Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 2

Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 2
2 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sameiginlega EES-nefndin samþykkir reglur um heilbrigðiseftirlit með físki Landssíminn Ganga í g'ildi um áramót Morgunblaðið/Björn Gíslason BIJIÐ er aö gera samning um að landamærastöð, þar sem heiibrigðiseft- iriiti með físki frá þriðja ríki verður sinnt, verði til liúsa í njrju húsnæði Akureyrarhafnar. Hér leggur Tómas Sæmundsson rafvirki síðustu hönd á raflagnir í stöðinni í gær. REGLUR, sem fela í sér að ísland geti flutt sjávarafurðir inn til ann- arra ríkja Evrópska efnahagssvæð- isins án þess að þær sæti heilbrigðis- eftirliti á landamærum, voru sam- þykktar í sameiginlegu EES-nefnd- inni í Bi-ussel í Belgíu í gær og taka gildi 1. janúar 1999. A móti taka Is- lendingar að sér að framfylgja þessu heilbrigðiseftirliti á ytri landamær- um EES gagnvart fiski frá þriðja ríki, til dæmis Rússlandi. Útbúnar verða landamærastöðvar á sjö stöð- um á landinu tii að sinna því eftirliti. Reglurnar eru hluti af I. viðauka við EES-samninginn en hann kveður á um samræmda gjaldtöku og aukna tíðni sýnatöku úr sjávarafurðum frá ríkjum utan ESB. Talað hefur verið um að útflytj- endur sjávarafurða muni spara um 700 milljónir króna vegna þessa samnings EFTA og Evrópusam- bandsins um upptöku reglnanna í EES, miðað við að þeir hefðu ella þurft að taka á sig kostnað og tafir vegna heilbrigðiseftirlits. Að sögn Arndísar Steinþórsdótt- ur, sjávarútvegsfulltrúa Islands í Brussel, er samningurinn mjög flók- inn og ferill hans búinn að vera lang- ur Upphaflega var samningurinn gerður í nóvember 1996 og vonast var til að hann gæti tekið gildi á bil- inu apríl-október 1997. Tafir urðu hins vegar í málsmeðferð hans hjá Evrópusambandinu, meðal annars vegna þýðingar hans á 13 tungumál sem var mjög tímafrek. Eftir gerð samningsins varð yfirstjóm fram- kvæmdastjórnar ESB að samþykkja hann og síðan fór hann til ráðherra- ráðs og samhliða því fyrir Evrópu- þingið, en það gerðist í júní síðast- liðnum, að sögn Amdísar. Erfítt að meta samninginn til fjár Arndís segir að erfitt sé að meta ágóðann af samningnum til fjár en ljóst sé að hann sé mjög mikill. „Það er ekki bara að við losnum við að greiða eftirlitsgjald á landmæmm heldur þýðir þetta að vörui-nar flæða um svæðið eins og við værum eitt af aðildai-ríkjum Evrópusambandsins. Þessi krónutala sem hefur verið nefnd í sambandi við sparnað af gerð samningsins er bara brot af ávinn- ingnum. Við getum nú fylgst með öllu sem er að gerast á þessu sviði hjá Evrópusambandinu. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur því þá vitum við fyrirfram á hverju er von. Að okkar mati er afar mikilvægt að þetta sé loksins búið,“ sagði Arndís. Tvær stöðvar að verða tilbúnar Landamærastöðvar þar sem heil- brigðiseftirliti verður sinnt verða í Reykjavík, í Hafnai-firði, á Keflavík- urflugvelli, á ísafirði, á Akureyri, á Eskifirði _ og í Vestmannaeyjum. Þórður Asgeirsson, framkvæmda- stjóri Fiskistofu, segir að nú þurfi að setja kraft í að útbúa stöðvarnar fyrst samningurinn hafi nú verið samþykktur. Búið er að gera formlegan leigu- samning um húsnæði undir starf- semina við Akureyrarhöfn en þar er verið að reisa nýtt hús þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir landa- mærastöð. Aðstaðan verður tilbúin innan fárra vikna og verður þá hafist handa við að útbúa hana með þeim tækjum og tólum sem þarf við eftir- litið. „Síðan höfum við gert munnlegt samkomulag við einstakling á Eski- firði sem er að byggja hús þar og sú aðstaða er að verða tilbúin. Þar er gert ráð fyrir 100 fermetrum fyrir eftirlitsstöð," sagði Þórður. Ekki er fastákveðið hvar landamærastöðvar verða staðsettai' annars staðar þar sem landamæraeftirliti verður sinnt. Þórður segii- að stöðvarnar eigi allar að vera tilbúnar fyrir næstu áramót þegar samningurinn tekur gildi. Skipið sem fann Titanic hefur stutta viðdvöl í Reykjavflmrhöfn Rannsaka hafstrauma í N-Atlantshafí í REYKJAVÍKURHÖFN liggur bandarfska hafrannsóknarskipið Knorr. Skipið, sem