Morgunblaðið - 18.07.1998, Side 25

Morgunblaðið - 18.07.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 25 Sannleikurinn í málinu UNDANFARIÐ hefi ég hallazt að því, að ég ætti að draga úr blaða- skrifum mínum, og dregur margt til þess. En seinustu dagana hafa geyst fram á víg- velli blaðanna menn, sem flutt hafa magnaðar lygar og blekkingar um mikilvæg mál. Ég á við kvótamálið. Mér ofbýð- ur að sjá að til skuli menn sem leggi nafn sitt við slíka iðju. Mikil verð- mæti eru í húfi - milj- arðar, hagsmunir alþýðu manna. En samt. Ann- ars vegar standa sægreifar með gjafafé sitt - ekki aflafé eins og Kveldúlfur og Alliance - hins vegar sjúklingai- og fátækt fólk. Skrif Bjarna Hafþórs Helgasonar eru ágætt dæmi. Hann kynnir sig sem framkvæmdastjóra Útvegs- mannafélags Norðurlands. Honum liggur hátt rómur. Hann er að vinna fyrir kaupinu sínu. Þarna liggja miklir hagsmunir - miklir peningar - en samt. Er allt leyfilegt, ef pen- ingar eru annars vegar? Allt heiðar- legt fólk þekkir svarið. Lýgur Bjarni? Já. Skoðum málið einu sinni enn. Hann segir: „Með orðinu gjafa- kvóti er gefið í skyn að útgerðin fái aflaheimildir ókeypis“ (leturbreyting mín). Honum finnst að það gleymist „hvað það kostar að sækja fiskinn“. Hann á við net, öngla, troll, skip, út> gerðarkostnað. (Morgunblaðið 10.7.). Þess vegna feli orðið „gjafakvóti" í sér blekkingu, sem er ætlað að æra upp tiltekna kennd i fólki. Hann meinar og segir öfund. Það þarf ótrú- lega kokhreysti til að senda almenn- ingi svona grófa lygi. Hvemig sem málinu er velkt: Gjöf er gjöf. Lögin um fiskveiðar takmarka það magn fisks sem veiða má. Þessi tak- mörkun er óhjákvæmileg. Oflun fisksins kostar peninga, segir Bjarni. Þar með talin veiðiheimildin, kvót- inn, öllum nema þeim sem rikisvald- ið úthlutar honum ókeypis. Útvaldir fá ókeypis hlut í aflanum, þeir sem fá kvótann gefins, hina dýrmætu veiðiheimild gefins. Hinir verða að kaupa hana vilji þeir komast á sjóinn til veiða. þetta skilja víst allir nema Bjarni - nema það liggi langtum ver í málinu; Bjarni fari með ósann- indi. Útgerðarmaðurinn sem fær gjafakvótann þarf ekki að sækja neinn fisk í hafið. Hann þarf ekki að stunda neina útgerð til þess að öðlast gróðann. Hann þarf ekki að kaupa þá möskva sem eru í netinu, öngla á línuna, enn síður ábót, troll eða veiðiskip. Hann þai’f aðeins Kvótinn heimilar hlut- deild í veiðunum, segir Benjamín H.J. Eiríksson, sem ríkis- valdið hefír takmarkað við tiltölulega lítinn hóp manna. að tala við þann næsta í biðröðinni, samdægurs, ef svo vill verkast, og selja honum gjafakvótann. Kvótasal- an nemur miljörðum króna árlega. Til þess að hirða þessa peninga þarf útgerðarmaðurinn alls ekki að bleyta neitt veiðarfæri sjálfur. Þessi við- skipti eru í fullum gangi allt árið svo að segja - í allra augsýn. Með kvótanum beitir ríliið valdi sínu tíl þess að takmarka aflann. Kvótinn er eins konar einokunartæki. Einokun skapar gróða þar sem hann var ekki áður. Eg hefi áður bent á Afengisverslun Ríkisins sem dæmi. Þjóðin er ekki grænni en svo að hún skilur þetta. Hún skilur að Bjami fer Benjamín H.J. Eiríksson ekkert val eiga um það hvers lenzk- ir lénsherrar okkar verða. Enda skiptir það kannski engu máli hvort ójafnaðarmenn eru íslenzkir eða út- lendir. Hvar ó hvar... Af málsvörum gjafakvótans er aðeins einn maður sem ver hann af sannfæringu að því er virðist og það er Raspútín