Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 26

Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 26
26 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANÐI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AREIÐANLEIKI FJÖLMIÐLA IMorgunblaðinu í gær var skýrt frá niðurstöðum nýrrar könnunar, sem Gallup hefur gert um áreiðanleika fréttamiðla. Samkvæmt þessari könnun telja 83,4% þeirra, sem spurðir voru, að Morgunblaðið sé áreiðanleg- ur fjölmiðill. Athyglisvert er, að þeim hefur fjölgað veru- lega á einu ári, sem eru þessarar skoðunar. I sambæri- legri könnun, sem gerð var fyrir ári, töldu 78,4%, að Morgunblaðið væri áreiðanlegur fréttamiðill. í þessari könnun eins og öðrum, sem gerðar hafa verið um sambærilegt efni, kemur fram, að flestir telja, að rík- isfjölmiðlarnir séu áreiðanlegir fréttamiðlar. Ríkisútvarp- ið að mati 94,1% þeirra, sem spurðir voru, og ríkissjón- varpið að mati 93% þátttakenda í þessari könnun. Þessi munur á Morgunblaðinu og ríkisfjölmiðlunum kemur ekki á óvart. Fólk hefur ríka tilhneigingu til að líta svo á, að ríkisfjölmiðlarnir séu algerlega hlutlausir og hafnir yfír deilur og átök í þjóðfélaginu. Þeir lýsa heldur engum skoðunum á mönnum og málefnum. Morgunblaðið tekur hins vegar dag hvern afstöðu til þeirra mála, sem efst eru á baugi hverju sinni og lýsir skoðunum sínum, sem menn eru sammála eða ósammála eftir atvikum. Þegar horft er til þessa svo og hins að Morgunblaðið hefur í áratugi verið í miðju þjóðfélagsátaka, sem stund- um hafa verið gífurlega mikil og djúpstæð, er það ánægjulegur vitnisburður fyrir blaðið, að svo stór hluti þjóðarinnar skuli líta svo á, að blaðið sé áreiðanlegur fréttamiðill. Þetta er áreiðanlega m.a. árangur af þeirri miklu áherzlu, sem blaðið hefur um langt skeið lagt á að fara rétt með staðreyndir og biðjast óhikað afsökunar, ef um ranghermi er að ræða. Jafnframt hefur Morgunblaðið talið miklu skipta að blanda á engan hátt saman frétta- flutningi og skoðunum. Þær skoðanir, sem Morgunblaðið setur fram, birtast einvörðungu í ritstjórnargreinum, þ.e. í forystugreinum og Reykjavíkurbréfum, en þeim er aldrei blandað saman við fréttir blaðsins. Auk þessa má ætla að sú stefna blaðsins að vera opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti fólksins í landinu, og gildir þá einu hvar í flokki menn standa, eigi líka ríkan þátt í því að yfírgnæfandi meirihluti landsmanna lítur á blaðið sem áreiðanlegan fjölmiðil. Stundum reynir mjög á þolrifín í sambandi við birtingu greina eftir einstaklinga utan blaðsins. í nafni tjáningarfrelsis leitast Morgunblaðið hins vegar við að teygja sig eins langt og nokkur kostur er í mati á því hvað telst birtingarhæft. Um það verða menn aldrei sammála. Sumum finnst ritstjórn Morgun- blaðsins ganga of langt í þessum efnum, aðrir telja, að ekki sé nógu langt gengið. Kjarni málsins er þó sá, að almenningur á Islandi hefur sannfærzt um, að hvað sem líður stjórnmálaskoðunum eigi fólk greiðan aðgang að því að koma skoðunum sínum á framfæri á síðum Morgunblaðsins. Þessi opna blaða- mennska á áreiðanlega sinn þátt í því að tæplega 84% landsmanna líta á Morgunblaðið sem áreiðanlegan frétta- miðil. " ‘ ^*' , FERÐAMENN í heimsókn á Listasafni Islands gaumgæfa bækur um íslenska myndli Islenskur sumarkokk- teill að hætti listasafnanna f SAL abstrakt verka frá um 1950 1 menn m.a. verk eftir Finn Jói S I hinum stóru listasöfnum höfuðborgarinnar, -----------7------------------------------- Listasafni Islands og Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, hafa nú verið opnaðar sumarsýningar sem ætlað er að gefa nokkra mynd af þróun íslenskrar myndlistar með sýnishorni af verkum