hefur siglt um heimsins höf, lætur ekki mik- ið yfír sér og sennilega hefur fæsta Reykvíkinga rennt grun í að þetta er skipið sem fann risa- skipið Titanic á hafsbotni árið 1985. Skipið, sem er rekið af haf- rannsóknarstofnuninni The Woods Hole, var sent í þennan Ieiðangur árið 1985 „m.a. til að prófa nýjan búnað“, segir Pat- ricia Pasanen, fyrsti stýrimaður. Pasanen hefur unnið hjá The Woods Hole í þrettán ár og þó að hún hafi ekki verið í þessum leið- angri fór hún í annan árið eftir með Atlantis, öðru skipi f eigu stofnunarinnar, sem hafði þann tilgang að skoða fíakið. „Ég fór niður í kafbáti að flakinu sem liggur á 4.000 m dýpi, það tók okkur um tvo tíma að fara þarna niður.“ Hvernig var svo flakið? „Ryðg- að,“ segir Pasanen og hlær. Pa- sanen segir það hafa verið mjög gaman að fylgjast með þeim sem fóru inn í flakið og skoðuðu, fylgst var með því á slq'á í skip- inu á meðan, svipað og gert var í stórmyndinni Titanic. „Mér fannst myndin mjög góð og atrið- in á rannsóknarskipinu voru vel gerð,“ segir Pasanen. Hún bætir við að enginn leiðangur sem hún hefur farið í hafí hlotið slíka at- hygli, „það var hreint ótrúlegt“. Knorr er í eigu The Woods Hole-haffræðistofnunarinnar, sem er í Massachusetts í Banda- ríkjunum. Skipið, sem er eitt af fjórum skipum stofnunarinnar, er notað í ýmiss konar vísinda- leiðangra. Vísindamenn og stofn- anir leggja inn umsókn hjá The Woods Hole til að stunda rann- sóknir á skipinu. Nú er t.d. leið- angur að hefjast sem hefúr þann tilgang að rannsaka hafstrauma í Norður-Atlantshafínu. Morgunblaðið/Jim Smart BANDARISKA hafrannsóknarskipið Knorr í Reykjavíkurhöfn. PATRICIA Pasanen, fyrsti stýrimaður. Meðalsímtal við 118 hækkar um 24,4% NOTKUN á símaskránni á Netinu hefur verið mjög mikil frá því að hún var opnuð fyrir tæpum mánuði, að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa Landssímans. Til að draga úr tapi á rekstri upplýsinga- þjónustunnar í 118, sem veitir upp- lýsingar um innlend númer, og 114, þar sem gefnar eru upplýsingar um erlend númer, hefur verið ákveðið að byrjunargjald fyrir hvert símtal þangað hækki úr 3,32 kr. í 9,96 kr. Aðspurð um hvort 200% hækkun á byrjunargjaldinu sé ekki heldur mikið af því góða segir Hrefna það vera tæknilegt framkvæmdaatriði hvað sé hækkað, en það sé þó rangt að setja dæmið þannig upp að verið sé að hækka verð upplýsingaþjón- ustunnar um 200%. Hún segir lengd meðalsímtalsins við upplýsingar vera 36 sekúndur og það kosti nú 27,22 kr. Eftir hækkunina, sem tek- ur gildi 24. júlí nk., mun meðalsím- talið kosta 33,86 kr., svo hækkunin nemur 24,4%. „Og það er sú hækk- un sem notandinn finnur fyrir,“ seg- ir Hrefna. Tímagjald verður óbreytt, þ.e. 39,84 kr. á mínútu í 118 og 24,90 á mínútu í 114. Ekki er tek- ið sérstakt gjald fyrir upplýsingar sem fást í símaskránni á Netinu, heldur er einungis greitt fyrir inn- hringingar á Netið. Að sögn Hrefnu hefur verið tug- milljóna tap á þjónustu upplýsinga í 118 og 114 á undanfórnum árum, og breytingar nú eru liður í að mæta því tapi, þó að þær dugi engan veg- inn til. Hins vegar telur hún of snemmt að segja til um hvort hin mikla notkun símaskrárinnar á Net- inu nú á fyrstu vikunum sé hrein viðbót eða hvort hún muni draga úr hringingum í 118. Upplag Morgunblaðs- ins 53.198 eintök VIÐ skoðun á upplagi Morgun- blaðsins fyrri helming þessa árs, janúar til júní 1998, í sam- ræmi við reglur Upplagseftir- lits VÍ, var staðfest að meðal- talssala blaðsins á dag var 53.198 eintök. Sama tíma árið 1997 var meðaltalssalan 53.213 eintök á dag. Upplagseftirlit Verslunar- ráðsins annast einnig eftirlit og staðfestingu upplags prent- miðla fyrir útgefendur, sem óska eftir því og gangast undir eftirlitsskilmála. Trúnaðarmaður eftirlitsins er löggiltur endurskoðandi. Morgunblaðið er eina dag- blaðið sem nýtir sér þessa þjón- ustu nú. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is El Guerrouj segir ferilinn rétt að hefjast / B2 /eður setti svip sinn á breska meistaramótið í golfi / B4 Sérblöð í dag 16SÍDUR <1 rfttioftwnamim LESBé

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.