Morgunblaðið - 18.07.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 18.07.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998 UR VERINU Hráefnisverð á loðnu aldrei hærra Hátt í 2.000 krón- um hærra verð en á sama tíma í fyrra MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters BJÖRGUNARMAÐUR kannar bflageymslu undir hóteli sem skemmdist illa í jarðskjálftanum. Fjórir létu lífið í öflugum jarðskjálfta í Taiwan Chiayi. Reuters. HRÁEFNISVERÐ á loðnu er nú um 1.000 til 2.000 krónum hærra en það var á sama tíma í fyrra. Fram- leiðendur segja að þessa hækkun megi að einhverju leyti rekja til hærra afurðaverðs en verðið sé engu að síður of hátt. Talsmenn sjó- mannasamtakanna undrast að hátt í þúsund króna verðmunur sé á milli verksmiðja og segja greinilegt að gengið sé út frá mismunandi for- sendum í einhliða ákvörðunum um fískverð. Frá því að sumarvertíð á loðnu hófst hinn 20. júní sl. hafa verksmiðj- ur allt í kringum landið verið að borga á bilinu 7.000 til 8.000 krónur fyrir loðnutonnið og hefur verðið lík- lega aldrei verið hærra. Síðustu daga hefur verðið víða lækkað um 200 til 400 krónur. Á sama tíma á sumar- vertíðinni á síðasta ári var algengt verð fyrir loðnutonnið á bilinu 5.900 til 6.200 krónur. Þeh' framleiðendur sem Morgunblaðið ræddi við segja Þróunarsjóður sjávarútvegsins Búið að selja 24 af 62 bátum ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegs- ins hefur nú selt úr landi 24 af 62 bátum sem sjóðurinn hefur keypt eftir úreldingu. Að sögn Jóhönnu Halldórsdóttur hjá Þróunarsjóði hef- ur mikið borist af fyrirspurnum hvaðanæva að um bátana sem eru í eigu sjóðsins. Meðal þeirra báta sem seldir hafa verið upp á síðkastið eru fjórir bátar sem seldir voru í einu til sama kaup- anda á Grænlandi. Þá sagði Jóhanna að einn bátur hefði verið seldur norskum kaupanda sem ætlaði að nota hann til fiskveiða, en sá bátur fer til Noregs á næstunni. HÉR Á landi er nú staddur hópur svokallaðra útvatnara eða salt- fískseljenda frá Katalóníu á veg- um Union Isjandia S.A., dóttur- fyrirtækis SÍF hf. á Spáni. títvatn- ararnir eru hinir endanlegu selj- endur íslensks saltfísks í Kata- lóníu sem er sá markaður sem gerir hvað mestar kröfur hvað varðar gæði, þjónustu og stöðugt framboð afurða. að hækkun á hráefnisverði megi að mestu leyti rekja til hækkunar á mjöli og lýsi að undanfórnu. Gæðum hráefnisins hrakað Gunnþór Ingvarsson, verkefna- stjóri SR Mjöls, segir verð á loðnu nú of hátt miðað við gæði loðnunnar. „Við gáfum út verð í upphafi vertíð- arinnar þegar loðnan var að veiðast út af Norðurlandi. Það var góð loðna með tiltölulega háu fituinnihaldi og lýsisnýtingin því nokkuð góð. Við miðuðum okkar verð við það. Það veiddist hins vegar aldrei umtalsvert magn af þessari loðnu og að lokum hvarf hún alveg. Loðnan sem skipin eru að koma með að landi núna er mun lakari að gæðum og þess vegna er það verð sem nú er í boði of hátt, að okkar mati,“ segir Gunnþór. Verð á loðnu ákvarðað einhliða Benedikt Valsson, framkvæmda- stjóri Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands, segir