í eigu safnanna frá ýmsum tímabilum, allt frá lokum síðustu ald- ar til verka síðustu ára. Huldu Stefánsdótt- ur lék forvitni á að heyra álit safngesta á því sem þar ber fyrir augu. UMRÆÐUHÆTTIR Á ÍSLANDI Það er svo annað mál, að þeir sem taka þátt í opinber- um umræðum m.a. með skrifum í Morgunblaðið mættu gjarnan líta í eigin barm og spyrja sjálfa sig, hvort það þjóni málstað þeirra ekki betur að temja sér meiri hófsemd í orðum. Stóryrðin í aðsendum greinum og bréf- um til blaðsins hafa aukizt á seinni árum. Greinahöfundar ganga lengra en áður í gagnrýni og beinum árásum á nafngreinda einstaklinga. Er þetta nauðsynlegt? Getur fólk ekki skiptzt á skoð- unum á málefnalegan hátt án þess að hafa uppi gífuryrði og eitraðar athugasemdir um náungann? Auðvitað ná þeir mestum árangri, sem takast á við andstæðinga sína um málefni en ekki með persónulegu skítkasti. Þótt Morgunblaðið gangi langt í birtingu aðsendra greina í nafni tjáningarfrelsis er það vissulega ósk rit- stjórnar blaðsins að greinahöfundar gæti meira hófs í orðum en þeir hafa gert um skeið. HVAÐ þýðir þetta „án tit- ils“? spyr finnsk ferða- kona blaðamann þar sem hún situr ásamt vinkonu sinni fyrir framan einn sýningarsal- inn í Listasafni íslands. „Þetta stendur svo víða við verkin.“ Og Eila Pikás og Kyllikki Matikainen eru sammála um að merkingamar við verkin mættu líka vera á ensku. Þar sem þær sátu og tuggðu karamellur sér til hressingar veltu þær fyrir sér öllum þessum titillausu verkum á efri hæð safnsins - komust að þeirri niðurstöðu að þau væru helst til of framúrstefnuleg fyrir þeirra smekk. „En 10 daga dvöl okkar á Islandi hefur í einu orði sagt verið stórkost- leg. Þetta er fallegt land eins og landslagsmálverkin gömlu endur- spegla en það eru tvímælalaust þau verk hér á sýningunni sem höfða mest til okkar,“ sagði Kyllikki. Þeir gestir sem rætt var við í heimsókn á sumarsýningu Lista- safns íslands virtust allir á sama máli og þær fínnsku. „Það gefur landslagssýn íslenskra listmálara enn meira vægi að hafa ferðast um landið og upplifað mótíf þeirra með eigin augum,“ segir Jane Connell frá Englandi. „Svona er Island,“ bætir hún við og bendir á málverk Kjar- vals af Mosa við Vífilsfell. Safnið leitast þó við að gefa heilsteyptari mynd af íslenskri myndlistarsögu en svo að sýna einungis verk frumherj- anna. Sýningunni er skipt niður í fjögur tímabil og í fyrsta salnum er að finna dæmi um náttúrurómantík málara sem lögðu grunninn að ís- lenskri landslagshefð, eins og Þórar- inn B. Þorláksson, Ásgrímur Jóns- son, Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval, Júlíana Sveinsdóttir, til ljóðræns raunsæis Gunnlaugs Blön- dals, Gunnlaugs Scheving og Snorra Arinbjamar ásamt áhrifum ex- pressíónismans, ekki síst í verkum Finns Jónssonar. Þó að málverkið MEÐAL þess sem er að fínna á sýnii tugnum er skipi stóran sess á sýningunni þá eru þar einnig höggmyndir, m.a. eft- ir Einar Jónsson, Nínu Sæmundsson og Ásmund Sveinsson sem leiðir gesti fram til abstraktlistar ásamt Gerði Helgadóttur og Sigurjóni Ólafssyni, og óumdeilanlegum for- vígismanni stefnunnar hér á landi Svavari Guðnasyni. Frá fulltrúum geómetríunnar, Þorvaldi Skúlasyni og Karli Kvaran snúast áherslur til hins ljóðræna abstrakts í verkum Guðmundu Andrésdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannesar Jóhann- essonar og Kristjáns Guðmundsson- ar. „Ég hafði satt best að segja ekki gert mér grein fyrir hvað við eigum mikið af stórgóðum myndlistar- mönnum," segir Sjöfn Lárusdóttir sem hefur búið í Danmörku frá 18 ára aldri og var sér lítt meðvitandi um íslenska listasögu þar til nú að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.