Morgunblaðið - 18.07.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 15
Eimskip kaupir 200
nýja frystigáma
500 millj-
óna króna
fjárfesting
á árinu
EIMSKIP hefur gengið frá samn-
ingum um kaup á 200 nýjum fjöru-
tíu feta frystigámum. Gámamir
eru frá suður-kóreska fyrirtækinu
Jindo, framleiddir í Kína en búnir
vélum frá Mitsubishi í Japan. Gám-
amir verða afhentir félaginu í
haust og bætast í flota 1.600 frysti-
gáma í rekstri Eimskip.
Samkvæmt fréttatilkynningu
uppfylla gámarnir ströngustu um-
hverfiskröfur, bæði með tilliti til
notkunar á kælimiðli og einangmn.
Eimskip var meðal fyrstu flutn-
ingafyrirtækja í Evrópu til að fjár-
festa í frystigámum með umhverf-
isvænum kælimiðli en þeir voru
fyrst framleiddir árið 1993.
Gámafloti Eimskips, bæði frysti-
gámar og þurrgámar, er alls 13.000
gámaeiningar en ein gámaeining
samsvarar 20 feta gámi.
Á þessu ári fjárfestir Eimskip í
tæplega eitt þúsund gámum eða
1.900 gámaeiningum fyrir alls um
500 milljónir króna sem e'r mesta
aukning í gámaflota félagsins á
einu ári.
I fréttinni segir ennfremur að
auk þeirra 200 frystigáma sem nú
hefur verið afráðið að kaupa, bæt-
ast í flotann á þessu ári 400 tuttugu
feta þurrgámar, 400 fjörutíu feta
þurrgámar og 150 fjörutíu feta
gaflgámar.
♦ ♦♦
Máttur hf. og
Stúdíó Ágústu
og Hrafns
sameinast
STARFSEMI heilsuræktarstöðv-
anna Máttar hf. og Stúdíó Ágústu
og Hrafns hefur verið sameinuð.
Samkvæmt fi-éttatilkynningu mun
rekstur stöðvanna verða með
óbreyttu sniði fyrst um sinn en í
haust er fyrirhugað að sameina
stöðvamar undir nýju nafni í nýj-
um húsakynnum. Framkvæmda-
stjórar fyrirtækisins verða Ágústa
Johnson og Hrafn Friðbjömsson.
Fleiri vilja aðild að
evrópskri kauphöll
London. Reuters.
RÁÐAGERÐUM Breta og Þjóð-
verja um sameiginlega evrópska
kauphöll hefur aukizt fylgi. Kaup-
höllin í Madrid er sú síðasta sem
hefur látið í ljós áhuga og kauphöll-
in í Brasel hefur lýst því yfir að
hún sé reiðubúin til viðræðna.
Kauphallimar í Amsterdam og
Mílanó hafa sagt að þær kunni að
ganga í bandalagið, sem miðar að
því að mynda sameiginlegan vett-
vang fyrir viðskipti með um 300 úr-
valsverðbréf þegar sameiginlegur
gjaldmiðill Evrópu verður tekinn
upp 1999.
Um leið telur danska kauphöllin
líklegt að samhæfa megi síðar fyr-
irhugaða samvinnu hennar og
kauphallarinnar í Stokkhólmi víð-
tækari Evrópumarkaði.
Hæstráðandi kauphallarinnar í
Madrid, Antonio Zoido, sagði
Reuters sjónvarpinu að Spánverjar
mundu kanna tengsl við fyrirætl-
unina, sem var kunngerð í síðustu
viku, en að þeir vildu fyrst fá nán-
ari upplýsingar um starfsemi sam-
evrópskrar kauphallar í einstökum
atriðum.
Kauphöllin í Madrid er sú fjórða
stærsta í Evrópu og skaut kaup-
höllinni í Mflanó nýlega aftur fyrir
sig.
Olivier Lefebvre, yfirmaður
belgísku kauphallarinnar, lét í ljós
áhuga á tengslum London/Frank-
furt og kvað Belga vilja kynna sér
þau með opnum huga.
Samstarfshópur
Talsmaður kauphallarinnar í
London sagði að stofnendurnir
mundu nú koma á laggimar sam-
starfshópi til að ákveða tengslin í
einstökum atriðum á næstu þrem-
ur til sex mánuðum.
Óvæntur
hagnaður hjá
Time Warner
New York. Reuters.
TIME Warner Inc. hefur skýrt frá
óvæntum hagnaði á öðram ársfjórð-
ungi og hafði sjóðstreymi aldrei
verið meira í kaplakerfum, útgáfu-
starfsemi og kvikmyndaveram fyr-
irtækisins.
