Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 25

Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 25 LISTIR Lífsbókin tilbúin STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðs- son hefur nú lokið ritun ævisögu sinnar og er stefnt að því að hún komi út hjá Fjölva í haust. Að sögn Stein- gríms losar bók- in 500 blaðsíður og spannar lífs- svið hans og lífs- feril. „Petta er mín lífsbók og skal heita Lausnarsteinn," sagði Steingrímur. Seinasti dagur nýrrar Göthe- stofnunar SEINASTI opni dagur nýrrar Göt- he-stofnunar í húsakynnum Nýlistasafnsins verður sunnudag- inn 16. ágúst. Á lokadeginum verður sýnd heimildarmyndin „Hagamús" eftir Þorfinn Guðnason. Myndin verður sýnd í þýskri útgáfu. Myndbandið verður sýnt á stóru tjaldi í Svarta sal Nýlistasafnsins kl. 18 og 18.30. Aðgangur er ókeypis. Sýning framlengd Norræna húsið ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja Sumarsýningu Norræna hússins Þeirra mál ei talar tunga - Islandsdætur í myndlist um eina viku og mun henni því ljúka sunnu- daginn 23. ágúst. Sýningin er opin kl. 13-18 alla daga nema mánudaga. Húmanismi í lok 20. aldar BÆKUR B r é f BRÉF TIL VINA MINNA eftir Silo í þýðingu Kjartans Jónsson- ar. Hverfisfélag húmanista í vestur- bæ. 1998 - 106 bls. HUGMYNDIR manna um sjálfa sig og heiminn taka ávallt mið af þeim aðstæðum sem þær fæðast í. Húmanisminn á sína sögu og sín blómaskeið. Helsta einkenni hans hefur ávallt verið að leiða manninn til öndvegis og skoða heiminn út frá hagsmunum einstaklinga. Klassísk menning tók stundum mið af þessu, sama gildir um þau viðhorf gagn- vart náttúrunni sem einkennt hafa ýmsa hugsuði að líta á hana sem umhverfi mannsins og ef til vill var endurreisnarhreyfingin húmanísk stefna og að nokkru leyti upplýsing- arstefnan þótt líta megi hana einnig öðrum augum. Húmanismi 20. aldar á sennilega ýmislegt að sækja í forðabúr tilvist- arstefnunnar. A.m.k. mætti álykta sem svo út frá riti eftir einn helsta hugmyndasmið húmanista nú á dög- um, Silo, að nafni sem hann birtir í ritinu Bréf til vina minna. Það er t.a.m. ekki langur vegur frá hugleið- ingum Sartres um angistina sem hreyfiafl í mannlegri tilveru til hug- leiðinga Silos: „Af hverju ætti manneskjan að þurfa að umbreyta heiminum og sjálfri sér? Vegna þeirra skilyrðinga og takmarkana sem henni eru settar í tíma og rúmi og sem hún skynjar sem líkamlegan sársauka og andlega þjáningu. Þannig er þessi hvöt til þess að yfir- stíga sársaukann ekki bara dýrsleg hvöt heldur frekar ný samsetning tímans í vitundinni þar sem framtíð- in er sett í öndvegi og verður grundvallarhvati í lífinu Þannig umbreytir maðurinn sér og tilver- unni og þannig breytist hin félags- lega tilvera sem andsvar við sárs- aukanum. Líkt og sumir tilvistarhugsuðir sækir Silo rökfræði sína og siðfræði að nokkru til hinna miklu kerfis- smiða, Hegels og Kants. Díalektísk hugsun er honum ekki fjam og sumum fyndist eftirfarandi klausa jafnvel bergmál frá Karli Marx: „Nú, eins og áður í sögunni, mun ríkjandi fyrirkomulagi einfaldlega verða varpað fyrir róða þegar það mun reynast nauðsynlegt og í stað- inn kemur annað sem á að „bæta úr“ annmörkum hins fyrrnefnda. En þangað til mun auðurinn stöðugt vaxa í höndum æ valdameiri minni- hluta.“ Hér er vissulega boðuð þjóðfé- lagsbylting en bylting húmanista á að vera hljóðlaus og ofbeldislaus og innan frá án sérstakrar valdatöku. Silo hafnar að vísu mekaníski-i skoð- un á byltingarferlinu en raunar verður ekki mikið ráðið af viðhorf- um hans til þessa ferlis hvernig slík bylting yrði leidd og til hvaða lykta. 