Morgunblaðið - 18.07.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.07.1998, Qupperneq 34
'34 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGÓLFUR MARINÓ PÁLSSON + Ingólfur Marinó Pálsscn fæddist í Berufirði í Reyk- hólasveit 3. janúar 1928. Hann andað- ist á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 10. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Páll Finnbogi Gislason og Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Systk- ini Ingólfs eru Gísli Kristinn, Anna Mar- grét og Halldór, hálfsystkini voru Jón Oskar Pálsson og Ingibjörg Pálsdóttir, bæði látin. Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er Hólmfríður Finnsdóttir frá Geirmundarstöðum á Skarðs- strönd, f. 26. maí 1927. Þau giftu sig 11. nóvember 1950. Börn þeirra eru: 1) Bragi, f. 20. september 1951, d. 2. apríl 1971. 2) Valgeir, f. 14. febrúar 1953, kvæntur Jóhönnu Þ. Björnsdóttur. Synir þeirra eru Björn Sólmar, f. 23. ágúst 1981, og Ingólfur Hólmar, f. 15. júlí 1985. Dóttir Valgeirs er Kristín, f. 21. mars 1979. 3) Guðbjörg, f. 16. júb' 1954, gift Gunnari Ragn- arssyni. Börn þeirra eru Inga Hólmfríður, f. 10. nóvember 1975, sambýlismaður hennar er Jónas Þorkelsson og sonur þeirra er Gunnar Bragi, f. 20. janúar 1998. Ragnar, f. 22. maí 1979, og Elín Ósk, f. 20. ágúst 1990. 4) Finnur, f. 2. desember 1956, sambýliskona hans er Guðríður Ebba Pálsdóttir. Son- ur þeirra er Arnór Tumi, f. 16. október 1996. Dóttir Ebbu er Sigurrós Guðríðardóttir, f. 20. nóvember 1988. 5) Páll, f. 14. júlí 1959, kvæntur Guðmundu Oliversdóttur. Börn þeirra eru Hafrún, f. 8. mars 1984, og Hjörtur, f. 29. maí 1987. Sonur Guð- mundu er Fannar Baldursson, f. 25. september 1974. 6) Þórður, f. 11. októ- ber 1960. 7) Harald- ur, f. 28. júní 1963. Dætur hans eru Tinna, f. 3. mars 1990, og Sólrún Sesselja, f. 28. mars 1996. 8) Steinunn, f. 29. ágúst 1964, gift Helga Val Friðriks- syni. 9) Baldur, f. 29. júh' 1965. Ingólfur ólst upp í Berufirði til sex ára aldurs, en fluttist síðan með foreldrum og systkinum að Skerðingsstöðum í sömu sveit, þar sem þau bjuggu í tíu ár. Fjölskyldan fluttist þá að Reyk- hólum og síðar að Litlu-Grund í Reykhólasveit. Arið 1949 kynntist hann Hólmfríði, eftir- lifandi eiginkonu sinni, og bjuggu þau með foreldrum hans á Litlu-Grund þar til árið 1952 er þau fluttust að Höllustöðum í Reykhólasveit. Þar voru þau í eitt ár, fóru þá að Barmi þar sem þau bjuggu með Gísla bróð- ur hans og eiginkonu hans, Arndísi Sveinsdóttur. Arið 1955 fluttust þau hjónin síðan að Straumfjarðartungu í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi og voru þar búsett þangað til Ingólfur fluttist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi í júní 1997. Ingólfur var bóndi alla sína starfsævi en með búskapnum starfaði hann hjá Vegagerð rík- isins, fyrst í Reykhólasveit, en síðar á Snæfellsnesi. títför Ingólfs fer fram frá Fá- skrúðarbakkakirkju í Mikla- holtshreppi í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þegar leiðir skilja þá koma upp í hugann minningar frá liðnum ár- um. I dag skilja leiðir okkar og pabba míns, Ingólfs í Straumfjarð- artungu eða Inga afa eins og hann hefur ævinlega verið kallaður á mínu heimili. Honum eigum við margt að þakka. Hans ævi