Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 18
18 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Japönsku forsætisráðherraefnin kynna stefnu sina
Skattalækkun og- upp-
stokkun í bankakerfinu
Reuters
KEIZO Obuchi, utanríkisráðherra Japans, sem gefið hefur kost á sér til
formennsku í Frjálslynda lýðræðisflokknum, ræðir við heilbrigðisráð-
herrann Junichiro Koizumi, sem búist er við að bjóði sig einnig fram.
Tókýó. Reuters.
HARÐUR slagur er í vændum um
forsætisráðherrastólinn í Japan en í
gær skýrðu tveir helstu keppinaut-
arnir frá þeim úrræðum, sem þeir
vilja grípa til í efnahagsmálunum. Þá
er líklegt, að þriðji maðurinn ákveði
að sækjast eftir embættinu.
Keizo Obuchi, utanríkisráðherra
Japans, tilkynnti um framboð sitt og
sagðist mundu gera allt sem í sínu
valdi stæði til að efla efnahagslífið í
Japan og allri Suðaustur-Asíu.
Kvaðst hann mundu frysta fyrirhug-
aðar umbætur í fjármálum ríkisins,
sem ætlað er að draga úr fjárlaga-
hallanum; lækka skatta á fyrirtæki
og einstaklinga um rúmlega 3.000
milljarða ísl. kr. og leggja fram
aukafjárlög upp á rúmlega 5.000
milljarða kr. á þessu ári til að fjörga
efnahagslífið.
Áherslan á bankana
Obuchi hafði hins vegar lítið að
segja um umbætur í bankakerfinu
en það er á brauðfótum vegna mik-
illa, tapaðra útlána og talið helsti
þröskuldurinn í vegi efnahagslegrar
viðreisnar. Obuchi hefur stuðning
stærstu fylkingarinnar innan Frjáls-
lynda lýðræðisflokksins.
Seiroku Kajiyama, sem er 72 ára
að aldri, staðfesti einnig, að hann
ætlaði að sækjast eftir leiðtogaemb-
ættinu í flokknum og þar með for-
sætisráðherraembættinu. Nýtur
hann stuðnings margra í fjármálalíf-
inu vegna róttækrar steftiu í efna-
hagsmálum og í gær kvaðst hann
mundu stokka upp í fjármála- og
bankakerfinu næði hann kjöri.
Vill hann, að allir bankar verði
skyldaðir til að leggja fé til hliðar
vegna tapaðra útlána og hann skor-
aði á bankamenn að greina frá öllum
útistandandi lánum, sem talin eru
glötuð, til að unnt sé að ákveða hvar
hið opinbera eigi að koma tO skjal-
anna. Þá sagðist hann mundu auka
lánveitingar hins opinbera til bank-
anna til að koma í veg fyrir lánsfjár-
skort. Einnig vOl hann lækka skatta
á fyrirtæki og einstaklinga en út-
skýrði það ekki frekar.
Talið er, að þriðji maðurinn, Jun-
ichiro Koizumi heObrigðisráðherra,
muni blanda sér í baráttuna en hann
nýtur fyrst og fremst stuðnings
„ungu“ mannanna í Frjálslynda lýð-
ræðisflokknum.
Obuchi reynslulítill
í efnahagsmálum
Obuchi er af flestum lýst sem
fremur litlausum manni og ekki með
mikla reynslu af efnahagsmálum en
þar gegnir öðru máli um Kajiyama.
Hann hefur verið hlynntur róttæk-
um umbótum í japönsku efnahags-
og fjármálalífi en samt er fullyrt, að
hann vOji, að ríkið hafi áfram alla
þræði í hendi sér, jafnt í efnahags-
sem samfélagsmálum. Koizumi er
einna kunnastur fyrir umdeOda tO-
lögu um að einkavæða póstþjónust-
una í landinu og einnig fyrir að vOja
draga verulega úr afskiptum rfldsins
af efnahagslífinu.
Mið-Austurlönd
Fundur
háttsettra
Jerúsalem. Reuters.
YITZHAK Mordechai, varnar-
málaráðherra Israels, mun eiga
fund með háttsettum palest-
ínskum embættismanni, Ma-
hmoud Abbas, á morgun, í því
augnamiði að koma friðarum-
leitunum af stað, að því er ísra-
elska varnarmálaráðuneytið
greindi frá í gær.
Fundurinn verður haldinn í
Tel Aviv og sagði fulltrúi ráðu-
neytisins í gær að hann kæmi í
kjölfar ófoimlegra viðræðna
Israela, Palestínumanna og
Bandaríkjamanna, en þeir síð-
asttöldu hafa haft frumkvæði
að sáttaumleitunum í deilu
hinna tveggja.
