Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 29
Sumardagskrá
Norræna hússins
Kórsöngur
og ljóða-
lestur
SIÐUSTU atriði á sumardagskrá
Norræna hússins verða nú í lok
vikunnar. Föstudaginn 14. ágúst
mun kvennakórinn Vox Feminae
koma fram á tónleikum kl. 20.30
undir stjórn Margrétar Pálmadótt-
ur. Sungið verður án undirleiks.
Dagskráin ber heitið Völuskrín og
þar er að finna íslensk þjóðlög og
sönglög og erlend lög valin með
hliðsjón af þeim löndum sem lista-
konurnar, er eiga verk á sumar-
sýningunni Þeirra inál ei talar
tunga í sýningarsölum Norræna
hússins, bjuggu í.
„Margrét
átti svið-
ið...“
MARGRÉT Eir söngkona út-
skrifaðist með BFA-gi'áðu í
leikhústónlist og leiklist frá
Emerson
College í
Boston sl.
vor, en hún
hefur hefur
dvalist við
nám í
Bandaríkj-
unum síðast-
liðin þrjú og
hálft ár.
Hún tók þátt
í uppfærslum á vegum skólans
og fekk lof fyrir.
Á lokaönn í vor tók hún m.a.
þátt í tveimur stærstu upp-
færslunum; hún lék Margréti
drottningu í Ríkharði III eftir
Shakespeare og svo aðalhlut-
verkið eða Mama Rose í söng-
leiknum „Gypsy“ eftir Jule
Styne og Stephen Sondheim.
I blöðum í Boston birtust
dómar um „Gypsy“ og þar var
m.a. sagt: „Það var vel valið að
láta hlutverk Mama Rose í
hendur Margrétar Eirar. Mar-
grét átti sviðið og túlkaði þetta
velþekkta hlutverk á sinn per-
sónulega hátt. Og í The Berkel-
ey Beaeon sagði m.a.: „Aðal-
hlutverkið Rose, sem Margrét
Eir lék, hafði sterkan og þéttan
tón, sem hélst út allt leikritið.
Ki'aftur Margrétar var hreint
ótrúlegur í hverri senunni á
fætur annarri og hún gaf per-
sónunni heillandi blæ og skap-
aði þannig jafnvægi í samúð og
andúð áhorfandans á Rose.“
Eftir brautskráningu í vor
fór Margrét á námskeið hjá
Shakespeare Company í Great
Barrington MA.
Margrét Eir
Oktettinn
Omar í
Olafsvíkur-
kirkju
OKTETTINN Ómar heldur tón-
leika í Ólafsvíkurkirkju laugardag-
inn 15. ágúst og hefjast þeir kl. 17.
Á efnisskránni eru íslensk þjóð-
lög, kirkjuleg verk og erlendir
söngvar. I tilefni færeyskra daga í
bænum mun oktettinn einnig flytja
færeyskt þjóðlag.
Miðaverð á tónleikana er 50Ó kr.
en frítt fyrir eldri borgara og
Færeyinga í tilefni dagsins.
LISTIR
Hádegistónleikar í
Hallgrímskirkj u
VOX Feminae
Aðgangur er 700 kr. og gildir
einnig að sýningunni.
f kynningu segir: „Kvennakór-
inn Vox Feminae var stofnaður
1993. Það voru nokkrar konur úr
Kvennakór Reykjavíkur sem tóku
sig saman og stofnuðu „antik“ hóp.
Markmiðið var að syngja eldri tón-
list, andlega og veraldlega."
Margrét Jóhanna Pálmadóttir
hóf tónlistarferil sinn barnung í
Hafnarfirði. Margrét stofnaði og
stjórnaði Kór Flensborgarskóla og
stofnaði Kvennakór Reykjavíkur,
Vox Feminae og Barnakór Grens-
áskirkju.
I HALLGRÍMSKIRKJU er leikið á
orgelið í hádeginu á fimmtudögum og
laugardögum í júlí og ágúst. Þessir
hádegistónleikai-, sem hefjast kl. 12,
eru haldnir í tengslum við tónleika-
röðina Sumarkvöld við orgelið sem
haldin er í sjötta sinn í sumar og er
aðgangur ókeypis.
Fimmtudagstónleikarnir eru í
samstarfi við Félag íslenski'a organ-
leikara og að þessu sinni er það
nýráðinn organisti Kópavogskirkju,
Kári Þormar, sem leikur. Á efnisskrá
hans eru þrír sálmforleikir eftir Jo-
hannes Brahms og Johann Sebastian
Bach. Eftir Charles Marie Widor
leikur hann Allegro Vivace úr 1. org-
elsinfóníu í f-moll, Adagio eftir
Alessandro Marcello og tónleikunum
lýkur á Passacaglíu í f-moll eftir Pál
Isólfsson.
