Morgunblaðið - 13.08.1998, Page 14

Morgunblaðið - 13.08.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 / MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Björn Gíslason SLÖKKVILIÐSMENN skoða verksummerki að Hömrum II, þar sem eldur kom upp í fyrrakvöld. Eldur að Hömrum II á Akureyri Tjónið töluvert Hita- og vatnsveita Akureyrar borar rannsóknarholur Ein hola var boruð við höfuðstöðvarnar Morgunblaðið/Björn Gíslason FRIÐRIK Ingi Ágústsson og Friðfinnur K. Daníelsson frá Alvari, Franz Árnason, framkvæmdastjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar, og Árni Árnason, sem hefur umsjón með niðurdælingarverkefni HVA í Eyjafirði, við borinn á lóð veitnanna á Rangárvöllum. TÖLUVERT tjón varð á húsnæði og innanstokksmunum er eldur kom upp í gömlu íbúðarhúsi að Hömrum II, norðan Kjamaskógar, í fyrrakvöld. Drengur hafði sett saltpétur í pott sem stóð á eldavél og gaus eldur upp við það og læsti sig í innréttingu hússins. Ekki urðu slys á fólki. Húsnæðið er í eigu Akureyrar- bæjar en Skátafélagið Klakkur AKSJON Fimmtudagur 13. ágúst 21.00Þ-Sumarlandið Þáttur fyiir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug. hefur haft það til umráða og m.a. nýtt það sem útilífsskála undan- farna vetur, auk þess sem útilífs- skóli Klakks hefur haft þar að- stöðu. Ásgeir Hreiðarsson hjá skátafé- laginu sagði að til hafi staðið að gera breytingar á húsnæðinu að innan en að á þessari stundu sé óvíst með framhaldið. Framtíðar- tjaldsvæði bæjarins verður að Hömrum og sagði Ásgeir að stefnt væri að því að nýta húsið sem þjónustuhús í tengslum við það. Hann sagði þetta óhapp ekki hafa áhrif á starfsemi skátafélags- ins en að atvikið væri engu að síð- ur óheppilegt og hefði alltaf ein- hvern kostnað í fór með sér. ÞESSA dagana er verið að bora rannsóknarholur, svokallaðar hita- stigulsholur, fyrir Hita- og vatns- veitu Akureyi'ar. Borað er víða í bæjarlandinu og allra næsta ná- grenni en alls verða boraðar 20-30 holur, 50-100 metra djúpar, á svæðinu frá Kjarnaskógi og norður að Hörgá. I gær var verið að bora sjöundu holuna og svo skemmti- lega vill til að hún er boruð á lóð- inni við höfuðstöðvar Hita- og vatnsveitunnar á Rangárvöllum. Franz Árnason framkvæmda- stjóri Hita- og vatnsveitu sagði að ekki væri um neinar vísbendingar að ræða en með þessum fram- kvæmdum væri verið að leita að fráviki frá náttúrulegu hitastigi bergsins. Hita- og vatnsveitan samdi við fyrirtækið Alvar ehf. um þessar boranir og til viðbótar um boranir á tveimur til fjórum 300-400 metra djúpum holum á Laugalandi á Þelamörk. Friðfínnur K. Daníels- son hjá Alvari sagði verkið ganga nokkuð vel. „Við höldum áfram fram til 25. ágúst en þá förum við með borinn austur á Hérað og til Seyðisfjarðar og fórum í jarðhita- og kaldavatnsleit þar. Að því loknu fórum við að bora dýpri holurnar á Þelamörk.“ Volgur sjór á Hjalteyri Friðfinnur var að bora eftir sjó fyrir Fiskeldi Eyjafjarðar á Hjalt- eyri nýlega og hann sagði að þar hefði náðst nokkuð athyglisverður árangur sem þó ætti eftir að skoða betur. „Við komum niður á 10 gi’áða heitan hreinan sjó á um 40 metra dýpi, sem þýðir að líklega höfum við rekist á jarðhita þar. Fiskeldi Eyjafjarðar hefur fram að þessu dælt sjó úr firðinum í lúðu- eldið og hitað hann aðeins en þarna fundum við hreinan volgan sjó fyrir utan dyrnar hjá þeim.“ Friðfinnur hefur farið víða um land með bor sinn og borað eftir bæði heitu og köldu vatni og hann segist sjá verkefni vel fram á næsta ár. Hann sagði að eftir að farið var að bora rannsóknarholur með minni borum við jarðhitaleit hafi kostnaðurinn verið mun við- ráðanlegri. í kjölfarið hafi svo ver- ið boraðar vinnsluholur með stærri verkfærum. Friðfinnur nefndi til dæmis að borun á vinnsluholum á stöðum eins og Árskógsströnd, Drangs- nesi og í Varmahlíð, þar sem ekki hafi verið neinar vísbendingar um jarðhita, hafi verið óframkvæman- leg nema með því að bora tilrauna- holur fyrst. Nokkrir af þekktustu leikurum landsms í leiksýmngum á Akureyri A sama tíma að ári og Fjögur hjörtu á Renni- verkstæðinu Morgunblaðið/Björn Gíslason LEIKMYNDIRNAR sem notaðar eru í leikritin Á sama tíma að ári og Fjögur hjörtu, komu til Akureyrar í gær, í 40 feta gámi frá Reykjavík. Hér situr Kristján Sverrisson við spilaborðið sem notað er í leikritinu Fjórum hjörtum. RÚRIK Haraldsson og Árni Tryggvason í hlutverkum sfnum í Fjórum hjörtum. Árni hefur litið á aðstæður á Renniverkstæðinu og leist mjög vel á, að sögn