Sjálfstæðisflokks- ins, Hannes Hólmsteinn. Ekki ætla ég að spá Davíð Oddssyni ör- lögum vesalings Nikulásar, en þó Sá flokkur sem einu sinni hélt því fram að sjálfs væri höndin holl- ust, segir Bárður Hall- dórsson, ætti að fara í endurhæfingu og læra þetta allt upp á nýtt. segir mér hugur um að keisara- veldi hans sé komið á fallanda fót og held ég að gott sjálfstæðisfólk ætti að fara að hugsa svolítið um það hvort það ætlar að fylgja hin- um nýja Raspútín inn í „myrka lögsögu" útgerðarmannanna svo maður vitni nú til höfuðskáldanna. Hann hefur líka lagt til að Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur sameinist sem er lang- skynsamlegasta sameiningartil- laga sem komið hefur fram síðan 1929. Hvað sem menn vilja segja um Hannes Hólmstein verður það ekki frá honum tekið að hann hef- ur verið helzti hugmyndafræðing- ur Sjálfstæðisflokksins. Hann á því mikinn þátt í að leiða þann flokk frá því að vera merkisberi frelsis og réttlætis í að verða helzta skálkaskjól sérhagsmuna og einokunar. Þess vegna er samein- ingartiliagan svona skynsamleg. Hann er því fjarri því að vera áhrifalaus í íslenzkum stjórnmál- um. Þeir sem hugmyndir fóstra og færa fram hafa oft mikil völd. En það er svo sem ekki þar fyrir að hugmyndafræðingar hafa verið misjafnir allt frá Rósenberg og Röhm til Raspútín s. En hvar eru allir einkaframtaks- mennirnir í iðnaðinum? Hvar eru hinir galvösku framkvæmdamenn? Hvar eru kaupmenn sem hafa komið upp góðum fyrirtækjum með búhyggindum, menn sem byrjuðu með tvær hendur tómar og börðust áfram til auðs? Hvar eru þeir góðu lýðræðissinnar sem einu sinni stigu á stokk og sóru frelsinu eiða? Hvert fóru þeir menn sem töldu frelsið og lýðræðið betra en smánarbrauð? Hvar er fólkið á íslandi sem hefði getað tekið undir með Benjamín Frank- lín og sagt: Þeir sem eru reiðubún- ir til að afsala sér frelsinu til þess að kaupa sér stundarfrið - verð- skulda hvorki frið né frelsi! Já, hvað varð um ílokk Ólafs og Bjarna? Einu sinni var þetta fólk í Sjálf- stæðisflokknum. Hvar eru nú hinir skapmiklu verjendur einkafram- taksins? Er ekkert orðið eftir nema geðlitlir gelgæar sem hafa þá hug- sjón eina að ganga um eins og þeir séu að koma út úr gamalli framtíð- arhrollvekju með carnegíprógram í hjartastað og ekkert í heilastað. Er virkilega svo komið fyrir því fólki sem eitt sinn fylkti sér undir fána ekki með rétt mál, þegar hann segir að útgerðin skapi gróðann án ráðstaf- ana ríkisvaldsins, þeirra ráðstafana sem heita kvóti, gjafakvóti. Kvótinn heimilar hlutdeild í veiðunum, sem ríkisvaldið hefir takmarkað við tiltölu- lega h'tinn hóp manna. Kostnaðurinn, sem Bjami býsnast yfir, er kostnaðurinn við öflun físks- ins, ekki kvótans, sem er gefins. Þetta er blekking hans. Hann ruglar saman öflun fisksins og öflun kvótans. Þetta rugl á að rugla lesendur hans. Nú er það svo, að útgerðarmaður- inn þarf ekki einu sinni að afla fisks- ins. Hann getur aflað gróðans án fisksins. - Allt sem hann þarf að gera er að selja kvótann. En hann getur líka aflað sér skriffinna, til þess að fegra þetta framferði í aug- um kjósendanna, því að allir heilvita menn hljóta að sjá, að svona fyrir- komulag getur ekki gengið til lengd- ar hjá upplýstri og frjálsri þjóð. Eft- ir næstu kosningar hlýtur fyrir- komulagið að hverfa, þrátt fyrir Steingrím J. Sigfússon og kompaní. Annars er best að tala varlega í þessu máli eins og