Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Þorsteinn Pálsson gagnrýnir ummæli um þátt fslendinga í NAMMCO Segir Fiskaren reisa gagnrýni á sleggjudómum STEINAR Andersen, fræðimaður við stofnun Fridtjof Hansen-stofn- unina í Noregi, segir í viðtali við norska blaðið Fiskaren að Island sé í dag helsta hindrun þess að hval- veiðar í atvinnuskyni geti hafist að nýju. Hann segir Islendinga skorta pólitískan kjark til að hefja hvalveið- ar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra vísaði þessum fullyrðing- um á bug í gær. ísland átti frumkvæðið að stofnun N orður-Atlantshafssj ávarspendýr a- ráðsins, NAMMCO, árið 1992 og segir Andersen að síðan þá hafi ver- ið stofnaðar ótal nefndir til að fjalla um hvalveiðar en þær hafi ekki skil- að neinum árangri. Andersen sagði á alþjóðlegri hafréttarráðstefnu, sem haldin var í Ósló, það vera vandkvæðum háð að taka upp hval- veiðar í atvinnuskyni á ný í ljósi al- þjólegu samninganna um hafréttar- mál og viðskipti með afurðir dýra í útrýmingarhættu. Hann sagði Is- lendinga því óttast pólitískar og efnahagslegar afleiðingar þess að taka upp hvalveiðar að nýju. Andersen telur stöðu íslands ólíka stöðu Norðmanna þar sem ís- lendingar hafi ekki mótmælt hval- veiðibanninu sem sett var á 1982 og síðar sagt sig úr Alþjóða hvalveiði- ráðinu. Islendingar taki auk þess mark á hótunum Bandaríkjamanna og Grænfriðunga. Hann á von á að Bandaríkjamenn grípi til einhverra aðgerða gagnvart Norðmönnum auki þeir hvalveiðar sínar. Milliríkjaviðskipti skilyrði fyrir veiðum Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra telur gagnrýni Andersen á afstöðu íslendinga í NAMMCO byggða á miklu þekkingarleysi þar sem það séu Norðmenn sem hafi verið dragbítar á að NAMMCO sam- þykkti að stjóma hvalveiðum. Þor- steinn segir Islendinga hafa knúið á að NAMMCO útvíkkaði sitt verk- svið, miðað hafi hægt og bítandi í þá átt en engar beinai- stjórnunará- kvarðanir hafi verið teknar og það sé fyrst og fremst vegna þess að Norð- menn hafi staðið í vegi fyrir því. Þorsteinn segir einnig að líta þurfi til ólíkra aðstæðna Islendinga og Norðmanna, þar sem þeir hafi mótmælt hvalveiðibanninu og séu óbundnir af því en íslendingar hafi mun lakari þjóðréttarlega stöðu þar sem þeir mótmæltu því ekki. „Norð- menn hafa síðan all verulegan heimamarkað og olíupening til að fjármagna veiðar án þess að um milliríkjaviðskipti á afurðunum sé að ræða. Við gætum ekki hafið veiðar öðruvísi en að milliríkjaviðskipti væru opin,“ sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að horft hafi verið til þess að af Norðmenn væru tilbúnir til að flytja hingað hvalafurðir þá gæti það brot- ið ísinn í þessum efnum, íslendingar hafi lýst sig reiðubúna til að kaupa af þeim hvalafurðir en norska stjómin hafi hafnað því þrátt fyrir áskoranir norskra hvalveiðimanna. „Staðhæfingar Andersen eru því miður sleggjudómar,“ segir Þor- steinn. Hvalaskoðun arðbærari en hvalveiðar I Fiskaren er einnig rætt við Ket- il Sigurjónsson sem tók þátt í fyrr- nefndri hafréttarráðstefnu. Hann segir að andstaða við hvalveiðar hafi aukist á meðal íslendinga síðustu ár þar sem vinsældir hvalaskoðunar- ferða hafi aukist gríðarlega. Hvala- skoðun sé orðin arðbær atvinnu- grein og skili meiri teljum í ríkis- kassann en hvalveiðar. Ketill segir einnig ljóst að hefji íslendingar hvalveiðar á ný megi búast við hörð- um aðgerðum af hálfu Bandaríkja- manna en þær myndu brjóta í bága við alþjóðlega