Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 30
- . 30 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
Pissað upp
í vindinn
/
Halda Islendingar e.t.v. að bannað sé
að eiga afgang? Hagfræðikenningin úr
hinni helgu bók er enn í fullu gildi: að
nýta beri góðu árin til þess að safna í
sarpinn til þeirra mögru.
Stundum var haft á orði
þar sem ég var í sveit
drengur að verkfræð-
ingar pissuðu upp í
vindinn; ekki vegna
haturs á þeirri tilteknu stétt
manna, heldur var ástæðan sú,
ef ég skildi rétt, að bændumir
töldu fólk sem alla sína visku
hafði af bóknámi ef til vill ekki
svo hyggið, þegar öllu var á
botninn hvolft (og einhverra
hluta vegna urðu verkfræðing-
arnir fyrir valinu). Það pissaði
því upp í vindinn - en allir ættu
að gera sér grein fyrir því hvaða
afleiðingar það hefur.
Halda mætti
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
að íslenska
þjóðin væri
verkfræði-
menntuð í fjár-
málum. Við-
skiptahalli þjóðarinnar stefnir í
24 milljarða á þessu ári, skv.
fréttum, þrátt fyrir mikla efna-
hagslega velgengni. Eða - og
það er líklega mergurinn máls-
ins - vegna efnahagslegrar vel-
gengni. Svo fer sem sagt líklega
að Islendingar kaupi vörur frá
útlöndum fyrir 24 milljörðum
króna meira en þeir selja úr
landi. Það eru tveir milljarðar á
mánuði að meðaltali. Við virð-
umst nefnilega vilja eyða öllu
okkar fé um leið og þess hefur
verið aflað. Þetta er raunar ekki
alveg sannleikanum samkvæmt;
stundum jafnvel áður en því hef-
ur verið aflað. Eg man ekki bet-
ur en eitt árið, að minnsta kosti,
um leið og auknum þorskafla
var spáð, hafi flestar sólarlanda-
ferðir selst upp, sölumenn nýrra
bíla setið með sveitta skalla við
að taka niður pantanir og þar
fram eftir götunum.
Líklega er ekki hægt að fetta
fingur út í það þó fólk eyði pen-
ingum sem fyrir hendi eru.
Skynsamlegra hlýtur þó að vera
að halda einhverju til haga -
„eyða í spamað," eins og segir í
auglýsingunni - þar til harðnar
á dalnum, sem alltaf virðist ger-
ast annað veifið, í stað þess að
auka ætíð neysluna þegar færi
gefst.
Það hljómar eins og gömul
lumma þegar stjómmálamenn
tala um að lækka beri erlendar
skuldir en þetta er ekki í gríni
sagt, og mun nota bene hafa
tekist í örlitlum mæli síðustu
misseri. Það dugar hins vegar
skammt þó þeir sem kosnir em
til að stjóma landinu tali á þess-
um nótum ef fólkið hagar sér
alltaf eins. Islenska þjóðin er
með eindæmum dugleg að
styðja við bakið á þeim sem eiga
um sárt að binda, það hefur
margoft sýnt sig í landssöfnun-
um af hinu og þessu taginu -
það má hún eiga - en ekki nær
nokkurri átt að fólk haldi stans-
laust áfram að safna handa kom-
andi kynslóðum. Altso, skuldum.
Fjármálaráðherrann getur auð-
vitað ekki bannað fólki að
bmðla; það verður að átta sig
sjálft á því að það hagar sér ekki
skynsamlega. Góð vísa er hins
vegar aldrei of oft kveðin og
landsfeðumir gera rétt með því
að bjóða áfram upp á lummuna
gömlu. En þá verða þeir sjálfir
og allir á þeirra vegum vitaskuld
að vera til fyrirmyndar. Miðað
við fréttir og umræður síðustu
vikna virðist sem einhvers stað-
ar í kerfinu megi draga saman
seglin, spara krónu eða tvær.
Það er stundum erfitt að vera
fátækur, en getur verið fólki
hollt. Þjóð sem færðist jafn
hratt inn í nútímann og okkar
virðist ekki enn kunna að eiga
peninga. Henni liggur svo á að
eyða þeim; eignast allt sem er í
boði. Ekki ætla ég að halda því
fram að gott sé að vera fátækur,
en ég þekki fólk sem hefur lært
af því. Lært að umgangast pen-
inga.
Ekki veit ég hvort Islending-
ar em einir um að bmðla svo í
jólainnkaupum að raðgreiðslum
er varla lokið fyrr en nánast er
komið að næstu jólum? Eða
halda í sumarfrí í útlenda sól og
þeim raðgreiðslum lýkur ekki
fyrr en að nokkmm ámm liðn-
um? Einir eða ekki einir, skiptir
ekki máli, en gáfulegt er það
ekki. Og kaupæði íslendinga er
þekkt víða um lönd; kaupmenn
brosa hvarvetna sínu breiðasta
þegar landinn mætir. Það kostar
nefnilega ekkert að versla með
krítarkorti. Ekki fyrr en seinna.
