Morgunblaðið - 18.07.1998, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.07.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 35 + Jóhann Þorgeir Klausen fæddist á Eskifírði 5. febrú- ar 1917. Hann and- aðist í Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hulduhh'ð á Eski- firði hinn 8. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingolf Rögnvald Klauscn, f. 18. júní 1888, d. 1. júlí 1968, og Herdís Jónatansdóttir, f. 25. maí 1892, d. 31. júlí 1969. Börn þeirra auk Jóhanns eru: Ellen Friðrikka, f. 17.6. 1914, Kathinka Emelía Mar- grét, f. 29.4. 1919, Herdís Ragna, f. 11.7. 1924, Jónatan Sólmundur, f. 3.2. 1927, Arn- heiður Dröfn, f. 5.3. 1929, Anna Erla, f. 23.3. 1931, og Alrún Sig- urbjörg, f. 18.7. 1933. Fyrri kona Jóhanns var Auð- björg Jakobsdóttir frá Strönd í Norðfírði, f. 2. október 1917. Þau gengu í hjónaband 2. októ- ber 1943. Auðbjörg lést 24. nóv- ember 1981. Seinni kona Jóhanns er Sig- urbjörg Sigbjörnsdóttir frá Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá, f. 30. aprfl 1924. Þau gengu í hjónaband 27. október 1990. Sigurbjörg var áður gift Snæ- þóri Sigurbjörnssyni, f. 15. mars 1922, d. 3. okt. 1980. Þeirra börn eru fimm: Þórhalla, Anna Birna, Gunnþóra, Sigur- björn Snjólfur og Kristín Björg. Jóhann ólst upp á Eskifirði Það var á fögrum sumardegi fyr- ir einum 60 á árum að móður minni varð tíðlitið inn með firðinum eins og hún ætti von á einhverjum úr þeii-ri á átt. Og á áður en langt um leið sást til ferða rúmlega tvítugs manns. Hann var léttur í spori, meðalmaður á hæð, fölleitur, rauð- birkinn og kollvikin farin að stækka þótt á ungum aldri væri. Hann var ekki einn á á ferð. Við hlið sér teymdi hann rauða kú. Hann ætlaði að færa væntanlegri og fór ungur að stunda sjóinn. Haustið eftir að hann fermdist fór hann til Vestmanna- eyja til frænda síns, sem þar var lyfsali, og starfaði þar hjá honum um tveggja ára skeið. Síðan lá leið hans aftur heim á Eskiijörð til sjó- sóknar. Jóhann tók vélstjórapróf í Nes- kaupstað árið 1942 og fékk meistara- bréf í netagerðar- iðn árið 1960. Hann byggði og rak netagerðarverkstæði á Eskifirði í mörg ár. Jóhann hóf snemma afskipti af sveitarsljórnarmálum eða um 1946. Hann var kjörinn sem aðalmaður í hreppsnefnd Eski- fjarðar árið 1958 og sat þar til ársins 1970, þar af oddviti frá 1966. Sveitarstjóri Eskifjarðar- hrepps varð hann 1970. Árið 1974 varð hann fyrsti bæjar- stjóri Eskifjarðar og gegndi því starfí til ársins 1977. Það sama ár réðst hann sem vélgæslu- maður hjá Rafmagnsveitum rík- isins á Eskifirði. Árið 1982 tók Jóhann aftur við starfi bæjar- stjóra á Eskifirði út kjörtímabil- ið til 1986. Sama ár 18. ágúst, á 200 ára afmæli Eskifjarðar, var hann gerður að heiðursborgara Eskifjarðar. títför Jóhanns fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. tengdamóður sinni grip sem hana hafði lengi langað til að eignast og það sem meira var, hann hafði teymt kusu alla leið frá á Eskifirði, yfir Oddskarð til Norðfjarðar. Sú rauða var reyndar ótrúlega tindil- fætt, hafði staðið sig eins og hetja í vegleysum og bröttum brekkum og alla leið út Oddsdal. En þá var komið að stóru spumingunni. Hvemig gekk að koma skepnunni yfir Norðfjarðará? Hún var óbrúuð og og mikið í henni á heitum sum- ardegi. En Jóhann hafði ekki verið í vandræðum með að kóma kúnni yfir. „Nú ég bara stökk á bak og reið henni berbakt yfir á ána.