Kári Þormar lauk brottfai'aiprófi í
píanóleik frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1993 og sama ár burt-
fararprófi á orgel undii' leiðsögn
Harðar Áskelssonar. I nóvember nk.
lýkur hann fi’amhaldsnámi í kirkju-
tónlist og orgelleik við Robert
Schumann tónlistai'háskólann í Dus-
seldorf, undir handleiðslu prófessors
Hans-Dieters Möllers.
Kári hefur áðm- haldið tónleika hér
á landi svo og erlendis en þá hefur
hann lagt sig fram um að kynna ís-
lenska orgeltónlist. Árið 1997 hlaut
hann styi'k úr Minningarsjóði Karls
Sighvatssonar.
Laugardaginn 15. ágúst kl. 12 leik-
ur franski orgelleikarinn Odile Pi-
erre. Á efnisskrá hennai' verða sýnis-
horn af franskri orgeltónlist frá 19.
og 20. öld en hún leikur einnig á aðal-
tónleikum helgarinnar í Hallgríms-
kirkju sunnud. 16. ágúst kl. 20.30.
Tímarit
• ÞJÓÐHÁ TÍÐARBLAÐ Vest-
mannaeyja er komið út. Efni
blaðsins er fjölbreytt, en snýst nú
sem endranær um mannlíf í Vest-
mannaeyjum fyrr og nú, þó
áhersla sé lögð á að tengja efnið
sem mest Þjóðhátíð Eyjamanna og
hvernig hver kynslóð lítur þessa
hátíð. Má þar nefna grein eftir
Gísla Valtýsson þar sem hann
skoðar Þjóðhátíð í ljósi breyttra
tíma og hvernig hún verði best að-
löguð breyttum viðhorfum almenn-
ings.
Fjöldi viðtala er í blaðinu við
menn sem komið hafa að skipu-
lagningu Þjóðhátíðar og starfað í
kringum hana. Einnig eru viðtöl
við fólk sem hafa talið það mikið
„sáluhjálparatriði" að komast á
Þjóðhátíð í Eyjum.
Blaðið í ár er helgað íþrótta-
starfi og einnig þrjátíu ára afmæli
vatnsleiðslunnar sem lögð var til
Eyja ofan af landi og að tuttugu og
fimm ár eru liðin frá því að eldgos-
inu lauk í Heimaey. Hallgrímur
Tryggvason skrifar um reynslu
sína á gosinu.
I blaðinu eru einnig ljóð eftir
Birnu Eyjólfsdóttur og Guðmund
Tegeder, sem lýsa sýn sinni á Eyj-
ar og Eyjalíf.
Ritstjóri Þjóðhátíðarblaðs Vest-
mannaeyja 1998 er Benedikt
Gestsson blaðamaður á Fréttum í
Vestmannaeyjum.
• Brenni, 1. tbl. 1. árgangs er
komið út. I ávarpi segir ritstjórinn,
Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir,
m.a. að samfélag okkar gangi út á
hraða og síaukið framboð alls kyns
afþreyingarefnis valdi því að sífellt
verði erfiðara fyrir ungt fólk að
halda einbeitingu sinni og yfirsýn
yfir umhverfi sitt: „Viðmælendur
Brennis eiga það sameiginlegt að
vera ungt fólk sem er gerendur í
umhverfi sínu. Fólk sem fæst við
listsköpun, atvinnurekstur eða
hvers kyns aðrar framkvæmdir
hugmynda sinna.“ Markmiðið sé
að vekja athygli á þessu fólki og
starfinu í Hinu húsinu.
Útgefandi Brennis er íþrótta-
og tómstundaráð. Það er unnið af
Stix sf. í ritstjórn eru auk ritstjór-
ans Birna Þórarinsdóttir, Ketill
Magnússon og Steinþór Einarsson.
Sigurður Sveinn Halldórsson sá
um umbrot og hönnun. Ljósmynd-
ir eru eftir Berglindi Jónu Hlyns-
dóttur. Steindórsprent-Gutenberg
prentaði. Níu þúsundum eintökum
Brennis er dreift til allra fram-
haldsskólanema í Reykjavík og á
opinbera staði.
AFI/AMMA
allt fyrir minnsta barnabarnið
ÞUMALINAs. 551 2136
Hausttafla tekur gildi 1. september
Haust
Gerið góð lcaup í ágúst!
• Árskort með góðum afslætti*
• J.S.B. kort með bónus strax*
*Árskort og J.S.IJ. kort veita afslátt
í verslun og í ljós.
FJOLBREYTTIR
TÍMAR
• Teygjutímar
• Púltímar
• J.S.B. tímar
• Púlsinn upp
Opnum fyrr á morgnana
NÝRTÍMI KL. 7.45
VERSLUN:
r
Ymiss æfingafatnaður.
snyrtivörur o.fl,
MUNIÐ AÐ ENDURNYJA
J.S.B. KORTIN
Lágmúla 9 • Stmí 581 3730
GRAFÍSKA SMIÐJAN 1'