Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 11
FRÉTTIR
Vernd vörumerkis mismunandi á Evrópska efnahagssvæðinu
RÉTTARHALD í Evrópudómstólnum í Lúxemborg.
Hag neytenda betur
borgið utan ESB?
Evrópudómstóllinn kvað í vikunni upp
umdeildan dóm sem torveldar innfiutning
ódýrrar merkjavöru á hinn sameiginlega
markað. Dómurinn hefur ekki áhrif hér á
landi, að sögn Páls Þórhallssonar, vegna
þess að í desember síðastliðnum dæmdi
EFTA-dómstóllinn á þveröfugan veg.
Athyglisverðar spurningar vakna þá
hins vegar um réttareiningu á
Evrópska efnahagssvæðinu.
NIÐURSTÖÐU Evrópudómstóls-
ins í málinu Silhouette Inter-
national Schmied GmbH & Co. KG
gegn Hartlauer Handesges-
ellschaft GmbH, sem kunngjörð
var í fyrradag, hefur verið beðið
með eftirvæntingu vegna þess hve
mikil áhrif hún getur haft á hag
neytenda. Pað var Hæstiréttur
Austurríkis sem leitaði forúrskurð-
ar um skýringu á tilskipun ráðsins
89/104/EB um vörumerki. Fyrir-
tækið Silhouette Intemational
Schmied hafði krafíst lögbanns við
því að Hartlauer Handelsges-
ellschaft seldi í Austurríki ódýrar
Silhouette-gleraugnaumgjarðir
sem keyptar höfðu verið í Búlgar-
íu. Það er stefna Silhouette að
framleiða hágæðagleraugu í dýrari
kantinum og hafði fyrirtækið ekki
viljað að Hartlauer-keðjan dreifði
þeim því það gæti skaðað þessa
ímynd.
Hæstiréttur Austum'kis beindi
þeimi spurningu til dómstólsins
hvort skýra bæri 1. mgr. 7. gr.
fyrrgreindrar tilskipunar á þann
veg að í vemd vörumerkis fælist
rétturinn til að koma í veg fyrir að
þriðji aðili flytti vöm undir sama
merki inn frá ríki utan sáttmála-
svæðisins. Dómstóllinn svarar því
til að aðildarríkjunum sé óheimilt
að viðhalda í innanlandsrétti regl-
unni um svokallaða alþjóðlega
tæmingu réttarvemdar. Sú regla,
sem er meðal annars talin gilda í
norrænum rétti, felur í sér að um
leið og vara hefur verið sett á
markað, hvar sem er í heiminum,
með samþykki eiganda vömmerk-
is, geti hún gengið frjálslega kaup-
um og sölum milli landa án hans af-
skipta. Dómstóllinn einskorðar
gildi slíkrar reglu við sáttmála-
svæðið. Það gangi ekki að aðildar-
ríkin hafi svigrúm til mismunandi
reglna í þessu efni. Slíkt gæti getið
af sér viðskiptahindranir milli ríkja
innan svæðisins.
Hærra verð merkjavöru
Viðbrögð við þessari niðurstöðu
hafa verið mjög harkaleg. Hún er
talin geta leitt til hærra verðlags
merkjavöm því lögð er blessun yfir
markaðsstefnu framleiðenda sem
kjósa að viðhalda háu verði inni á
ESB-markaðnum en lægra verði á
öðram mörkuðum. Dómurinn hefur
hins vegar ekki áhrif á svokallaðan
samhliða innflutning innan ESB-
markaðssvæðisins. Afram verður
þvi hægt að flytja vöm óhindrað
milli ESB-ríkja án afskipta eig-
anda vöramerkis.
Sams konar mál
Fyrrgreind tilskipun var tekin
upp í EES-samninginn á gmnd-
velli 2. mgr. 65. gr. hans. Svo
merkilega vill til að hliðstætt mál
Silhouette-málinu kom fyrir
EFTA-dómstólinn síðastliðinn vet-
ur. Málavextir vora þeir að fyrir-
tækið Mag Instrament Inc. krafð-
ist þess fyrá' norskum héraðsdómi
í Fredrikstad að Califomia Trad-
ing Company yrði bannað að selja í
Noregi svokallaðar Maglite-luktir.
Luktirnar höfðu verið fluttar inn
frá Bandaríkjunum. Fyrirtækið
Viking International Products A/S
hefur einkaumboðssamning um
sölu vörannar í Noregi.
