Morgunblaðið - 18.07.1998, Side 14
14 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Fjárfestingar fjármagnaðar með erlendum lánum hjá Auðlind hf.
Hluthafar ekki nægilega
upplýstir um áhættu?
HLUTABRÉFASJÓÐURINN
Auðlind hf., sem Kaupþing hf. hef-
ur umsjón með, hefur ólíkt flestum
öðrum, ef ekki öllum, íslenskum
hlutabréfasjóðum fjármagnað fjár-
festingar á innlendum verðbréfa-
markaði að einhverju leyti með er-
lendum lánum.
Að sögn Hreiðars Más Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra Kaup-
þings eignastýringar ehf., hefur
Auðlind fjármagnað verðbréfakaup
sjóðsins að töluverðu leyti með er-
lendum lánum í rúmt ár en fyrir
tveimur árum var á aðalfundi
sjóðsins veitt heimild til þess.
Að hans sögn eru lánin í svipuð-
um hlutfóllum og íslenska geng-
iskarfan er sett saman úr og hefur
lántakan verið afar hagstæð þar
sem vextir á lánunum hafa verið
lágir og íslenska krónan styrkst.
„Þannig var fjármagnskostnaður
Auðlindar einungis um 2% á síð-
asta ári. A sama tíma skiluðu fjár-
festingar sjóðsins umtalsvert meiri
ávöxtun.
Auðlind hefur fjárfest talsvert í
erlendum hlutabréfum og þannig
náð að lágmarka gengisáhættu
sína með þessari erlendu lántöku,"
segir Hreiðar Már.
Skiptar skoðanir
Að sögn Guðmundar Þórðarson-
ar, sjóðstjóra hjá Landsbréfum hf.,
hafa hlutabréfasjóðir Landsbréfa,
íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. og
Islenski fjársjóðurinn hf., heimild
til lántöku, erlendis sem innan-
lands, líkt og Hlutabréfasjóðurinn
Auðlind hf., en þeir nýta heimildina
eingöngu til kaupa á eigin bréfum
en ekki til fjárfestinga í verðbréf-
um.
Guðmundur segir að þegar
hlutabréfaverð hafi lækkað sé tölu-
vert um það að hluthafar í þessum
sjóðum séu að innleysa bréf sín og
þurfa hlutabréfasjóðimir að kaupa
þau bréf. „Þetta er eins og áður
sagði fjármagnað með láni og er
það gert til þess að sjóðurinn geti í
rólegheitum selt bréf úr sjóðnum
og fengið þannig sem best verð fyr-
ir þau.
Fjárfestar á íslenskum markaði
og önnur sjóðastjórnunarfyrirtæki
hafa ávallt talið Hlutabréfasjóðinn
Auðlind vera einn af þessum hefð-
bundnu hlutabréfasjóðum, en það
að sjóðurinn skuli vera að taka lán
til að fjármagna hlutabréfakaup
setur hann í allt annan flokk hluta-
bréfasjóða og er hann eini slíki á
íslandi," segir Guðmundur.
Reyna að
lágmarka sveiflur
Að hans sögn eru hefðbundnir
hlutabréfasjóðir með skilgreinda
áhættu og keppa þeir að því að
sveiflur í gengi sjóðanna séu sem
minnstar. „A Islandi em nokkrir
slíkir sjóðir, t.d. Hlutabréfasjóður-
inn hf., Islenski hlutabréfasjóður-
inn hf., Almenni hlutabréfasjóður-
inn hf., Hlutabréfasjóður Búnaðar-
bankans og Hlutabréfasjóður
Norðurlands svo að þeir helstu séu
nefndir. Fjárfestingarstefna þess-
ara sjóða er mjög svipuð, þ.e. rúm-
lega helmingur í innlendum hluta-
bréfum og hitt skiptist á milli er-
lendra bréfa og innlendra skulda-
bréfa. Eftir því sem ég best veit
hafa allir þessir sjóðir heimild til
lántöku, en nýta þessa heimild ein-
göngu til kaupa á eigin bréfum."
í lagi á meðan vel gengur
„Það verður því að segja að þess-
ir sjóðir em með mjög skilgreinda
áhættu, en auðvitað er alltaf ein-
hver áhætta fyrir hendi þegar
keypt er í slíkum sjóði og skiptir
því hluthafana miklu máli að sú
áhætta sé fyrirfram skilgreind og
ekki aukin án vitundar þeirra. Það
sem Auðlind gerir á síðasta ári er
að taka lán til verðbréfakaupa og
hagnast vemlega á því, en um leið
er verið að auka áhættu hluthaf-
anna til muna. A meðan vel gengur
er þetta allt gott og blessað en ef
þau bréf sem keypt em lækka
vemlega í verði getur sjóðurinn
tapað mun meiri fjármunum en
hann á í dag og það er auðvitað
spurning um hvort sjóðsfélagar
Auðlindar hafi verið upplýstir
nægjanlega um þá áhættu sem þeir
taka,“ segir Guðmundur Þórðar-
son, sjóðsstjóri hjá Landsbréfum
hf.