var ekki alltaf dans á rósum þótt aldrei mætti sjá þess merki í hans við- ^Ynóti, hvorki að hann kvartaði yfir sínu hlutskipti né öfundaði aðra. Það hefur ekki verið auðvelt að fæða og klæða allan þann hóp barna sem við systkinin erum og við þann húsakost sem var heima í sveit allt fram til ársins 1974. í litla húsinu, sem var 36 m2 og ris, ól- umst við upp níu systkinin ásamt pabba og mömmu og alltaf voru bæði börn og fullorðnir í vist heima á sumrin. Alltaf var í hans huga hægt að taka við fleirum, fæða og hýsa þá sem vildu koma. Á árinu 1975 lauk hann við af sinni miklu seiglu og dugnaði að byggja nýtt hús heima en upp frá því fór óðum -*fækkandi í heimili þar sem systkin- in fluttust eitt af öðru að heiman. Hann hafði þá byggt allan húsa- kost upp í Straumfjarðartungu og ræktað öll þau tún sem til voru. Þetta útheimti oft langan vinnudag og því til viðbótar vann pabbi nær alltaf hjá Vegagerðinni sem lausa- maður bæði í vinnuflokkum, svo og einn síns liðs við að lagfæra stikur, ræsi og fleira sem aflögu hafði far- ið. Slík vinna hlýtur að hafa reynt mikið bæði á líkama og sál. Nú þegar að leiðarlokum er komið skiljum við betur hversu mikið pabbi lagði á sig fyrir okkur og maður hugsar oft nú hversu bet- ur hefði verið hægt að þakka hon- um fyrir. Minningin um þennan hægláta og örugga mann sem pabbi hafði að geyma er okkur gott veganesti sem viljum taka hann til fyrirmyndar. Stundirnar sem við Guðmunda, Fannar, Hafrún og Hjörtur höfum átt saman í sveit- inni eru ógleymanlegar og okkur dýrmætar. Hann var sérstaklega laginn að hæna að sér böm og sjaldan leið nema stutt stund þegar barnabömin sem og önnur börn komu í sveitina þar til þau vom komin í kjöltu hans. Hann var blíð- ur maður og einlægur og mátti helst ekki sjá neitt bágt hjá öðram. Þótt pabbi væri með eindæmum hæglátur maður þá gat hann alltaf unnt barnabömunum að galsast og ærslast heima og vildi helst ærsl- ast með þeim. Svo vora hinar stundimar okkur báðum dýrmæt- ar, sem við sátum í eldhúsinu og ræddum saman í rólegheitunum, og jafnvel þótt ekkert væri til um- ræðu þá var hægt að njóta þagnar- innar með honum. Eg reyndi alltaf í þeim fjölmörgu ferðum sem ég hef átt á milli Olafsvíkur og Reykjavíkur nú í seinni tíð að koma við hjá honum enda bað hann þess og bætti því svo við að ekki þyrfti að staldra nema stutt við. Augnabliks stans, geta sagt ein- hverjar stuttar fréttir, helst af okk- Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. ar nánustu og að geta heilsast og kvaðst með faðmlagi og kossi var okkur báðum mikilvægt. Það hlutskipti sem þú hlaust nú síðasta árið, vissu allir sem þig þekktu, að ekki átti við þig. Við vit- um að vel er tekið á móti þér og biðjum þess að þér líði vel. Við viljum þakka þér elsku pabbi, Ingi afi, fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og varst okkur. Með þessum ljóðlínum kveðjum þig með söknuði en geymum minning- una um þig í hjarta okkar: Góðvildin var greypt í hug og sál og geislaði frá hveijum andhtsdrætti. Glettni og kímni gæddi allt sitt mál, græskulaust, en létti skap og bætti. Sumum er slík hjálparhendi léð að hika aldrei nætur jafnt sem daga. Geta ekkert aumt né dapurt séð án þess helst að bæta um og laga. (Jakob Jónsson) Elsku