viðskiptasamninga um Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Pramminn reyndist lyftaranum ofviða ísafjörður. Morgunblaðið. ÓHLAPP varð þegar lyftari frá Básafelli á Isafirði átti að hifa málningarpramma upp úr sjó við höfnina í gær. Pramminn reynd- ist þyngri en afturendi lyftarans, sem steyptist fram fyrir sig, en stöðvaðist með óskiljanlegum hætti við bryggjukantinn. Bíl- stjórann, Gfsla Skarphéðinsson, sakaði ekki. Þegar Gfsla var skip- að að drífa sig út úr lyftaranum áður en hann færi í höfnina brást hann hinn rólegasti við og sagðist ætla að drepa á honum fyrst. Hannes Hlífar sigr- aði á skákmóti Gerir mikið fyr- ir sjálfs- traustið HANNES Hlífar Stefánsson stóð einn uppi sem sigurvegari á sterku skákmóti sem lauk á sunnudaginn í Antwerpen í Belgíu. Alls voru 120 keppendur í A flokki og voru 16 stór- meistarar þar á meðal. Að sögn Hannesar gekk mótið vonum fram- ar og spiluðu þar inn í góðar aðstæður á keppnisstað. „Það var rosalega gaman að vinna þetta mót og þetta gerir mikið fyrir sjálfstraustið. Þá kemur þetta stigalega mjög vel út og gefur mér byr undir báða vængi,“ sagði Hannes í samtali við Morgunblaðið í gær. Að- spurður segir hann að erfiðasta skákin hafi verið við ísraels- manninn Boris Avrukh en eftir sigurinn á honum gerði hann sér grein fyrir að hann gæti sigrað á mótinu. Var ekki boðið Sigurlaunin fyrir þetta mót voru 200.000 belgískir frankar eða um 370.000 íslenskar krón- ur en frá dregst ferðakostnað- ur, mótsgjald og uppihald sem Hannes greiðir sjálfur þar sem hann var ekki meðal þeirra 10 sem boðið var til mótsins. „Ég og Helgi Ólafsson tók- um ákveðna áhættu með því að fara á þetta mót og fá engin verðlaun en margir aðrir fá all- an sinn kostnað greiddan. Þetta gekk núna upp hjá mér en slíkt er að sjáfsögðu ekki gefið í atvinnumennsku í skák. Hins vegar er ég núna öruggur um að verða boðið næsta ár,“ sagði Hannes að lokum. Hannes Hlífar Stefánsson Lög, sem sett voru á Alþingi um breytingu á bifreiða- og vörug;jaldi í vor, gagnrýnd Líklegt að mestu hækkanirnar verði endurskoðaðar ✓ Oánægja ríkir vegna hækkunar, sem Alþingi ákvað á bifreiðagjöldum í vor. í ákveðnum tilvikum getur hún numið rúmlega 500%. Gunnlaugur M. Sigmundsson al- þingismaður, sem situr í efnahags- og viðskiptanefnd og vann að lagasetningunni, sagði í gær að ekki væri litið á hana sem endanlega lausn. NY LÖG um bifreiðagjald, sem samþykkt voru frá Alþingi í vor, fela í sér hækkun bif- reiðagjalds og lækkun vörugjalds. Bifreiða- gjaldið var hækkað til að mæta tekjutapi vegna helmingslækkunar vörugjalds. Samkvæmt nýju lögunum hefur hámarks- bifreiðagjald verið afnumið, en áður var há- marksgjaldið 26.750 krónur, sem greitt var tvisvar á ári. Fer nú bifreiðagjaldið eftir eig- inþyngd bifreiðar og nemur hækkunin á sjötta hundrað prósenta ef dæmi er tekið af 71 tonns krana. Pétur Jóhannsson hjá GP-krönum í Reykjavík greiddi 26.750 krónur í bifreiða- gjald af hverjum krana sínum fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní og nú hljóða reikningar frá Tollstjóra fyrir tímabilið 1. júlí - 31. des- ember upp á 163.180 krónur fyrir 71 tonns kranann. „Fyrir 46 tonna krana er bifreiðagjaldið 111.180 krónur og fyrir 37 tonna krana er það 95.180 krónur,“ segir hann. Hann segir að vörugjaldslækkunin komi ekki nægilega til móts við hækkun bifreiðagjalds og rökstyður þá staðhæfingu með eftirfarandi dæmi: „Vörugjaldið af 11 milljóna króna krana í inn- kaupi