Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 9 Nýr forstöðu- maður Mann- fræðistofn- unar Háskóla Islands •DR. GÍSLI Pálsson hefur verið 'ráðinn forstöðumaður Mannfræði- stofnunar Háskóla Islands. Jafn- framt gegnir hann starfi pró- fessors við fé- lagsvísindadeild Háskóla Islands. Starf forstöðu- manns var aug- lýst laust til um- sóknar þegar fyrrverandi forstöðumaður lét af störfum fyrir aldurs sakir og sóttu fimm um starfið. Mannfræðistofnun var sett á laggirnar fyrir tæpum aldarfjórð- ungi. Lengst af hefur starfsemi stofnunarinnar beinst að líffræði- legri mannfræði, þar sem áhersla hefur verið lögð á rannsóknir á lík- amseinkennum Islendinga fyiT og síðar. Samkvæmt núverandi reglu- gerð er hlutverk stofnunarinnar að efla rannsóknir á sviði bæði félags- legrar og líffræðilegrar mannfræði. Skal stofnunin m.a. samhæfa mannfræðirannsóknir á vettvangi Háskóla íslands, gangast fyrir rannsóknum á Islendingum og ís- lensku samfélagi sem og á öðrum þjóðum og samfélögum, annast varðveislu rannsóknargagna og stuðla að samstarfi við innlenda og erienda rannsóknaraðila á sviði mannfræði og skyldra greina. Há- skólaráð kýs fimm menn í stjórn stofnunarinnar, fjóra þeirra sam- kvæmt tillögum félagsvísindadeild- ar, læknadeildar og raunvísinda- deildar. Dr. Gísli Pálsson nam mannfræði við Háskóla Islands og Manchester háskóla. Hann hefur starfað við Háskóla Islands frá 1982, sem pró- fessor frá 1992. Meðal verka hanns eru: The Textual Life of Savants: Ethnography, Iceland, and the Linguistic Turn (Harwood Academic Publishers, 1995) og Coastal Economies, Cultural Accounts: Human Ecology and Icelandic Discourse (Manchester University Press, 1991). Hann hef- ur birt greinar í fræðilegum tíma- ritum og ritstýrt greinasöfnum um mannfræðileg efni, ýmist einn eða með öðrum, m.a.: Við og hinir: Rannsóknir í mannfræði (Mann- fræðistofnun Háskóla Islands, 1997), Nature and Society: Ant- hropological Perspectives. (Routledge, 1996), Images of Contemporary Iceland: Everyday Lives and Global Contexts (Uni- versity of Iowa Press, 1996), From Sagas to Society: Comparative Approaches to Early Iceland (His- arlik Press, 1992), og Beyond Boundaries: Understanding, Translation and Anthropological Discourse (Berg Publishers, 1992). Gísli er kvæntur Guðnýju Guð- björnsdóttur alþingiskonu og eiga þau tvö börn, Pál Oskar og Rósu Signýju. Mannfræðistofnun er til húsa á Hólavallagötu 13 (sími 5254253). Vefslóð stofnunarinnar er http://www.rhi.hi.is/pub/anthrice/ mannfs.html. Medvirkni (Codependence) Ráðgjafastofa Ragnheiðar Óladóttur Síðumúla 33 mun hefja aftur meðvirkninámskeið þriðjudaginn 18. ágúst. Skráning er þegar hafin. Næstu námskeið verða: 8. sept., 6. okt. og 3. nóv. Nánarí upplýsingar í símum 568 7228 og 897 7225, e-mail: ragnh@mmedia.is Skiptameðferð Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga Viðbótarúthlutun úr þrotabúinu BOÐAÐ hefur verið til skiptafund- ar í þrotabúi Endurtryggingafé- lags Samvinnutrygginga hf. í lok mánaðarins til að fjalla um frum- varp til viðbótarúthlutunar úr bú- inu. Eiríkur Tómasson skiptastjóri segir að fundurinn verði líklega sá síðasti. Skiptameðferð í þrotabúinu stóð yfir í rúm 12 ár og miðað við fjárhæð krafna var gjaldþrotið eitt hið stærsta sem orðið hefur hér- lendis. Kröfuhafar eru allir erlend- ir nema Gjaldheimtan í Reykjavík. Kröfur í þrotabúið námu á annan milljarð króna. Eiríkur segir að meðferð nokk- urra mála hafi haldið áfram eftir að skiptum lauk fyrir tæpum tveimur árum. „Nokkrum eignum er ennþá óúthlutað og við ætlum að gera það núna. Það eru eignir upp á um tólf milljónir kr. sem koma til skipta núna. Þetta eru eftirhreytur sem er verið að gera upp til kröfuhaf- anna,“ sagði Eiríkur. Eiríkur segir að þetta hafi verið með erfiðari og flóknari gjald- þrotamálum. Kröfuhafar skiptu mörgum hundruðum. Tæknilega sé búið að greiða upp allar almennar kröfur miðað við gengi 1984. Síðan hafi myndast mikill gengismunur og nú sé verið að greiða upp í hann. Endurtryggingafélag Sam- vinnutrygginga varð gjaldþrota 27. nóvember 1984. Þá voru starfs- menn þess þrír en framkvæmda- stjórinn hafði látið af starfi fyrir gjaldþrotið. Stærstu eignir í útistandandi kröfum Endurtryggingafélög era þau tryggingafélög sem almennu tryggingafélögin skipta við. Um árabil hafði Endurtryggingafélag Samvinnutrygginga stundað reglu- leg viðskipti í gegnum trygginga- miðlara í London. Það sem olli falh félagsins var hins vegar að síðustu árin hafði umboðsfyrirtækjum er- lendis verið gefið umboð til að gera samninga fyrir þess hönd. Við gjaldþrotið átti félagið í handbæra fé 74 milljónir kr. sem miðað við þróun lánskjaravísitölu jafngilti í ársbyrjun 1997 290 milljónum kr. Þá átti það hluta í húseign í Aust- urstræti en stærstu eignir sínar átti það í útistandandi kröfum hjá endurtryggingafélögum sem höfðu endurtryggt Endurtryggingafélag Samvinnutrygginga. Alls námu kröfur í þrotabúið 283,7 milljónum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar í lok nóvember 1984. Miðað við þróun lánskjaravísitölu frá árinu 1984 til ársbyrjunar 1997 jafngildir sú fjár- hæð um 1.113 milljónum kr. Lokað í dag ^ Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. ÚTSALA Munið okkar góðu vörumerki LOU ROSCH CALIDA PARÍSARbúðin Austurstræti 3, s: 551 4566 ^ær eru stílhreinar, einfaldar, sterkar )g umfram allt - á mjög hagstæðu reröi. Nýkomin sending í svörtu . /erö frá 1.450- Danicl Ray Stærsta töskuverslun landsins, Skólavöröustíg 7, sími 551-5814 íA(ýkomnar vörurfrá ‘Einnig domu- og herrasíoppar Sendum í póstkröfu. B YOUNG Gullbrá Nóatúni, sími 562 4217 Borðstofuborð og stólar nttu 431ornnö 1974- munít Ljósakrónur * Ikonar Full búð fágætra muna Antík munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Síðustu dagar útsölunnar Opið laugardaginn 15. ágúst frá kl. 11-14 $T í LL Skólavörðustíg 4a, sími 551 3069 USALAN ER HAFIN 20—60% afsláttur Laugavegi 4, sími 551 4473 Síðustu dagar útsölunnar HVERFISGATA 6 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI 562 2862
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.