I ráðgefandi áliti frá 3. desember
1997 segir EFTA-dómstóllinn að
ekki liggi fyrir dómar Evrópudóm-
stólsins varðandi úrlausnarefnið,
þótt tekið sé fram að tvö mál bíði
þar úrlausnar (þ.e. Silhouette-mál-
ið og Wrangler Germany GmbH
gegn Metro Selbstbedienungs-
Grosshandel GmbH). Hins vegar
sé reglan um alþjóðlega tæmingu
vöramerkjaréttar í þágu frjálsra
viðskipta og samkeppni og þar með
í þágu neytenda. Miðað við dóma-
framkvæmd Evrópudómstólsins
fram að gildistöku EES-samnings-
ins verði ekki ályktað að aðildar-
ríkjunum sé skylt að hverfa frá
þessari reglu í þágu hagsmuna eig-
anda vöramerlds.
Auk þess er undirstrikað að
EES-samningurinn feli ekki í sér
tollabandalag heldur stofnun frí-
verslunarsvæðis. EES-samningur-
inn taki ekki til frjáls flæðis vöra
sem upprannin sé utan sáttmála-
svæðisins. Þess vegna sé það í valdi
EFTA-ríkjanna, löggjafarþing-
anna eða dómstólanna, að ákveða
hvort innleiða eigi eða viðhalda
reglunni um alþjóðlega tæmingu
réttarvemdar vöramerkja. Tekið
er skýrt fram að þessi skýring við-
komandi greinar fyrmefndrar tU-
skipunar sé í EES-samhengi.
Afleiðingin af þessum dómi er því
sú að í Noregi, á fslandi og í Li-
echtenstein ber ekki að túlka EES-
samninginn þannig að aðUdarríkjun-
um sé meinað að draga þau mörk
vörumerkjavemdar að hún fjari út
um leið og vara hefur verið sett á
markað með samþykki eiganda
vöramerkis hvar sem er í heiminum.
Ýmsar spurningar
í kjölfar þessara tveggja mis-
munandi dóma rísa fjölmargar at-
hyglisverðar spurningar. Kunnugir
segja að það sé algengt hér á landi
að stórverslanir flytji inn merkja-
vöra beint frá Bandaríkjunum og
Asíu og selji hana á lægra verði en
sérverslanir og sérstakir umboðs-
menn hér bjóði upp á. Þetta verður
sem sagt ekki stöðvað. En er hugs-
anlegt að ísland og Noregur vei'ði
stökkpaUur fyrir ódýra merkja-
vöra inn á ESB-markaðinn? Ekki
er gott að svara því. EFTA-dóm-
stóllinn undirstrikar að EES-
samningurinn tryggi ekki fijálst
flæði vöra sem upprunnin er utan
EES og réttareining sé því ekki
endilega nauðsynleg. Evrópudóm-
stóllinn segir hins vegar í sínum
dómi að réttarvernd vöramerkisins
fjari út um leið og varan er komin
inn á Evrópska efnahagssvæðið og
gefur þannig til kynna að sömu
reglur verði að gilda á öllu sátt-
málasvæðinu, þar með talið á ís-
landi og í Noregi.
Það má búast við því að teknar
verði upp samningaviðræður í kjöl-
farið milli Evrópusambandsins og
EFTA-ríkjanna þriggja til þess að
leysa úr þessum vanda sem upp er
kominn. Þær samningaviðræður
gætu reynst mjög erfiðar því túlk-
un Evrópudómstólsins kemur aug-
ljóslega niður á neytendum.
Norska ríkisstjórnin lagðist einnig
eindregið gegn slíkri túlkun vöra-
merkjatilskipunarinnar í málflutn-
ingi sínum fyrir EFTA-dómstóln-
um.
Það er ekki síður athyglisvert út
frá réttarpólitísku sjónarmiði að
Evrópudómstóllinn skuli ekki
fylgja EFTA-dómstólnum heldur
dæma á þveröfugan hátt. Niður-
staða í takt við dóm „litla bróður"
hefði girt fyrir fyrrgreind vanda-
mál og tryggt réttareiningu en hef-
ur væntanlega verið óviðunandi af
pólitískum ástæðum. Til að varpa
ljósi á hinn pólitíska bakgrann
málsins má benda á að ríki eins og
Bretland, Þýskaland, Frakkland
og Ítalía nýttu öll heimild til að
leggja orð í belg í málinu og mæltu
með túlkun eiganda vöramerkis í
vil. Svíþjóð var eina ríkið sem lagð-
ist gegn slíkri skýringu. Evrópu-
dómstóllinn sýnir hér hvar valdið
liggur. Framtíðin leiðir hins vegar í
ljós hvort EFTA-ríkjunum verður
stætt á því að standa vörð um neyt-
endavæna túlkun vöramerkjarétt-
arins. Það á einnig eftir að koma í
ljós að hve miklu leyti niðurstaða
þessi hafi þýðingu fyrir aðrar
greinar hugverkaréttarins eins og
einkaleyfarétt.