mamma, Fríða amma, Guð styrki þig í þeirri miklu sorg sem yfir okkur öllum hvílir í dag. Páll, Guðmunda, Fannar, Hafrún og Hjörtur. Elsku afi minn. Þegar mamma sagði mér að þú værir búin að yfir- gefa þennan heim var eins og hjarta mínu hefði verið kippt út í smátíma. Sársaukinn var svo mikill að ég kom ekki upp orði. Svo þegar ég áttaði mig á þessu fóra tárin að streyma. Ég gat ekki trúað því að þú værir ekki lengur hér hjá okk- ur, enda þótt þú værir í raun og vera búinn að yfirgefa þennan heim að nokkru leyti. Ég fór að rifja upp ýmislegt sem ég hafði verið að bralla í sveitinni hjá þér og ömmu. Ég man að æs- ingurinn var svo mikill í mér að fá að fara með þér í fjósið og fjárhús- ið að ég rétt mundi eftir því að hendast úr náttkjólnum og í útifót- in. Ég þurfti að fara út til að kíkja á hana Móra mína sem þú gafst mér, sem síðar var svo skírð Úr- súla líka. Og krúttlega beljan sem var með holu hjá framlöppinni. Ég man líka þegar ég var að koma til ykkar í Strympu og þið tókuð á móti mér opnum örmum. Amma með sitt góða knús og kossa og svo þú með kossi og þínu yndislega kinnarispi með skegginu þínu. Þess verður rosalega saknað enda þótt maður hafi hlaupið í burtu frá því þá. Það er svo margt sem mig lang- ar til að rifja upp og minna þig á en ég veit að þú manst þetta eins vel og ég og að þú átt eftir að geyma þetta hjá þér þar sem þú ert núna. Takk fyrir alla væntumþykju og ást sem þú sýndir mér allt mitt líf. Ég sakna þess að geta ekki komið í sveitina til þín og ömmu þar sem alltaf var svo gaman. Friður sé með þér, elsku afi minn, og þú veist að við munum gæta ömmu fyrir þig. Elsku amma mín og fjölskylda, guð veri með ykkur í þessari sorg sem við göngum í gegnum saman. Kristín Valgeirsdóttir. Sumarið 1955 varð bændafólki, og raunar fleirum afar þungt í skauti. Þá gengu yfir landið sunn- an- og vestanvert sleitulausar rign- ingar, aðeins rofnar af tveim eða þrem flæsudögum allt frá síðari hluta júní og framundir miðjan september og náðust nær engin hey í hlöður fyrr en þá. En grasið óx og það lagðist á túnum, enda var tiltölulega hlýtt í veðri og allt reyndi þetta ákaflega á sálarþrek- ið. Þá um vorið, áður en ósköpin hófust, nánar tiltekið hinn 31. maí, fluttust í sveitina okkar, Mikla- holtshreppinn, ung hjón með börn sín þrjú vestan úr Reykhólasveit og tóku sér bólfestu í Straumfjarð- artungu. Bamafjöldinn átti reynd- ar eftir að þrefaldast á áranum sem í hönd fóra. Jafnan hefur mér fundist sem koma þessara hjóna í nágrennið og kynnin við þau um sumarið og haustið hafi birst mér sem einskonar geisli gegnum grá- mósku þessa sumars og hafi sá geisli skinið mér æ síðan og ekki dofnað með árunum. Þarna voru komin hjónin Ingólf- ur Pálsson og Hólmfríður Finns- dóttir (ævinlega kölluð Fríða) og vora ekki til þess komin að tjalda til einnar nætur þar í Straumfjarð- artungu, heldur bjuggu þar búi sínu vel á fimmta tug ára, eða allt til þess að heilsu Ingólfs þraut að fullu. Forsjóninni vora þau ávallt þakklát fyrir að hafa leitt þau að þessari landlitlu en fögra jörð sem er eitt samfellt graslendi, með víð- sýni til allra átta, og þar undu þau hag sinum hið besta. Tókust skjótt góð kynni með þeim og nágrönnum sem og öðram sveitungum og vin- sæld áunnu þau