Morgunblaðið - 18.07.1998, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÁSLAUG
STEINSDÓTTIR
+ Áslaug Aðal-
heiður Steins-
dóttir, húsfreyja á
Úlfsstöðum í Borg-
arfjarðarsýslu, var
fædd á Tannstöðum
í Miðfirði í V-Húna-
vatnssýslu 5. sept-
ember 1907. Hún
lést á heimili sínu
11. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Steinn Ás-
mundsson, bóndi á
Spena (Litla-
Hvammi) í Torfu-
staðahreppi, og
kona hans Valgerður Jónasdótt-
ir. Systkini Aslaugar voru: 1)
Friðjón, f. 1904, d. 1941, kona:
Guðrún Hjörleifsd. 2) Vilhelm,
f. 1909, d. 1995. K. 1. Iðunn Kri-
stjánsd. K. 2. Hólmfríður Þor-
steinsd. 3) Áslaug, sem hér er
kvödd. 4) Kristín, f. 1910, d.
1997. M. Kristian Oterhals. 5)
Eyjólfur K., f. 1911, d. 1952. K.
Laufey Árnad. 6) Ágúst G., f.
1912. K. Helga Ágústsd. 7) Her-
dís, f. 1914. M. Baldur Jónsson.
8) Sigrún S., f. 1916, d. 1988. M.
1. Haukur Eyjólfsson. M. 2.
Hörður Runólfsson. 9) Jónas, f.
1918, d. 1967. K. Erna Miiller.
10) Gunnhildur B., f. 1919. 11)
Halldór G., f. 1920. 12) Fjóla, f.
1923. M. Vladimir Mileris. 13)
Skúli A., f. 1924, d. 1980. K.
Þegar ég kom í fyrsta sinn að
Úlfsstöðum í Hálsasveit, í janúar
1951, var mér svo vel tekið af þeim
hjónum þar, að ég dvaldist þar viku-
langt. Enda fannst mér geðþekk að-
koman: Maður sat við skrifborð og
var að endurrita eitthvað um mál-
efni sem hann taldi mikilsverð.
Voru það reyndar þau efni sem
höfðu beint mér á þennan stað.
Húsfreyja var í stofu eitthvað að
iðja og tvær unglingsstúlkur hjá
henni. Gömul kona var á loftinu og
vel fyrir henni séð. En það sem ein-
kenndi þessi híbýli öðru fremur var
það frábæra hreinlæti sem stafaði
úr hverju skoti. Það sagði Áslaug
mér síðar, að ég hefði þama verið
skemmtilegur og glaðlyndur ungur
maður, og þótti mér það ekki lítið
hrós. Síðar varð þessi sama kona
tengdamóðir mín og margt er nú að
þakka að leiðarlokum hennar hér á
jörð, þó að flest verði ósagt.
Oft átti ég eftir að undrast og
dást að því sem einkenndi dagfar
Gyða Brynjólfsd.
Dætur Áslaugar
eru: Steingerður, f.
1928, m. Þorsteinn
Guðjónsson,
Reykjavík. Guðrún
Elsa, f. 1933, m.
Sveinn Þ. Víkingur,
Úlfsstöðum. Ragn-
hildur, f. 1936, bú-
sett á tílfsstöðum.
Ásdís, f. 1938, d.
1994, m. Þorsteinn
Þorsteinsson,
Skálpastöðum.
Bamabörnin eru
11, barnabarnabörn
eru orðin 18.
Maður Áslaugar var Þor-
steinn Jónsson bóndi, skáld og
heimspekingur, f. 1896, d. 1991.
Þau Þorsteinn byrjuðu reglu-
legan búskap í Geirshlíðarkoti
(nú: Giljahlíð) vorið 1935; tóku
við hálfum tílfsstöðum 1936 og
síðar öllum. Þau byggðu þar
nýtt íbúðarhús árið 1938, en
það brann á nýársdag 1952. Þau
endurreistu tílfsstaði, íbúðar-
hús, Qós og fjárhús, sumarið
eftir bmnann, 1952. Þau höfðu
þar kúabú og fjárbú til ársins
1984. Áslaug hélt uppi garð-
rækt, blómarækt og smábúskap
allt til dánardægurs.
títför Áslaugar verður gerð
frá Reykholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Áslaugar, enda kom það því betur í
ljós sem ástæður hennar bötnuðu.
