Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Resurrection Band spilar í Broadway í kvöld „Höfum fengið köllun guðs til að hjálpa öðrum“ BANDARÍSKA rokkhljóm- sveitin Resurrection Band heldur tónleika á Broadway í kvöld og annað kvöld og lýkur Evrópuferð sinni í ár með tón- leikunum hér. Hljómsveitin er ekki einungis þekkt fyrir að spila rokktónlist, heldur vinn- ur hún mikið líknarstarf innan hins kristna safnaðar Jesus People USA í Chicago. „Reynsla okkar af starfi með fátækum, heimilislausum, vændiskonum, börnum í áhættuhópum og eiturlyfja- neytendum kemur skýrt fram í textum okkar,“ segir Glenn Kaiser, söngvari, gíta- leikari og lagasmiður rokksveitarinnar. „Enda er annað ekki hægt því starf sem þetta hefur mikil áhrif á mann. En við skiljum upplifanir þessa fólks því áður vorum við í svipaðri aðstöðu. Eg var á kafi í dópi, seldi það og bjó nánast á götunni. En ég var frelsaður af Jesú,“ seg- ir Kaiser sem nú er prestur í söfnuðinum Jesus People í Chicago. Hann segir að hann og aðrir sem starfi með Jesus People hafí fengið köllun til að hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Taka á móti öllum sem til þeirra leita Kaiser segir að höf- uðstöðvar Jesus People séu í mjög slæmu hverfi í Chicago þar sem úi og grúi af fólki frá öllum þjóðum. Þar séu tvö gengi sem kljást sín á milli og þau skapi íbúum hverfisins mikla hættu. Gistiskýli Jesus People í Chicago er eitt þriggja skýla í borginni sem tekur við einstæðum mæðrum og bömum þeirra svo sjá má að söfnuðurinn vinnur gífur- lega óeigingjarnt starf og tek- ur á móti öllum sem aðstoð þurfa. Milli fjögur og fimm hundrað manns starfa meðal Jesus People sem er samfélag sem spratt upp úr kommúnu hippatímans. Kommúnan hefur stækkað töluvert, en allir pen- ingar sem samfélagið vinnur sér inn eru settir inn á sameig- inlegan bankareikning sem síðan er deilt árlega milli allra í samfélaginu. Jesus People hefur aðsetur í tíu hæða háhýsi fyrir starfsemi sína í Chicago. Söfnuðurinn stendur m.a. fyrir fimm daga tónlistarhátíð ár hvert sem nefnist Cornerstone. Þar treð- ur fjöldi hljómsveita upp en markmiðið með hátíðinni er að sögn Kaisers að koma ungling- um og afvegaleiddum út úr borginni, frá ofbeldinu og eit- urlyQunum. Eiginkona Glenns Kaisers er Wendi Kaiser og er hún söng- kona hljómsveitarinnar. Hljóm- sveitin hefur starfað frá 1972 og hefur gefið út 19 hljómplöt- ur og geisladiska. Nýjasti geisladiskurinn sem þau hafa gefið út er „órafmagnaður" og verða tónleikarnir allir með því móti. A tónleikaferð um Evrópu Hljómsveitin spilar rokktónlist en sum lögin nálgast að vera blús, segir Kaiser. Hljómsveit- in er vel þekkt, sérstaklega innan hins trúarlega tónlistar- geira í Bandaríkjunum. I Evr- ópuferð sinni í ár hafa þau komið víða við og má nefna Ítalíu, Þýskaland, Sviss og að lokum Island. Ffladelfíu-söfnuðurinn bauð hljómsveitinni að koma til landsins og segir Kaiser að söfnuðirnir tveir séu eins og „sálufélagar", eins og hann komst að orði. Morgunblaðið/Arnaldur ROKKSVEITIN Resurrection Band, frá vinstri eru Roy Montroy bassaleik- ari, Stu Heiss gítarleikari, Glenn Kaiser, söngvari og gítarleikari, John Herrin trommuleikari og Wendi Kaiser, söngkona sveitarinnar. Sýknudómur í máli vegna kæru á hendur dyraverði Ekki vís- vitandi líkamsárás DYRAVÖRÐUR sem kærður var fyrir líkamsárás í janúar sl. var sýknaður af ákæru í dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. ágúst