Eitt er að vera nirfíll, annað
að vera skynsamur. Ætli fólki
liði nokkuð verr þó það sparaði
eitthvað örlítið við sig jólagjaf-
imar í svo sem eitt, tvö ár eða
jafnvel lengur? Þetta minnir á
manninn sem færði tengdamóð-
ur sinni tugi kílóa af svampi í
jólagjöf. Hvers vegna? Nú,
vegna þess að hann fékk svamp-
inn á svo góðum kjömm! Nema
hvað.
Halda Islendingar e.t.v. að
bannað sé að eiga afgang? Hag-
fræðikenningin úr hinni helgu
bók er enn í fullu gildi: að nýta
beri góðu árin til þess að safna í
sarpinn til þeirra mögm. Þetta
er hins vegar nokkuð sem allt of
fáir íslendingar virðast muna
eftir. Sá sem hér ýtir á takka
tölvuborðsins hefur aldrei lagt
stund á hagfræði, en það nám á
ekki að vera fólki nauðsynlegt til
að lifa af. Hafa ber í huga einfalt
atriði til að lifa af: að eyða ekki
fleiri krónum en aflað er. Eg
veit að það getur verið, og er,
erfitt á Islandi þar sem verð á
ýmsum hlutum er því miður enn
fáránlega hátt og laun margra
allt of lág. Og það er heldur
varla láglaunafólkið, a.m.k. ekki
nema í litlum mæli og af veikum
mætti, sem vinnur nú að því
hörðum höndum að steypa þjóð-
inni í skuld upp á tvo milljarða
við útlönd á mánuði hverjum!
Ef ekki er hægt að spara,
greiða skuldir sínar og safna
jafnvel í sarpinn í góðæri,
hvenær þá? Er gáfulegt að
halda áfram að safna skuldum
og færa börnum okkur í vöggu-
gjöf?
Vitur maður pissar ekki upp í
vindinn, en enn síður er stór-
mannlegt að víkja sér snöggt
undan og láta bununa lenda á
barni sínu.
ISLANDSGLIMAN1998
(BELTISGLÍMAN)
, IÞROTTAHUS Kennaraháskóla
Islands hýsti þessa keppni um
Grettisbeltið, en sú fyrsta var háð
á Akureyri 1906. Glímulög eða
reglur höfðu verið samdar um
Grettisbeltið, sem
Glímufélagið Grettir á
Akureyri hafði látið
gera og birta. Þær voru
ekkki prentaðar fyrr
en 1907. Þegar við
framkvæmd fyrstu Is-
landsglímunnar komu
fram óánægjuraddir
t.d. sú ákafasta að
viðureign var látin
hefjast úr kyrrstöðu
það er að segja strax
hafin glíma en ekld
stigin glímustígandi áð-
ur en merki var gefið
til sóknar bragða. Þá
var ekki síður deilt
meðan glímd var þriðja
Islandsglíman svo að fáir luku
keppninni og ennþá hærra var rif-
ist í blöðum að mótinu loknu. Þessi
átök breyttu ýmsu í „reglugjörð"
um Islandsbeltið. Meðal annars var
þessu ákvæði bætt inní: „Þegar
keppendur taka saman skulu þeir
hreyfa sig léttilega, en bregða
mega þeir ekki, íyr en dómnefnd
gefur merki.“ Samkvæmt þessu
ákvæði glímt, t.d. á Akureyri, í
Reykjavík og um allt land til 1916
að því best er vitað, enda um gamla
glímuvenju að ræða.
Eigi er vitað af hverju stjórn
ÍSÍ, 1913 og 1916 ákvað upphaf
glímu þannig: „Ekki skulu keppi-
nautar beitast brögðum fyr en
dómnefnd gefur þeim merki til at-
göngu.“ Skilja má það á þann veg
að ekki væri bannað að stíga en hér
var raunin sú, að viðfangsmenn
stóðu í kyrrstöðu og biðu merkis
dómnefndar. Akvörðun þessi mun
að líkindum eiga rætur í glímu-
fræðum Jóhannesar Jósefssonaar
1908 og að viðbrögð í keppni nú-
tíma íþrótta voru úr kyrrstöðu.
Undravert hve gömul glímuvenja
tekur snarlegri breytinu. Af þessu
kyrrstöðuákvæði er tekinn allur
vafi með ákvæðum í glímulögum
ÍSÍ 1928.
Arið 1951 tókst loks að ná fram
miklivægum breytingum á glímu-
lögum. Meðal þeirra, að kveðið var
á um glímustígandi við upphaf
virðureigna og milli þess að brögð
voru sótt. Náðist þetta fyrir blaða-
skrif og umræður, þar sem álit
Suður-þingeyinga til að mynda
Péturs Sigfússona frá Halldórs-
stöðum vó þungt.