Kristjáns. NÆSTU tvær helgar verða fimm sýningar á leikritinu Á sama tíma að ári, eftir Bemard Slade, á Renni- verkstæðinu á Akureyri. Leikarar verksins eru hinir landskunnu lista- menn Tinna Gunnlaugsdóttir og Sig- urður Sigurjónsson. í vor voru 11 sýningar á verkinu á Renniverk- stæðinu fyrir fullu húsi. Þá verður leikrit Ólafs Jóhanns Ólafssonai', Fjögur hjörtu, tekið til sýningar á Renniverkstæðinu síðar í þessum mánuði. í því verki sýna fjórir af farsæl- ustu leikurum íslands allar sínar bestu hliðar, þeir Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Rúrik Haraldsson og Gunnar Eyjólfsson. Bæði verkin hafa verið sýnd í Loftkastalanum í Reykjavík og notið mikilla vinsælda. Leiksýningar og tónleikar Leikfélag Akureyrar hóf leiksýn- ingar á Renniverkstæðinu en sl. vor tók Kristján Sverrisson, veitinga- maður á Bing Dao, húsnæðið á leigu, sem er undir sama þaki og veitingastaðurinn við Strandgötu á Akureyri. Kristján sagði í samtali við Morg- unblaðið að tilgangurinn með því að taka Renniverkstæðið á leigu væri að halda uppi menningarstarfsemi í húsinu og jafnframt að tengja rekst- urinn veitingastaðnum. „Við bjóðum upp á mat og miða í leikhús, sem hef- ur komið vel út og þetta er m.a. svar við harðnandi samkeppni í veitinga- rekstri í bænum. Hér hafa verið leiksýningar og tónleikar og um verslunarmanna- helgina voru hér dansleikir. Það er ekki grundvöllur fyrir því að bjóða upp á leiksýningar yfir hásumarið en leikritið Á sama tíma að ári, sem sýnt var hér í vor, fékk fekilega góð- ar viðtökur. Ég á ekki von á öðru en það sama verði upp á teningnum nú og eins er mikill áhugi fyrir leikrit- inu Fjögur hjörtu.“ Kristján sagði að höfundurinn, Ólafur Jóhann Ólafsson, hafi boðað komu sína frá Bandaríkjunum á frumsýningu verksins á Akureyri 27. ágúst nk. Hann sagði að samið hafi verið um 12 sýningar á verkinu en tíminn yrði að leiða í ljós hvort þær yrðu fleiri. Kristján sagðist ekki síð- ur hafa orðið var við mikinn áhuga fyrir þessum leiksýningum frá fólki í nágrannasveitarfélögunum og hann á von á fjölda gesta til bæjarins í tengslum við þær. Bjartsýnn á framhaldið Aðspurður um framhaldið, sagðist Kristján hafa einnig verið í sam- bandi við Þjóðleikhúsið, Iðnó og Kaffileikhúsið. „Ég vonast eftir góðu samstarfí við þessa aðila og að hing- að komi enn fleiri sýningar frá Reykjavík. Ég er heldur ekki í neinni andstöðu við Leikfélag Akur- eyrar og þar er mikið af góðu fólki sem gæti sett upp verk hér og það hefur verið til umræðu. Og ekki bara fólk í LA, heldur margir fleiri hér í bæ. Þá var haft samband frá Sjón- leikhúsinu í Þórshöfn í Færeyjum en á þeim bæ var áhugi fyrir því að setja upp sýningu hér í sumar en af því gat ekki orðið að þessu sinni en kannski síðar.“ Því fylgir mikill kostnaður að setja upp sýningar og hafa fjölmargir aðil- ar lagt Kristjáni lið og gert þetta mögulegt. „Það komu margir að máli við mig, sem vildu ekki að þetta leik- hús legðist af og hafa lagt þessu njáli lið sem er mjög gleðilegt. Ég hef fengið mikla hvatningu og maður tví- eflist við það. Ég er því bjartsýnn á framhaldið og ef maður væri ekki bjartsýnn gerðist aldrei neitt.“ Hlynur sýnir á almenn- ingssalerni bæjarins HLYNUR Hallsson opnar sýn- ingu á almenningssaleminu undir kirkjutröppunum á Akur- eyri laugardaginn 15. ágúst nk. Sýningin nefnist Klósett og samanstendur af minnismiðum, textum og litlum teikningum. Almenningssalemið er í Listagilinu og í næsta nágrenni era Listasafnið á Akureyri, Ketilhúsið og Deiglan þar sem gjarnan eru settar upp sýning- ar. Sýningin er bæði á kvenna- og karlaklósettinu en eðlilega hafa konur eingöngu aðgang að hluta sýningarinnar og karlar að hinum hlutanum, segir í fréttatilkynningu frá Gilfélag- inu. Við íyrstu sýn virðast ein- stakir þættir sýningarinnar ekki eiga mikið sameiginlegt en þegar nánar er skoðað kem- ur í ljós að allir hlutirnir tengjst saman á einn eða ann- an hátt þannig að sýningar- gesturinn er tilneyddur til að skoða sjálfan sig í samhengi við aðstæðurnar. Hlynur vinnur oftast með innsetningar, aðstæður, gjörn- inga, texta, teikningar og myndbönd. Að þessu sinni hef- ur hann sett sig í spor þeirra sem þurfa að fara á klósettið og reynt að persónugera heim- sóknina, segir ennfremur í fréttatiikynningunni. Sýningin er opin á hefð- bundnum opnunartíma salern- isins, mánudaga til fóstudaga frá kl. 9-21 og um helgar frá kl. 10-20. Allir era velkomnir og aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.