Morgunblaðið - 18.07.1998, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ1998
MORGUNBLAÐIÐ
, * Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir
I kvöld, nokkur sæti laus • föstudaginn 24. júlí • laugardaginn 25. júll.
Sýningar hefjast kl. 20.
Miðasala sími 551 1475.
Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar.
Tilkynning frá fógetanum í Nottingham
25.000 gullpeningar í boði fyrir þann sem
handsamar útlagann Hróa hött
Hrói höttur cr í sirkustjaldinu í Húsdýragarðinum
Sýnt miðv. - föstud. kl. 14:30
Lau. - sun. kl. 14:00 og
Miðapantanir • Nótt&Dagur • 562 2570
Miðayerð: 790,- (640,- fyrir hópa)
Innifalið í verði er aðcöngumioi á Hróa hött.
aðgöngumiði í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn
og frítt í öll tæki f garðinum
Beethoven
á Rás 1
ÞJÓNN
í s ú p u n n i
lau. 18,7 UPPSELT
sun. 19/7 UPPSELT
fim. 23/7 UPPSELT
fös. 24/7 UPPSELT
lau. 25/7 UPPSELT
sun. 26/7 UPPSELT
fim. 6/8 örfá sæti laus
fös. 7/8 örfá sæti laus
Sýningamar hefjast kl. 20.00
Miðasala opin kl. 12-18
Ósóttar pantanir seldar daglega
Miðasölusími: 5 30 30 30
Leikfélagið Regina
„Northern Lights“
eftir Frederick Ham'son
í Möguleikhúsinu v/Hlemm
Frumsýn. lau. 18.7 kl. 20.30
2. sýn. sun. 19.7. kl. 20.30.
3. sýn. fim. 23.7. kl. 20.30.
4. sýn. fös. 24.7. kl. 20.30.
5. sýn. lau. 25.7. kl. 20.30.
6. sýn. sun. 26.7. kl. 20.30.
Flutt á ensku/Performed in english
Miðasala í síma 562 5060
flíyjsajh-iia
Gamanleikrit í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
lau. 18/7 kl. 23
fim. 23/7 kl. 21
Miöaverö kr. 1100 fyrir karla
kr. 1300 fyrir konur
Vðrðufélagar Ll fá 30% afslétt
Sýnt I Islensku óperunni
Miðasölusími 551 1475
Ingólfur Guðbrandsson
fjallar um lífshlaup og
tónsmíðar Beethovens
næstu laugardaga
kl. 16.08.
FOLK I FRETTU
EKKI er farið dult með það að
Strandvarðaþættirnir eru fyrst
og fremst kroppasýningar.
PAMELA And-
erson og David
Charvet voru
fyrst ráðin í
Strandverði.
DiCaprio fengi
ekki hlutverk í
Strandvörðum
RIFLEGA 10 þúsund manns hafa farið í Ieikprufu íyrir þætt-
ina Strandverði á lítilli skrífstofu í Marina del Rey í
Kaliforníu, að sögn Susie Glicksman og Fern Oren-
stein sem sjá um prufurnar.
Allir vonast til þess að verða næstu David Char-
vet eða Pamela Anderson, fyrstu leikararnir sem
ráðnir voru í þættina. Tvíeykið var tekið tali af
bandaríska blaðinu People og fyrsta spurningin
var hvort væri mikilvægara, leikhæfdeikar eða
líkamlegt atgervi.
„Ef einhver getur komið tveim setningum
saman og lítur vel út kem ég honum eins og
skot í leiklistartíma. Það hefur nokkrum
sinnum komið fyrir,“ svarar Glicksman.
Vísið þið einhvern tíma fólki á dyr um leið
og það gengur inn?
„Nei, allir fá að lesa texta,“ svarar
Glicksman.
Hvað ef fólk hefur stóran rass?
P „Við leyfum því að minnsta kosti að
lesa pinulitið. Við eruni ekki vondar,"
svarar Giicksman.
Þurfa leikkonur að mæta í leikprufur
í sundbolum?
„Nei, en þær verða að klæða sig
þannig að vöxturinn sjáist," svarar
Glicksman.
Hver er stefna þáttarins hvað varð-
ar brjósta- og varastækkun?
„Er nokkuð athugavert við það ef
það bætir útlit leikaranna og engin ör
eru sjáanleg. Þetta er nú einu sinni
Los Angeles," svarar Glicksman.
Hafa einhverjir frægir leikarar
sótt um að komast að í þáttunum
en verið hafnað?
„Við höfnuðum Aliciu Silver-
stone [sem neitar að hafa far-
* í leikpmfu], Dean Cain
og Neve Campbell,"
svarar Glicksman.
Af hverju réðuð þið
ekki Neve?
„Mér fannst hún ekki
nafa rétta útlitið fyrir
Strandverði. Svo er hún of fölleit. Það
myndi aldrei ganga upp,“ svarar Orenstein.
Mynduð þið ráða Leo DiCaprio?
„Hann yrði líklega að fara í ræktina og
íoma sér í form. Ef það tækist myndi hann
ralda því.“
NEVE Camp-
bell þótti of
„fölleit“ fyrir
Strandvarða-
sundbolinn.