“ Þetta þótti mér, sjö ára snáðan- um, sem hlustaði á frásögnina mjög merkilegt enda bar ég ótak- markaða virðingu fyrir þessum unga manni sem bæst hafði í fjöl- skylduna. Hann var á ákaflega barngóður og glaðsinna, söngvinn og hafði fallega söngrödd og var oft fenginn til að syngja á á skemmt- unum. Ævinlega var mikið fjör og kátína í kringum Jóhann þegar ég man fyrst eftir honum. Aldrei taldi hann eftir sér að leiða lítinn strák inn fyrir botn fjarðarins, inn á Sand sem kallað var, þegar hann vissi að sá stutti þurfti á heilsubót- ar- og afþreyingargöngu að halda. I minningunni eru þessar göngu- ferðir fastur liður í skemmtilegu jólahaldi þegar Jóhann kom í svartasta skammdeginu yfír Odd- skarð til að hitta unnustu sína og fjölskyldu hennar. Jóhann Klausen var bæði Esk- firðingur og Norðmaður. Afi hans og amma í föðurætt höfðu komið til landsins frá á Noregi og sest hér að. Jóhann lærði norsku í bernsku og talaði hana reiprennandi enda norska töluð á heimilinu. Hann hélt mikilli tryggð við Noreg og ætt- ingja sína þar og ferðaðist þangað oft. En á Eskifirði vildi hann eiga heima. Hann var góður smiður, smekkvís og handlaginn og reisti þeim Auðbjörgu hús við Hólsveg. Þangað fluttust þau nýgift og vörðu síðan mörgum stundum við að snyrta og endurbæta, innandyra og utan. Garðurinn var feikistór og bar af öðrum svo mikil var gróskan og litadýrðin. Á langri ævi lagði Jóhann Klausen gjörva hönd á margvíslega hluti. Systkinahópurinn á Klausenshúsi var stór og Jóhann fór snemma að vinna fyrir sér. Hann var alinn upp við sjósókn, einkum síldveiðar með föður sínum og þó sérstaklega föðurbræðrum sem voru annálaðir síldveiðisjó- menn á Eskifirði. Sjálfur varð hann ungur að aldri síldarbassi sem kall- að var en síðar vélstjóri á ýmsum skipum. Þá þurfti hann að beita sjálfan sig mikilli hörku þar sem sjóveiki angraði hann lengst af. Hann sá um smíði mjög margra JÓHANN KLAUSEN + Hjörtur Skúla- son fæddist í Króki á Patreks- firði 12. september 1917. Hann lést á Patreksfirði 12. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ingibjörg Guðbrandsdóttir, f. á Sjöundá í Rauða- sandshreppi 6. jan. 1885, d. 5. júlí 1960, og Skúli Hjartar- son, f. á Borðeyri í Hrútafirði 13. ágúst 1887, d. 29. maf 1965. Bræður Hjartar eru: Guð- brandur, f. 6. maí 1920, Sigurð- ur, f. 13. sept. 1921, og Bragi, f. 24. júlí 1924, d. 13. nóv. 1939. Eftirlifandi eiginkona Hjart- ar er Jónína Ásta Ingvarsdótt- ir, f. á Geita-Gili í Örlygshöfn 6. nóv. 1926. Börn Hjartar og Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Jónínu eru: 1) Skúli Sigurjón, f. 29. nóv. 1949, eiginkona hans er Ólöf Matth- íasardóttir, f. 7. nóv. 1954, og eiga þau fimm börn og tvö barnabörn. 