sér í einni svipan. Nú er Ingólfur, vinur okkar, horfinn á eilífðarbraut og sem ég reyni að beita penna til þess að minnast hans, þá verður konan hans, hún Fríða, jafnan í sviðsljósi huga míns, svo samhent sem þau vora, og ég finn sárt til þess að þau vilja ekki koma í huga mér fallegu orðin sem ég vildi viðhafa um kynni mín af þeim hjónum og öll góðu samskiptin við þau og til að þakka vináttu þeirra og órofa tryggð við okkur hjónin í Dal. Straumfjarðartunga var ríkis- eign þegar Ingólfur fluttist þangað með fjölskylduna. Af jörðinni viku þá gömul hjón sem lengi höfðu búið þar, þau Éinbjörn Þórðarson og Ragnheiður Kristjánsdóttir, góð- gjöm og vel metin á allan hátt en höfðu varla að neinu leyti gengið á hönd nýrra tíma í búskaparháttum. Aðkoma ungu hjónanna á jörðina var ekki góð, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Húsakostur næsta fomfálegur og hrörlegur, þægindi öll í lágmarki og tún lítið og lítt til þess fallið að beita á það þeirri vél- tækni sem þá var þó til staðar í sveitum. Tækjakostur unga bóndans var líka svo sem enginn til að beita á vélgeng tún þó til væra, ef ég man rétt. Reyndar enginn bústofn held- ur, nema hvað jörðinni fylgdi ein kýr og tólf ær. Líkast því sem þau kæmu að ónumdu landi, blásnauð af þessa heims gæðum, en þeim mun auðugri af sjálfsbjargarhvöt sem entist þeim til þeirra afreka að koma upp á tiltölulega skömmum tíma húsakosti öllum að þeirra tíma hæfi og rækta tún svo skipti tugum hektara, jafnframt því að ala upp og koma til manns stórum barnahópi. Það var auðvitað ómælt erfiði og strit sem þessu fylgdi og viðvarandi fjárhagserfiðleikar, en í því vora þau mjög sama sinnis, Straumfjarðartunguhjón, „að láta ekki baslið smækka sig“ og það var aldrei sút eða kveinan á þeim bæ. Oftar en hitt voru það gamanyrðin sem fuku, enda fékk maður fljótt að kynnast því að snar þáttur í eðli Ingólfs var „húmorinn“ létti sem honum var svo tamt að beita og hafði ævinlega á hraðbergi, stund- um blandinn græskulausri smá- striðni og í þessu sem mörgu öðru var Fríða honum ekki ósvipuð. Á hverju sem gekk brást ekki að til þeirra var gleði og skemmtan að sækja og það var ekki síst þessi eðlisþáttur sem gerði það að verk- um að fólk laðaðist að þeim. Þó mættu þeim raunir á h'fsgöngunni þyngri en í meðallagi. Sú fyrst að framburður þein-a fæddist and- vana og löngu síðar sú að missa elsta soninn af slysfórum rétt tví- tugan að aldri. Þetta vora að sjálf- sögðu gríðarleg áfóll sem tóku mjög á þau, en þeim var áskapað það andlega þrek að láta hvergi bugast þótt nærri þeim væri geng- ið. Níu urðu börnin sem á legg komust og ólust upp í húsakynnum svo þröngum að tilgangslítið er að lýsa þeim fyrir fólki nútímans og verður ekki reynt hér. Seinna meir reistu þau hjónin sér vandað og veglegt íbúðarhús en þá var reynd- ar svo komið að flest barnanna vora að heiman flutt. Það var eins og dæmigert fyrir margar jarðir í sveitum þessa lands hvernig búskapurinn reis og hneig í Straumfjarðartungu. Nokkum veginn stóðst á endurn að þegar byggingar allar höfðu verið reistar og fylltar gagnsömum bú- peningi, þá lá leiðin niður. Það var svo sem engin viðstaða á tindinum. Almennar þjóðlífsbreytingar sáu fyrir því. Fjósið, sem ætlunin var að stækka