loðnuverð í mörgum tilfellum alltof lágt og óeðli- lega mikill munur sé á verði á milli verksmiðja. Hann segir mismunandi verð gefa til kynna að menn gangi út frá mismunandi forsendum í einhliða ákvörðunum um verð. Verksmiðju- eigendur sem eru með útgerð á sín- um snærum ákvarði verð einhliða en sjómenn virðast hins vegar í mörg- um tilfellum ekkert hafa um það að segja. „Útgerðarmaðurinn og verk- smiðjueigandinn er í mörgum tilfell- um sami aðili. Þegar þannig háttar til geta verksmiðjurnar beint skipun- um inn til sín tii löndunar á því verði sem útgerðarmaðurinn ákvarðar ein- hliða út frá eigin forsendum," segir Benedikt. Benedikt segir að semja þurfi sér- staklega um loðnuverð, eins og aðrar tegundir samkvæmt kjarasamningi sjómanna og útvegsmanna. Á þessu sé mikil brotalöm þar sem slíkir samningar séu ekki fyrir hendi. Hann segist þeirrar skoðunar að 8-9 þúsund krónur fyrir loðnutonnið sé viðunandi verð en verð þar fyrir neð- an sé ekki sanngjamt. Hópurinn dvelur hér á landi í eina viku og mun hann meðal annars heimsækja íslenska fram- leiðendur, auk þess að skoða ýmsa áhugaverða staði, s.s. Gull- foss og Geysi, Bláa lónið, Jök- ulsárlón o.fl. Hópurinn mun m.a. heimsælga framleiðendur í Gr- indavík, Höfn í Homafírði, Dal- vík, Árskógströnd og á Ólafs- fírði. FJORIR létust og að minnsta kosti 22 slösuðust þegar öflugur jarð- skjálfti reið yfir Taiwan í gær. Skjálftinn átti upptök sín á strjálbýlu fjallasvæði á miðhluta eyjarinnar og mældist 6,2 á Richters-kvarða. Að sögn embætt- HOLLENZKA lögreglan rann- sakar nú barnaklámsmál sem gæti verið hið stærsta sinnar tegundar sem flett hefur verið ofan af. Hún er nú að skoða þúsundir ljós- mynda, sem geymdar eru á tölvu- diskum, í leit að vísbendingum um að ungböm hafi verið meðal fórn- arlamba barnaklámhrings sem dreifði myndum af misnotkun þeirra um alnetið. Hollenzkir fjölmiðlar vora í gær ósparir á gagnrýni á lögregluna, sem er sökuð um að hafa brugðizt seint við ábendingum um hvað væri á seyði. Fimmtán manna sérsveit hefur verið mynduð innan hollenzku lög- reglunnar til að fást við rannsókn málsins, sem ljóst virðist að teygi anga sína úr íbúð í bænum Zand- voort langt út fyrir landamæri Hollands. „Það sem við erum að fást við er meint dreifing barnakláms um al- netið,“ sagði talsmaður lögregl- unnar. „Rannsókn okkar á tölvu- efni hefur fram að þessu leitt í ljós fjölda mynda sem sýna mjög al- varlega kynferðislega misnotkun á börnum.“ Fyrstu gögnin í málinu fundust í íbúð manns nokkurs í Zandvoort fyrir mánuði. Eigandinn, 49 ára karlmaður, lét nýlega lífið á Ítalíu fyrir hendi annars barnaníðings, sem vildi þar með hindra að hinn fyrrnefndi léti verða af því að koma upp um hinn glæpsamlega félagsskap. Maðurinn átti tölvu- búð, sem talið er að hafi þjónað sem yfirvarp yfir klámstarfsem- ina. ismanna varð töluvert tjón á mann- virkjum og nokkur þorp urðu raf- magns- og símasambandslaus. Skriður sem féllu í kjölfar skjálft- ans eyðilögðu vegi, byggingar og brýr. Tíu ferðamenn, sem