Morgunblaðið - 18.07.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 17
ERLENT
Reuters
Morðið hverrar krónu virði
Sýrlandsforseti ræðir við
forseta Frakklands í París
Segir tímamóta-
samkomuiag'
ekki í sjónmáli
París. Reuters.
Munir úr
Bond-
myndum
á uppboð
LEIKMUNIR úr James Bond-
myndum verða seldir á uppboði
hjá Christie’s í Lundúnum inn-
an skamms. Meðal þess sem
boðið verður upp eru forláta
bifreiðir og gullbyssan úr
myndinni Maðurinn með gylltu
byssuna. Christopher Lee, sem
lék þar illmennið, sýndi byss-
una í gær. Starfsmenn
Christie’s eiga von á því að líf
verði í tuskunum á uppboðinu
og þykjast vita að margir verði
um hituna, en þetta er í fyrsta
sinn sem leikmunir úr hinum
vinsælu Bond-myndum eru
boðnir upp. Njósnari 007 í þjón-
ustu hennar hátignar á 18 kvik-
myndir að baki en fyrst sást til
hans á hvíta tjaldinu árið 1962.
Umdeilt lyf
á markað
LYFJAEFTIRLIT Bandaríkj-
anna hefur leyft sölu lyfsins
thahdomide, sem bannað var ár-
ið 1962 vegna hrikalegra auka-
verkana sem því geta fylgt. Lyf-
ið, sem var m.a. gefið við morg-
unógleði, olli fæðingargöllum í
bömum. Sum böm fæddust al-
varlega vansköpuð, t.d. án út-
hma. Leyfið er veitt svo það
megi gefa holdsveikisjúklingum.
Læknum sem vísa á thalidomide
er gert að lúta ströngum reglum
Lyfjaeftirlitsins en andstæðing-
ar leyfisins telja hættu á að það
komist samt sem áður í almenna
umferð.
Jafnaðarmenn
með örugga
forystu
NIÐURSTÖÐUR nýrra skoð-
anakannana í Þýskalandi sýna
að Jafnaðarmannaflokkurinn
nýtur meira fylgis en Kristileg-
ir demókratar undir forystu
Helmuts Kohl kanslara. Sam-
kvæmt könnununum er fylgi
jafnaðarmanna 42% en fylgi
kristilegra demókrata 37%.
Frjálsir demókratar og Græn-
ingjar mælast með 5% fylgisins
hvor flokkur, en talið er líklegt
að jafnaðarmenn reyni að
mynda stjóm með þeim síðar-
nefndu að loknum kosningum
27. september næstkomandi.
Fjórir hand-
teknir í
Ballymoney
LÖGREGLAN á Norður-ír-
landi hefur handtekið fjóra
menn grunaða um aðild að
eldsprengjuárásinni í Bally-
money, segir í fréttaskeyti frá
AP. Alls eru þá sjö menn í haldi
vegna málsins. Þrír bræður
létu lífið í árásinni, níu, tíu og
ellefu ára gamlir. Móðir drengj-
anna er kaþólsk en bjó með
þeim í hverfi mótmælenda í
Ballymoney.
PATRIZIA Reggiani Gucci, fyrr-
verandi eiginkona ítalska tísku-
risans Maurizios Gucci sem var
myrtur árið 1995, sagði fyrir
rétti í Mílanó í gær að hún hefði
verið kúguð til að greiða 500
milljónir lfra (um 20 milljónir ís-
lenskra króna) fyrir morðið, en
að það hefði verið hverrar krónu
virði.
Patrizia, sem hefur verið upp-
nefnd „Svarta ekkjan", sést á
myndinni ráðfæra sig við lög-
mann sinn í réttarsalnum, um-
kringd öryggisvörðum. Hún bar
fyrir réttinum að vinkona sín,
spákonan Pina Auriemma, hefði
skipulagt morðið vitandi það að
intra
Skolvaskar
Intra skolvaskamir eru framleiddir
á vegg eða innfelldir í borð.
Stærðir:
48 x 38 x 19 cm
34 x 45 x 23 cm
hún óskaði Maurizio dauða, og
hefði síðan sent sér reikninginn.
„I fyrstu áleit ég mig fórnarlamb
fjárkúgunar, en svo sá ég björtu
hliðamar: þau framkvæmdu það
sem ég hafði alltaf óskað mér“,
sagði hún stilltum rómi við vitna-
leiðslur í málinu.