Hún blessaði sífellt sólina og sól-
skinið og hina góðu tónlist, sem var
mjög um hönd höfð á bænum, og
þegar hún eltist fór hún að lesa
bækur meir en áður höfðu gefíst
stundir til; hún las meðal annars
Nýalana og komst þar vel að efninu,
því sem mestu varðar. Þegar Þor-
steinn fór í ferðir sínar í þágu þess
málefnis var aldrei neinn bilbugur á
stuðningi hennar, þó að hún yrði
stundum að auka sér erfiði að mun.
Það var ekki auðvelt að koma
sem fátæk vinnustúlka í Borgar-
fjörð á fýrstu kreppuárunum, en
tvennt var það sem bjargaði Ás-
laugu. Það var vinnugetan, jafn-
framt samviskusemi og einurð í
skapi. Þau kynntust og tóku saman
Þorsteinn Jónsson og Áslaug og
sagði hún mér svo síðar að ekki
hefði verið spáð vel fyrir því sam-
bandi! Ekki var auðvelt að fá jarð-
næði á þeim árum. En vorið 1935
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
FJÓLA LÚTHERSDÓTTIR
frá Bláfeldi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 20. júlí kl. 13.30.
Jóhannes Lúther Gíslason, Erla Hafdís Steingrímsdóttir,
Sæmundur K.B. Gíslason, Erla Sigvaldadóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar og amma,
MARGRÉT GÍSLADÓTTIR,
Hátúni 4,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 20. júlí kl 15.00.
Gísli Jón Helgason,
Sigurður Ellert Sigurðsson,
Einar Bjarg Sigurðsson.
MINNINGAR
gátu þau byrjað búskap í Geirshlíð-
arkoti, og þá fór allt að ganga betur,
þrátt íyrir mæðiveikina, sem skildi
eftir 14 ær þar sem verið höfðu 80.
Og árið eftir fluttust þau að Úlfs-
stöðum og bjuggu þar saman til
æviloka hans - 56 ár.
Ekki voru húsakynni mjög vistleg
í gamla torfbænum á Úlfsstöðum,
en árið 1938 byggðu þau þar stein-
hús, gott eftir því sem þá gerðist, og
bjuggu þau þar næstu 14 árin. En
það hús brann á nýársdag 1952 með
öllum eignarhlut sem inni var, en
fólkið bjargaðist. Ekki var nein
uppgjöf í þeim hjónum og var fljót-
lega tekið að efna í annan bæ og var
nú byggt niðri við veginn. Tókst það
með ágætum, því að fyrir haustið
var komið upp fjós og hlaða og
þriggja hæða íbúðarhús sem síðan
hefur prýtt þann reit. þar hafa Ás-
laug og dætur hennar ræktað garða
nokkra, blómreiti og trjáreiti, sem
gefa staðnum þokka og prýði. Garð-
rækt og heilsurækt var hennar líf,
og varð hún með hinum fyrstu til að
kaupa rit eins og Heilbrigt líf og
Heilsuvemd, þegar þau fóru að
koma út. Enda hefur heilsufar verið
gott hjá þeim, sem nutu matargerð-
ar hennar.
Það sem mér fannst einkenna Ás-
laugu öðm fremur var í fyrsta lagi
hver mannvinur hún var, og þó ekki
síður dýravinur - enda sá ég oft
merki þess hve samhuga þau Þor-
steinn vom um það að láta dýmnum
líða vel. En alveg sérstaklega var
hún bamavinur, enda hændust þau
að henni. Það vora bæði hennar eig-
in böm og bamaböm, og síðast
bamabamabörn, sem standa mér
nú fyrir hugskotssjónum eins og
hópur umhverfis hana. En einnig
era þar sumarböm eins og þá tíðk-
aðist í sveitum - sem mörg urðu á
langri ævi hennar - og allt
framundir þetta hefur fólk, sem
einu sinni var „hennar böm“, verið
að koma að þakka íyrir sig, á einn
og annan hátt.
Það er sjónarsviptir að Áslaugu
Steinsdóttur. Hún var, á sinn hljóð-
láta hátt, eins og miðdepill þeirrar
ættar sem frá henni er komin, og
jafnframt ættrækin til systkina
sinna og skyldmenna. Minningar
frá Úlfsstöðum hafa mörgum orðið
kærar og gott er það ævistarf sem
slíkt skilur eftir sig. Sístarfandi var
Áslaug til hinstu stundar, og er það
einkennandi um hana, að hún hneig
síðast út af frá verki sínu og var þá
látin.