fleirum. Málstað hinna útvöldu, þessara með gjafa- kvótann, gæti borist einhver óvænt- ur liðsauki. Einn slíkur er þegar kominn í leitirnar. Fyrh- mörgum áratugum las ég at- hyglisverða grein eftir amerískan kommúnistaforingja, sem hét Fis- her. Hann hafði orðið viðskila við fé- laga sína. Fisher skrifaði grein um það, hvernig hugsjónir dæju. Hann hélt því fram, að þær dæju í sveifl- um, stærri og stærri sveiflum, til „vinstri“, til „hægri“, til skiptis. Hann virtist sjá fyrir faðmlög Hitlers og Stalíns. I dag erum við öll vitni að því, að leifar gamla kommúnistaflokksins eru gengnar til Uðs við hina útvöldu, menn Bjarna Hafþórs, mennina með miljarðana, þessa með gjafakvótann. Vér gömlu mennirnir fáum að lokum að sjá allt gerast, einnig hið ótrúleg- asta. Vér sjáum í dag kommúnistana, þessa fáu sem enn halda dauðahaldi í kommúnismann, berjast í fremstu og heimtufrekustu liðsveit stórauð- valdsins. Otrúlegt en satt. Hvað seg- ir ekki Fisher: Sveiflurnar verða sí- fellt öfgafýllri til vinstri, til hægri, til vinstri, til hægri, lengra og lengra, þannig deyja hugsjónirnar. Höfundur er hagfræðingur og fv. hankastjóri. Ólafs og Bjarna og trúði því að frelsið væri öllu öðru verðmætara og að allir ættu að vera sjálfbjarga og allir ættu að hafa jafnan rétt til að bjarga sér, að það ætli nú að fara að lifa á gjafakvótum á öllum sviðum - og þiggja hann úr drif- hvítum höndum Þorsteins Pálsson- ar? Getur nú ekki einhver úr þess- um hópi stigið fram á sviðið - mér liggur við að segja - hvorum megin línunnar sem hann vill standa - þó ekki væri til annars en að leysa mann undan því að eiga orðastað við menn sem tala á hátíðisdegi sjómanna um að útgerðarmenn hafi sáð einhverju í sjóinn eða þá sem halda að þessi umræða snúist um að snúa út úr nöfnum samtaka og setja þau í stuðla. Að endingu þetta: Svona rétt til að eyða þessu eilífa tali um fórnir útgerðar- manna. Háðu útgerðannenn ein- hver landhelgisstríð? Hafa þeir kostað baráttuna fyrir landhelg- inni? Og svo þetta: Það er miklu betra fyrir lífeyrisþega að fá beint í hendur 67 þúsund krónur í leigu- tekjur fyrir aðgang að sameign þjóðarinnar heldur en að láta ein- hverja lífeyrissjóði sem þeir ráða engu um kaupa og selja bréf. Sá flokkur sem einu sinni hélt því fram að sjálfs væri höndin hollust ætti að fara í endurhæfingu og læra þetta allt upp á nýtt og flokksmennirnir ættu að fara að lesa sér svolítið til um rússneska sögu í aldarbyrjun því það er eina von þeirra til þess að þokunni svifi frá og þeir komi auga á ný á það að þeir sem eru tilbúnir að afsala sér frelsinu fyrir stundarfrið verð- skulda hvorki frið né frelsi! Höfundur er varafomi. Samtaka um þjóðm-eign. Dauðhræddir menn ÞORSTEINN Páls- sop, umboðsmaður LIU í sjávarútvegs- málum, þarf ekki langt að sækja draumsýn sína um Vestfirði sem sumarleyfisstað. Frá upphafi hefir umboðsmaður þessi jarmað sama sönginn, þegar brotið hefir ver- ið upp á lífsnauðsyn- legum breytingum á núverandi óskapnaði í fiskveiðistjóm: Það á að fara að leggja drápsklyfjaskatta á sjávarútveginn! Skatta, sem munu sliga atvinnu- greinina! Þorsteinn tekur dæmi af Básafelli á Isafirði í Morgunblað- inu sl. fimmtudag, og telur að til- lögur Sverris myndu hafa í fór með sér 250 milljóna króna aukaskatt- heimtu á fyrirtækið. Spurning: Hversu háa upphæð þyrfti Básafell að greiða, ef það ætti að kaupa þær veiðiheimildir, sem það hefir yfír