I 2. útg. kennslubókar í glímu
1968 var glímustígandin skýrð með
teikningum, ljósmyndum og lýsing-
um. Höfundarnir 5 höfðu æft, sýnt,
keppt og kennt glímu í 5 áratugi
allt frá 1908 einn þeirra. Þeir
eyddu ærnum tíma í rannsókn á
stígandinni áður en þeir birtu nið-
urstöður í bókinni. Lýsingar um
glímustígandina hefir aldrei verið
kveðið á um í glímulögum. Hið
mesta að hún skyldi vera hring-
hreyfing sólarsinnis.
Eg tók 1978 að meta stígandi
keppenda í % jafnframt því sem ég
taldi brögð sem viðureignir unnust
á. Tökum 4 dæmi:
Þorsteinn
Einarsson
andi 25/100; lágbrögð 20 (55,6%);
hábrögð 9 (25,0%). Versnandi stíg-
andi. Fjölgandi lágbrögð sigur-
brögð. Eg tel þessa breytingu að
kenna lakari glímustígandi,. Hún
hafi leitt af sér aukna
sókn lágbragða og af
þeim í vaxandi mæh ut-
anfótarhælkróka.
Breytingin felst í að
stigið er aftur eða
fram, til hhða, hoppað
til hliða en hiinghreyf-
ing réttsælis er nær
hverfandi nema í upp-
hafi. Rétt stígandi veit-
ir aðstöðu til sóknar
allra bragða en stig aft-
ur eða fram auðveldar
ásteytingu lágbragða
og þá ekki síst utanfót-
ar. Einnig eins og
glöggt bar við augum
að sækjandi, vegna
vöntunar á snúningi eða sveiflu,
náði viðfangsmanni að lærhnútu og
þar hékk hann eins og baggi á
klakki. Jón Birgir Valsson varð
fyrir þessu 13 sinnum hjá 3 kepp-
endum, Olafur Helgi 5 sinnum við
einn andstæðing. Glímustígandma
þarf að taka tökum með æfingum
og skilgreiningum, svo hún verði
hringhreyfing sólarsinnis, létt hpur
og sæmilega hröð. Ríkjandi hreyf-
ing í hverri viðureign.
Mót þetta var hátíðlegt, því það
heiðruðu með nærveru sinni forseti
íslands og frú hans ásamt forseta
ÓL/ÍSÍ og framkvæmdastjóra.
Formaður GLÍ setti mótið með
ræðu.
Undir þjóðfánanum gengu 10
glímumenn inn á keppnissvæðið.
Stjórnaði þeirri göngu, kynningu
og mótinu Jóhanna Kristjánsdótt-
ir. Mótið naut dómaranna Rögn-
valdar Ólafssonar, Kjartans Lárus-
sonar og Péturs Yngvasonar.
I upphafi keppni meiddist Helgi
Kjartansson (KR), Tóku sig upp
meiðsli í hné og gekk hann úr leik.
Keppendur urðu 9 og því aðal-
keppni 36 viðureignir. Sex félög
sendu glímumenn. Frá Umf. Mý-
vetningi voru feðgarnir Kristján
Eðvard Yngvason og Ólafur Helgi.
Var þetta í 19 sinn sem Kristján
var með í Íslandsglímu. Hafði
hann lýst yfir að þetta yrði sú síð-
asta og heiðraði GLI hann og
þakkaði. Frá Umf. Hvöt í Gríms-
nesi hafði verið búist við að kæmi
Helgi Kjartansson, sem hafði ver-
ið áberandi og sigursæll í glímum
vetrarins, en inflúensa hélt honum
rúmföstum.
Viðureignir urðu 36.
20 unnust með lágbragði (55.6%),
9 unnust með hábragði (25.0%),
7 urðu jafnglími (19.4 %).
I Íslandsglímunni 1997 urðu
jafnglími 11 (23.9%) en fleiri urðu
þau í Skjaldarglímu Ánnanns 1998
24.0% og sá sem varð annar átti
jafnt úr 4 af 7 viðureignum. Líkt
gerðist nú, að sá sem varð þriðji
gerði jafnt í 5 viðureignum af 8. í
50 ár 1943-1993 í 19 mótum voru
hliðstæðar niðurstöður:
362 viðureignir unnust á hábrögðum (58.0%)
221 viðureign vannst á lágbrögðum (35.4%)
41 viðureign jafngllmi (6.6 %)
624 viðureignir 100.0%
Sjónvarpsglíma 1978
Skjaldarglíma Ármanns, 1984
Skjaldarglíma Ármanns, 1989
Íslandsglíma, 1993
stígandi metin 85/100;
stígandi metin 75/100;
stígandi metin 50/100;
stígandi metin 75/100;
Iágbrögð 17; hábrögð 14.
lágbrögð 13; hábrögð 17.
lágbrögð 10; hábrögð 4.
lágbrögð 6; hábrögð 20.