Ekki mundi Áslaugu tengdamóð-
ur minni líka við mig, ef ég léti þess
ógetið sem var hennar höfuðsann-
færing, en það er, að lifað er eftir
dauðann líkamlegu lífi. Og ég ætla
að bæta því við frá sjálfum mér, að
ég efa ekki að nú hefur hún enn bet-
ur komist að því sem rétt er í því
efni.
Þorsteinn Guðjónsson.
Sólbjartan morgun fýrir viku síð-
an gekk gömul kona til verka sinna
á bæ í Borgarfirði eins og svo oft
áður. En í þetta sinn lauk hún þeim
ekki eins og ævinlega, þar vantaði
nokkuð á. Þessi kona var Áslaug
Steinsdóttir amma mín og mér þótti
ósköp vænt um hana.
Þegar ég var bam var ég sendur í
sveit til ömmu og afa, sumar eftir
sumar. Störfin voru eins og við er
að búast, kúa- og kindasmölun,
girðingarvinna, heyvinna og annað
sem starfað er við til sveita. Og eftir
á að hyggja, þá finnst mér eins og
að þungamiðja lífsins á bænum hafi
verið hún amma. Fyrst á fætur á
morgnana og alltaf sístarfandi. Víst
var skemmtilegra að tala við afa.
Hann sagði sögur af Gretti og Þor-
geirsbola, fór í krók við stráka og
leyfði þeim að skjóta úr kindabyssu.
En auðvitað var það amma sem
sinnti daglegum þörfum allra heim-
ilismanna og ég held að búsorgimar
hafi jafnvel fremur hvílt á henni
heldur en afa. Skap hennar dró þá
oft dám af því hvernig bústörfin
gengu og mikið var hún amma mín
glöð þegar vel hafði heyjast. Þá
fengum við að heyra að við hefðum
unnið fýrir mat okkar og vel það.
Ef eitthvað einkenndi hana ömmu
öðra fremur, þá var það starfssemi.
Alveg fram í andlátið var hún sí-
starfandi. Hún losaði loftið úr pott-
ofnunum á hverjum degi, gaf
hænsnum og köttum að éta og
sinnti bæði gróðurhúsinu sínu og
matjurtagarðinum. I gróðurhúsinu
ræktaði hún skrautjurtir og gladdi
okkur í sumarbústaðnum með rósa-
vöndum þegar við vorum þar. En úr
matjurtagarðinum fékk hún þann
mat sem henni þótti bestur.
Fyrir löngu barst náttúrulækn-
ingastefnan til hennar ömmu eftir
einhverjum krókaleiðum. Maga-
kvillar höfðu hijáð hana, enda var
mataræði þess tíma fremur einhæft.
Með grænmeti, sem hún ræktaði
sjálf og grautum og brauðum úr
grófu komi læknaði hún sig sjálf og
alla tíð síðan matbjó hún þannig
fyrir aðra. Nú er að alast upp í ætt-
inni kynslóð barna, sem finnst engin
brauð jafnast á við langömmubrauð.
Hún amma átti auðvelt með að
hæna að sér böm. Með hlýlegu við-
móti, leikfongum við hæfi og stöku
kandísmola var víst að þau sæktu til
hennar meðan á heimsóknum í
sveitina stóð. Aðspurður um það
eftir slíka heimsókn, hvað
langamma væri að gera núna, þá
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
BERNÓDUSAR Ö.G. FINNBOGASONAR,
Laugarnestanga 60,
síðast til heimilis
á Hrafnistu Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
deildar Hrafnistu.
Kristín M. Helgadóttir,
Grétar Bernódusson, Guðrún Eyjólfsdóttir,
Kristin Benný Grétarsdóttir, Davíð Héðinsson,
Óskar Eyjólfur Grétarsson,
Grétar Atli Davíðsson, Gunnar Atli Davíðsson.
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður minnar og tengdamóður,
SIGURBJARGAR E. LEVY.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunar- og
starfsfólki á Dvalarheimilinu Seljahlíð fyrir
einstaklega góða umönnun.
Edda Levy, Helga María Stefánsdóttir.
svaraði einn stubburinn því hiklaust
til, að nú væri hún langamma að
borða súkkulaði.
Þótt að mörg verkin hennar
ömmu væra smá, þá gat hún líka
beitt sér fýrir viðameiri verkefnum.
