Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 9

Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 9 Fólk FORMAÐUR LFÍ og forseti LUX Europa. Gísli Jónsson t.v. tekur við af Pieter Walraven t.h. * Islendiiigur forseti Lux Europa Á STJÓRNARFUNDI Evrópsku ljóstæknisamtakanna LUX Europa, sem haldinn var í Reykjavík þann 26. júní s.l. tók Gísli Jónsson prófessor, formaður Ljóstæknifélags Islands, við sem forseti og mun gegna því næstu 4 árin. Gísli tók við af Hollendingn- um Pieter Walraven, sem verið hefur forseti s.l. 4 ár. Jafnframt tók Ólafur G. Guðmundsson augn- læknir, ritari Ljóstæknifélags Is- lands, við sem ritari LUX Europa. Gísli hefur átt sæti í stjórn samtakanna síðan 1994 en hann tók við af fyrrverandi foi-manni LFI, Agli Skúla Ingibergssyni verkfræðingi, sem nú á sæti í ráð- gjafanefnd LUX Europa. Ljós- tæknifélag Islands er einn af stofnaðilum LUX Europa. Ráðstefna í Reykjavík árið 2001 LUX Europa eru samtök fé- laga, stofnana og nefnda á sviði ljóstækni í löndum Evrópu og á hvert land rétt á aðild í gegnum eitt félag, stofnun eða nefnd. Samtökin halda ráðstefnur fjórða hvert ár í hinum mismunandi að- ildarlöndum. Síðasta ráðstefna var haldin í Amsterdam árið 1997 en sú næsta verður haldin í Reykjavík árið 2001. Yfírstjórn samtakanna er í höndum ráðs, sem skipað er einum fulltrúa, frá hverju aðildarlandi. Við kosningar hefur hver fulltrúi ráðsins eitt at- kvæði og hafa því fámennustu löndin eins og Island sama vægi og þau fjölmennustu. Ráðið kýs 10 manna stjórn LUX Europa sem fer með framkvæmdavald samtakanna og er forseti jafn- framt formaður hennar. Auk að- ildar í ráðinu á hvert aðildarland fulltrúa í svokallaðri ráðgjafa- nefnd, sem er stjórninni til að- stoðar og ráðgjafar. Fylgstu meö nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaösins www.mbl.is FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Veiði að glæðast ÖLFUSÁ hefur verið að gefa frá sextán og upp í nítján laxa á dag undanfarið, að sögn Ágúst- ar Morthens í Veiðisporti á Sel- fossi. Síðastliðinn miðvikudag voru menn að veiðum í Ölfusár- ósi og sáu þá vöðu af laxi ganga upp ána. Höfðu þeir aldrei séð þvflíkt áður og voru þó vanir veiðimenn. Veiðidagur fjölskyldunnar var haldinn á Selfossi síðastlið- inn sunnudag. Veitt var í Ölf- usá og gekk það mjög vel að sögn Ágústar. Sextíu stangir voru í vatninu þegar best lét og komu sex laxar á land, fimm sjóbirtingar og sá stærsti þeirra fimm pund. Daginn eft- ir fékk Bogi Karlsson úrsmið- ur sjö laxa, þann stærsta tutt- ugu pund. Ágúst segir Baugstaðarós liafa verið að gefa upp undir ellefu físka á dag undanfarið. Hann nefndi að Jón Gunnar Ottósson hefði verið drjúgur við veiðar þar og meðal annars fengið tólf punda sjóbirting og tíu punda lax. Reykjadalsá og Eyvindarlækur Laxveiði í Reykjadalsá og Eyvindarlæk í S-Þingeyjarsýslu er heldur farin að glæðast eftir þurrka og vatnsleysi það sem af er sumri, að sögn Ragnars Þorsteinssonar, formanns Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar. Hann segir vatn í ánni hafa heldur vaxið síðustu daga og þá hafi laxinn farið að ganga. GUNNAR Þorláksson fékk þennan fallega 10 punda lax f Magnúsarstreng í Sandá í Þis- tilfirði í hyrjun mánaðarins. Laxinn tók 18 gramma bláan Toby-spón. Þann 16. júlí voru komnir 18 laxar á land, sem er heldur skárra en undanfarin ár. Aðal- lega veiddist á svæði 2 og helst í Halldórshyl og við Stekkjarhól en lax hafði sést um alla á. Stöngum á vatna- svæðinu hefur verið fækkað og nú er einungis veitt að jafnaði á tvær stangir á dag. Nokkur silungsveiði er einnig í Reykjadalsá og Eyvindarlæk en hann er ekki skráður. Að sögn Ragnars má ætla að 5-10 silungar komi á stöng hvern veiðdag. Með íellihýsi eða pallhús í r Frábæru hollensku fellihýsin eru komin aftur. Nytt utlit. Algjor paradis! Við leik og störf. Pallhús frá Starcraft eru fyrir flestar gerðir pallbíla,- Sterk, með- færileg og verðið er mjög gott! Úrval af viðlegubúnaði s.s. ferðaklósett, gasvörur o.m.fl. Gísy JÓNSSON ehf Bíklshöfða 14,112 Reykjavík, sími 587 6644. Málið gegn eiganda Gallerís Borgar Neitar sak- argiftum PÉTUR Þór Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Gallerís Borgar, kvaðst saklaus af öllum þeim sakargiftum sem fram koma í ákæru ríkislögreglustjóra þegar málið, sem höfðað hefur verið gegn honum, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari, hefur fengið málið til meðferðar. Við þingfestingu málsins var ákær- an lesin upp og sakborningurinn spurður um afstöðu til hennar. Að öðru leyti var meðferð málsins frestað. Pétur er m.a. ákærður fyrir sölu falsaðra málverka. Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á: ► þök ► þaksvalir ► steyptar rennur ► ný og gömul hús - unnið við öll veðurskilyrði FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 Útsalan er hafin Opið virka daga 9—18, laugardaga 10—14. TBSS neðst við Dunhaga, sími 562 2230. Borðstofuborð ogstólar ntíH -Utofnnö munír Ljósakrónur íkonar FuII búð fágætra muna Anlík ininir, Klapparstíg 40, síni 552 7977. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir Lokað í dag og mánudag Útsalan hefst þriðjudag kl. 9.00. tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.