Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR eríins betvjimtesfer Arat mi jívirAtitosohneKot Urtoubsírarro j uberk'anc ! Berlins beriihmfestei I punktur )mit2Söhner 'i ;,| abgestiirz Morgunblaðið/Þorkell FLUGKORT úr vélinni liggur fremst en fyrir aftan liggrur flakið í brattri skriðu í gili. í baksýn grillir í klettavegg sem snýr í vestur. Vettvangsrannsókn rannsóknarnefndar flugslysa lokið Lík mannanna þriggja flutt af slysstað í gær VETTVANGSRANNSÓKN rann- sóknarnefndar flugslysa á slysstað flugslyssins á Vesturhorni fór fram í gær. Er vettvangsrannsókn var lok- ið, upp úr hádegi, var hafíst handa við að flytja Iík mannanna þriggja til Hafnar, en því lauk klukkan hálfsex í gær. Að sögn lögreglu á Höfn var það vandasamt verk, enda aðstæður erfíðar. Það voru fjórtán meðlimir Flugbjörgunarsveitarinnar sem báru líkin niður, eitt í einu, þannig að þfíjár ferðir þurfti til að koma þeim niður. Ekið var með líkin til Reykja- víkur í gærkvöldi og sá Björgunarfé- lag Hornafjarðar um flutninginn. Hópurinn sem fór á slysstað í gær lagði af stað í bítið i gærmorgun. Auk Skúla Jóns Sigurðssonar og Steinai’s Steinarssonar frá rann- sóknarnefnd flugslysa fóru á slys- stað Haraldur Árnason og Sven Richter frá kennslanefnd Ríkislög- reglustjóra. Þeim til aðstoðar voru meðlimir úr Flugbjörgunarsveitinni og lögreglumenn frá Höfn. Flugu beint á klettavegginn Skúli Jón sagði í samtali við Morg- unblaðið að Ijóst sé að flugvélih hafi flogið nánast beint inn í lóðréttan klettavegginn, sem er hátt í 200 m, í Vesturhorni, töluvert fyrir neðan brúnina. Við það hafi vélin splundr- ast, kviknað í henni og hún fallið nicb ur í gil og skriðu og brunnið þar. í brunnu flakinu voru lík mannanna þriggja sem í henni voru og segir Skúli ekki leika vafa á að mennirnir hafi látist samstundis, líklegt sé að þeir hafi aldrei séð þennan klettavegg þar sem hann var hulinn skýjum. Að sögn Skúla er næsta skref að halda áfram gagnasöfnun, hér og er- lendis. „Það líður nokkuð langur tími þar til við látum eitthvað frá okkur fara um þetta mál.“ Kennslanefnd hóf störf á slysstað í gær, en að sögn Gísla Pálssonar, for- manns nefndarinnar, er stefnt á að ljúka störfum hennar í dag eða á morgun í Reykjavík. „Vinnan byrjaði á vettvangi að svo miklu leyti sem það var hægt, en aðstæður á slysstað voru slæmar." Kennslanefnd ber kennsl á látna menn sem farast t.d. af slysförum, ef ekki er hægt að gera það eftir venjubundnum leiðum. Að sögn Eddu Símonardóttur staðgengils sýslumannsins á Höfn verður flakið fjarlægt þegar aðstæð- ur leyfa. FRAMDEKK og vængur eru í töluverðri fjarlægð frá flakinu. Fjallað um flugslysið í dagblöð- um í Berlín DAGBLÖÐ í Berlín fjölluðu í gær um flugslysið í Vesturhorni. Blöðin B.Z. og Bertíner Kurier segja bæði frá slysinu, leit ís- lensku björgunarsveitanna að flakinu og deili á feðgununum, einkum föður piltanna, læknin- um Manfred Jaschke. I blöðunum kemur fram að Manfred Jaschke hafi verið mjög þekktur í Berlín sem nála- stungulæknir og að hann hafi rekið fyrstu stofu í Berlín sem sérhæfir sig í kínverskum lækn- ingum. Jaschke bjó tíu ár í Kína, nam þar hefðbundnar kín- verskar lækningar og var einnig