2) Ingvar Bragi, f. 26. sept. 1951. Kona hans er Anna Kristín Jakobsdótt- ir, f. 18. ágúst 1956. Þau eiga tvær dætur en Anna átti áður einn son. 3) Ingibjörg Bjarney Karen, f. 6. maí 1962. Hennar maður er Helgi Har- aldsson, f. 8. des. 1952, og eiga þau fjögur börn. títfór Hjartar Skúlasonar fer fram frá Eyrarkirkju á Pat- reksfirði í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast með nokkrum orðum vin- ar míns og mágs, Hjartar Skúla- sonar, sem nú eftir margra ára veikindi hefur fengið hvíld frá þjáningunni. Hjörtur varð fyrir því óláni að missa annan fót sinn vegna veikinda. Þá er mér minnis- stætt hve ótrúlegt æðruleysi hann sýndi. Með sama æðruleysi tók hann greiningu um að hann væri haldinn krabbameini. Hann var með eindæmum harður af sér og duglegur. Ekkert vol eða víl. Við ferðalok streyma fram hug- ljúfar minningar. Alla mína tíð hef ég þekkt Hjört og kynnst því, hve góður drengur hann var. Er ég var smástelpa í foreldrahúsum var hann tíður gestur þar vegna vin- skapar hans við bróður minn Þor- geir Þórarinsson. Þeir voru miklir og góðir vinir. Síðan höguðu örlög- in því svo til að ég giftist bróður hans Guðbrandi, svo minningamar eru æði margar og góðar, því okk- ur Hirti var vel til vina. Hjörtur stundaði sjóinn með föð- ur sínum öll bestu ár ævi sinnar og var hann góður sjómaður. Sinni elskulegu konu Jónínu Ástu Ingv- arsdóttur kynntist hann 1948. Þeirra sambúð hefur því varað í 50 ár. Jóna, eins og hún er jafnan köll- uð er frá Geita-Gili í Örlygshöfn og þar bjuggu þau í nokkur ár, síðan í Sauðlauksdal og þaðan fluttust þau að Stökkum á Rauðasandi. En á Patreksfirði kunni Hjörtur best við sig. Þar fæddist hann og ólst upp, þar byrjuðu þau búskap sinn og áttu þar heima síðustu árin. Við hjónin höfum margt að þakka þeim Jónu og Hirti, þó sér- staklega gestrisni þeirra er við vor- um á flakki fyrir vestan hér áður fyrr. Þeir bræður Guðbrandur og Sigurður þakka Hirti fyrir tilvem hans og biðja Guð að blessa minn- ingu hans. Þá minnast synir mínir, einkum Bragi og Guðmundur, ljúf- mennsku hans og hlýleika sem var einstakur. Innilegar samúðarkveðjur til þín, elsku Jóna, og barnanna þinna, barnabarna og barnabamabarna. Guð blessi ykkur öll. Elsa H. Þórarinsdóttir. HJORTUR SKÚLASON fiskiskipa á sjötta og sjöunda ára- tugnum, ýmist í Danmörku eða Noregi. Þá lá leiðin stundum um Skotland. I þessum heimsóknum festu þau hjónin mikla ást á Skotlandi og á áttu þar margar yndislegar stundir á ferðalögum sínum. Netaverkstæði rak Jóhann um skeið með miklum myndarbrag og vora sfldarnætur frá netagerð hans eftirsóttar enda veiddist ekki betur í aðrar nætur. Enda þótt Jóhann tæki sér margt fyrir hendur var hann þó langþekktastur sem bæjarstjóri Eskirðinga. Hann hafði feikilegan áhuga á sveitarstjómar- og hafnar- málum og öðlaðist með áranum mikla þekkingu á þeim. Snyrti- mennska og nákvæmni var honum í blóð borin enda tók bærinn mikl- um stakkaskiptum í bæjarstjóratíð hans. Fræg varð sú saga að Esk- firðingar gætu ekki haldið ára- mótabrennu vegna þess að í bæn- um fyndist ekkert rasl