Morgunblaðið - 13.08.1998, Page 9

Morgunblaðið - 13.08.1998, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 9 Nýr forstöðu- maður Mann- fræðistofn- unar Háskóla Islands •DR. GÍSLI Pálsson hefur verið 'ráðinn forstöðumaður Mannfræði- stofnunar Háskóla Islands. Jafn- framt gegnir hann starfi pró- fessors við fé- lagsvísindadeild Háskóla Islands. Starf forstöðu- manns var aug- lýst laust til um- sóknar þegar fyrrverandi forstöðumaður lét af störfum fyrir aldurs sakir og sóttu fimm um starfið. Mannfræðistofnun var sett á laggirnar fyrir tæpum aldarfjórð- ungi. Lengst af hefur starfsemi stofnunarinnar beinst að líffræði- legri mannfræði, þar sem áhersla hefur verið lögð á rannsóknir á lík- amseinkennum Islendinga fyiT og síðar. Samkvæmt núverandi reglu- gerð er hlutverk stofnunarinnar að efla rannsóknir á sviði bæði félags- legrar og líffræðilegrar mannfræði. Skal stofnunin m.a. samhæfa mannfræðirannsóknir á vettvangi Háskóla íslands, gangast fyrir rannsóknum á Islendingum og ís- lensku samfélagi sem og á öðrum þjóðum og samfélögum, annast varðveislu rannsóknargagna og stuðla að samstarfi við innlenda og erienda rannsóknaraðila á sviði mannfræði og skyldra greina. Há- skólaráð kýs fimm menn í stjórn stofnunarinnar, fjóra þeirra sam- kvæmt tillögum félagsvísindadeild- ar, læknadeildar og raunvísinda- deildar. Dr. Gísli Pálsson nam mannfræði við Háskóla Islands og Manchester háskóla. Hann hefur starfað við Háskóla Islands frá 1982, sem pró- fessor frá 1992. Meðal verka hanns eru: The Textual Life of Savants: Ethnography, Iceland, and the Linguistic Turn (Harwood Academic Publishers, 1995) og Coastal Economies, Cultural Accounts: Human Ecology and Icelandic Discourse (Manchester University Press, 1991). Hann hef- ur birt greinar í fræðilegum tíma- ritum og ritstýrt greinasöfnum um mannfræðileg efni, ýmist einn eða með öðrum, m.a.: Við og hinir: Rannsóknir í mannfræði (Mann- fræðistofnun Háskóla Islands, 1997), Nature and Society: Ant- hropological Perspectives. (Routledge, 1996), Images of Contemporary Iceland: Everyday Lives and Global Contexts (Uni- versity of Iowa Press, 1996), From Sagas to Society: Comparative Approaches to Early Iceland (His- arlik Press, 1992), og Beyond Boundaries: Understanding, Translation and Anthropological Discourse (Berg Publishers, 1992). Gísli er kvæntur Guðnýju Guð- björnsdóttur alþingiskonu og eiga þau tvö börn, Pál Oskar og Rósu Signýju. Mannfræðistofnun er til húsa á Hólavallagötu 13 (sími 5254253). Vefslóð stofnunarinnar er http://www.rhi.hi.is/pub/anthrice/ mannfs.html. Medvirkni (Codependence) Ráðgjafastofa Ragnheiðar Óladóttur Síðumúla 33 mun hefja aftur meðvirkninámskeið þriðjudaginn 18. ágúst. Skráning er þegar hafin. Næstu námskeið verða: 8. sept., 6. okt. og 3. nóv. Nánarí upplýsingar í símum 568 7228 og 897 7225, e-mail: ragnh@mmedia.is Skiptameðferð Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga Viðbótarúthlutun úr þrotabúinu BOÐAÐ hefur verið til skiptafund- ar í þrotabúi Endurtryggingafé- lags Samvinnutrygginga hf. í lok mánaðarins til að fjalla um frum- varp til viðbótarúthlutunar úr bú- inu. Eiríkur Tómasson skiptastjóri segir að fundurinn verði líklega sá síðasti. Skiptameðferð í þrotabúinu stóð yfir í rúm 12 ár og miðað við fjárhæð krafna var gjaldþrotið eitt hið stærsta sem orðið hefur hér- lendis. Kröfuhafar eru allir erlend- ir nema Gjaldheimtan í Reykjavík. Kröfur í þrotabúið námu á annan milljarð króna. Eiríkur segir að meðferð nokk- urra mála hafi haldið áfram eftir að skiptum lauk fyrir tæpum tveimur árum. „Nokkrum eignum er ennþá óúthlutað og við ætlum að gera það núna. Það eru eignir upp á um tólf milljónir kr. sem koma til skipta núna. Þetta eru eftirhreytur sem er verið að gera upp til kröfuhaf- anna,“ sagði Eiríkur. Eiríkur segir að þetta hafi verið með erfiðari og flóknari gjald- þrotamálum. Kröfuhafar skiptu mörgum hundruðum. Tæknilega sé búið að greiða upp allar almennar kröfur miðað við gengi 1984. Síðan hafi myndast mikill gengismunur og nú sé verið að greiða upp í hann. Endurtryggingafélag Sam- vinnutrygginga varð gjaldþrota 27. nóvember 1984. Þá voru starfs- menn þess þrír en framkvæmda- stjórinn hafði látið af starfi fyrir gjaldþrotið. Stærstu eignir í útistandandi kröfum Endurtryggingafélög era þau tryggingafélög sem almennu tryggingafélögin skipta við. Um árabil hafði Endurtryggingafélag Samvinnutrygginga stundað reglu- leg viðskipti í gegnum trygginga- miðlara í London. Það sem olli falh félagsins var hins vegar að síðustu árin hafði umboðsfyrirtækjum er- lendis verið gefið umboð til að gera samninga fyrir þess hönd. Við gjaldþrotið átti félagið í handbæra fé 74 milljónir kr. sem miðað við þróun lánskjaravísitölu jafngilti í ársbyrjun 1997 290 milljónum kr. Þá átti það hluta í húseign í Aust- urstræti en stærstu eignir sínar átti það í útistandandi kröfum hjá endurtryggingafélögum sem höfðu endurtryggt Endurtryggingafélag Samvinnutrygginga. Alls námu kröfur í þrotabúið 283,7 milljónum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar í lok nóvember 1984. Miðað við þróun lánskjaravísitölu frá árinu 1984 til ársbyrjunar 1997 jafngildir sú fjár- hæð um 1.113 milljónum kr. Lokað í dag ^ Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. ÚTSALA Munið okkar góðu vörumerki LOU ROSCH CALIDA PARÍSARbúðin Austurstræti 3, s: 551 4566 ^ær eru stílhreinar, einfaldar, sterkar )g umfram allt - á mjög hagstæðu reröi. Nýkomin sending í svörtu . /erö frá 1.450- Danicl Ray Stærsta töskuverslun landsins, Skólavöröustíg 7, sími 551-5814 íA(ýkomnar vörurfrá ‘Einnig domu- og herrasíoppar Sendum í póstkröfu. B YOUNG Gullbrá Nóatúni, sími 562 4217 Borðstofuborð og stólar nttu 431ornnö 1974- munít Ljósakrónur * Ikonar Full búð fágætra muna Antík munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Síðustu dagar útsölunnar Opið laugardaginn 15. ágúst frá kl. 11-14 $T í LL Skólavörðustíg 4a, sími 551 3069 USALAN ER HAFIN 20—60% afsláttur Laugavegi 4, sími 551 4473 Síðustu dagar útsölunnar HVERFISGATA 6 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI 562 2862

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.