Morgunblaðið - 18.07.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.07.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 160. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR18. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Síðasti Rússakeisarinn borinn til grafar Táknrænt fyrir þjóðareiningu Sankti Pétursborg. Reuters. Stofnun sakamála- dómstóls samþykkt Róm, Sameinudu þjóðunum. Reuters. NIKULÁS II, síðasti keisari Rúss- Iands, og fjölskykla hans voru borin til grafar í Sankti Péturs- borg í gær, 80 árum eftir að bol- sévikar tóku þau af lífi. 19 fall- byssuskot rufu þögnina þegar kista keisarans var látin síga ofan í gröfína og varð það til að minna marga á „þennan skelfílega glæp“ eins og Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, komst að orði, aftökuna í kjallara húss í Jekaterínborg árið 1918. „Atburðurinn í Jekaterínborg er skammarlegur blettur á sögu okkar,“ sagði Jeltsín frammi fyrir kistunum níu með líkamsleifum Nikulásar, konu hans, þriggja dætra, þriggja þjóna og heimilis- læknisins. „Aftaka Romanov-fjöl- skyldunnar hefur ávallt skipt þessari þjóð í tvennt.“ Viðstaddir útförina voru ætt- ingjar keisarafjölskyldunnar, er- iendir sendiherrar, embættis- menn og aðrir en hún hefur kynt WILLIAM Rehnquist, hæstaréttar- dómari í Bandaríkjunum, kvað í gær upp þann úrskurð að öryggisvörðum Bills Clintons forseta skyldi heimilt að bera vitni frammi fyrir rannsókn- arkviðdómi á vegum Kenneth St- arrs, sérstaks saksóknara er rann- sakar meint misferli forsetans. Rehnquist kvað upp úrskurð sinn fjórum mínútum áður en fresturinn, sem öryggisverðirnir höfðu til að mæta fyrir kviðdóminn, rann út á hádegi í gær. Clinton hafði haldið því fram að ef öryggisvörðunum undir hatrömmum deilum milli stjórnmálamanna og innan rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Kirkjunnar menn, sem hafa hug á að taka Nikulás í dýrlingatölu, segjast ekki sannfærðir um, að um sé að ræða líkamsleifar hans og fjölskyldunnar en kommúnist- ar segja, að keisarinn hafi verið grimmur harðsfjóri. Jeltsúi ákvað ekki fyrr en á fimmtudag að vera viðstaddur út- förina og hætti með því á, að hann glataði stuðningi kirkjunn- ar. Vera hans var hins vegar táknræn tenging við rússneska söga, sem var rofín af valdatíð kommúnista í 70 ár. „Við berum öll ábyrgð á okkar eigin sögu og þess vegna varð ég að koma hér, sem maður og for- seti landsins. Ég hneigi höfuð mitt fyrir fórnarlömbum þessa grimmdarverks," sagði Jeltsín. „Útförin er táknræn fyrir einingu rússnesku þjóðarinnar." yrði gert að bera vitni um það sem þeir hefðu séð þegar þeir gættu for- setans myndi það skaða tengsl for- setaembættísins og öryggisvarð- anna. I úrskurðinum sagði Rehnquist m.a. að Clinton hefði ekki tekist að sýna fram að „óbætanlegur skaði“ hlytist óhjákvæmilega af vitnisburði öryggisvarðanna. Um leið og úr- skurðurinn lá fyrir voru verðirnir, sem þegar hafði verið stefnt, mættir og reiðubúnir að ganga fyrir kvið- dóminn. SAMÞYKKT var á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Róm í gærkvöldi stofnun alþjóðlegs sakamáladóm- stóls. Við umræður í aðalsamninga- nefnd ráðstefnunnar um drög að stofnuninni í gærdag var breytinga- tillögum Bandaríkjamanna og Ind- verja vísað frá með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Stofnsamningurinn, sem Kanada- maðurinn Philippe Kirsch, forseti ráðstefnunnar, lagði fram í gær fékk mikinn stuðning meðal Evr- ópu-, Asíu- og þriðjaheimsríkja og einnig hjá samtökum hlutlausra ríkja og ríkja í Miðausturlöndum. Fulltrúar Frakka ákváðu einnig að styðja hann, en fram að þessu hafa þeir haft á ýmsa sömu fyrirvarana og Bandaríkjamenn. 120 ríki, m.a. Island, greiddu atkvæði með samn- ingnum, sjö voru á móti, þ.