Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 29 Sumardagskrá Norræna hússins Kórsöngur og ljóða- lestur SIÐUSTU atriði á sumardagskrá Norræna hússins verða nú í lok vikunnar. Föstudaginn 14. ágúst mun kvennakórinn Vox Feminae koma fram á tónleikum kl. 20.30 undir stjórn Margrétar Pálmadótt- ur. Sungið verður án undirleiks. Dagskráin ber heitið Völuskrín og þar er að finna íslensk þjóðlög og sönglög og erlend lög valin með hliðsjón af þeim löndum sem lista- konurnar, er eiga verk á sumar- sýningunni Þeirra inál ei talar tunga í sýningarsölum Norræna hússins, bjuggu í. „Margrét átti svið- ið...“ MARGRÉT Eir söngkona út- skrifaðist með BFA-gi'áðu í leikhústónlist og leiklist frá Emerson College í Boston sl. vor, en hún hefur hefur dvalist við nám í Bandaríkj- unum síðast- liðin þrjú og hálft ár. Hún tók þátt í uppfærslum á vegum skólans og fekk lof fyrir. Á lokaönn í vor tók hún m.a. þátt í tveimur stærstu upp- færslunum; hún lék Margréti drottningu í Ríkharði III eftir Shakespeare og svo aðalhlut- verkið eða Mama Rose í söng- leiknum „Gypsy“ eftir Jule Styne og Stephen Sondheim. I blöðum í Boston birtust dómar um „Gypsy“ og þar var m.a. sagt: „Það var vel valið að láta hlutverk Mama Rose í hendur Margrétar Eirar. Mar- grét átti sviðið og túlkaði þetta velþekkta hlutverk á sinn per- sónulega hátt. Og í The Berkel- ey Beaeon sagði m.a.: „Aðal- hlutverkið Rose, sem Margrét Eir lék, hafði sterkan og þéttan tón, sem hélst út allt leikritið. Ki'aftur Margrétar var hreint ótrúlegur í hverri senunni á fætur annarri og hún gaf per- sónunni heillandi blæ og skap- aði þannig jafnvægi í samúð og andúð áhorfandans á Rose.“ Eftir brautskráningu í vor fór Margrét á námskeið hjá Shakespeare Company í Great Barrington MA. Margrét Eir Oktettinn Omar í Olafsvíkur- kirkju OKTETTINN Ómar heldur tón- leika í Ólafsvíkurkirkju laugardag- inn 15. ágúst og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskránni eru íslensk þjóð- lög, kirkjuleg verk og erlendir söngvar. I tilefni færeyskra daga í bænum mun oktettinn einnig flytja færeyskt þjóðlag. Miðaverð á tónleikana er 50Ó kr. en frítt fyrir eldri borgara og Færeyinga í tilefni dagsins. LISTIR Hádegistónleikar í Hallgrímskirkj u VOX Feminae Aðgangur er 700 kr. og gildir einnig að sýningunni. f kynningu segir: „Kvennakór- inn Vox Feminae var stofnaður 1993. Það voru nokkrar konur úr Kvennakór Reykjavíkur sem tóku sig saman og stofnuðu „antik“ hóp. Markmiðið var að syngja eldri tón- list, andlega og veraldlega." Margrét Jóhanna Pálmadóttir hóf tónlistarferil sinn barnung í Hafnarfirði. Margrét stofnaði og stjórnaði Kór Flensborgarskóla og stofnaði Kvennakór Reykjavíkur, Vox Feminae og Barnakór Grens- áskirkju. I HALLGRÍMSKIRKJU er leikið á orgelið í hádeginu á fimmtudögum og laugardögum í júlí og ágúst. Þessir hádegistónleikai-, sem hefjast kl. 12, eru haldnir í tengslum við tónleika- röðina Sumarkvöld við orgelið sem haldin er í sjötta sinn í sumar og er aðgangur ókeypis. Fimmtudagstónleikarnir eru í samstarfi við Félag íslenski'a organ- leikara og að þessu sinni er það nýráðinn organisti Kópavogskirkju, Kári Þormar, sem leikur. Á efnisskrá hans eru þrír sálmforleikir eftir Jo- hannes Brahms og Johann Sebastian Bach. Eftir Charles Marie Widor leikur hann Allegro Vivace úr 1. org- elsinfóníu í f-moll, Adagio eftir Alessandro Marcello og tónleikunum lýkur á Passacaglíu í f-moll eftir Pál Isólfsson. Kári Þormar lauk