011 sýn Silos á þessa þjóðfélagslegu breytingu, sem hann telur að sé í gangi, er í raun í gnmdvallaratrið- um andstæð marxisma hvað þetta varðar. Þannig hafnar hann stéttar- greiningu en leggur áherslu á upp- lausn og óreiðu nútímasamfélags- ins. Það er einnig bjartsýn trú Silos á sögulega framvindu sem gerir hon- um kleift að álykta í anda hegelskr- ar hughyggju: „Frá upphafi sögu sinnar hefur mannkynið þróast til þess að öðlast betra líf.“ Og: „Frá upphafi sögunnar hefur þjóðfélagið þróast í átt til alheimshugsunar." Þessum þróunarhúmanisma beitir Silo fyrst og fremst gegn frjáls- hyggju og peningahyggju sem að hans mati sundrar og sundurlimar, einangrar fólk og leysir upp tilfinn- ingabönd. Meginsiðferðishugsjón Silos end- urómar kennisetningar Kants í þeim efnum og raunar kristna siða- boðun: „Að beina hugsun, tilfinning- um og gjörðum í sömu átt, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur -“. Áherslan á þessa samkvæmni er eitt meginatriðið í boðskapi Silos og kjarninn í stjórnmálastefnu hans. Þar sem bók Silos er í eðli sínu stjórnmálaleg yfirlýsing skiptir þjóðfélagssýn hans miklu máli. Það vekur þó athygli mína hversu gi'ein- ing hans á samfélaginu er almenn og óhlutbundin. Hann bendir á ákveðnar þróunartilhneigingar í samfélaginu, hvernig þjóðríkið er að leysast upp, ýmist vegna innri átaka eða vegna efnahagsbandalaga sem veikja þjóðiíkið. Hann fjallar um veikleika lýðræðisins og bendir á að lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafi í raun lítil og minnkandi völd auk þess sem þeir verði fljótlega hluti af stofnunum samfélagsins og þjóni umbjóðendum sínum ekki sem skyldi. Ekki er að sjá í fljótu bragði að pólitísk stjórnlist Silos -sé líkleg til árangurs. I meginatriðum er hann hallur undir valddreifingu sem er út af fyrir sig ágæt stefna. Hann bend- ir hins vegar á að „upplausnin í hinu félagslega skipulagi gerir stöðugt erfiðara að hreyfa umtalsverða hópa fólks“. Hann hefur litla trú á stjórnmálasamtökum og sá grunur læðist að lesanda að hann sé í raun anarkisti í hjarta sér. Þó vill hann að menn beini athygli sinni að hverfissamtökum sem hann telur að eigi að hafa sem mest völd. Þar í grasrótinni muni menn koma á mannlegum tengslum og með því að gera nánasta umhverfi innihaldsrík- ara aukist áhrif húmanista. Hið smáa verði stórt með tímanum. Vissulega er það rétt hjá Silo að allar hreyfingar byrja smátt. En megingalli kenninga hans er að erfitt er að festa hendur á vilja hans og stefnu. Kannski er hún of al- menn og gefur of mikil færi á ein- staklingsbundinni túlkun til að hægt sé að líta á hana sem pólitísk- an valkost. Hún er nefnilega ekki síður afurð samfélags upplausnar, óreiðu, sundrungar og sundurbút- unar en aðrar stefnur nútímans og ber því glöggt vitni. Þýðing Kjartans Jónssonar er ekki alveg laus við þýðingarbrag. Ærið oft gægist ensk og latnesk setningaskipan undan faldi íslensk- unnar. Á köflum verður textinn jafnvel tyrfinn: „Frá upphafi sög- unnar hefur þjóðfélagið þróast í átt til alheimshugsunar. Á þeirri leið mun koma hámarksstig samþjapp- aðs einræðisvalds með einkenni al- heimsveldis sem getur ekki vaxið lengur. Fall þessa kerfis mun verða samkvæmt lögmálum aflvirkni allra lokaðra kerfa þar sem óreiða hefur tilhneigingu til þess að aukast." Fyrir utan það hvað hugsunin er óljós í þessum texta og hvað það er hættulegt að líkja saman efnaferl- um í lokuðu kerfi og mannlegu sam- félagi er allt of mörgum eignarfalls- einkunnum hi-úgað saman og því miður er slíkt víða að sjá. Gerir þetta og ýmislegt annað bókina tor- lesna á köflum. Skafti Þ. Halldórsson HANN ER ST0R! r HANN ER STERKUR! HANN ER ENGINN VENJUIEGUR V HLUTABRÉFASJÓ9UR Kaupþing hf. Ármúla 13A Reykjavík sími 515 1500 fax 515 1509 www.kaupthing.is KAUPÞING HF Auðlindarbréf fást hjá Kaupþingi, Kaupþingi Norðurlands og í sparisjóðunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.