sl. Málið var höfðað með ákæru Lögreglustjórans í Reykja- vík á hendur ákærða fyrir líkams- árás með því að hafa ýtt harkalega við kæranda svo hann féll utan í steinvegg og síðan í götuna svo kærandi hlaut skurð á hvirfli sem sauma þurfti saman. Þess var krafist að ákærði væri dæmdur til refsingar. í dómnum eru málsatvik rakin og kemur þar fram að í janúar sl. hafí verið tilkynnt um það til lög- reglunnar í Reykjavík að maður lægi í götunni við veitingastaðinn Gauk á Stöng. Lögreglumenn hafi farið á staðinn og lá kærandi í göt- unni og blóðpollur við höfuð hans. Hann var færður á slysadeild og honum veitt aðhlynning. í vottorði læknis segir að kærandi hafi verið ofurölvi við komu á slysadeild og með skurð í hársverði sem saumað- ur hafi verið saman með nokkrum sporum. Ákærði neitaði sök og dyraverð- ir vitnuðu um að kærandi hafi sofnað áfengissvefni fram á borð inni á veitingastaðnum og brugðist illa við er hann var vakinn, veist að þeim og reynt að slá til dyravarð- ar. Eftir það hafi hann verið færð- ur út og kærandi lent í stymping- um við dyraverði úti. Dyraverðir segjast ekki hafa séð hvernig hann kom niður eða hvernig hann skall niður. I dómnum segir að kærandi kannist við að hafa verið ölvaður en ekki ofurölvi og segir ekki rétt að honum hafi verið hent út af veit- ingastaðnum og hann hafí hvorki verið með hávaða né lent í átökum inni á staðnum. Hann segist ekki hafa beitt neinu afli til að komast inn. Hann segir dyravörð hafa meinað sér inngöngu og verið mjög reiður, þrifið í boðungana á sér, og segist hann ekki muna eftir sér fyrr en hann lá í götunni og blóðið lagaði úr honum. Vitni sem statt var á kaffi Am- sterdam segist hafa séð dyraverði koma með ölvaðan mann út af veit- ingastaðnum. Einn dyi-avörðurinn hafi tekið ölvaða manninn og skellt honum upp að vegg, tekið í brjóst mannsins og ýtt honum og gæti það hafa verið að óvilja hans að maðurinn skall og datt. Sama vitni hafði í lögregluskýrslu sagt að ákærði hafi lyft manninum upp og skellt uppað veggnum og svo aftur ýtt á andlit hans og skellt höfðinu upp að veggnum. Annað vitni sem einnig var statt á kaffi Amsterdam segir dyravörð hafa rokið á manninn þegar hann sótti inn í húsið. Hann hafi ýtt manninum upp að húsveggnum, skellt honum upp að veggnum svo höfuð hans skall í. Síðan hafi mað- urinn fallið í götuna og dyravörður- inn haldið í jakka hans og höfuð mannsins aftur skollið í götuna, vitnið segist telja þetta allt hafa verið viljaverk af hálfu dyravarðar- ins; I dómsniðurstöðu segir að sannað sé með skýrslum vitna sem njóti stuðnings læknisvott- orðs að kærandi hafi verið of- urölvi inni á Gauki á Stöng og því fyllilega réttmætt að vísa honum út þaðan og meina honum inn- göngu aftur. Með hliðsjón af ölv- unarástandi kæranda og neitun ákærða er talið varhugavert að ákærði hafi ýtt svo harkalega við kæranda að það verði talin vísvit- andi líkamsárás. Ákærði var sýknaður af ákærunni og allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun til Jóns Egilsson- ar héraðsdómslögmanns, 40.000 krónur, lögð á ríkissjóð. Dómur- inn var kveðinn upp af Pétri Guð- geirssyni héraðsdómara. Landssíminn býður viðskiptavinum sveigjanleg gjöld Lægri kvöld- og helgar- taxti innanlands Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í máli vegna umferðarlagabrots Sviptur öku- rétti í mánuð DÓMUR var kveðinn upp í Héraðs- dómi Reykjavíkur hinn 11. ágúst í máli sem