Hann segir að Landsbréf bjóði
sínum viðskiptavinum upp á að
fjárfesta í slíkum áhættusjóði, U.S.
Growth Strategies, sem er rekinn
af sjóðastýringarfyrirtækinu ACM
- Alliance Capital Management í
Lúxemborg. „Mjög góð ávöxtun
var hjá þeim sjóði síðastliðið ár og
var nafnávöxtun síðasta árs, miðað
við miðjan júlí á síðasta ári. til 15.
júlí í ár, 54,02% reiknað í Banda-
ríkjadölum hjá sjóðnum," segir
Guðmundur.
Baugur verð-
ur eigandi
Hagkaups,
Bónuss
og Nýkaups
ÁKVEÐIÐ hefur verið að nýtt
sameinað félag Hagkaups, Bónuss
og Nýkaups beri nafnið Baugur hf.
Baugur hf. hefur fram til þessa
verið nafn á innkaupa- og dreifing-
arfyrirtæki í eigu sömu aðila en
verður nú nafn móðurfélagsins.
Innkaupa- og dreifingarfyrirtækið
verður einnig sameinað móðurfé-
laginu og verður sérstakt svið inn-
an þess kallað Aðföng. Þetta kem-
ur fram í fréttatilkynningu frá
Baugi hf.
Stjórnarformaður Baugs hf. er
Óskar Magnússon. Jón Asgeir Jó-
hannesson er forstjóri og aðstoðar-
forstjóri er Tryggvi Jónsson. Lár-
us Óskarsson, sem verið hefur
framkvæmdastjóri innkaupafyrir-
tækisins Baugs, verður nú fram-
kvæmdastjóri aðfangasviðs eða Að-
fanga. Aðrir í stjórn Baugs hf. eru
Guðfinna Bjamadóttir, Hreinn
Loftsson, Jóhannes Jónsson og
Þorgeir Baldursson.
Höfuðstöðvar Baugs hf. eru til
bráðabirgða að Skútuvogi 13,
Reykjavík, en fyrir árslok munu
þær flytja í nýtt vöruhús sem er í
byggingu við Skútuvog 7. Skrif-
stofur Hagkaups eru nú sem fyrr í
Skeifunni 15, skrifstofur Bónuss í
Skútuvogi 13 og skrifstofur Ný-
kaups að Eiðistorgi 13, Seltjarnar-
nesi, segir í fréttatilkynningunni.
Pétur H. Blöndal vill að ríkisbankar verði seldir almenningi á hálfvirði
Hver landsmaður fái að kaupa
10.000 króna hlut á mánuði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STEINGRIMUR J. Sigfússon, Birgir Ármannsson og Pétur H. Blöndal voru framsögumenn á fundinum.
Á FUNDI sem Heimdallur, félag
ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, hélt um einkavæðingu ríkis-
bankanna, varpaði Pétur H. Blön-
dal alþingismaður fram þeirri hug-
mynd að selja þá „í áskrift". „Hug-
myndin er að hver Islendingur fái
að kaupa hlutabréf í Landsbankan-
um, Búnaðarbankanum og Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins fyrir
5.000 krónur á mánuði. Fyrir þá
upphæð fái hann hlutabréf sem séu
10.000 króna virði.“
Pétur vill að 60-75% af bönkun-
um verði seld á þennan máta, en af-
gangurinn á uppboði. „Gengið á
þeim hluta yrði mjög hátt, vegna
þess að með honum er valdaaðstað-
an. Hver 10% yrðu mjög mikils
virði ef eignaraðildin dreifðist á
hundruð þúsunda manna,“ sagði
Pétur. Hann sagði að hugsanlega
fengist meira fyrir bankana með
þessum hætti en ef þeir væru seldir
í einu lagi.
Að sölunni lokinni vill Pétur að
smærri hluthöfum verði gert auð-
veldara að sameinast, til að veita
hinum stærri aðhald. Þeim yrði
gert létt að mynda félag, þannig að
einn aðili gæti t.a.m. komið fram
fyrir hönd 20-30 þúsund hluthafa.
Samkvæmt hugmyndum Péturs
myndi hlutabréfaeignin verða
bundin í 2-3 ár, sem hann segir
vera nægilegt til að fólk venjist því
að eiga hlutabréfín. „Þarna myndu
mjög margir íslendingar eignast
hlut í atvinnulífinu og fara að hugsa
öðruvísi. Núna eiga 20-30 þúsund
manns hlut í hlutabréfum, en þar er
aðeins um hátekjufólk að ræða,
sem hefur borgað skatta og nýtir
sér skattaívilnanir með hlutabréfa-
kaupum. Fólk með lægri tekjur
borgar ekki skatta og hefur því
hingað til síður keypt hlut í fyrir-
tækjum."
