Morgunblaðið - 18.07.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.07.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 31*" I I I í I I § I I fl - fl fl i fl 4 KRISTJÁN Eðvald Ingvason (Umf. Mývetningur, HSÞ) að taka saman við Ólaf Sigurðsson. Þetta var 19. íslandsglfman sem Kristján ták þátt í, 51 árs að aldri. viðfangsmönnum á klofbragði með vinstri, með sama bragði upp úr vinstra fótar ristarbragði (- frá- bært -) og á hnéhnykk úr snið- glímu, en 2'Æ stig hlaut hann úr 5 jafnglímum. Yfirdómari sýndi Jóni tvisvar gult spjald (við Pétur og Ólaf Helga). Jón var sá glímumað- ur sem ellefu sinnum komst með viðfangsmann hátt á hlið sér í sókn með hann í hábragð. (Pétur og Arngeir). í þessum tilfellum skorti hann hraðan snúning stígandinnar í stað afturstiga. Hinn ágæti glímumaður Suður- þingeyinga (Umf. Efling, Reykja- dal) Amgeir Friðriksson var í fjórða sæti með 5 stig. Fjögur úr viðureignum þar sem 4 brögð veittu honum sigur, klofbragð vinstra, hælkrókur hægri á vinstri, leggjarbragð og sérlega snjallt ristarbragð (krækja). I 2 viður- eignum gerði hann jafnt (Jón Birgi og Pétur). Mér fannst að snúnings- laus stígandi viðfangsmanna hans, löng stig aftur, gerði Amgeiri erfitt fyrir að verða samstíga við keppinauta sína, svo að hann naut sín ekki. Hann prýddi þó þetta mót. Ólafur Helgi Kristjánsson (Umf. Mývetningur, HSþ) náði í 5. sæti með 4'Æ stig. Hélt jöfnu við Jón Birgi en lagði 4 keppinauta, þar á meðal föður sinn Kristján Eðvald Yngvason, á þessum brögðum: klofbragð með hægra (- frábært -); klofbragð með vinstra (- ágætt -), há lausamjöðm vinstra og önnur með hægra. Ólafur Helgi er mjúk- ur, reistur og hefur bætt glímu- stöðu sína. Hann átti góða stígandi við Ingiberg og stærri hluta viður- eignar við Pétur. Við hina leitaði hann til vinstri hliðar en við foður sinn sté hann fram og aftur. At- hyglivert er að öll sigurbrögð Ólafs voru hábrögð. Það sýnir lík- amsburði hans. Pétur Eyþórsson (Umf. Mývetn- ingur, HSþ) hafði orðið fyrir meiðslum undir vetrarlok og naut sín því ekki að fullu. Hann náði 2 sigram með ristarbragði og snið- glímu, en 3 viðureignir gerði hann jafnt. (1 1/2 stig). Hann hlaut því 3 1/2 stig. Pétur hefur yfir sér ró, mýkt í hreyfingum og sérlega glímulagni. Kempan Kristján Eðvald Yngvason (Umf. Mývetningur, HSþ) sem glímdi nú Íslandsglímu 51 árs og kvaðst nú hættur. Hon- um var þakkað og hann heiðraður. í þetta sinn sigraði hann í 2 gh'mum með leggjarbragði og rist- arbragði. í einni varð jafnglími. Hann hlaut 2'Æ stig. Sigmundur Þorsteinsson (Umf. Víkverji, ÍBR)) er athyglisverður ungur glímumaður. Burðamaður og hefur mjúkar hreyfingar. Hann stóð skakkur við Pétri, var stór- stígur við Arngeir, trega stígandi með snúning við Kristján en átti liðlega stígandi við Ölafana og Ingiberg. Hann hlaut einn vinning með vel teknum hælkrók hægri á vinstri. Þórður Hjartarson (Glímufél. Armann, ÍBR) hlaut engan vinn- ing. Hann bar vart við að sækja. Stígandi hans var treg, óákveðin. Tvístigið með grannum hnébeygj- um.. Til era þeir sem álíta að þær tilheyri stígandinni. Sést getið í heimildum og ekki era mörg ár síðan góður glímumaður nýtti sér þessa léttu stígandi. Verðlaunaafhendingar önnuðust forsetahjónin. Formaður GLÍ, Jón Magnús ívarsson, flutti þakkir og sleit mótinu. Höfundur er fyrrv. íþróttafuUtrúi. + Kristín Margrét Ásmundsdóttir fæddist á Seyðis- firði 24. ágúst 1908. Hún lést í Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 9. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Emma Pétursdóttir og Ásmundur Sveinsson, skip- stjóri á Seyðisfirði. Kristín var elst þriggja barna þeirra hjóna, hin voru Sveinn sem nú dvelur á Dvalarheimili aldraðra í Garði og Petra sem er látin. Hinn 1. nóvember 1930 gift- ist Kristin Magnúsi Magnússyni húsasmíðameistara, f. 12.9. 1905, d.26.5. 1978. Foreldrar hans voru hjónin Jórunn Hann- esdóttir og Magnús Guðmunds- í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín Kristín Ás- mundsdóttir. Með henni er gengin ein þessara hljóðlátu og vinnu- sömu kvenna, sem byggðu Island þessa öld og áttu sinn drjúga þátt í bættum þjóðarhag og þeim miklu þjóðfélagsbreytingum, sem orðið hafa, jafnvel þó vinna þeirra færi að mestu fram inni á heimilunum við að gæta bús og barna. Kristín var fædd og uppalin á Seyðisfirði, um tvítugt fluttist hún til Vestmannaeyja og réðst þar í vist að Vesturhúsum til hjónanna Jórannar Hannesdóttur og Magn- úsar Guðmundssonar útvegs- bónda. Hjá þeim starfaði hún, þar til hún giftist Magnúsi Magnús- syni húsasmíðameistara syni þeirra hjóna á Vesturhúsum. Kristín og Magnús bjuggu allan sinn búskap í Vestmannaeyjum, að rúmu ári undanskildu í gosinu. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau í íbúð sem þau keyptu á Brekastígn- um. Seinna byggðu þau sér hús við Helgafellsbrautina og enn seinna annað í Vesturhúsatúninu á Asa- vegi 27, stórt og reisulegt hús. Þar bjuggu þau sér myndarheimili, en í gosinu 1973 hvarf það hús í ösku og vikur. Um vorið 1974 keyptu þau sér íbúð á Hásteinsvegi 64. Þar bjó Kristín ein í um tuttugu ár, þvi Magnús lést vorið 1978. Þó að Kristín og Magnús væra að mörgu leyti ólík var sambúð þeirra gæfurík. Þau vora samtaka í að hlúa að heimilinu og fjölskyld- unni. Kristín var einstaklega hjartahlý og umhyggjusöm kona. Kom það glöggt í ljós þegar faðir hennar var orðinn ekkjumaður á Seyðisfirði, þá fékk hún hann til að flytjast til sín til Eyja og bjó hann á heimili þeirra hjóna í mörg ár eða þar til hann lést. Eitt af því sem mér er mjög minnisstætt, þegar ég kom í fjöl- skyldu þeirra Kristínar og Magn- úsar var þessi ótrúlega gjafmildi, það var hefð á þeirra heimili að gefa jóla-, afmælis- og sumargjafir að minnsta kosti. Þá var ekki bara verið að gefa nánustu fjölskyldu, heldur náði gjafmildin langt út fyr- ir innsta hring. Þeim var það svo eiginlegt að gefa fremur en að þiggja. Oft sagði Kristín að fyrir jól hefði lítið verið eftir af auram til brýnustu nauðsynja, þegar búið var að sinna öllum gjafakaupun- um. Ég veit að hún tengdamóðir mín var að mestu sátt við sitt lífs- hlaup, en ef hún hefði einhverju getað breytt, hefði hún viljað geta heimsótt æskuslóðirnar oftar. Hún minntist oft á mannlífið og at- vinnuhættina á Seyðisfirði í „gamla daga“. En aðstæður