Vegna góðrar afkomu fyrirtækis-
ins hafði verð hlutabréfa þess aldrei
verið hærra. Um miðjan dag hafði
það hækkað um 4,81 dollar í 96,06 í
kauphöllinni í New York. Hæst
komust bréfin í 96,44 dollara.
Jafnvel hin bágborna Wamer
tónlistardeild virðist hafa náð botni
og vera á batavegi að dómi sérfræð-
inga.
Fjölmiðla- og skemmtanarisinn
skilaði nettóhagnaði upp á 23 millj-
ónir dollara, eða 4 sent á hlutabréf,
samanborið við tap upp á 49 milljón-
ir dollara, eða 9 sent, á sama tíma í
fyrra.
Betri en búizt var við
Afkoman var betri en búizt hafði
verið við í Wall Street. Almennt
höfðu sérfræðingar gert ráð fyrir 4
senta tapi á hlutabréf að sögn First
Call, sem, fylgist með spám sér-
fræðinga.
Ég er mjög ánægður með met
okkar á öðrum ársfjórðungi og 17%
vöxt,“ sagði Gerald Levin forstjóri í
yfirlýsingu. „...Allt stefnir í annað
metár.“
Sérfræðingar töldu afkomuna at-
hyglisverða. ,jUlar deildir virðast á
réttri leið, eða betur á vegi staddar
en búizt hefur verið við,“ sagði einn
sérfræðinga Lehman Brothers.
*
*
i
*
Stærðir 50—100 mm
Lengd rúllu 50 m
Tilvalið þar sem ræsa
þarf fram land. Vara
sem vinnur með þér,
auðveld í meðhöndlun.
:
*
i
VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21, sími 533 2020
zzxirxizxr!,
Það er ótrúlegt hve miklu fortjald bætir við fellihýsið þitt eða hjólhýsið
og ef þér hefur einhvern tíman þótt bíllinn troðihn af farangri þá gleymist
sú tilfinning með farangurskassa á toppnum!
Munið úrval okkar af viðlegubúnaði s.s.
kælibox, ferðaklósett og gasvöru.
Fortjöldin frá Trio sem smellpassa á fellihýsi og hjólhýsi.
Verð aðeins frá kr. 19.900,-
Betra verð finnur þú ekki!
CÍSLJ JÓNSSONehf
Bíldshöfða 14,112 Reykjavík, sími 587 6644.
BOLURNAR BURT!
Nýir áhrifaríkir bóluplástrar;
- þurrka upp óhreinindi úr bólum
- háofnæmisprófaðir
- glærir og lítt áberandi
- gefa skjótan árangur
VICHY
• NORMADERM
PEAUX JEUNES A PROBLÉMES
FOR YOUNG PROBLEM SKIN
\
PATCH
EXPRESS
NOUVIAU/NEW
B»£VPri«K>SÍ
rATTNTS PtNOINC
SPÉCIAI BOUTONS
PASniltS AUUfSIVfS INVtSIBUS.
KK.-B ATKK'ATITM IOCAU ÍCSM tfAO
TRCATMf NT FOR SPOTS
ClfAR AOHlSlVt CATOttS
fORracijt AmiCAtiONOMOiirsxiN
mxAfítíctcuT
ACtNJ AM tAUCItí >6!tN
lARairormcwiMft
ANTUUCTtRtU ACINT
ASSfcCHE LES BOUTONS DES LA 1*" NUIT
DRIES SPOTS fROM DAY ONE
T£STÍ HYrOAlUKCtNlQUE • HYPOALURCf NIC
24
PATCHES COSMÉTlQUB
COSMETIC PATCHES
VICHYI
LABORATOIRES
HEILSULIND HÚÐARINNAR
Fæst eingöngu í apótekum
töppurUuvúútívUt
OAKLA’
8 manna tj;
Bluse stóíl
Ur áli,
léttur og sterkur.
Hágæðastóll.
aður 5.900
SERVERSLUN
FEROAFÓLKSINS
CÆ9I • VRVAL • corr VERÐ
@1QLAQER®I.N
Eyjaslóö 7 Reykjavík sími 511 2200
nnuö
DAL
4 manna tjald
4 dýnur
5 sm þy kkar
vandadar með
böniuliarakiæði
62.000
aður 80.200
S sm þykkar
vandaóar með
bómuilaráklæði
aður 53.000
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Veltvangur fólks í fasteignaleit
................. V& sa
.mbl.is/fasteignir