til að brenna. Jóhann ræktaði betri og góm- sætari kartöflur en aðrir og fékk ævinlega góða uppskera hvernig sem viðraði, hvort sumarið var hlýtt eða kalt, votviðrasamt eða þurrt. Þar kom í ljós hversu natinn hann var og nákvæmur. Mikil vinna var lögð í undirbúninginn og uppskeran var eftir því og ættingj- arnir nutu jafnan góðs af. Á langri ævi hafði hann stundum meðbyr en æði oft fannst mér að hann hefði vindinn í fangið en þrátt fyrir það lét hann aldrei deigan síga og var jafnan stefnufastur, glaður og reifur. Hann lét heldur ekki veikindin síðustu árin buga sig heldur stóð meðan stætt var. Það var honum mikið áfall þegar hann missti Auðbjörgu fyrir rúmlega hálfum öðram áratug. Þau höfðu verið saman frá á því þau vora unglingar og vora afar samhent. Það var því Jóhanni mikið lán að kynnast Sigurbjörgu Sigbjörns- dóttur og eignast með henni traustan og ástríkan lífsfóranaut síðustu árin. Þau áttu saman marg- ar ánægjustundir meðan Jóhann vai- við góða heilsu og þegar hún bilaði vora þolinmæði Sigurbjarg- ar, skilningi og gæsku engin tak- mörk sett. Með Jóhanni Klausen er geng- inn góður drengur og Eskifjörður verður ekki sami bærinn án hans. Jakob Jakobsson. Hinn 8. júlí sl. lést Jóhann Klausen á Hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Jóhann fæddist á Eskifirði hinn 5. febrúar 1917 og bjó þar alla ævi. Byggðar- laginu helgaði hann mikinn hluta krafta sinna og með sanni er hægt að halda því fram að hann sé einn þeirra manna sem helst hafa mótað eskfirska sögu á síðari hluta þess- arar aldar. Jóhann tók út þroska sinn í hörðum skóla kreppuáranna og þær lífsaðstæður sem þá ríktu mótuðu viðhorf hans öðra fremur. Lengi framan af lagði hann stund á sjóróðra og aðra sjóvinnu á Eski- firði, Norðfirði, Hornafii’ði og öðr- um verstöðvum. Um skeið fékkst hann við útgerð en þegar síldveiðar hófust í stórum stfl fyrir Austur- landi hóf Jóhann að sinna netavið- gerðum og nótagerð. Jóhann var alinn upp með mönnum sem sinntu viðarfæragerð í ríkum mæli og lærði alla galdra þeirrar iðju á unga aldri. Árið 1960 fékk hann meistarabréf í netagerð án þess að hafa stundað hefðbundið nám í greininni en föðurbróðir hans, Þor- geir Klausen, vitnaði um kunnáttu og þekkingu Jóhanns og nægði sá vitnisburður stjórnvöldum til að samþykkja meistararéttindi hon- um til handa. Jóhann stofnaði eigið fyrirtæki, Netagerð Jóhanns Klausen, sama ár og hann fékk iðnmeistararétt- indi. Fyrirtækið hans óx hratt og varð brátt þekkt fyrir vandaða vinnu og skjóta þjónustu. Jóhann reisti myndarlegt hús íyrir starf- semina og þegar mest var umleikis störfuðu 24 menn hjá fyrirtækinu. Jóhann Klausen þótti útsjónarsam- ur netagerðarmaður og stóð hann meðal annars fyrir nýjungum við gerð sfldarmóta sem ollu þáttaskil- um í veiðum. Eftir að síldarævintýrinu lauk minnkuðu umsvif fyrirtækis Jó- hanns og að því kom árið 1975 að hann seldi aðstöðu netagerðar- verkstæðisins. Áður en afskiptum Jóhanns af netagerð lauk barðist hann fyrir því um nokkurra ára skeið að netahnýtingaverksmiðju yrði komið á fót á