Pétur segir að ef þrír fjórðu
hlutar þjóðarinnar myndu nýta
kaupmöguleikann, gæfi það ríkinu
um milljarð á mánuði, eða 12 millj-
arða á ári. „Þama yrði slegið harka-
lega á þensluna í þjóðfélaginu og af-
gangur á ríkissjóði aukinn. Skuldir
ríkissjóðs myndu lækka og þarmeð
erlendar skuldir þjóðarinnar, sem
að mínu mati eru nú hættulega
miklar." I
Vel rekin ríkisfyrirtæki
réttlætanleg
Annar framsögumaður á fundi
Heimdallar var Steingrímur J. Sig-
fússon alþingismaður. Hann lagði
áherslu á að þjóðin ætti einn við-
skiptabanka, en sagði að sér væri
ekkert sáluhjálparatriði að ríkið
ætti og ræki banka. „I mínum huga
er hins vegar ekkert við það að at-
huga að ríkið reki banka, ef það
gerir það vel. Þetta er í raun og
veru mitt almenna viðhorf til ríkis-
rekstrar og félagslegs rekstrar."
Hann tók þó fram að hann legði
ekki að jöfnu rekstur á bönkum og
rekstur á velferðarstofnunum eða
skólum. „Ég er almennt andvígur
einkarekstri í undirstöðustofnunum
í velferðarkerfinu, eins og t.a.m.
umönnunarstofnunum og skólum."
Steingrímur sagðist ekki vera
þeirrar skoðunar að ríkisrekstur
væri ávallt lélegri en einkarekstur.
„Að mínu viti er þetta upp og ofan í
báðum tilvikum. Ég þekki svo ótrú-
lega mörg dæmi um vel og illa rek-
in ríkisfyrirtæki og vel og illa rekin
einkafyrirtæki. Ég minni á að
nokkur „glæsilegustu" gjaldþrot
Islandssögunnar voru í einka-
rekstri."
Steingrímur sagðist ekki sjá
ástæðu fyrir því að ákvarðanir um
rekstur ríkisfyrirtækja gætu ekki
verið faglegar. „Ég hafna því. Það
er til dæmis engin afsökun fyrir því
að standa illa að málum við manna-
ráðningar í bankakerfinu, að ríkið
sé eigandi,“ sagði Steingrímur.
Rfkið er of umsvifamikið
Auk Péturs og Steingríms hélt
Birgir Ái-mannsson lögfræðingur
Verslunarráðs fi-amsöguræðu á
fundinum. Hann sagði að ótvírætt
væri þörf breytinga á íslenskum
fjármálamarkaði. „Umsvif ríkisins
eru allt of mikil. Ríkið á tvo af
þremur viðskiptabönkum og þar að
auki hinn nýstofnaða Fjárfesting-
arbanka atvinnulífsins. Ríkið á
einnig stóran hluta í þriðja við-
skiptabankanum, íslandsbanka og
sparisjóðirnir eru sjálfseignastofn-
anir að einhverju leyti í umsjá
sveitarfélaga. Með öðrum orðum er
það þannig að áhrif hins opinbera á
fjármálamarkaði eru yfirgnæfandi
og ég þekki ekki nein dæmi þess að
ríkið komi jafnvíða við í öðrum
löndum.“
Birgir sagði að sérfræðingar
hefðu bent á að íslenska fjármála-
kerfið einkenndist af lítilli skil-
virkni, háum kostnaði, lítilli fram-
leiðni og lakri upplýsingagjöf til
neytenda. Þá hefðu útlánatöp bank-
anna leitt til þess að vaxtamunur og
þjónustugjöld væru hæm en víðast
hvar annars staðar.
Birgir hélt fram að þessir nei-
kvæðu þættir stöfuðu af ríkis-
rekstrinum sem slíkum. Pólitísk,
ekki fagleg sjónarmið réðu ferðinni
og aðhald væri lítið.
Birgir sagðist halda því hiklaust
fram að einkavæðing væri lausn á
vandanum. Aðhald hluthafa væri
miklu virkara en stjómmálamanna.
„í raun má segja, að spurningin um
einkavæðingu ríkisbankanna sé
spurningin um það, hvort menn
telja æskilegt að ríkið hafi með
höndum atvinnurekstur og það at-
vinnurekstur í samkeppni við aðra
aðila. Ef menn telja að ríkisrekstur
eigi við í bankakerfinu, geta þeir
jafnframt haldið því fram að ríkið
eigi að reka fyrirtæki á öðrum mik-
ilvægum sviðum."
Að sögn Birgis er nú rétti tíminn
til að selja bankana, þar sem nú sé
hlutabréfamarkaður virkari en
nokkru sinni fyrr, efnahagsástand
sé betra og meira fjármagn sé í um-
ferð en áður, hlutafélagavæðingin
hefði auðveldað framkvæmdina og
nú sé reynsla komin á framkvæmd
einkavæðingar.
i
i
I
I
‘
fi
í
I
i
f
I
1
í
I
i
i
I
i
i