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins sagði að Mordechai
vænti þess að á fundinum
myndi nást sátt um grundvall-
aratriði sem friðarviðræður
gætu byggst á. „Mordechai tel-
ur að allir aðilar þurfi að sýna
sveigjanleika,“ sagði talsmað-
urinn
Holland
Tvennt í
haldi eftir
líkfund
HOLLENZKA lögreglan
greindi frá því í gær, að hún
hefði handtekið tvennt í tengsl-
um við fund fjögurra líka úti í
skógi utan við borgina Tilburg í
suðurhluta landsins.
Talsmaður lögreglunnar
sagði að lfldn, sem ætti eftir að
bera kennsl á, hefðu fundizt
eftir að nafnlaus ábending um
þau barst lögreglunni. 28 ára
kona búsett í TOburg og 37 ára
karlmaður frá nágrannabænum
Oisterwijk væru nú til yfir-
heyrslu vegna málsins.
Að svo komnu máli voru ekki
gefnar upp nánari upplýsingar
um líkin en að þau hefðu öll
verið af fullorðnum. Yfirgefinn
bíll fannst nálægt þeim, sem að
líkindum tOheyrði einum hinna
látnu.
Dúman hafnar mikilvægiim þáttum efnahagsáætlunar
Kíríjenko segir erfítt
tímabil framundan
. Moskvu. Reuters.
DÚMAN, neðri deild rússneska
þingsins, lauk í gær aukafundi sín-
um um efnahagsáætlun stjómarinn-
ar og fór í sumarleyfi eftir að hafa
hafnað eða breytt mUtílvægum þátt-
um þeirra aðgerða sem stjórnin tel-
ur nauðsynlegar tfl að afstýra efna-
hagshruni og tiyggja ný lán frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF).
Sergej Kíríjenko forsætisráðherra
varaði við því að erfiðir tímar væru
framundan fyrir Rússa þar sem þær
aðgerðir, sem dúman samþykkti,
dygðu ekki tfl að rétta efnahaginn
við.
Dúman hafnaði frumvörpum um
nokkra nýja skatta og Kíríjenko
sagði það valda mikilli efnahagslegri
óvissu í Rússlandi. Hann kvaðst
skilja að dúman vfldi hlífa Rússum
við skattahækkunum og sparnaðar-
aðgerðum í ríkisfjármálum en leyndi
ekki vonbrigðum sínum. „Það verða
engin kraftaverk," sagði hann. „Við
stöndum frammi fýrir því að næstu
tveir til þrír mánuðir verða mjög
erfiðir.“
Kíríjenko sagði að ákvarðanir
dúmunnar þýddu að tekjur ríkisins
og héraðsstjórna myndu aðeins
aukast um þriðjung þess sem stjórn-
in hafði stefnt að. „Ég get þess
vegna fullyrt að við getum ekki fyllt
upp í fjárlagagatið. Við ætlum að
reyna að gera það sem við getum
með reglugerðum og forsetatilskip-
unum.“
Forsætisráðherrann bætti við að
stjórnin kynni t.a.m. að gefa út
reglugerð um samræmdan virðis-
aukaskatt, sem dúman hafði hafnað.
Samkvæmt stjórnarskránni hefur
stjómin þó takmarkað vald til að
breyta sköttum.
Kíríjenko sagði að stjórnin myndi
óska eftir öðrum aukafundi í
dúmunni í byrjun næsta mánaðar.
Stjórnin hafði samið við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn um ný lán að and-
virði 22,6 milljarða dala en þau voru
að hluta skilyrt því að efnahagsáætl-
un stjórnarinnar yrði samþykkt á
þinginu. Kíríjenko var bjartsýnn á
að Rússar fengju lánin þrátt fyrir
ákvarðanir dúmunnar.
Líklegt er að samþykktir
dúmunnar valdi Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum vonbrigðum en ekki var
ljóst hvort þær fullnægðu skflyrðum
sjóðsins. Stjórn hans kemur saman í
Washington á mánudag til að taka
ákvörðun um fyrsta lánið, að and-
virði 5,6 milljarða dala. Anatolí
Tsjúbajs, samningamaður Rúss-
lands í viðræðunum við IMF, verður
á fundinum.
Evrópuþingið samþykkir ný ESB-lög
N eytendavernd
flugfarþega bætt
Brussel. Reuters.
EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær
áætlun, sem ætlað er að þvinga evr-
ópsk flugfélög til að greiða meira í
skaðabætur til flugfarþega, sem ekki
fá sæti vegna yfirbókana.
Meðlimir þingsins, sem eru kjörn-
ir beinni kosningu i öllum aðildar-
ríkjum Evrópusambandsins (ESB),
samþykktu ályktun sem ekki aðeins
studdi, heldur útfærði tillögu sem
framkvæmdastjóm ESB hafði lagt
fram um málið í ársbyrjun.