að ráða? Og hverjum yrði greitt fyrir þær heimildir? Svar: Milljarða króna og gi-eiðsl- urnar myndu renna til þeirra, sem eru í náðinni og Kristján í LIU út- hlutar gjafakvóta og Þorsteinn Pálsson afgreiðir. Andvirði sam- eignar þjóðarinnar, sem gjafa- kvótamenn stinga í eigin vasa. Önnur spurning, sem Vestfirð- ingar skilja: Norðurtanginn á Isa- firði var seldur fyrir 550 milljónir króna. Hvað var selt? Hverjir fengu þær greiðslur? Svar: Söluvaran var eingöngu auðlind þjóðarinnar, sameign hennar að lögum. Þeir sem greiðsl- urnar fengu voru aðeins 5 - fimm - aðilar af 270 þúsund manna eig- endahópi. Þorsteinn Pálsson og hans nótar halda því fram að aðgangur að auð- lindinni verði að vera ókeypis ef fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að komast af. A sama tíma selja gjafa- kvótamenn öðrum í greininni að- gang fyrir ævintýralegar upphæðir. Eða leigja og hirða sjálfir allan af- rakstur af löglegri eign allra lands- manna. Allir þeir fjármunir, sem keypt er fyrir eða leigt, eru úr sjó dregnir. Fullyrðingin um að sjávar- útvegurinn sé ekki aflögufær um að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að auðlindum sjávar virðist þessvegna eingöngu eiga við þegar um það er að tefla að réttir eigendur hljóti af- raksturinn. Á hinn bóginn nógir peningar til handa lénsherrunum. Blessaður Einar minn Oddur ryðst fram á ritvöllinn í sama Morgunblaði og er mikið niðri íýrir sem vonlegt er. Greinilega sár og ákaflega móður. Hann er þingmaður Vest- firðinga og flaut inn á þing í síðustu kosning- um á því æruorði sínu og hins þingmannsins, Einars Guðfinnssonar, að þeir myndu aldrei styðja ríkisstjóm, sem Sverrir fylgdi óbreyttri stefnu Hermannsson í fiskveiðimálum. Svo vitað sé hafa þeir nafnar ekki einu sinni gert tilraun til að standa við orð sín. Eina afrekið þeirra á kjör- tímabilinu er að koma á stein- bítskvóta til bölvunar fyrir Vest- firðinga, enda engar vísindalegar Vestfirzkur sjávarút- vegur, segir Sverrir Hermannsson er í and- arslitrunum vegna kvótakerfis Þorsteins Pálssonar. röksemdir sem liggja til þeirrar ráðabreytni. Ur vöndu er því að ráða fyrir þá nafna og vandséð hvernig þeir ætla að ganga fyrir vestfirzka kjósendur í næstu kosningum og biðja um at- kvæði þeirra. Nú veit Einar Oddur jafnvel og aðrir, að til landauðnar horfir á Vestfjörðum undir núverandi kerfi. Hverjar eru þá hans tillögur til úr- bóta? Undanbragðalaust svar óskast. Það verður augljóslega ekki hrist fram úr erminni að ráða bót á því ófremdarástandi, sem núver- andi fiskveiðistjórnarkerfi hefir leitt okkur í. Margra ráða þarf efa- laust að neyta og ráðagerða við ófyrirséðum agnúum á fram- kvæmdinni. En í þeim efnum er vilji áreiðanlega allt sem þarf. Að lokum fýrirspum til vinar míns, Einars Odds: Hvernig lízt honum á tillögu mína um að gefa bátaflotanum óheft einkaleyfi til nýtingar miðanna innan 30 míln- anna í tvö ár, og nota tímann og reynsluna til frekari áforma? Höfundur er fv. bankastjóri. I steinprýði STANGARHYL7, SIMI 567 2777 fyrir steinsteypu. Léttir meöfærilegir viöhaldslitlir. Ávallt fyrirliggiandi. / Góð varahlutaþjónusta. Þ. ÞQBGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29. simi 38640 FYRIRLIG6JAHDI: GÖLFSLlPIVÉLIR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR STEYPUSftGIR - HRJERIVÉLftR - SA6AR6LÖB - Viiaiut (ramleiisla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.