hög- uðu því svo, að heimsóknir til Seyðisfjarðar urðu ekki margar. son útvegsbóndi, Vestmannaeyjum. Þau Kristín og Magnús áttu fjögur börn. Elst var Emma sem lést fárra mánaða göm- ul; næstur er Helgi sem kvæntur er Unni Tómasdóttur, eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn; þá var Ása sem er látin, hún var gift Guðmundi Lofts- syni, þau eignuðust þrjú börn, eru tvö þeirra á lífi og eitt barnabarn; yngst er Petra sem gift er Þorkeli Þor- kelssyni, eiga þau tvo syni og eitt barnabarn. Utför Kristínar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kristín lifði langa ævi, hún náði því næstum að verða 90 ára gömul. Það kemst enginn hjá því að verða fyrir áfóllum á svo langri lífsleið, enda fór Kristín ekki varhluta af slíku. Hún upplifði það í nokkur skipti að missa heimili sitt, hún missti nána ástvini unga að aldri, en það var alveg sama hvað gekk á, alltaf mætti hún öllu með sama æðraleysinu og gekk ætíð upprétt eftir sem áður. Helsta ósk Kristínar var að búa heima og sjá sem lengst um sig sjálf, henni varð að þessari ósk sinni, hún dvaldi aðeins rúman mánuð á sjúkrahúsi áður en hún lést. Andlát hennar var hægt og hljóðlátt eins og hún hafði lifað líf- inu. Það er komið að leiðarlokum eftir nærri 35 ára kynni, ég vil þakka tengdamóður minni alla elskusemi og umhyggju í garð okkar fjölskyldunnar alla tíð. Guð blessi minningu hennar. Unnur Tómasdóttir. Nú hefur hún amma kvatt þenn- an heim, amma sem alltaf var okk- ur bamabörnunum svo góð. Amma Stína var mjög dugleg kona, hún hafði búið ein og séð um sig sjálf allt frá því afi Magnús lést vorið 1978, en hún var komin fast að níræðu þegar hún lést. Undir það síðasta þáði hún þó hjálp frá bömum og tengdabömum og vilj- um við nota tækifærið og þakka þeim fyrir umönnun og nærgætni við ömmu síðustu árin. Sem krakkar heimsóttum við ömmu okkar reglulega, þar sem við voram ætíð velkomin og ekki fannst henni verra að við kæmum með nokkra vini með okkur í heim- sókn. Amma var fær í kökugerð og komust fáir með tærnar þar sem hún hafði hælana í þeim efnum. Al- gengt var að heyra ömmu kvarta yfir því að hún ætti ekkert með kaffinu, en við krakkamir vissum betur, enda fór það ætíð svo, að við voram sest við kaffihlaðborð áður en hendi var veifað. Við minnumst þess að sitja með ömmu við eld- húsgluggann og spjalla við hana um málefni líðandi stundar. Oft var veðrið eitt aðalumræðuefnið, stundum kom það fyrir að hún sagði fyrir um veðrið og sló þá gjarnan veðurfræðingunum við. Oft talaði amma um þrifin á sameigninni í „blokkinni“ sem hún bjó í. Við krakkarnir gátum engan veginn skilið hvernig kona á henn- ar aldri gat staðið í þessum enda- lausu þrifum. Venjulega þýddi lítið að bjóða fram aðstoð, því þessi verk þurfti að vinna eftir „kúnstar- innar“ reglum og því ekki á færi hvers sem var, að mati ömmu. Ein- stöku sinnum fengum við þó að að- stoða hana við að þrífa útihurðina. Þegar við töldum okkur hafa lokið verkinu með sóma var náð í ömmu og verkið lagt í dóm. Oftar en ekkú' « sá hún eitthvert ský. Þá varð að byrja verkið upp á nýtt, því öll verk sem amma tók að sér þurftu að vera fullkomlega vel