Flugfélög tíðka að yfirbóka flug til
að tryggja hámarkssætanýtingu, því
oftast mæta ekki nokkrir farþegar í
flug sem þeir eiga bókað sæti í.
Áætlunin þarf nú að hljóta sam-
þykki ráðherraráðs sambandsins,
skipað samgöngumálaráðherrum að-
ildarríkjanna, en kemur að því loknu
aftur til umfjöllunar í Evrópuþing-
inu, áður en hún getur gengið í gildi
sem ný ESB-lög.
Samkvæmt tillögu framkvæmda-
stjómarinnar eiga bætur til farþega
sem ekki fá að fara um borð í flugvél
sem þeir eiga bókað far með, hvort
sem um er að ræða leigu- eða áætl-
anaflug, að hækka úr 150 ECU (um
12.000 kr.) í 185 ECU (tæplega
15.000 kr.) fyrir flug að vegalengd
allt að 3.500 kílómetrum. Fyrir
EVRÓPA^
lengri ferðir eiga bæturnar að
hækka úr 300 í 370 ECU (tæplega
30.000 kr.).
Þingið samþykkti allnokkrar
breytingartOlögur við tOlöguna, þar
á meðal að skýrt verði kveðið á um
skyldu flugfélaga til að greina frá
þeim reglum sem gilda er farþegi
fær ekki aðgang að yfirbókuðu flugi,
á skýru og auðskiljanlegu máli.
Talsmaður brezkra íhaldsmanna á
þinginu, Anne Mclntosh, sagði að
löngu hefði verið orðið tímabært að
bæta neytendavernd flugfarþega.
„Flugfélög eiga ekki að komast upp
með að virða réttindi neytenda að
vettugi í því skyni að ná hámarks-
hagnaði og þessar nýju reglur munu
hindra misferli," sagði hún.
Níu farast
í flugslysi
í Erítreu
NÍU manns fómst í gær þegar
flutningaflugvél af gerðinni
Iljúshín IL-78 hrapaði nálægt
Asmara, höfuðborg Erítreu.
Flugvélin var í eigu ríkisflug-
félags í Úkraínu en fyrirtæki í
Búlgaríu hafði teldð hana á
leigu í febrúar. Vélin var á
leiðinni frá Svartahafsborginni
Burgas í Búlgaríu til Asmara.
Havel tilnefn-
ir Zeman
VACLAV Havel, forseti Tékk-
lands, samþykkti í gær afsagn-
arbeiðni bráðabirgðastjórnar
Josefs Tosovskys og tilnefndi
Milos Zeman, leiðtoga tékk-
neskra jafnaðannanna, næsta
forsætisráðherra. Forsetinn
bað stjórn Tosovskys að starfa
áfram þar til stjóm jafnaðar-
manna tekur við, en búist er
við að það verði á miðvikudag-
inn kemur.
Kúrdísk börn
snúa aftur
KÚRDÍSKI blaðamaðurinn
Mahmut Baksi kveðst hafa ör-
uggar heimildir fyrir því að 17
kúrdísku barnanna 35, sem
hurfu í Svíþjóð í byrjun júlí,
séu á leið aftur til Svíþjóðar.
Foreldrar barnanna 17 höfðu
lýst eftir þeim og búist er við
að hin börnin verði áfram í
Kúrdistan þar sem fjölskyldur
þeirra í Sviþjóð hafa ekki lýst
eftir þeim. Líklegt þykir að
börnin hafi farið til Kúrdistans
til að taka þátt í skæruhernaði
Kúrda gegn Tyrkjum.
Hjálparbeiðni
vegna flóða
ÓTTAST er að allt að 600
manns hafi látið lífið af völdum
flóða í Mið-Asíulýðveldinu Ús-
bekistan í vikunni sem leið.
Stjórnvöld í Úsbekistan hafa
óskað eftir aðstoð hjálpar-
stofnana vegna flóðanna.
Víkinganý-
lendur við
Miðjarðarhaf?
NORSKA dagblaðið Aften-
posten hefur eftir Svein Hal-
vorsen, lektor í Ósló, að fom
arabísk rit renni stoðum undir
þá kenningu að víldngar hafi
stofnað nýlendu á Kanaríeyj-
um. Spænskir og arabískir
annálar bendi einnig til þess að
víkingar hafi stofnað nýlendur
við strönd Portúgals og á
nokkrum stöðum við Miðjarð-
arhaf. Þeir hafi t.a.m. gert árás
á Sevilla á Spáni árið 844 á 108
skipum.
Stækkun
NATO flýtt?
ATLANTSHAFSBANDALA
GIÐ útilokar ekki að inngöngu
Póllands, Ungverjalands og
Tékklands í bandalagið verði
flýtt. Gert hefur verið ráð fyrir
því að löndin gangi formlega í
NATO á leiðtogafundi banda-
lagsins í Washington í aprfl.