síðar meir, tæmdist af kúm og síðan fækkaði fénu jafnt og þétt og er nú aflagður búskapur allur í Straumfjarðartungu. Þetta er alkunn og of kunn saga úr sveit- um. I átján ár var Ingólfur leiguliði ríkisins á jörðinni, en sumarið 1973 náði hann og þau hjón, að festa kaup á henni og þar með merkum og langþráðum áfanga í lífinu. Eft- ir það fengu þau að fullu notið þeirra hlunninda sem jörðinni fylgja af veiði í Straumfjarðará og breytti það miklu um fjárhag þeirra, svo ekki sé minnst á þann tilfinningalega mun sem er á því að vita sig búa á eigin jörð. Þegar fram liðu stundir og böm- in uxu til verka heimafyrir tók Ingólfur í æ ríkara mæli að sækja ýmsa þá vinnu sem til féll í ná- grenninu, og mætti þar til nefna verkstæðisvinnu, kúasæðingar og þá einkum og sér í lagi vinnu hjá Vegagerð ríkisins, sem varð að lok- um aðalstarf hans. Fyrir nú utan það hvað liðsinnis hans var oft leit- að við margvísleg störf á ná- grannabæjum og fór undirritaður ekki varhluta af hjálpsemi hans. Launin fvrir þá vinnu voru þó löng- um létt í vasa. Hann var eftirsóttur til allra starfa, ekki svo mjög vegna þess að þar færi harðsnúinn vinnu- þjarkm-, eða hamhleypa til verka, heldur miklu fremur vegna þess að störf sín öll leysti hann af hendi af einstakri alúð og allt að því nostur- samlegri vandvirkni og hafðist allt með hægðinni, en engum látum. En hæst bar þó það hvað öllum þótti gott að hafa hann í návist sinni í störfum og fannst allt ganga betur þar sem hann var nærri. Ingólfur, og þau hjónin bæði, voru miklir dýravinir og umgeng- ust búfé sitt af persónulegri alúð og nærfærni og dýrin hændust að þeim og urðu þeim handgengin mörg hver. Þau vora einnig mjög góðir uppalendur barnanna sinna og veittu þeim allt sem þau fengu miðlað, hvort sem var úr sjóði efnis eða anda. Ingólfúr var einstaklega góður bömum og barngæska hans fylgdi honum inn í óminnið sem hann dvaldi í síðustu árin. Börn vora löngum í kringum hann sem ekki aðrir sáu, og þessum blessuðu börnum vildi hann hygla og gera gott. Þetta var í senn sorglegt og fagurt. Við Ingólfur áttum afskaplega mikið og gott samstarf á allri okkar búskapartíð og ég er á því að held- ur hafi hallað á mig síðari árin, en ekki mikið við því að gera eins og komið er málum. Það eina sem ég get að síðustu gert er að færa fram þakkir okkar hjónanna frá Dal fyr- ir kynnin við hann og þau Straum- fjarðartunguhjón og fagna þeirri vináttu sem ríkir milli okkar barna og þeirra. Eitt með öðra áttum við Ingólfur sameiginlegt. Einn löst munu ýms- ir segja. Báðum fannst okkur gott tóbak. Og nú er það spurningin mikla, sem ég fyrir mitt leyti á ósvarað, hvort við eigum eftir að tylla okkur niður í góða veðrinu handanheims og fá okkur í pípu saman og ræða málin eins og forð- um, eða hvort við munum sofa svefni draumlausum í moldinni fyr- ir vestan, í kirkjugarðinum að Fá- skrúðarbakka, þar sem Ingólfur verður borinn til hinstu hvflu í dag við hlið Braga, sonar síns. Hvortveggja tilhugsunin er svo sem ágæt. Við, hjónin frá Dal, þökkum þér, góði vinur, fyrir okkar hönd og annarra fyrrverandi sveitunga, áratuga samfylgd, um leið og við vottum aðstandendum öllum ríka samúð. Erlendur Halldórsson frá Dal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.