brottfai'aiprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1993 og sama ár burt- fararprófi á orgel undii' leiðsögn Harðar Áskelssonar. I nóvember nk. lýkur hann fi’amhaldsnámi í kirkju- tónlist og orgelleik við Robert Schumann tónlistai'háskólann í Dus- seldorf, undir handleiðslu prófessors Hans-Dieters Möllers. Kári hefur áðm- haldið tónleika hér á landi svo og erlendis en þá hefur hann lagt sig fram um að kynna ís- lenska orgeltónlist. Árið 1997 hlaut hann styi'k úr Minningarsjóði Karls Sighvatssonar. Laugardaginn 15. ágúst kl. 12 leik- ur franski orgelleikarinn Odile Pi- erre. Á efnisskrá hennai' verða sýnis- horn af franskri orgeltónlist frá 19. og 20. öld en hún leikur einnig á aðal- tónleikum helgarinnar í Hallgríms- kirkju sunnud. 16. ágúst kl. 20.30. Tímarit • ÞJÓÐHÁ TÍÐARBLAÐ Vest- mannaeyja er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt, en snýst nú sem endranær um mannlíf í Vest- mannaeyjum fyrr og nú, þó áhersla sé lögð á að tengja efnið sem mest Þjóðhátíð Eyjamanna og hvernig hver kynslóð lítur þessa hátíð. Má þar nefna grein eftir Gísla Valtýsson þar sem hann skoðar Þjóðhátíð í ljósi breyttra tíma og hvernig hún verði best að- löguð breyttum viðhorfum almenn- ings. Fjöldi viðtala er í blaðinu við menn sem komið hafa að skipu- lagningu Þjóðhátíðar og starfað í kringum hana. Einnig eru viðtöl við fólk sem hafa talið það mikið „sáluhjálparatriði" að komast á Þjóðhátíð í Eyjum. Blaðið í ár er helgað íþrótta- starfi og einnig þrjátíu ára afmæli vatnsleiðslunnar sem lögð var til Eyja ofan af landi og að tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að eldgos- inu lauk í Heimaey. Hallgrímur Tryggvason skrifar um reynslu sína á gosinu. I blaðinu eru einnig ljóð eftir Birnu Eyjólfsdóttur og Guðmund Tegeder, sem lýsa sýn sinni á Eyj- ar og Eyjalíf. Ritstjóri Þjóðhátíðarblaðs Vest- mannaeyja 1998 er Benedikt Gestsson blaðamaður á Fréttum í Vestmannaeyjum. • Brenni, 1. tbl. 1. árgangs er komið út. I ávarpi segir ritstjórinn, Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, m.a. að samfélag okkar gangi út á hraða og síaukið framboð alls kyns afþreyingarefnis valdi því að sífellt verði erfiðara fyrir ungt fólk að halda einbeitingu sinni og yfirsýn yfir umhverfi sitt: „Viðmælendur Brennis eiga það sameiginlegt að vera ungt fólk sem er gerendur í umhverfi sínu. Fólk sem fæst við listsköpun, atvinnurekstur eða hvers kyns aðrar framkvæmdir hugmynda sinna.“ Markmiðið sé að vekja athygli á þessu fólki og starfinu í Hinu húsinu. Útgefandi Brennis er íþrótta- og tómstundaráð. Það er unnið af Stix sf. í ritstjórn eru auk ritstjór- ans Birna Þórarinsdóttir, Ketill Magnússon og Steinþór Einarsson. Sigurður Sveinn Halldórsson sá um umbrot og hönnun. Ljósmynd- ir eru eftir Berglindi Jónu Hlyns- dóttur. Steindórsprent-Gutenberg prentaði. Níu þúsundum eintökum Brennis er dreift til allra fram- haldsskólanema í Reykjavík og á opinbera staði. AFI/AMMA allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALINAs. 551 2136 Hausttafla tekur gildi 1. september Haust Gerið góð lcaup í ágúst! • Árskort með góðum afslætti* • J.S.B. kort með bónus strax* *Árskort og J.S.IJ. kort veita afslátt í verslun og í ljós. FJOLBREYTTIR TÍMAR • Teygjutímar • Púltímar • J.S.B. tímar • Púlsinn upp Opnum fyrr á morgnana NÝRTÍMI KL. 7.45 VERSLUN: r Ymiss æfingafatnaður. snyrtivörur o.fl, MUNIÐ AÐ ENDURNYJA J.S.B. KORTIN Lágmúla 9 • Stmí 581 3730 GRAFÍSKA SMIÐJAN 1'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.