Umboðsmaður barna
svarar dómsmálaráðherra
Omakleg viðbrögð
við áliti um fanga
UMBOÐSMAÐUR bama, Þórhild-
ur Líndal, telur viðbrögð Þorsteins
Pálssonar dómsmálaráðherra gagn-
vart álitsgerð hennar um málefni
ungra fanga ómakleg. í máli ráð-
herrans í Morgunblaðinu í gær kom
fram að ólíkra vinnubragða gætti
hjá umboðsmanni Alþingis og um-
boðsmanni bama. Gætti umboðs-
maður Alþingis þess að bera um-
kvörtunarefni undir þá sem hlut
ættu að máli áður en álit væri látið
uppi.
„Mér finnst þetta ómakleg við-
brögð af hálfu ráðherra vegna þess
að ég tel mig starfa fullkomlega í
samræmi við ákvæði laga um um-
boðsmann barna. Mér ber ekki
skylda samkvæmt lögum að leita
umsagnar heldur segir beinlínis að
mitt hlutverk sé að eiga frumkvæði
að opinberri umræðu um málefni
barna. Þannig er starf umboðs-
manns bama ólíkt starfi umboðs-
manns Alþingis sem ber skv. lögum
að leita umsgagnar þess stjórnvalds
sem kvörtun beinist að áður en
hann gefur út álit sitt,“ segir Þór-
hildur.
Faglega staðið að verki
Jafnframt vill Þórhildur taka fram
að við undirbúning á fyrrgreindri
álitsgerð hafi verið mjög faglega
staðið að verki. „Við vinnslu skýrsl-
unnar var farið mjög ítarlega í alla
þá þætti sem tengjast málinu. Til
dæmis heimsótti ég Litla-Hraun og
Hegningarhúsið og sá með eigin
augum hvemig aðbúnaði ungra
fanga er háttað og ræddi við þá.
Einnig var farið yfir lög og mann-
réttindasáttmála og unnin upp úr
þeim mjög ítarleg álitsgerð þar sem
öll atriði eru rökstudd. í þessari
álitsgerð er ekki bara gagnrýni held-
ur era þama einnig tillögur til úr-
bóta. Alitsgerðina boðsendi ég ráð-
herra 9. júlí svo hann gæti kynnt sér
efni hennar og þann 14. júlí sendi ég
fjölmiðlum íréttatilkynningu þar
sem ég kynnti helstu niðurstöður en
mikið hafði verið spurt um þetta mál
hjá embættinu," sagði Þórhildur.
Þrír bændur í Borgarfírði sameinast um vélakaup
Stórbagga-
binding
á Hvítár-
völlum
ÞRÍR bændur í Borgarfirði hafa
sameinast um kaup á vélasam-
stæðum til að binda stórbagga,
bæði fyrir sjálfa sig og aðra sem
áhuga hafa á slíkri bindingu, í
stað rúllubagganna.
Bændumir Ólafur Davíðsson
Hvítárvöllum, Jón Blöndal Lang-
holti og Þórhallur Teitsson
Grímarsstöðum hafa keypt stór-
baggavél, 132 hestafla dráttar-
vél, pökkunarvél og múgavél
sem allar eru mun stórvirkari
og afkastameiri en aðrar sam-
bærilegar í héraðinu.
I þurrkinum 14. júlí vom þess-
ar vélar við bindingu á túninu á
Hvítárvöllum. Bundið var á fjög-
urra ha. vel sprottnu túnu og
tók verkið ekki nema 33 mínút-
ur og vom þá komnir 80 bagg-
ar, 250 kg hver. Múgavélin tók
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
STÓRBAGGAVÉLIN sem bændumir þrír hafa sameinast um kaup á.
rúmlega 7 m breiðan skára og
rakaði sérlega vel.
Síðan kom bindivélin, sópaði
múganum upp í sig á 10-15 km
hraða, en hún þarf aldrei að
stoppa á meðan bagginn er
bundinn, eins og gera þarf á
rúllubaggavél.
Við bestu aðstæður getur
þessi stórvirka vél bundið um
150 bagga á klst, sem er hey-
magn af 6-7 ha.