á m. Bandaríkin, og 21 sat hjá. Sakamáladómstóllinn mun hafa aðsetur í Haag og fjalla um þjóðar- Áfrýjunardómstóll hafði áður hafnað kröfu forsetaembættisins um að verðirnir þyrftu ekki að bera vitni, og í úrskurði sínum í gær sagði Rehnquist að hann teldi nið- urstöðu áfrýjunardómstólsins „sannfærandi og rétta“. Hann tók þó fram að hann hefði ekki kveðið upp úrskurð um beiðni forsetaembættísins um að Hæstirétt- ur skæri úr um víðtækari lagalegar forsendur rannsóknar Starrs. Sagðst Rehnquist reikna með að rétturinn myndi taka það til meðferðar síðar. Breytingatillög- um Bandaríkja- manna og Ind- verja vísað frá morð, glæpi gegn mannkyni, stríðsglæpi og yfirgang. Það síð- asttalda á þó eftir að skilgreina nánar. Lögsaga dómstólsins er sjálfvirk í málum er undir hann heyra, þ.e., óháð samþykki við- komandi aðildarríkja, að sögn Tómasar H. Heiðar, þjóðréttar- fræðings utanríkisráðuneytisins, en hann sat ráðstefnuna. Skilyrði sé þó, að annaðhvort þegnríki sak- bornings eða ríkið sem hið meinta brot hafi verið framið í sé aðili að samningnum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði við umræður í aðalsamninga- nefndinni, að lokadrögin tækju ekki Gleymdist með nálar í bakinu London. The Daily Telegraph. ÞRÍTUG kona í Bretlandi þurfti nýlega að dúsa klukku- stundum saman á nærfótunum einum klæða með ótal nálar fastar á hálsinum, bakinu, ökkl- um og úlnliðum. Læknir sem hafði veitt henni nálarstungu- meðferð gleymdi henni nefni- lega á stofu sinni þegar hann þurfti að fara í útkall. Konan þorði sig hvergi að hræra af ótta við að nálamar styngjust þá dýpra. Hún reyndi að kalla á hjálp, en her- bergið var hljóðeinangrað. Starfsmenn læknastofunnar voru farnir heim að loknum vinnudegi, og það var ekki fyrr en ræstingafólk hóf störf síðla kvölds að konan fannst. Yfirlæknir stofunnar sagði að konan hefði verið beðin inni- lega afsökunar. Hún hefði tek- ið því vel og þegar komið aftur í nálastungumeðferð. Reuters LARRY Cockell, yfirmaður ör- yggissveitarinnar sem gætir for- setans, mætir ásamt öðrum ör- yggisverði til vitnisburðar í gær. á ýmsum helstu áhyggjuefnum Bandaríkjamanna en hann kvaðst þó vona, að um þau næðist að semja. Var haft eftir einum evr- ópsku fulltrúanna, að drögin væru mjög klókindalega úr garði gerð þannig að erfitt yrði fyrir nokkurt ríki að hafna þeim. Bandaríkin, sem eru með fleiri hermenn á erlendri grund en nokkrir aðrir, vildu koma því inn, að dómstóllinn gæti ekki saksótt bandaríska hermenn nema með samþykki Bandaríkjastjórnar. I samningnum er farið bil beggja því að þar segir, að hermenn verði því aðeins saksóttir, að þeirra eigin yf- irvöld hafi látið það ógert. Tilkynnt var í aðalstöðvum SÞ í gærkvöldi að framkvæmdastjórinn, Kofi Annan, myndi gera hlé á Suð- ur-Ameríkuheimsókn sinni og halda samstundis til Rómar og verða við- staddur hátíðarundirritun samn- ingsins. Landgrunnið í Norður- > Ishafí kannað Norðmenn íhuga kröf- ur við Sval- barða Ósló. Morgunblaðið. NORÐMENN íhuga nú hvort hægt er að gera kröfu til meira hafsvæðis í Norður-íshafi, með því að útvíkka landgrunnslögsögu sina norður af Svalbarða. Hafa norsk stjórnvöld fengið bandaríska vísindamenn til að gera rannsóknir á svæðinu vegna þessa og munu hugsanlega byggja slíka kröfu á þeim. Miðar þetta að því að tryggja Noregi rétt til olíu- og gasvinnslu, finnist slíkar náttúni- auðlindir á svæðinu. Fram til þessa hefur Norður-íshaf- ið verið nokkurs konar einskismanns- svæði sem ríkin fimm, sem liggja að hafinu, hafa ekki gert kröfu til. Fyrir mánuði bað norska utanrík- isráðuneytið um að kannað yrði hversu langt landgrunn Svalbarða teygði sig inn í Norður-íshafið. Samkvæmt hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna má útvíkka núver- andi lögsögu, liggi fyrir því gild rök, en þau verður að leggja fram fyrir árið 2006. Bandaríkjamenn hefja rannsóknir norður af Svalbarða í lok ágúst. Munu Norðmenn kaupa upplýsingar af þeim íyrir sem svarar til 3,5 millj- óna ísl. kr. en vonast er til að þær sýni fram á jarðfræðileg og jarðeðl- isfræðileg tengsl svæðisins við Nor- eg. Ekki verður leitað að olíu- og gaslindum. Auk þessa verður kannað hvort Svalbarðasamningurinn nái yfir haf- svæði utan 200-mílna lögsögunnar. Þjóðir sem hafa undirritað samning- inn hafa jafnan rétt til náttúruauð- lindanna á Svalbarða. Segir norski hafréttarfræðingurinn Geir Ulf- stein, að gildi samningurinn, eigi um fjörutíu þjóðir þennan rétt. Reuters FRÁ minningarathöfninni í dómkirkju Péturs og Páls í Sankti Pétursborg. Þar hafa rússnesku keisararnir verið jarðsettir frá því Pétur mikli lést 1725. Rannsókn Starrs á meintu misferli Bandaríkjaforseta Oryg’g'isverðir beri vitni Washington. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.