gestapi’ófessor við læknadeild Pekingháskóla. Samkvæmt B.Z. lagði Jaschke stund á guðfræði, heimspeki og læknisfræði í Tiibingen og Wiirzburg frá 1978-1982. Þá vann hann í tvö ár sem læknir á átakasvæðum í Líbanon. Að því loknu hélt hann til Kina, en þar kynntist hann eiginkonu sinni, Xiu-Rong Sun. Þau áttu, auk yngri piltsins sem lést í slysinu, árs gamlan son og býr Xiu-Rong ásamt honum í Kína. B.Z. segir eiginkonu Jaschke frænku síð- asta keisarans í Kina, Pu Yi. Manfred Jaschke var 46 ára gamall, eldri sonur hans, Tobias, 20 ára og sá yngri, Georg, 12 ára. Ársskýrsla rannsóknarnefndar flugslysa sýnir stöðuga fjölgun slysa frá 1993 TÍÐNI dauðaslysa í íslensku einka- flugi er há og hún er meira en tvö- falt hærri en tíðnin fyrir öll Norður- löndin, þ.e.a.s. 7,4 slys á 100.000 flugstundir miðað við 2,9 slys á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í greininni „Greining flugslysa og al- varlegara flugatvika í íslensku flugi,“ sem birt er í ársskýrslu rann- sóknarnefndar flugslysa fyrir árið 1997 sem kom út í apríl sl. Einnig segir að úrbóta sé þörf hér á landi í öllum flokkum flugs, þó að einka- flug sé mest áberandi. I greiningunni er m.a. birtur samanburður á slysatíðni einstakra þátta íslensks flugs og samsvarandi flugs á Norðurlöndum í heild tíma- bilið 1987 til 1996 og er miðað við tíðni á 100.000 flugstundir. Sam- kvæmt samanburðinum er slysa- tíðni í íslensku flugi meiri í öllum gerðum af flugi nema þjónustuflugi en undir það fellur t.d. sjúkraflug Tíðni dauðaslysa tvöfalt meiri en á Norðurlöndum og björgunarflug. Aðrir flokkar eru kennsluflug, verkflug, einkaflug, leiguflug og áætlunarflug. 20 slys og alvarleg atvik 1997 I greininni segir einnig að fjöldi slysa og alvarlegra atvika í íslensku flugi hafi vaxið stöðugt frá 1993 og verið meiri en nokkru sinni áður í fyrra en þá urðu 20 slys og alvarleg atvik. Þar af voru 11 í flokki at- vinnuflugs og eitt dauðaslys í verk- flugi. Til alvarlegra atvika teljast atvik sem fela í sér kringumstæður sem benda til að legið hafi við flugslysi. Til slysa teljast atvik þegar loftfar verður fyrir verulegri skemmd eða broti, þegar loftfar týnist eða ómögulegt er að ná til þess eða þeg- ar einhver lætur lífið eða slasast al- varlega um borð í loftfari eða vegna snertingar við hluta loftfars eða verður fyrir útblæstri þotuhreyfils. I greininni segir ennfremur að rannsóknarnefnd og flugslysanefnd meðan hún var hafi gert margar til- lögur um úrbætur í flugöryggismál- um sem flugmálayfirvöldum beri að taka til formlegrar afgreiðslu, síðan segir: „Hvað svo sem þeim úrbótum líður er ljóst að allir sem, hlut eiga að máli verða að gera betur ef duga skal til að bæta öryggi í íslensku flugi.“ Skúli Jón Sigurðsson, formaður rannsóknamefndar flugslysa, sagði í samtali við Morgunblaðið að til- gangur rannsókna nefndarinnar væri að komast að því hvers vegna slys eigi sér stað og koma svo með tillögur til úrbóta til að koma í veg fyrir sams konar eða svipuð slys. „Við erum ekki að leita að söku- dólgi, við leitum úrbóta," segir Skúli Jón. ,Ársskýi-slunni er dreift víða til að menn læri af mistökunum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.