af hendi leyst. Það var líka alltaf gaman að heyra ömmu segja sögur frá „gömlu góðu dögunum" þegar hún var ung og hress austur á Seyðis- firði. Eitt var það sem einkenndi ömmu okkar alveg sérstaklega, það var ótrúleg gjafmildi hennai-. Oftar en ekki laumaði hún pening- um í vasa okkar krakkanna, þegar j við kvöddum hana og héldum heim á leið. Alltaf var beðið með óþreyju eftir að skoða jóla- og afmælis- pakkana frá ömmu enda innihaldið alltaf rausnarlegt. Ekki dró úr ör- lætinu eftir því sem ættboginn óx, alltaf var hugsað vel fyrir hverjum og einum sem bættist í fjölskyld- una. Elsku amma, það er komið að kveðjustundinni, við kveðjum þig með söknuð í huga, en huggum okkur við að líðan þín sé betri og þú hefur gengið til móts við horfna ástvini. Guð geymi Stínu ömmu okkar. Ólöf, Tómas og Kristinn. Það er margs að minnast þegar við kveðjum hana Ömmu Stínu. Við munum best eftir henni á heimili hennar við Hásteinsveg. Þangað fluttu þau afi eftir skamma dvöl í Reykjavík, meðan gosið gekk yfir. Um leið og færi gafst fluttust þau aftur til Vestmanna- eyja, þar sem þau höfðu átt heima allan sinn búskap og vildu hvergi annars staðar vera. Segja má að tryggð þeirra við„— Eyjamar hafi verið okkar stærsta happ, því það er erfitt að hugsa sér æskuárin án þess að vita af ömmu í næsta húsi. Fyrstu skref okkar um eyjuna lágu einmitt inn á heimili hennar og það varð svo fastur liður að koma við hjá henni, þiggja hressingu og ræða um það sem kom upp í hugann hverju sinni. Oftar en ekki rifjaði amma upp hðna daga, á þann hátt að sögurn- ar verða okkur alltaf minnisstæð- ar. Hún sagði okkur margar sögur af æskuáram sínum á Seyðisfirði, þar sem hún fór ung að heyja sína lífsbaráttu. Baráttu sem stundum gat orðið kröpp. Ein af þessum sögum gerðist um vetur á ung->*<. lingsáram hennar. Langafi dvaldi um þær mundir á sjúkrahúsi fyrir sunnan, en langamma var ein heima með bömin sín þrjú. ÁhyggjufuII yfir veðurútlitinu hafði konan af næsta bæ boðið þeim næturstað, þar sem henni þótti ótryggt að dvelja í húsinu. Þegar þau snera aftur næsta dag hafði snjóflóð hrifið burt heimili þeirra. Ung veiktist amma alvarlega og lá illa haldin á sjúkrahúsi drjúgan hluta úr vetri. Það lýsir ömmu vel að um leið og hún gat rétt hjálpar- hönd var hún farin að hjálpa til við umönnun hinna sjúklinganna,^ Þessi sjúkrahúsvist kveikti áhugá hennar á hjúkranarstarfinu. Amma valdi þó frekar að annast sína nánustu þegar langafi lagðist í erfið og langvinn veikindi um svip- að leyti. Um tvítugt flutti amma til Vest- mannaeyja og réð sig í vist til Magnúsar og Jórannar á Vestur- húsum. Vistin leiddi hana og Magnús, eldri son þeirra Vestur- húsahjóna, í hjónaband. Amma og afi eignuðust fjögur böm: Emmu Ásu sem lést ársgömul, Helga, Ásu Emmu sem nú er látin og Petra: Barnabörnin urðu átta, en Magnús sonur Ásu Emmu er látinn. Barna- barnbörnin era orðin sjö. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka henni ömmu fyrir allar góðu samverustundirnar og það endingargóða veganesti sem hún bjó okkur með út í lífíð. Þröstur og Ásmundur. KRISTÍN MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.