Stöð 2 ► 13.15 Villimenn við dyrnar
(Barbarians at the Gate, ‘93), er
víðkunn og vel gerð sjónvarpsmynd.
byggð á samruna Nabisco og R.J.
Reynolds. James Gamer fer myndar-
lega með aðalhlutverkið í kaldhæðnis-
legri framvindu auðhringjamyndana
og spákaupmennsku á torgi hinna
himnesku hlutabréfa. Með Jonathan
Pryce. ★★★.
Stöð 2 ► 15.00 Disneynmyndin Jám-
vilji (Ironwill, ‘93), greinir frá ungum
dreng sem misst hefur fóður sinn og
grípur til þess ráðs að taka þátt í hunda-
sleðakapphlaupi til að geta haldið áfram
á menntabrautinni. Þokkaleg fjölskyldu-
mynd með Kevin Spacey. ★★Viá
Stöð 2 ► 21.10 Jane Eyre, (‘95), er
byggð á sígildri ástar- og örlagasögu
eftir bresku skáldkonuna Charlotte
Bronte, sem hefur oft verið kvikmynduð
áður. Með bestum árangri 1944, með Jo-
an Fontaine og Orson Welles. Hérfara
þau William Hurt og Charlotte Gainsbo-
urg með hlutverk elskendanna, sem
stéttarskipting og fortíð stía ísundur.
Breska tímaritið Empire gefur þessari
LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTÖÐVANNA
búningamynd, sem að þessu sinni er
leikstýrt af Franco Zeffírelli, ★★★, en
segir hana einfaldaða útgáfu sem beri
sterkan keim af frægustu mynd leik-
stjórans, Rómeó og Júlíu.
Sjónvarpið ►21.10 Umhverfis jörð-
ina (The Great Race, ‘65). Sjá umfjöll-
iin í ramma.
Stöð 2 ► 23.05 Kafbátaæfingin
(Dawn Periscope, ‘96), nýtur góðs af
sjónvarps-gamanleikaranum
góðukunna, Kelsey Grammer, sem að
þessu sinni leikur skipstjóra á afdönk-
uðum kafbát. Grammer er kostulegur,
annað ekki. ★★.
Sjónvarpið ► 23.45 Sjónvarps-
spennumyndin Engum að treysta
(The Gang in Blue, ‘96), tekur á kyn-
þáttamisrétti innan lögreglunnar, gerð
af baráttumanninum Melvin Van
Pebbles, með syni hans, Mario í aðal-
hlutverki.. Ádeilan ristir líklega ekki
djúpt, því IMDb gefur nánast fallein-
kunn, 5.6. Það er til bóta að gæðaleik-
arinn J.T. Walsh kemur við sögu.
Sýn ► 24.00 Hana hefur áður borið á
góma, spennumyndina A ystu nöf
(Cliffhanger, ‘93)93, talsvert mikilfeng-
leg, og á köflum taugatrekkjandi
mynd, prýdd Stallone og Klettfjöllun-
um. ★★★
Stöð 2 ► 0.40 Vatnaveröld (Wa-
terworld, ‘95), var dýrasti og frægasti
skellur síðari ára, uns stjarna hennar,
Kevin Costner tók sig til og bætti um
betur, með hörmunginni The Postman
á síðasta ári. Við hliðina á henni er
Vatnaveröld hreinasta perla. I raun
þokkalegasta skemmtun, en langdreg-
in framtíðarsýn um Móður Jörð á kafí í
vatni, og góða menn og vonda. Með
Dennis Hopper. ★★Vá
Stöð 2 ► 2.25 Hugarflug (Altered
States, ‘80), ★★★, er frá þeim tíma
sem Ken Russell gerði skemmtilega
geggjaðar myndir. Spennandi og hroll-
vekjandi, um tilraunir vísindamanns
(William Hurt), á mannshuganum und-
ir áhrifum meskalíns, umluktur vatni.
Þær enda með ósköpum. Sérstaklega
drungaleg, dularfull og eftirminnileg,
Russell á vondu „trippi", í orðsins
fyllstu metrkingu. Einstök á sinn hátt,
með frábærum Hurt.
Fræknir menn á
flottum bílum
Sjónvarpið ►21.10 Um-
hverfis jörðina (The Great
Race), er svo sannarlega
óvæntur gestur, sem maður
hefur ekki séð né heyrt síðan
á barnsaldri. Þá var hún
svar Wamerbræðra við
hinni feikivinsælu Foxmynd,
Those Magnificent Men in
Their Flying Machines. Báð-
ar farsakenndar,
stjörnumprýddar, fokdýrar,
langar og ofhlaðnar gaman-
myndir, um keppni og ósvíf-
in bellibrögð. I Úmhverfís
jörðina er baráttan komin
niður á jörðina, kapphlaupið
stendur um hver verður
fyrstur á tryllitæki sínu (árið
er 1908), frá New York til
Parísar. Meðal keppenda
era Tony Curtis, Natalie
Wood, Jack Lemmon, Peter
Falk, og gamli góði Keenan
Wynn, það yndislega óféti.
Myndin átti sí ágætu augna-
blik og stjörnurnar skinu
glatt undir stjórn Blake Ed-
wards. Spurningin er hvern-
ig aldurinn hefur leikið
hana. ★★★
Sæbjörn Valdimarsson