höfðað var með ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur ákærða fyrir umferðarlaga- brot. Var hann sagður hafa ekið á 64 km hraða á klst. suður Njarðargötu í Reykjavík á vegarkafla frá Berg- staðastræti að Smái-agötu þar sem leyfður hámarkshraði var 30 km á klst. I dómnum segir að kærði hafi neitað að hafa ekið á 64 km hraða en lögreglumenn hafi staðfest mæling- una fyrir dómi og ekkert hafi þótt koma fram í málinu sem gerði mæl- inguna tortryggilega. I dómnum seg- ir einnig að ákærði hafi verið sektað- ur sjö sinnum fyrir of hraðan akstur frá árinu 1989 og í eitt skipti verið sviptur ökuréttindum. Því þyki hæfi- legt að dæma hann til 25.000 króna sektar. Dómurinn taldi sér bera að svipta ákærða ökuleyfi í mánuð þar sem mjög vítavert er að aka á ríflega tvisvar sinnum meiri hraða en leyfi- legt er. Vísað var til lagagreinar um- ferðarlaga um að svipta skuli þann mann rétti til þess að stjórna vél- knúnu ökutæki sem ökuskírteini þarf til ef hann hefur orðið sekur um mjög vítaverðan akstur slíks öktæk- is. _ Ákærði var dæmdur til að greiða 25.000 króna sekt í ríkissjóð og komi sjö daga varðhald í stað sektarinnar ef hún greiðist ekki innan fjögurra vikna frá dómsuppsögn. Ákærði var sviptur ökurétti í einn mánuð frá dómsbirtingu og jafnframt til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknaralaun í ríkissjóð 40.000 krónur og málsvarnarlaun til verjanda síns, Tómasar Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krón- ur. Dóminn kvað upp Pétur Guð- geirsson héraðsdómari. LANDSSÍMINN mun frá 1. sept- ember bjóða viðskiptavinum sínum 25% lægri kvöld- og helgartaxta í almenna símakerfinu innanlands gegn 300 króna viðbótargjaldi á mánuði. Þetta lækkar símreikning þeirra viðskiptavina sem nota símann mikið á kvöldin og um helgar, hvort sem er fyrir venjuleg símtöl eða Internet-notkun. Þessi nýjung nefnist Frístundir Símans og þeir sem skrá sig í hana fá mínútuna á 59 aura í staðinn fyrir 78 aura sem er venjulegt gjald eftir kl. 19 á kvöldin og um helgar. Mínútugjald á dagtaxta verður sem fyrir 1,56 kr. „Þeir spara sem að jafnaði nota símann 26 klst. eða meira á mánuði að kvöldi til og um helgar. Fyrir þá sem nota símann minna er hins veg- ar hagstæðara að vera áfram á sama mínútugjaldinu og nú gildir sem er 78 aurar á kvöld- og helgar- taxta. Alnets-notendum hefur fjölgað jafnt og þétt og stór hópur þeirra notar símann mjög mikið, ekki síst á kvöldin og um helgar. Landssíminn vill koma til móts við þær óskir og ábendingar sem þessir viðskiptavin- ir hafa sett fram en um leið láta aðra viðskiptamenn njóta sömu kjara, segir í frétt frá Landssíman- um. Borgarráð samþykkir tillögu um Hverfísgötu Afram tvistefna næstu vikur BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarverkfræðings um að tvístefna verði áfram leyfð í til- raunaskjmi um Hverfisgötu frá Snorrabraut. Vegna framkvæmda við Lauga- veg í sumar, var ákveðið að heim- ila tímabundið tvístefnu um Hverfisgötu þó þannig að vinstri beygja af Snorrabraut er bönnuð. í tillögu borgai-verkfræðings er bent á að umferð yfir sumarið sé í lágmarki. Fram kemur að umferð vestur Hverfisgötu frá SnoiTa- braut hafi ekki verið mikil og að tafir hjá SVR hafi verið óveruleg- ar. Til þess að öðlast reynslu af þessu fyrirkomulagi þegar um- ferð er þyngri er lagt til að tví- stefnan verði óbreytt næstu fjór- ar til átta vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.