Ekkjan káta hefur viðurkennt
að hafa beðið nær alla sem hún
þekkti um að útvega sér leigu-
morðingja til að ráða eiginmann-
inn fyrrverandi af dögum, en hún
neitar því að hafa gefið beinar
skipanir þar að lútandi. Vinkon-
an hefur viðurkennt að hafa
skipulagt morðið, en segir Pat-
riziu hafa fyrirskipað það.
HAFEZ al-Assad, forseti Sýrlands,
sagði í gær eftir viðræður við
Jacques Chirac Frakklandsforseta í
París að Sýrlendingar tækju nýjum
tillögum Frakka um friðarviðræður
við ísraela með opnum huga en
bætti við að ekkert tímamótasam-
komulag væri í sjónmáli.
Assad var í fyrstu ferð sinni til
Vesturlanda í 22 ár og sagði að fund-
urinn með Chirac hefði verið mjög
gagnlegur. Frakkar væru að reyna
til þrautar að blása lífi i friðarum-
leitanimar en þær tilraunir hefðu
ekki enn borið tilætlaðan árangur.
Assad sagði að stjóm Sýrlands
myndi taka þátt í friðarumleitunum
„svo fremi sem þær em í samræmi
við grundvallarafstöðu hennar“ og
skírskotaði til kröfu Sýrlendinga
um að ísraelar afsöluðu sér Gólan-
hæðunum, sem þeir náðu á sitt vald
árið 1967.
Chirac og Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands, hafa hvatt til þess að
efnt verði til nýrrar ráðstefnu um
frið í Miðausturlöndum. Assad var
tregur til að fallast á þá tillögu en
gaf til kynna á blaðamannafundi að
Sýrlendingar léðu máls á slíkri ráð-
stefnu síðar „þegar réttar aðstæð-
ur“ hefðu skapast. Assad óttast að
ráðstefnan geri stjórn Israels kleift
að beina friðarviðræðunum frá
þeirri tilhögun að ísraelar láti land-
svæði af hendi til að tryggja frið við
araba.
Frakkar láti meira til sín taka
Assad vill að Frakkar og Evrópu-
sambandið láti friðarumleitanirnar
meira til sín taka til að knýja á ísra-
ela um að hefja samningaviðræður
að nýju og fallast á að afsala sér
landsvæðum.
Chirac áréttaði áð ekki væri hægt
að semja um frið í Miðausturlönd-
um án þátttöku Sýrlendinga.
Fréttaskýrendur sögðu að Assad
væri óánægður með að Bandaríkja-
menn hefðu ekki knúið Israela til að
fallast á að láta Gólan-hæðirnar af
hendi og hann hefði því ákveðið að
hefja nýja sókn með Frökkum og
Evrópusambandinu. Hann hyggst
einnig fara til Moskvu í haust.
Assad lagði áherslu á að aukin
þátttaka Evrópuríkjanna í friðar-
umleitunum ætti ekki að grafa und-
an stöðu Bandaríkjamanna, sem
hafa haft milligöngu um samninga-
viðræðumar.
Sakaðir um
mannréttindabrot
Franskir fjölmiðlar voru gagn-
rýnir á stjóm Sýrlands í umfjöllun
sinni um heimsóknina, birtu fréttir
um mannréttindabrot, pólitíska
fanga og ásakanir um að þýski
stríðsglæpamaðurinn Alois Branner
hefði fengið hæli í landinu. Bmnner
var aðstoðarmaður Adoifs Eich-
manns, eins af forystumönnum
þýskra nasista.
Assad sagði Chirac í gær að
Bmnner væri ekki í Sýrlandi en
franski forsetinn óskaði eftir því að
sýrlensk yfirvöld svömðu beiðni
fransks dómara um að málið yrði
rannsakað, að sögn talsmanns
Chiracs.
Mannréttindasamtök segja að
a.m.k. 2.000 pólitískir fangar séu í
Sýrlandi, þeirra á meðal margir Lí-
banir sem sýrlenskar hersveitir og
bandamenn þeirra hafa handtekið í
Líbanon. Sjö sýrlenskir blaðamenn
væm einnig í fangelsi og hefðu ver-
ið pyntaðir.
Til í svörtu, hvítu,
rauðu og brúnu.
Mjög áferðarfallegt og
auðvelt í uppsetningu.
Gott verð
20%
afsláttur
10 ára ábyrgð.
Öll blikk- og jámsmíói
Þakkantar - þaktúður -
þakstál - loftræstingar.
BLIKKSMIÐ|A GYLFA m.
Bíldshöfða HI ♦ 112 Rcykjavík ♦ Símí .'5674222
Fæst í bygoingavöruverslunum um land allt.