lækkar úr 1.650 þúsund krónum í 825 þúsund krónur. Mismunur á bifreiðagjaldi fyrir og eftir breytingar nemur 148 þúsund krónum eiganda kranans í óhag og sé þeirri tölu deilt með 825 þúsundunum fæst sú niður- staða, að eftir fimm og hálft ár borgi sig að endumýja kranann til að lækkun vörugjalds- ins jafni út hækkun bifreiðagjaldsins. Ending- artími krana er að lágmarki hinsvegar um tuttugu ár þannig að það verður ekki annað séð en að bifreiðagjaldið sem greitt yrði eftir fimm og hálft ár væri óbeinn skattur." Það sem Pétri svíður þó mest er að bifreiða- gjaldið hækkar einnig á átta krönum hans, sem hann hefur þegar greitt 15% vörugjald af. „Ég er heldur ekki sáttur við þessa aftur- virkni laganna sem ég túlka ekki með neinum öðrum hætti en skattlagningu." Ekki endanleg lausn Að sögn Gunnlaugs M. Sigmundssonar al- þingismanns, sem situr í efnahags- og við- skdptanefnd og vann að lagasetningunni er hún ekki endanleg lausn, enda segist hann vera þeirrar skoðunar að afnema eigi vöru- gjaldið að fullu og helmingslækkunin nú sé áfangi á þeirri braut. Hann segir að þegar lög- in voru í smíðum hafi aldrei komið til greina að hafa tvöfalt kerfi, á þann veg að þeir sem hefðu fjárfest í bifreið fyrir gildistöku nýju laganna og greitt hefðu 15% vörugjald, gætu áfram greitt bifreiðagjöld undir 26.750 króna þaki, en hinir, sem fjárfest hefðu á gildistíma nýju laganna, notið lækkunar vörugjaldsins og hækkunar bifreiðagjalds. „Þetta er áfangi á þeirri leið að afnema opinber gjöld önnur en virðisaukaskatt við innflutning á vinnutækj- um. Menn hafa verið sammála um að það verði ekki gert í einu stökki.“ Gunnlaugur segir að fjöldi hagsmunaaðila hafi fylgst með vinnu nefndarmanna og reki hann ekld minni til þess að neinn hafi sérstaklega minnst á þyngstu kranana, sem munu vera um áttatíu talsins. „Þegar við unnum að málinu í vor vor- um við allir þess meðvitaðir að það væri allt eins líklegt að við þyrftum að taka málið aftur upp á vetrarþinginu og það var rætt í nefnd- inni að til þess myndi koma,“ segir Gunnlaug- ur. Undirbúa aðgerðir Landssamband vörubifreiðastjóra undirbýr nú aðgerðir vegna laganna og segir Unnur Sverrisdóttir framkvæmdastjóri, að hækkun- in sé á milli 100-160% á bifreiðagjaldi félags- manna á 12,5 til 25 tonna vorubifreiðum og jafnar hækkuninni við skattlagningu. „Þessi hækkun er ekki í neinu samræmi við skatt- lagningu á aðrar atvinnugreinar og við mun- um mótmæla þessu harkalega strax og þing kemur saman að nýju,“ segir Unnur. Hún seg- ir að þótt vörugjald lækki úr 15% i 7,5% komi það ekki til með að nýtast bifreiðastjórum sem stunda atvinnurekstur, heldur þeim sem fjárfesta í nýrri vörubifreið. „Þeir eru fáir sem hafa ráð á því innan okkar vébanda og að mínu mati er það rangt að tengja saman vöru- gjald og bifreiðagjald," segir Unnur. Einangrað fyrirbæri í huga Árna Jóhannssonar hjá Samtökum iðnaðarins er hin mikla hækkun bifreiðagjalds á þyngstu krönunum einangrað fyrirbæri, sem sátt muni vonandi nást um án mikillar fyrirhafnar. „Ég lít svo á að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var gert ráð fyrir viðun- andi útkomu fyrir eigendur þyngstu kran- anna,“ segir Ánii. „Þeir þyngstu, sem vega 70-80 tonn og eru á fimmta tuginn lenda illa í þessu, en lagasetningin er að öðru leyti fagn- aðarefni fyrir eigendur léttari bifreiða því hún gerir þeim betur kleift að endurnýja tækja- kost sinn.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.