höfðu ásamt Myndum af mis- notkun ungbarna dreift um netið Samkvæmt frásögn Algemeen Dagblad, sem gefið er út í Rotter- dam, fékk lögreglan þegar í fyrra ábendingu um að maðurinn hefði barnaklám í fóram sínum. Er hún athugaði málið sýndi hann lög- reglunni „venjulegt“ fullorðins- klám, en í Hollandi er slíkt ekki ólöglegt. í júní sl. tók lögreglan síðan til handargagns tölvugögn og fleira úr íbúð mannsins, að beiðni aðstandenda hans eftir að hann hafði verið myrtur. Belgískur baráttuhópur gegn barnaklámi, sem kallar sig Mork- hoven-hópinn, segist einnig hafa verið í íbúðinni og komizt yfir mik- ið magn gagna, sem meðal annars sýni fram á tengsl klámhringsins við rán og smygl á börnum, sem nái langt austur í Evrópu. Enn hefur þó ekki fengizt stað- festing á fregnum þess efnis, að hvarf 12 ára drengs frá Berlín fyr- ir fimm árum tengdist málinu, en Morkhoven-hópurinn komst fyrst á slóð hollenzka klámhringsins er hann grennslaðist íyrir um afdrif drengsins. 90.000 tölvumyndir afhentar Talsmaður hópsins, Marcel Vervloesem, sagði að meðlimir hans myndu næsta mánudag halda á fund hollenzkra yfirvalda og afhenda þeim safn 90.000 tölvu- starfsliði lokast inni á fjallahóteli í Chiayi-héraði, vora fluttir á brott með þyrlu. Jarðskjálftar era tíðir á Taiwan en þeir valda sjaldnast miklum skaða. Yfir þrjú þúsund manns lét- ust þó í stórum skjálfta árið 1935. ljósmynda, sem sýni hryllilega misnotkun á börnum, og útdrætti úr 11.000 blaðsíðna gagnamöppu, þar sem meðal annars sé að finna sannanir fyrir barnasmygli. Gögnin sýndu að starfsemi hins glæpsamlega klámhrings næði til margra landa, þar á meðal Banda- ríkjanna, Tékklands, Þýzkalands og ísraels. Annars sæi heimsút- breiðsla alnetsins til þess að starf- semin næði til allra heimshorna. Eigandi íbúðarinnar í Zand- voort, þar sem gögnin fundust, mun skömmu íyrir dauða sinn hafa haft samband við Mork- hoven-hópinn og vísað honum á óhugnaðinn. Hann lét hópnum í té myndbandsspólur og tölvudiska, auk geymslukvittana og heimilis- fanga hjá aðilum sem tengdust klámhringnum í Rússlandi, Bandaríkjunum, Portúgal, Frakk- landi og í Belgíu. Hópurinn lét gögnin ekki beint í hendur lögregluyfirvalda, heldur kom upplýsingum um málið fyrst í fjölmiðla. Vísbendingar um að barnaníð- ingar um heim allan væru farnir að tengja sig saman í gegn um al- netið kallaði fram kröfur í Austur- ríki og Þýzkalandi um að harðari reglur yrðu settar um notkun netsins. Wolfgang Schússel, utan- ríkisráðherra Austurríkis, sem nú er í forsæti ráðherraráðs Evrópu- sambandsins, sagði að þörf væri á að grípa í taumana á evrópskum vettvangi. „Það er óþolandi að barnaklám vaxi, með alnetinu, í enn stærri og skelfilegri vídd,“ sagði hann. Morgunblaðið/GoUi KATALÓNSKU „útvatnararnir" skoðuðu meðal annars kæligeymslu SÍF í Hafnarfirði. Utvatnarar frá i í heimsókn Spáni Umfangsmikið barnaklámsmál í Hollandi Lögregla gagnrýnd fyrir sein viðbrögð Amsterdam. Reuters. I I [ í I 1 [ I I ! I l l I » í I ! [ I ! * (-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.