kjör bankastjóra. Jafn- framt er ljóst að þau eru ótvírætt skattskyld að fullu. Það liggur hins vegar fyrir að bankinn hefur að- eins staðið skil á staðgreiðsluskatti af dagpeningum vegna þessara ferða, en ekki af öðrum kostnaði vegna þeirra. Rétt er að geta þess að í kjölfar þess að Búnaðarbankanum var breytt í hlutafélag um síðustu ára- mót var samið á ný við banka- stjómina um starfskjör hennar. I því samkomulagi er ekki gert ráð fyrir að bankinn greiði kostnað vegna utanlandsferða í einkaerind- um. B) Leiga á íbúð í London Undanfarin ár hefur bankinn haft á leigu íbúð í London sem hef- ur verið nýtt fyrir m.a. starfsmenn bankans á ferðum þeirra þangað. Heildarkostnaður við rekstur íbúð- arinnar vegna húsaleigu o.fl. á ár- unum 1994 - 1997 nam um 8,7 m. kr. eða 2,2 m. kr. á ári. Rök bank- ans fyrir því að leigja þetta hús- næði era að með því spari hann sér að greiða hótelkostnað starfs- manna. Ríkisendurskoðun aflaði upplýs- inga frá bankanum um hverjir hefðu haft afnot af húsnæði þessu. Af þeim upplýsingum má ráða að þeir sem dvalið hafa í íbúðinni, vora ekki allir í erindum bankans, held- ur fengu þeir endurgjaldslaus afnot af íbúðinni vegna tengsla sinna við bankann. III.5 Athugasemdir vegna skrán- ingar og frágangs bókhaldsgagna, sem tengjast risnu-, ferða- og bif- reiðakostnaði Búnaðarbankans Að mati Ríkisendurskoðunar er ekki tilefni til athugasemda varð- andi frágang bókhaldsgagna vegna risnukostnaðar Búnaðarbankans. í flestum tilvikum er tilefnis risnu getið með skýringu á viðkomandi fylgiskjali. Helst skortir á að þeirra sé getið sem þáðu risnuna. Þá eru kostnaðarreikningar ávallt áritaðir af til þess bærum aðilum innan bankans. Ríkisendurskoðun gerir heldur ekki athugasemd við bókun á er- lendum ferðakostnaði bankans. Hins vegar hvetur stofnunin til þess að kostnaði við hverja utan- landsferð verði haldið til haga á sérstökum ferðareikningi, þar sem m.a. komi fram tilgangur fararinn- ar, brottfarar- og komudagur, ásamt sundurliðun á kostnaði við ferðina. Ríkisendurskoðun telur að slíkt fyrirkomulag geti gagnast bankanum við að koma á virkara kostnaðareftirliti með utanferðum staj-fsmanna bankans. Ákveðin verkaskipting hefur verið á milli ytri og innri endur- skoðenda bankans. Ytri endurskoð- andi hefur þannig yfirfarið kostn- aðarbókhald vegna höfuðstöðva bankans en þar er m.a. bókfærður kostnaður tengdur bankastjórn- inni. Endurskoðunardeild bankans hefur hins vegar yfirfarið bókhald útibúanna. Þessir aðilar hafa þó haft nokkra samvinnu sín á milli um framkvæmdina. Að mati Ríkis- endurskoðunar væri eðlilegast að innri endurskoðunardeild bankans bæri ábyrgð á reglubundnu eftirliti með kostnaðar- bókhaldi allra deilda og útibúa bankans. Af hálfu bankastjórnarinnar hefur komið fram að stefnt sé að því að svo verði. III.6 Upplýsingagjöf Búnaðarbank- ans til viðskiptaráðherra vegna fyr- irspurnar á Alþingi árið 1997 um risnu-, bifreiða- og ferðakostnað ríkisbankanna Ríkisendurskoðun kannaði sér- staklega hvort þær fjárhagslegu upplýsingar, sem birtust í svari við- skiptaráðherra til Alþingis, skv. þingskjali 340 - 32. mál, bæri saman við bókhald Búnaðarbankans. A) Risnukostnaður Samkvæmt svari bankans til við- skiptaráðherra var greiddur risnu- kostnaður talinn hafa verið 13,4 m. kr. á tímabilinu 1.1. 1994 til 30.9 1997. Greiddur risnukostnaður, sem birtur er í umræddu svari, tek- ur aðeins til risnukostnaðar sem til er stofnað vegna móttöku innlendra og erlendra gesta og tilgreindur er á sérstökum bókhaldslykli. Er þetta í samræmi við þann risnu- kostnað, sem tilgreindur hefur ver- ið í skýringum í ársreikningi bank- ans. Ljóst er að bæði Landsbankinn og Seðlabanki hafa skilgreint hug- takið risna með víðari hætti en Búnaðarbankinn. Þannig er t.d. ýmiss kostnaður, sem tengist starfsmönnum fyrrnefndu bank- anna, færður sem risna hjá þeim. I bókhaldi Búnaðarbankans eru slík útgjöld hins vegar færða á aðra bókhaldslykla, sem t.d. heita Risna v/útibússtjórafunda og Risna-gjafir. Þá er kostnaður vegna laxveiða og árlegrar ferðar bankaráðsins færður á sérstakan bókhaldslykil, Aðrar gr. v/starfs- manna. Ríkisendurskoðun telur eðlilegt að þessi kostnaður sé meðtalinn, bæði með hliðsjón af því hvaða út- gjöld er eðlilegt að flokka til risnu í þessu sambandi og eins til saman- burðar við aðra banka í eigu ríkis- ins. Til þess að risnuútgjöld hjá Búnaðarbankanum séu sambærileg við risnuútgjöld Landsbanka og Seðlabanka þykir því rétt að bæta samtals 13,1 m. kr. við tilgreind risnuútgjöld Búnaðarbankans á tímabilinu frá 1. janúar 1994 til 1. október 1997. B) Ferðakostnaður, innanlands og erlendis Eins og fram hefur komið leigir bankinn íbúð í London. Líta verð- ur svo á að tilgreina hefi átt kostn- að við íbúðina í svari bankans um erlendan ferðakostnað. Ljóst er að helstu rökin fyrir því að hafa íbúð- ina á leigu eru að með því móti spari bankinn sér útgjöld vegna hótelkostnaðar starfsmanna sinna. Eins og áður kom fram nam kostnaður bankans við rekstur á íbúðinni alls um 8,7 m. kr. á árun- um 1994 - 1997. Bætist þessi fjár- hæð því við annan ferðakostnað bankans erlendis, en hann nam samtals 34,4 m. kr. á þessu tíma- bili. Að öðra leyti era ekki gerðar at- hugasemdir við þær fjárhagslegu upplýsingar sem birtast í svari bankans og varða heildarferða- kostnað hans. C) Bifreiðakostnaður Ríkisendurskoðun gerir ekki at- hugasemdir við svör bankans um bifreiðakostnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.