Ég mat stígandi Íslandsglímu
1997 aðeins 33/100. Þó að 10 viður-
eignir af 46 hefðu unnist á frábær-
um brögðum, þá unnust flestar á
lágbrögðum og voru flest utanfótar
(sjá C-blað Mbl. 3. júlí ‘97).
Islandsglíman 1998: mat á stíg-
Hér kemur enn tölulega fram við
samanburð að lágbrögð eru að
verða ráðandi við að koma við-
fangsmanni af fótunum og það
áhrif frá stígandi sem glatað hefur
niður hringhreyfingunni.
Níu bragðtegundir hinna 20 lág-
bragða færðu sigur en fjórar teg-
undir hinna 9 hábragða eða 13
hinna 23 algengustu tegunda eða
56.5%. Hliðstæðar tölur frá 19
mótum 1943-1963 eru 110 og 43,5,
svo fábrögðóttir voru glímumenn-
irnir ekki. Skemmtilegt var það og
þeim til sóma. Þrír keppenda
beittu sjö bragðfléttum. Sex
glímumannanna lögðu viðfangs-
menn sína á ellefu frábærlega
teknum brögðum. Gult spjald var
veitt einum glímumannanna
tvisvar. Það er framfór þegar
minnst er, að í Íslandsglímu ‘97
hlutu 6 keppendur af níu 10 gul
spjöld. Samkvæmt samanburði
hliðstæðra talna þessara tveggja
móta mætti ætla að mikill munur
hefði verið á framferði glímumann-
anna. Samanburður er haldbetri
þegar þess er gætt, að yfirdómari,
annar meðdómara, voru þeir sömu
við bæði glímumótin og sjö glímu-
mannanna.
Dómnefndin vann vel sín störf,
Fyrsta keppnin um
Grettisbeltið var háð á
Akureyri árið 1906.
Þorsteinn Einarsson
fjallar um Islands-
glímuna 1998.
en hún hefði mátt „oft“ taka á að
keppendur stigu eigi sólarsinnis í
hring milli sókna bragða. Kveðjur
og framkoma glímumanna voru
betri nú en í ísl.gl. 1997.
Ingibergur Sigurðsson (Umf.V.
Rvík) vann Grettisbeltið í 3. sinni
við að sigra sjö viðfangsmenn sína
og gera jafnt við einn (7 1/2) stig.
Stígandi í viðureignum þeirra
Ingibergs, Ólafs Helga og Sig-
mundar var sómasamleg. Að vísu
var snúningur í stígandi við Ólaf
Sigurðsson en stór stig. Við Arn-
geir og Kristján vék hann til
vinstri. Þeir Kristján streittust
nokkuð við, því að báðir vildi leita
út á vinstri hlið. Reisn og fram-
koma til fyrirmyndar.
Þessi brögð urðu sigurbrögð
hans: utanf. hælkr. hægri á vinstri
(nálgaðist að teljast leggjar-
bragð); sniðglíma fyrir báða (2);
ristarbragð (krækja) úr sniðgl.;
hælkrókur fyrir báða (gat eins
verið utanfótar hælkr.); leggjar-
bragð; lausamjöðm. Jafnglími
varð við Jón Birgi. Leituðu báðir
til vinstri og öðrum fæti langt aft-
ur í stigi. I viðtali við lok mótsins
lét Ingibergur í ljós þá ætlun að
hvíla sig á glímunni næsta vetur
og æfa júdó, sem hann hefur verið
virkur iðkandi í að undanförnu.
Náði í sínum flokki í þriðja sæti í
Norðurlandamóti í júdó í Finn-
landi á nýliðnu vori. Glíman má
ekki við því að hann leggi hana al-
veg til hliðar, þó ekki væri nema
um sinn.
Ólafur Sigurðsson (Umf. Laug-
dæla, HSK) lagði sex keppinauta
sína á: hælkrók hægri á vinstri og
einnig á hægri; hælkrók fyrir báða
(3); - og hárri lausamjöðm; - gerði
jafnt við Jón Birgi eftir að hafa
sloppið úr hárri lausamjöðm.
Hlaut því 6 1/2 stig í öðru verð-
launasæti. Reisn Ólafs er góð og
sópar að framgöngu hans. Stígandi
hans er of tröllsleg stig; treg bæði
við Sigmund og Jón Birgi en í
fangi Kristjáns fór hann víða um
völlinn án stígandi.
í þriðja verðlaunasaeti varð Jón
Birgir Valsson (K.R. ÍBR). Hann
hlaut 3 stig við að bylta þremur