Og hún vildi skilja vel við. Þess
vegna lét hún ryðja burt tæplega
hálfrar aldar gamalli branarúst,
sem áður var heimili hennar, þótt
allir aðrir en gestir væra löngu
hættir að taka eftir þessu lands-
lagslýti. Og húsið hennar er nýupp-
gert nú þegar hún er öll. Hún amma
mín hafði nefnilega góð tök á tilver-
unni.
Á veggnum hjá mér hanga tvær
myndir af ömmu. Önnur er svört-
hvít, af uppábúinni alvöragefinni og
jafnvel áhyggjufullri konu um þrí-
tugt. Þessa konu þekkti ég ekki. En
á nýlegri litmynd sést lítil og lotin
brosandi kona í þvottahúsinu sínu,
umkringd barnabörnum sem vora
að vaxa henni yfir höfuð. Og mér er
Ijóst að þó að hún amma mín hafi
ekki lokið sínu síðasta verki, þá skdl-
aði hún áleiðis því sem máli skiptir.
Góðu veganesti fýrir afkomendur
sína.
Gautur Þorsteinsson.
Móðursystir okkar, Áslaug
Steinsdóttir er látin. Við andlát
hennar langar okkur systkinin að
minnast hennar með örfáum orðum.
Við urðum þeirra gæfu aðnjótandi
sem börn að fá að dveljast í nokkur
sumur á Úlfsstöðum. Þar var gott
að vera í sveit. Við eigum aðeins
góðar minningar frá þeim tíma.
Viðmót heimilisfólks og
viðurgemingur allur var eins og
best verður á kosið.
Frá fýrstu tíð og allt fram á
þennan dag hefur verið mikil og góð
vinátta með fjölskyldum okkar,
skyldleikinn og samkennd batt
okkur saman í æsku og hefur það
haldist æ síðan.
Áslaug var næstelst 13 systkina
og þurfti því snemma að taka til
hendinni á mannmörgu heimili. Hún
var bráðrösk til allra verka,
vinnusöm og þrifin og fóru henni öll
störf vel úr hendi. Á þeim tíma var
menntun munaður fárra útvalinna
og hörð lífsbarátta hlutskipti
flestra. Hún fór því snemma að
vinna fýrir sér og var hún ýmist í
vistum eða kaupavinnu, þar til hún
kynntist manni sínum, Þorsteini
Jónssyni, og hófu þau búskap á
föðurleifð hans.
Þau eignuðust fjórar dætur. Á
fyrstu búskaparáram voru efni
ekki mikil, en með ráðdeild og
fýrirhyggju urðu þau vel bjargálna
eftir því sem alþýðufólk getur orðið
með vinnu sinni einni saman. Þau
urðu fyrir þungum búsifjum, er
hús þeirra brann á nýársdag 1952
og björguðust þau naumlega út.
Þau létu þó mótlætið og
erfiðleikana ekki draga úr sér
kjarkinn heldur hófust handa við
byggingu nýs íbúðarhúss og reistu
tvílyft steinhús á jörð sinni. Það
var mikill gestagangur á
Úlfsstöðum og tekið á móti öllum
af mikilli rausn og hlýhug og
gestunum fannst þeir vera svo
innilega velkomnir.
Áslaug lifði ekki háværu eða
áberandi lffi. Hún ræktaði garðinn
sinn og bára matjurtimar og ekki
síst rósimar í glerhýsi sunnan við
hús natni hennar og umhyggju
fagurt vitni. Eitt helsta hugðarefni
hennar var velferð fjölskyldunnar.
Hún bjó við mikið bamalán og var
stolt af afkomendum sínum og
uppskar ást þeirra og virðingu.
Þorsteinn lést fýrir sjö árum í
hárri elli. Eftir lát hans hélt Áslaug
heimili með Ragnhildi dóttur sinni.
Á Úlfsstöðum ólst einnig upp
Áslaug Ragnarsdóttir, dóttir
Ragnhildar. Guðrún Elsa og
Sveinn, maður hennar, reistu sér
íbúðarhús á Úlfsstöðum og gat
Áslaug því eytt ævikvöldinu í skjóli
dætra sinna. Andlát hennar bar að í
dagsins önn eins og hún hefði
trúlega sjálf kosið.
Við kveðjum góða frænku, sem
ætíð lét okkur finna að við stæðum
henni nær.
Lóa Gerður Baldursdóttir,
Jón Birgir Baldursson.