Eskifirði. Því miður höfðu stjórnvöld takmark- aðan skilning á stórhuga áformum Jóhanns og ekkert varð úr því að netahnýtingavélar kæmu til Eski- fjarðar. Síðar gerði Jóhann til- raunir til að hefja smíði plastbáta á Eskifirði í samvinnu við norskt fyrirtæki en sú hugmynd hlaut heldur ekki náð fyrir augum stjórnvalda. Dæmin um netahnýt- ingaverksmiðjuna og plastbáta- smíðina sýna svart á hvítu hvað Jóhann var framsýnn og djarfhuga en hugmyndir hans hlutu allt of sjaldan þá afgreiðslu sem þeim hefði borið. Eftir því sem árin liðu jukust af- skipti Jóhanns Klausen af sveitar- stjórnarmálum í heimabyggðinni. Hann var kjörinn aðalmaður í hreppsnefnd árið 1958 og sat þar samfellt til ársins 1970. Oddviti hreppsnefndarinnar var hann á ár- unum 1966-1970. Árið 1970 var Jó- hann ráðinn sveitarstjóri Eski- fjarðarhrepps og þegar Eskifjörð- ur fékk kaupstaðarréttindi árið 1974 gegndi hann starfi bæjar- stjóra. Bæjarstjórastarfinu sinnti hann allt til ársins 1977 og aftur sat hann í bæjarstjórastólnum á áranum 1982-1986. Jóhann hafði brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum og var sá áhugi ekki einungis bundinn við Eskifjörð. Hann gerði sér grein fýrir nauðsyn þess að austfirskir sveitarstjómarmenn stæðu saman og ynnu sameiginlega að hags- munamálum landshlutans. Það var í reyndinni Jóhann Klausen sem hafði frumkvæði að því samstarfí sveitarstjómarmanna á Austur- landi sem leiddi til stofnunar Sam- bands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi árið 1966. Jóhann lét heldur ekki sitt eftir liggja þegar sambandið var tekið til starfa og sat meðal annars í fyrstu stjórn þess. Með sanni má segja að Jóhann hafi haft vakandi áhuga á öllu því sem til framfara horfði fyrir Aust- urland og þá ekki síst Eskifjörð. Eskifjörður var honum afar kær og hann var ávallt bjartsýnn á framtíð staðarins. Það má líka segja að dugnaður og áhugi Jóhanns hafi átt sinn þátt í að gera Eskifjörð að þeim lífvænlega stað sem hann hef- ur verið um langt skeið. Af þessum ástæðum þótti öllum það sjálfsögð og eðlileg ákvörðun þegar bæjar- stjórn Eskifjarðar samþykkti árið 1986 að gera Jóhann Klausen að heiðursborgara. Jóhann kvæntist Auðbjörgu Jak- obsdóttur, útgerðarmanns og skip- stjóra í Neskaupstað, Jakobssonar, en eiginkonu sína mistti hann árið 1981. Þeim varð ekki barna auðið. Síðari kona Jóhanns er Sigurbjörg Sigbjörnsdóttir og lifir hún mann sinn. Fyrir hönd bæjarstjórnar hins nýja sameinaða sveitarfélags Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaup- staðar og Reyðarfjarðarhrepps vill undirritaður þakka Jóhanni Klausen öll hans störf í þágu Eski- fjarðar og sveitarstjórnarmála á Áusturlandi. Þau störf verða seint metin til fullnustu. Þá vill undir- ritaður fyrir hönd bæjarstjórnar- innar votta eftirlifandi eiginkonu Jóhanns og öðram aðstandendum innilegustu samúð vegna fráfalls hans. Á þessari stundu er vert að hafa í huga að minningin um bar- áttumanninn Jóhann Klausen mun lengi lifa. Smári Geirsson, forseti bæjarsljórnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.